Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
39
Hjónaminning:
Ingibjörg Egvinds-
dóttir - Jón Sigurðs-
son Fremra-Hálsi
Fædd 13. mars 1899.
Dáin 31. janúar 1980.
Fæddur 11. ágúst 1896.
Dáinn 27. september 1978.
Það er vandasamt verk að minn-
ast Ingibjargar og Jóns á Frem-
ra-Hálsi í Kjós, á prenti, vegna
þess að mærð og hástemmd lýs-
ingarorð sem stundum fylgja
minningarskrifum voru svo and-
stæð skapgerð þeirra. Það kann þó
að reynast erfitt að komast hjá
slíku þar sem Jón og Ingibjörg
voru meðal þess fólks sem naut
svo almennrar virðingar allra sem
þau þekktu að við, að minnsta
kosti, álítum að fáir slíkir finnist.
Hvers vegna hljóta sumir ein-
staklingar óskoraða virðingu ann-
arra án þess að leggja annað á sig
til að öðlast hana en að vera þeir
sjálfir? Svarið hlýtur að vera að
þannig fólk sé búið óvenjulegum
mannkostum. Við teljum okkur
vera meðal þeirra heppnu er hafa
átt þess kost að kynnast slíku fólki
og taka við áhrifum frá því strax í
barnæsku. I okkar tilfelli voru það
hjónin að Fremra-Hálsi. Fyrir
tilstilli Kristínar elstu dóttur
þeirra hjóna, fórum við bræðurnir
í sveit að Fremra-Hálsi þá fjög-
urra og sex ára, og er skemmst frá
því að segja, annar dvaldi þar
næstu níu sumur samfleytt og
hinn litlu skemur. Ekki höfðum
við verið þar lengi þegar við fórum
að kalla þau hjónin „mömmu og
pabba á Hálsi“ og telst það líklega
frekar sjaldgæft ávarp meðal
óskyldra. Stuttu síðar bættist
leikfélagi okkar bræðra Helgi
Kristbjarnarson, nú læknir í
Svíþjóð, í þennan hóp og tók
einnig upp þetta ávarp okkar er
við höfum notað ávallt síðan.
Langdvöl okkar þremenninga á
Fremra-Hálsi og sú nafngift er við
gáfum húsráðendum þar segja
líklega meira um hug okkar til
þeirra en mörg orð. Það er
skemmtilegt að minnast þess, eins
og svo margs annars frá Hálsi,
hve óþreyjufullir við biðum eftir
að skólanum lyki á vorin svo við
kæmumst nú loksins upp að Hálsi,
og svo eftir réttir á haustin var
beðið með eftirvæntingu eftir að
foreldrar okkar kæmu að flytja
okkur aftur á mölina. Við gátum
kvatt Háls með ánægju og þeirri
öruggu vissu að um leið og sól
hækkaði aftur á lofti yrðum við
mættir til leiks og starfa.
I dag þegar mamma á Hálsi er
lögð til hinstu hvíldar í Reyni-
vallakirkjugarði við hlið pabba,
hann lést í september 1978, er þau
höfðu búið farsælu búi í 55 ár þar
af 50 ár á Fremra-Hálsi, er okkur
efst í huga þakklæti til þeirra
fyrir að fá að njóta samvista við
þau og fyrir allt það sem þau
kenndu okkur og við vonandi
höfum vit á að hafa ávallt í
hávegum.
Sigtryggur Jónsson.
Óli Tynes.
Karl Grönvold fv.
lögregluvarðstjóri
Fæddur 24. október 1915.
Dáinn 23. janúar 1980.
Hinn 31. janúar síðastliðinn var
til moldar borinn Karl Grönvold,
fyrrverandi lögregluvarðstjóri.
