Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR
49. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sendiráðstaka í Bogota:
Halda á þriðja
tug diplómata
Bogota, 27. febrúar. AP.
VOPNAÐIR marxískir skærulið-
ar réðust í kvöld inn í sendiráð
Dóminikanska lýðveldisins i Kól-
umbiu og tóku i gislingu að
minnasta kosti 14 sendiherra
auk annarra sendiráðsmanna,
alls á þriðja tug diplómata. Að
sögn utanrikisráðuneytisins i
Bogota eru sendiherrar Banda-
rikjanna, Dóminikanska lýðveld-
isins, Brazilíu. Venezúela, Costa
Rica, Mexíkó, Uruguay, Austur-
rikis, E1 Salvador, Egyptalands,
Guatemala, Haaiti, Sviss og Vati-
kansins i gislingu skæruliðanna.
Einn hermaður féll þegar
skæruliðarnir ruddust inn í sendi-
ráðið. I sendiráðinu var móttaka
vegna afmælis fullveldis Dóm-
inikanska lýðveldisins. Ekki er
vitað til að neinn hafi særst í
árásinni en samkvæmt fyrstu
fréttum sagði, að sendiherra
Bandaríkjanna hefði særst, —
fengið þrjú skot í sig og væri
alvarlega slasaður. Það var síðar
borið til baka. Hermenn dreif
þegar í stað að sendiráðinu og
skutu þá leyniskyttur að þeim. Að
sögn sjónarvotta særðust fimm
manns, 3 hermenn og tveir veg-
farendur.
Skelfingu lostnir farþegar Boeing 707-þotuChinaAirlineshlaupaút úr logandi brakinu en þotan hrapaði í lendingu í Manila.
Sjá frétt á bls. 16. Simamynd AP
Islamabad. 27. febrúar. AP.
AFGÖNSK stjórnvöld hafa gripið til umfangsmikilla fjöldahandtaka og
margir hafa verið teknir af lifi vegna uppreisnar afgönsku þjóðarinnar
síðustu daga, að því er pakistanska fréttastofan APP skýrði frá í dag.
Umfangsmiklar kúgunaraðgerðir á I.endur íbúum i nokkrum hverfum
Kabúl hafa átt sér stað, að því er fréttastofan skýrði frá, og er sagt að
stjórnvöld hafi einbeitt sér að ibúum hverfanna Kakir Khaana,
Chadalwal, Sherpur, Pul-e-Baghe-Uoomi og Taimani í Kabúl, en í
þessum hverfum hefur andstaðan gegn stjórninni verið mest.
Dagblaðið Jang skýrði frá því í
kvöld, að nokkur hundruð pólitískir
fangar hafi verið fluttir burt úr
landi í fangelsi í Sovétríkjunum.
Flestir fanganna eru trúarleiðtogar
að því er heimildir sögðu.
Haft var eftir diplómatískum
heimildum að meðal þeirra, sem
teknir hafa verið af lífi, sé Maulana
Zaibullah, þekktur íslamskur
menntamaöur. Fréttastofan hafði
eftir uppreisnarmönnum að barist
hefði verið af hörku síðustu daga og
mannfall verið mikið í liði beggja.
Uppreisnarmenn réðust á búðir afg-
anskra hermanna í Kabúl og féllu
400 stjórnarhermenn auk þess sem
mikið af hergögnum var eyðilagt.
Barist er af hörku víðs vegar um
landið. Embættismenn í opinberum
stofnunum hafa mætt mjög illa til
vinnu síðustu daga og lamað stofn-
anirnar. Fjölmargar verzlanir voru
lokaðar í Kabúl í dag, sjöunda
daginn í röð, en að sögn vestrænna
diplómata hafa ur.i 20% verzlunar-
eigenda opnað á ný. Yfirvöld í Kabúl
skipuðu foreldrum að sækja börn
sín til fyrrum aðalstöðva leynilög-
reglunnar en mörg börn voru hand-
tekin í óeirðunum þegar þau köst-
uðu grjóti að sovéskum skriðdrek-
um.
í Washington var haft eftir leyni-
þjónustuheimildum, að sovéskar
orrustuþotur hafi varpað sprengjum
á tvö þorp tvo daga í röð fyrr í
mánuðinum vegna þess, að afgansk-
ir stjórnarhermenn hefðu drepið 13
sovéska ráðgjafa. Á síðustu vikum
hafa borist áreiðanlegar fréttir um
að afganskir stjórnarhermenn hafi
skotið að sovéskum hermönnum
nærri Khos, Kandahar og Herat.
