Morgunblaðið - 09.02.1980, Page 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
Ráðuneyti Gunnars Thorodd-
sens tók við völdum í gær
KÍKISSTJÓRN Gunnars Thor-
oddsens tók við voldum í gær og
tóku ráðherrarnir 10 við embætti
á ríkisráðsfundi klukkan 15.
Kiukkan 11 í Kífrmorgun var
síðasti ríkisráðsfundur ráðuneyt-
is Benedikts Grondals, sem for-
seti íslands veitti lausn í gær.
Ráðherrarnir héldu svo til ráðu-
neytanna frá Bessastöðum eftir
ríkisráðsfund nýju ríkisstjórnar-
innar og tóku við lyklavöldum af
fyrirrennurum sínum í ráðherra-
stólunum.
Hið nýja ráðuneyti Gunnars
Thoroddsens er þannig skipað, að
Gunnar er forsætisráðherra, Frið-
jón Þórðarson er dómsmálaráð-
herra, Pálmi Jónsson landbúnað-
arráðherra, Steingrímur Her-
inannsson sjávarútvegs- og sam-
gönguráðherra, Ólafur Jóhannes-
son utanríkisráðherra, Tómas
Arnason viðskiptaráðherra, Ingv-
ar Gíslason menntamálaráðherra,
Ragnar Arnalds fjármáiaráð-
herra, Hjörleifur Guttormsson
iðnaðar- og orkuráðherra og Svav-
ar Gestsson er félags-, heilbrigðis-
og tryggingaráðherra.
Sjá fréttir af stjórnarskipt-
unum i gær á bls. 23, 24 og
25.
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens með forseta íslands á Bessastöðum í gær. Ljósm. Mbl.: ól.K.M.
Sjónvarpið tekur
upp fréttaþjónustu
fyrir heyrnardaufa
FUNDUR útvarpsráðs samþykkti í
gær að beina því til sjónvarpsins að
taka upp fréttaþjónustu við heyrn-
ardaufa. Yrði þá brugðið á skjáinn
stuttum texta þar sem dregnar
væru saman helztu fréttir dagsins.
Er ætlunin að sýna texta þessa eftir
fréttatíma á kvóldin.
Að sögn Péturs Guðfinnsonar
framkvæmdastjóra sjónvarpsins er
ekki hægt að koma því við að sýna
texta þessa strax eftir fréttatímann
þar sem nokkurn tíma tæki að útbúa
þá og fréttir væru það seint tilbúnar,
en ætlunin væri að bregða þeim upp
í nokkrar mínútur milli kl. 21 og
21:30 á kvöldin, eftir 1. eða 2.
dagskrárlið eftir fréttir. Ekki kvaðst
Pétur geta sagt hvenær þessi þjón-
usta yrði tekin upp, en þess væri að
vænta bráðlega.
Fundur heimspekideildar í gær:
Tillaga um nýja
dómnef nd f elld
IIEIMSPEKIDEILD Háskóla íslands kom saman til fundar í gær til að
ræða bréf Vilmundar Gylfasonar fyrrum menntamálaráðherra, er hann
sendi deildinni í fyrri viku. í bréfinu fór ráðherrann þess á leit við
deildina. að hún fjallaói á ný um umsóknir um prófessorsembætti í
almennri sagnfræði. auk þess sem ráðherra óskaði þess að fá vandlega
rökstudda niðurstöðu deildarinnar í málinu.
Umsækjendur þeir er hér um
ræðir eru þrír, þeir dr. Ingi Sigurðs-
son, dr. Sveinbjörn Rafnsson og dr.
Þór Whitehead, og kemur fram í
bréfi Vilmundar að hann telur um-
fjöllun dómnefndar um þá álls ekki
gallalausa, auk þess sem sérálit
formanns hennar sé umbúðalaus
áróður með einum umsækjenda gegn
öðrum. Dómnefnd skipuðu þeir
Björn Þorsteinsson formaður, Sig-
urður Líndal og Heimir Þorleifsson.
Á fundi heimspekideilar í gær var
samþykkt að fallast ekki á tilmæli
ráðherra um að endurskoða málið,
heldur var skorað á hann að afgreiða
málið á grundvelli fyrri niðurstöðu
atkvæðagreiðslu. Margar tillögur
komu fram á fundinum og fóru
margar atkvæðagreiðslur fram.
Meðal annars var borin undir at-
kvæði tillaga frá Arnðri Hannibals-
syni og Jóni Friðjónssyni um að
skipuð yrði ný dómnefnd, en sú
tillaga var felld, og einnig aðrar
tillögur er skemmra gengu. Tillagan
sem að lokum var borin upp og
samþykkt, um að skora á ráðherra
að afgreiða málið á grundvelli fyrri
niðurstöðu var borin upp af forseta
heimspekideilar, Alan Boucher, eftir
því sem Morgunblaðið hefur fregnað.
Hvorki Alan Boucher né Arnór
Hannibalsson vildu skýra neitt frá
fundinum í gær er Morgunblaðið
hafði samband við þá, en auk þess
sem fyrrnefndar tillögur og at-
kvæðagreiðslur voru teknar fyrir
mun Aían hafa Iesið bréf sitt til
menntamálaráðherra, þar sem hann
mun meðal annars hafa gagnrýnt
vinnubrögð formanns dómnefndar-
innar, Björns Þorsteinssonar. Morg-
unblaðinu hefur hins vegar ekki
tekist að fá það bréf til birtingar.
Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna:
Kaflinn um utan-
ríkismál verstur
„ÞESSI málefnasamningur ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen er dæmi-
gert vinstri stjórnar plagg,“ sagði Ólafur G. Einarsson. formaður
þingflokks sjálfstæðismanna í samtali við Morgunblaðið i gær. „Þar er
ekki tekið á neinu vandamáli. heldur lofað að gera allt fyrir alla og það á
ekkert að kosta. Málefnasamningurinn er samansafn yfirlýsinga, sem
allir geta tekið undir. en þess er ekki getið á hvern hátt eigi að afla fjár
til þess að framkva’ma hann. Það bendir ekkert til þess. að verðbólgunni
verði náð niður eftir þeim leiðum. sem ncfndar eru.“
„Þetta plagg úir og grúir allt af
orðum eins og „athugað verði",
„stefnt skal að“, „fylgzt verði
með“, „lögð er áherzla á“ og
„ráðstafanir verði gerðar", þetta
má finna í hvcrri málsgrein."
sagði ólafur. „Mér vitanlega hafa
aðilar samningsins ekki látið
reikna út. hvað hann kostar, sé
hann framkvæmdur. Það sýnist
augljóst. að sé það gert, muni
aukning ríkisútgjalda eiga sér
stað svp nemur tugum milijarða
króna. Ég held að ég geti fullyrt,
að aukning ríkisútgjalda sé yfir 30
milljarðar króna og virðist eiga að
gera þctta án þess að tekjuöflun sé
tryggð eða tilgreind eða útgjalda-
lækkun á móti. Ríkisútgjaldakafli
málefnasamningsins þýðir þó stór-
auknar skattaálögur, verði hann
framkvæmdur. eða söfnun eyðslu-
skulda erlendis. halla á ríkissjóði
og seðlaprentun. betta myndi allt
fylgja."
„Um einstaka kafla málefna-
samningsins er það að segja, að
verðiagsmálakaflinn er frá fram-
sóknarmönnum og svo er ennfrem-
ur um landbúnaðarkaflann að
segja. Kaflinn um stjórnarskrána
er ákaflega rýr og í kaflanum um
orkumál gætir mjög mikilla áhrifa
úr stefnu Alþýðubandalagsins,
þótt reynt sé með loðnu orðalagi að
komast í kringum meininguna.
Þar er sérstaklega stefnt að einu
fyrirtæki. sem alþýðubandalags-
mcnn hafa lagt áherzlu á, stækk-
aðri Landsvirkjun, sem við sjálf-
stæðismenn höfum ávallt óttast að
gæti orðið að mikilli ófrcskju í
þjóðfélaginu."
„Loks vil ég geta kaflans um
utanríkismál." sagði ólafur G.
Einarsson, „og er hann verstur
fyrir þær sakir, að þar cr ekki
minnst á ákveðna hluti. Hins vegar
er þar blandað inn alls kostar
óskyldum atriðum. eins og t.d.
ákvæðum um öflugt átak fil at-
vinnuuppbyggingar á Suðurnesj-
um. Þetta á alls ekki heima i kafla
um utanrikismál, nema maður
leyfi sér að álykta sem svo, að það
tengist því, scm ekki er talað um.
þ.e.a.s. varnarliðinu. Kann að
vcra, að það sé þetta atriði, sem
Ragnar Arnalds talaði um á mið-
stjórnarfundi Alþýðubandalags-
ins, þegar hann sagði. að Gunnar
Thoroddsen væri einangraður og
því ættu alþýðubandalagsmenn
auðvelt mcð að þrýsta á, ekki
þyrfti að hafa slíkt ákvæði í
málefnasamningnum. Það myndi
nást fram síðar."
Flugleiðir:
Yfír 5% hækkun
millilandafar-
gjalda 1. marz
HINN 1. marz tekur gildi hækk-
un á fargjöldum Flugleiða til
Evrópuríkja og tíu dögum síðar
á flugleiðum til Bandarikjanna.
Hækkunin nemur rúmum 5% og
er vegna eldsneytishækkana, en á
nýlegum fundi IATA, alþjóða-
samtaka flugfélaga, var samþykkt
að hækkun flugfargjalda skyldi
Ieyfð í hlutfalli við eldsneytis-
hækkanir.
Almenn sérfargjöld báðar leiðir
m.a. til Lundúna er nú kr. 139.100,
en verður eftir 1. marz 146.900, til
Kaupmannahafnar kr. 162.700, en
verður 171.700 og til Osló k'ostar
nú kr. 148.200, én verður kr.
156.600. Til New York kostar
fargjald nú kr. 158.100 báðar
leiðir en verður eftir 10. marz kr.
188.100 og er það nokkru meiri
hækkun en á Evrópuleiðum eða
um 18%.
Könnunarfundur
vegna samninga-
mála flugliða
SÁTTASEMJARI hélt í gær fyrsta
könnunarfund sinn með fulltrúum
Flugleiða vegna kjaramála flugliða
og Flugleiða, en samningar voru
lausir frá 1. febr. sl., eins og fram
hefur komið í fréttum.
Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemj-
ari ríkisins tjáði Morgunblaðinu í gær
að fundurinn í gær hefði verið
könnunarfundur með fulltrúum
Flugleiða. Myndi hann eiga sams
konar könnunarfundi með fulltrúum
Félags Loftleiðaflugmanna og Félags
ísl. atvinnuflugmanna á mánudag og
þriðjudag, en um eiginlega samninga-
fundi væri hins vegar ekki að ræða
ennþá.