Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 47
El
r,
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
47
Feyenoord vildi Ásgeir strax
— JÚ ÞETTA er rétt,
Feyenoord hafði samband
við Standard og vildi fá
mig strax en þeim var sagt
að af þessu gæti ekki orðið
fyrr en í fyrsta lagi í vor
þegar deildarkeppnin er
búin, sagði Ásgeir Sigur-
vinsson knattspyrnukappi
þegar Mbl. hafði samband
við hann úti í Liege í
Belgíu.
— Sjálfur hef ég ekkert
heyrt frá forráðamönnum
Feyenoord um þetta mál en
hingað komu hollenskir
blaðamenn til þess að hafa
við mig viðtal og það var
helst á þeim að skilja að
það væri nokkuð öruggt að
ég færi til Feyenoord, sagði
Ásgeir. — Hitt er svo
annað mál að fleiri félög
hafa sýnt áhuga á því að
kaupa mig eftir því sem
mér hefur skilist og það er
því alveg óvíst hvert ég fer
í vor ef ég fer þá á annað
borð. Ég reyni að leiða
þetta hjá mér eins og ég get
því að á undanförnum ár-
um hafa margsinnis komið
tilboð til Standard en ekk-
ert orðið af sölu.
Ekki kvaðst Ásgeir hafa
heyrt neinar upphæðir
nefndar í sambandi við
— En Standard vill ekki
selja hann fyrr en í vor
• Það skyldi aldrei
fara svo, að þeir Ásgeir
Sigurvinsson og Pótur
Pétursson yrðu samherj-
ar hjá hollenska liðinu
Feyenoord í Rotterdam?
Feyenoord hefur að sögn
mikinn hug á að fá Ás-
geir til liðs viö sig, en
hvort forráðamenn fó-
lagsins eru tilbúnir til að
bíöa til vors með samn-
ingaumræöur eins og
Standard Liege vill, er
ekki Ijóst á þessu stigi.
hugsanleg félagaskipti og
vildi ekkert um þau mál
ræða. Hins vegar má rifja
það upp hér að í fyrra
neitaði Standard 1,5 millj-
ón þýzkra marka tilboði frá
Borussia Mönchengladbach
í fyrravor og má því reikna
með að Ásgeir sé nú verð-
lagður á 1,8—2 milljónir
þýzkra marka eða 415—460
milljónir íslenzkra króna,
vegna frábærrar frammi-
stöðu í leikjum Standard í
vetur.
Standard Liege hefur
gengið mjög vel í leikjum
sínum að undanfölnu á
sama tíma og forystuliðið
Lokaren hefur dalað og
virðist vera framundan
geysispennandi barátta um
Belgíumeistaratitilinn.
- SS.
Ingi sló 9 ára
gamalt met
Guðmundar Gísla
INGI Þ. Jónsson, kornungur
sundmaður aí Akranesi, sló'held-
ur en ekki í gegn á sundmóti KR
sem fram fór fyrir stuttu. Ingi
setti nýtt og glæsilegt íslandsmet
í 100 metra baksundi og sló þar
með met það sem Guðmundur
Gíslason setti í greininni árið
1971.
Ingi sigraði í þremur af fjórum
einstaklingsgreinum sem hann tók
þátt í, en til að gera afrek hans
enn meira, má geta þess, að í
öllum greinunum sigraði hann
Huga Harðarson sem verið hefur
landsmanna fremstur í þessum
greinum síðustu árin. Auk 100
metra baksundsins, sigraði Ingi í
400 metra skriðsundi og 200 metra
fjórsundi.
Annað íslandsmet fauk út í
veður og vind á mótinu, það var í
4x100 metra skriðsundi kvenna, en
þar sigraði sveit Ægis á 4;24,7
mínútum. Annars var tími Inga’ í
metsundinu 1:04,2 mínúta.
I
Elnkunnagjöfln
Lið HK: Einar Þorvarðarson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Bergsveinn
Þórarinsson 2, Kristján Þór Gunnarsson 2. Magnús Guðfinnsson 1,
Ragnar ólafsson 2, Kristinn Ólafsson 2, Jón Einarsson 3. Andrés
Gunnlaugsson 1.
Lið ÍR: Þórir Flosason 2, Bjarni Hákonarson 2, Guðjón Marteinsson
1, Sigurður Svavarsson 1, Guðmundur Þórðarson 1, Bjarni Bjarnason
1, Ársæll Hafsteinsson 1, Pétur Valdimarsson 1, Bjarni Bessason 3.
Lið ÍR: Þórir Flosason 3, Guðmundur Þórðarson 2, Ársæll
Hafsteinsson. 4. Bjarni Bessason 3, Bjarni Bjarnason 1, Sigurður
Svavarsson 2, Bjarni Hákonarson 2, Pétur Valdimarsson 2.
Ljð KR Pétur Iljálmarsson 1. Gísli Bjarnason 1, Símon Unndórsson
2, Ólafur Lárusson 2. Björn Pétursson 2, Friðrik Þorbjörnsson 2,
Einar Vilhjálmsson 2, Kristinn Ingason 1, Konráð Jónsson 2, Haukur
Ottesen 2, Jóhannes Stefánsson 2, Haukur Geirmundsson 2.