Föður sinn missti Karl þegar
hann var á þriðja ári, en móðir
hans er enn á lífi. Nokkrum árum
seinna giftist móðir hans Antoni
Jónssyni frá Arnarnesi. Fluttist
hún þá norður til Akureyrar með
börn sín Karl og Stellu, en Stella
lést árið 1977. Á Akureyri dvaldist
Karl sín bernsku- og æskuár. Þar
eignaðist hann eina hálfsystur,
Helgu, sem látin er fyrir mörgum
árum. Frú Margrét hefir orðið
fyrir þeirri sáru og þungbæru
reynslu að sjá á bak öllum börnum
sínum yfir móðuna miklu.
Eftir að fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur stundaði Karl nám í
gagnfræðaskóla og síðan í Versl-
unarskóla íslands. 24 ára gamall
hóf hann störf hjá lögreglunni í
Reykjavík og starfaði þar til
ársins 1974, fyrst við almenn
lögreglustörf, síðan sem varð-
stjóri. Eftir að Karl lét af störfum
hjá lögreglunni vann hann við
vestur-þýska sendiráðið til dauða-
dags.
Arið 1944 kvæntist Karl eftirlif-
andi konu sinni Rögnu Ragnars,
dóttur Ragnars Ólafssonar stór-
kaupmanns á Akureyri, ágætri
konu. Börn þeirra eru Gústaf,
búsettur á ísafirði, kona hans er
Júlíana Pálsdóttir; Magnús,
ókvæntur, búsettur í Reykjavík;
Guðrún, gift Preben Petersen,
búsett í Danmörku; og Ragnar,
heitbundinn Katrínu Theódórs-
dóttur, búsettur hér í borg.
Karl var góður heimilisfaðir og
mjög heimakær, fór sjaldan á
mannamót og undi sér best á
hlýlegu heimili þeirra hjóna að
Brávallagötu 10. Hann var hlé-
drægur og ekki allra, en undir
þeirri skel sem hann alla jafna bar
sló viðkvæmt hjarta. Það sýndi sig
best er sorg eða veikindi knúðu
dyra hjá frændum og vinum þá
var Karl fyrstur manna til að
rétta huggunar- og hjálparhendur
þeim sem um sárt áttu að binda.
— Sjálfur hafði hann ekki gegnið
heill til skógar undanfarin ár, en
eftir skurðaðgerð sem gerð var á
Minning:
Guðríður Gísladótt
ir frá Seglbúðum
Fædd 25. október 1895.
Dáin 14. janúar 1980.
Guðríður Gísladóttir var fædd í
Eystra-Hrauni í Landbroti 25.
október árið 1895. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Gísli Þorkelsson
frá Eystra-Hrauni og kona hans
Kristín Þórarinsdóttir frá
Þykkvabæ. Voru þau hjönin systk-
inabörn, þar sem afi þeirra beggja
var Magnús Jónsson, Magnússon-
ar á Kirkjubæjarklaustri.
Tveggja ára gömul var Guðríður
tekin í fóstur af hjónunum Gróu
Þorgilsdóttur og Jóni Ólafssyni,
sem þá tóku við búskap í Eystra-
Hrauni og dvaldi hún hjá þeim
næstu sjö árin, þangað til Jón
andaðist og Gróa lætur af búskap.
Þá fer Guðríður að Seglbúðum
til föðurbróður síns Jóns Þorkels-
sonar og konu hans Ólafar Jóns-
dóttur. Jón andaðist tveimur árum
síðar, en Ólöf heldur áfram bú-
skap með börnum sínum. í Segl-
búðum elst Guðríður upp með
frændsystkinum sínum og er þar
til fullorðins ára. Þá fer hún í
vinnumennski. og dvelur m.a. hjá
móður sinni, sem þá býr á Ketils-
stöðum í Mýrdal hjá Gísla Þórðar-
syni bróður sínum.
Auk Guðríðar eignuðust þau
Kristín og Gísli Þorkelsson tvö
önnur börn, Þórarinn sem lézt á
þrítugs aldri og var þá sárt saknað
af öllum sem til þekktu sakir
mannkosta hans. Og Mörtu, sem
lifir systur sína og hefur dvalið á
Blindraheimilinu hér í Reykjavík
síðustu árin.