Dómarar: Rögnvaldur Erlendsson og Árni Tómasson 2.
Einn keppenda á fullri ferð í brautinni. á Stefánsmótinu sem fram fór
í Skálafelli fyrir skömmu. í dag fer fram fyrsta punktamót vetrarins í
flokki unglinga. Keppt verður í stórsvigi í Skálafelli í dag og hefst
keppnin kl. 11. og í svigi í Bláfjöllum á sunnudag kl. 10. Keppendur
verða um 170 talsins þar á meðal allir fremstu unglingar landsins í
skiðaiþróttinni.
Jafntefli Juventus og Real
UNGLINGALIÐ margra af sterkustu
félagsliðum Evrópu í knattspyrnu eru
að reyna meö sér á stórmóti í ítalíu
þessa dagana. Aðalleikur fyrstu um-
feröarinnar var viðureign Real Mad-
rid og Juventus, en leiknum lauk sem
jafntefli, 2—2, eftir að Real haföi haft
yfirhöndina í hálfleik, 2—1. Úrslit
annarra leikja urðu sem hér segir:
AC Mílanó — Perugia 3—0
Avellino — Aris Salonika 1 — 1
Napólí — Partizan Belgrad 4—0
Dukla Prag — Torino 3—0
Porto — Rapid Vienna 2—0
Þróttur úr leik
FII sló Þrótt út úr bikarkeppni
HSÍ, er liðin mættust í Hafnar-
firði í fyrrakvöld. Lokatölur
leiksins urðu 30—26 FII í vil, en í
hálfleik var staðan 17 — 14 fyrir
FH.
FH náði þegar í stað forystu í
leiknum, forystu sem var allt frá
5 mörkum og niður í eitt. Einu
marki munaði um tíma í síðari
hálfleik er staðan var 22—21
fyrir FH. en herslumuninn vant-
aði hjá 2. deildar liðinu.
Pólitíkin
alls staðar
með puttana
ÍÞRÓTTIR eru pólitik segja
sumir. Ólympíuleikar fatl-
aðra fara fram i Hollandi i
sumar. nánar tiltekið í
Arnheim. Til þessa hefur
hollenska rikistjórnin lagt
allt mögulegt af mörkum til
undirbúnings.
Fyrir skömmu lét róttæk-
ur hópur þingmanna til sin
taka. Þeir fengu meirihluta
fyrir því að stöðva fram-
kvæmdir hins opinbera fyrir
leikana nema fötluðu
iþróttafólki frá Suður-
Áfríku yrði meinuð þátttaka
á leikunum. Þetta varð að
sjálfsögðu hið mesta hita-
mál, en þessu hefur ekki
verið breytt. Þess má geta,
að íslendingar verða meðai
þátttakenda á ólympíuleik-
unum i Arnheim.
ÍBK mætir
Ármanni í
Njarðvíkum
EINN af úrslitaleikjum 1.
deildar Islandsmótsins i
körfuknattleik fer fram i
Njarðvíkum i dag klukkan
2. Þá eigast við ÍBK og
Ármann. Keflvikingar eru
staðráðnir i að sigra og
þannig opna deildina á gátt
en ef Ármann hins vegar ber
hærri hlut i Njarðvíkum þá
ætti gatan að vera þeim
greið i úrvalsdeildina.
Staðan i 1. deild er nú:
Armann 7 6 1 777-701 12
ÍBK 7 5 2 058 -531 10
Grindavík 8 1 4 657 -682 8
Þór 4 2 2 362-364 4
Borttarnes 5 1 4 395—471 2
Tlndastóll 5 0 5 357 -459 0
Körfuknatt-
leikur
Körfuknattleikur um
heigina:
Laugardagur:
Njarðvík 1. deild karla
ÍBK — Ármann kl.14.00
Akureyri 1. deild karla
UMFS - Tindast. kl.15.00
Haukahúsið 2. deild karla
Ilaukar — ÍA kl.13.00
Sunnudagur:
Akureyri 1. deild karla
Þór — Tindast. kl. 15.00
Hagaskóli 1. deild kvenna
ÍR - KR kl.14.30
Hagaskóli úrvalsdeild
ÍR - KR kl. 16.00
Blak
Eftirfarandi blakleikir
fara fram um helgina:
Laugardagur:
Hagaskóli 1. deild kvenna
UBK — Vikingur kl. 14.00
Glerárskóli 1. deild kvenna
ÍMA - ÍS kl. 15.00
Glerárskóli 1. deild karla
UMSE - ÍS kl. 16.15
Glerárskóli 2. deild karla
KA - Völsungur kl. 17.30
Laugarvatn 1. deild kvenna
UMFL - Þróttur kl. 15.00
Neskaupstað2. deild karla
Þróttur — UBK kl.15.00
Sunnudagur:
Glerárskóli 2. dcild karla
ÍMA — Völsungur kl. 13.30
Mánudagur:
Laugarvatn 1. deild karla
UMFL — Þróttur kl. 20.00
Keilir
Almennur félagsfundur
Golfklúbhsins Keilis verður
í dag kiukkan 14.00 í skálan-
um á Hvaleyri. Fundarefni
er skipulag 18 holu vallar
sem liggur fyrir.
— Stjórnin.