I byrjun árs 1922 verða þátta-
skil í ævi Guðríðar, þegar hún
yfirgefur æskustöðvar sínar og
flyzt norður í Þingeyjarsýslu, en
faðir hennar hafði þá lengi búið
norður á Tjörnesi á nýbýli, sem
hann byggði með öðrum og nefndi
Árbæ. Bjó hann þar með Sigríði,
systur Kristínar og eignuðust þau
einn son, Gísla, sem kunnur var
fyrir sitt einstæða minni. Gísli
lauk meistaraprófi í íslenzkum
fræðum frá Háskólanum vorið
1934. Hann vann síðan við þing-
skriftir og varð svo starfsmaður
Alþýðubókasafnsins. Gísli lézt
fyrir aldur fram árið 1941, 34 ára
að aldri.
Guðríður naut ekki lengi sam-
vista við föður sinn norður í
Þingeyjarsýslu. Hann veiktist
skyndilega af lungnabólgu
skömmu eftir að Guðríður kom
norður og lézt eftir erfiða legu 28.
febrúar 1922 tæplega sextugur að
aldri. En næstu níu árin er
Guðríður á ýmsum stöðum í Þing-
honum síðastliðið haust stóðu
vonir til að heilsan batnaði og
hann hafði nýlega hafið störf að
nýju. En kallið kom óvænt, hann
hné niður að kvöldi hins 23. janúar
síðastliðinn og vaknaði ekki aftur
til meðvitundar í þessum heimi.
Mikill harmur er kveðinn að
ástvinum við óvænt fráfall hans,
en ég hygg að Karl hefði sjálfur
kosið slíkan viðskilnað, að falla
með reisn eins og hann lifði.
Eg bið Guð að styrkja konu
hans, börn og aldraða móður í
sorg þeirra og blessa þeim minn-
inguna um góðan dreng.
Frændkona
eyjarsýslu, m.a. á Húsavík, Hömr-
um í Reykjadal og Gautlöndum 1
Mývatnssveit. Kynntist Guðriður
þar mörgu fólki, sem hún reyndi
síðan að fylgjast með. Kom þar
glöggt í ljós minni hennar á menn
og málefni. Rifjaði hún síðar
gjarnan upp ýmsar frásagnir frá
dvöl sinni á þessum stöðum og fór
með einhverjar af hinum fjöl-
mörgu lausavísum hagyrðinga
Þingeyinga.
En æskustöðvarnar gleymdust
ekki og þangað leitaði hugurinn.
Árið 1931 hverfur Guðríður að
norðan og flyzt að Seglbúðum. Á
50 ár voru liðin hinn 1. febrúar
sl. frá stofnun Kvenfélagasam-
bands íslands.
Tildrög stofnunar þess var
fyrst og fremst brennandi áhugi
kvenna á bættri hússtjórnar-
fræðslu í landinu. Síðar hefur
starísvettvangur sambandsins og
félaganna, sem það mynda sífellt
orðið víðtækari, en þungamiðjan
jafnan sú. að vinna að heili
heimila og fjölskyldu og efla
samstöðu kvenna.
Sambandið var stofnað með
tilstyrk Búnaðarfélags íslands,
sem alllengi hafði starfrækt nám-
skeið í hússtjórnarfræðum. Var
fyrirhugað að K.í. ræki hliðstæða
ráðunautaþjónustu í heimilis-
fræðum og Búnaðarfélagið rækti
fyrir bændur.
Fimm félagasamtök stóðu að
stofnun K.Í., en ötullega var unnið
að stofnun nýrra félaga og héraðs-
samband. K.I. er um það frábrugð-
ið flestum landssamtökum kven-
félaga, að innan þess sameinast
almenn kvenfélög, verkakvenna-
félög, pólitísk kvenfélög og fagfél-
ög kvenna. Nú eru í K.í. 21
héraðssamband og eitt einstakt
hún þar síðan heimili til ársins
1976, að hún verður að fara á
sjúkrahús í Reykjavík og síðan á
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund
í Reykjavík, þar sem hún dvelur
þangað til hún andast 14. janúar
s.l.
Á þessum 45 árum í Seglbúðum
var vinna hennar einkum bundinn
við skepnurnar og fylgdist hún
með þeim af mikilli nákvæmni og
var ákaflega annt um hag heimil-
isins.
En þrátt fyrir það að Guðríður
fylgdist svo vel með öllu, sem fram
fór á heimilinu, þá var hugurinn
ekki eingöngu bundinn við það.
Hún vildi einnig vita hvað fram
fór utan heimilisins. Hlustaði vel
á það sem sagt var í útvarpi, og las
bæði blöð og bækur. Hafði hún
ánægju af að miðla öðrum af því
sem hún fræddist um. Minni sínu
hélt hún til hinstu stundar, enda
þótt sjóndepra hindraði nokkuð
lestur síðustu árin.
Það var Guðríði mikið lán, að
þegar hún kemur á Grund, þá fær
hún fyrir herbergisfélaga Guð-
rúnu Andrésdóttur, sem alltaf var
boðin og búin til að aðstoða
Guðríði og gera henni lífið léttara.
Skulu Guðrúnu færðar þakkir
fyrir umönnun hennar og þá hlýju
sem hún skapaði í hinu sólríka
herbergi, sem var dvalarstaður
þeirra á Minni-Grund þessi ár.
Það er ómetanlegt að mæta slíku
viðmóti, þegar fótur stirðnar og
þrekið dvín.
Nú að leiðarlokum eru Guðríði
fyrir hönd frændfólks og fjöl-
skyldunnar í Seglbúðum færðar
þakkir fyrir störfin, sem hún vann
af mikilli árvekni og samvizku-
semi þau 45 ár sem hún dvaldi á
Seglbúðaheimilinu.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Helgadóttir.
kvenfélag og félagatala alls um 25
þúsund.
K.í. er samnefnari þessa stóra
hóps útávið. Það hefur skrifstofu í
Reykjavík að Hallveigarstöðum og
starfrækir þar Leiðbeiningastöð
húsmæðra, gefur út tímaritið
Húsfreyjuna fjórum sinnum á ári
og fræðslurit um ýmis efni, svo
sem manneldi, aðrar greinar
heimilisreksturs, þjóðbúninga o.fl.
Rekstrarfé sambandsins er ein-
göngu ríkisstyrkur, sem ákveðinn
er árlega á fjárlögum og fer því
eftir geðþótta alþingismanna
hvers þeir meta störf kvenna-
samtakanna. Eitt er víst að aldrei
hafur ræst sá draumur stofnend-
anna, að minnst fjórir heimilis-
ráðunautar væru stárfandi í land-
inu.
Fyrsti formaður sambandsins
var Ragnhildur Pétursdóttir, Há-
teigi og með henni voru í stjórn
Guðrún Briem og Guðrún Péturs-
dóttir.
K.í. mun minnast þessara
tímamóta á starfsferli sínum með
ráðstefnu í sambandi við for-
mannafund í apríl n.k.
(Fréttatilkynning frá Kven-
félagasambandi Islands)
Stjórn og starfsmenn Kvenfélagasambands íslands: í fremri röð:
María Pétursdóttir formaður, Sigríður Thorlacius ritstjóri Húsfreyj-
unnar. Aftari röð: Sigurveig Sigurðardóttir, varaformaður, Margrét
S. Einarsdóttir meðstjórnandi, Sigríður Haraldsdóttir, forstöðumaður
Leiðbeiningastöðvar húsmæðra, Guðbjörg Petersen, afgreiðslumaður
Húsfreyjunnar, Ingibjörg Bergsveinsdóttir, aðstoðarritstjóri.
Kvenfélagasamband
Islands 50 ára