Útvarpið í Kabúl skýrði frá því í
dag, að uppreisnarmenn hefðu eyði-
lagt vegi og matvælabirgðir. Brezka
blaðið Evening News birti í dag
forsíðufrétt eftir stjórnmálarit-
stjóra sinn, John Dickinson, þar sem
hann skrifaði um þreifingar sov-
éskra stjórnvalda til að koma samn-
ingaviðræðum af stað. „Áþreifingar
koma- frá sovéskum ráðamönnum,
nákomnum Brezhnev forseta,“
skrifaði Dickinson og ennfremur:
„Þeir koma með þá óvæntu tillögu,
að kannað verði hvort friðargæzlu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna verði
sendar til Afganistans." Það sem
þykir renna stoðum undir frétt
Evening News er, að líkur benda til
að Victor Louis, sovéskur borgari, sé
heimildamaður blaðsins en sovésk
stjórnvöld hafa stundum kosið að
koma ýmsum áþreifingum á fram-
færi með hans hjálp. Fréttir hafa
áður birst í Evening News eftir
Victor Louis.
Zimbabwe — Rhódesía:
Prófkjörin í
New Hampshire:
Reagan
og Carter
sigruðu
Concord. 27. febrúar. AP.
JIMMY Carter, forseti Banda-
ríkjanna. vann sigur á helsta
andstæðingi sínum. Edward
Kennedy. í prófkjöri demókrata
í New Hampshire. í prófkjöri
repúblikana vann Ronald Reag-
an nokkuð óvæntan stórsigur
yfir helsta keppinaut sínum.
George Bush.
„Við höldum baráttunni
áfram. Fyrir fjórum árum lýsti
Carter sig sigurvegara eftir að
hafa fengið 28% atkvæða. Nú
fengum við næstum 40% at-
kvæða og lýsum yfir sigri,“ sagði
Edward Kennedy á fundi með
stuðningsfólki sínu.
Úrslit prófkjörsins urðu:
Demókratar:
Jimmy Carter 53.586 eða 49%
atkvæða. Hlaut 10 fulltrúa.
Edward Kennedy 41.540 eða 38%
atkvæða. Hlaut 9 fulltrúa. Jerry
Brown 10.727 eða 10% atkvæða.
Carter hefur unnið 55 fulltrúa
á flokksþingið, Kennedy 36 og
Jerry Brown engan, en til að fá
meirihluta fulltrúa þarf 1666
atkvæði.
Repúblikanar:
Ronald Reagan 72.940 eða 50%
atkvæða. Hlaut 13 fulltrúa.
George Bush 33.471 eða 23%
atkvæða. Hlaut 5 fulltrúa. How-
ard Baker 18.832 eða 13% at-
kvæða. Hlaut 2 fulltrúa. John
Anderson 14.706 eða 10% at-
kvæða. Hlaut 2 fulltrúa. Philip
Crane 2.628 eða 2% atkvæða.
John Connolly 2.241 eða 2%
atkvæða. Bob Dole 608 atkvæði.
Til að fá meirihluta fulltrúa
þarf 998 atkvæði á flokksþing-
inu. George Bush og Ronald
Reagan hafa báðir unnið 22
fulltrúa, aðrir minna.
Sjá grein Önnu Bjarnadóttur.
fréttaritara Mbl. í VVashingtun.
um prófkj(>rin í New llamp-
shire á hls. 17.
Fjöldaaf tökur og
handtökur í Kabúl
Meir en 800 þúsund
kusu á fyrsta degi
Salisbury, 27. febrúar. AP.
YFIR 800 þúsund svartir
íbúar Zimbabwe-Rhódesíu
streymdu í dag til kjörstaða
og greiddu atkvæði á fyrsta
degi kosninganna í landinu.
Alls staðar voru langar bið-
raðir fyrir framan kjörstaði,
allt upp í fjögurra kílómetra
langar. Hvarvetna mátti sjá
vopnaða verði gráa fyrir
járnum. Ótti um ofbeldi og
hryðjuverk hefur hingað til
reynst ástæðulaus en kjör-
fundir standa í þrjá daga.
Kjörsókn á fyrsta degi kosn-
inganna nú var mun meiri en í
fyrra þegar skæruliðaforingjarnir
Joshua Nkomo og Robert Mugabe
tóku ekki þátt í kosningunum. Alls
eru tæplega 3 milljónir svartra
íbúa landsins á kjörskrá. Kosið er
um 80 þingsæti af 100 en hvíti
minnihlutinn hefur þegar kosið 20
þingmenn og vann flokkur Ian
Smiths öll þingsætin. Einu vand-
ræðin, sem spurðist um, var að
brezkir eftirlitsmenn áttu fullt í
fangi með að halda unglingum
innan 18 ára aldurs frá því að
kjósa. Hvarvetna fögnuðu íbúar
landsins kosningunum. „Ég kaus
frið,“ sagði einn kjósandi í Salis-
bury og annar í Bulawayo sagði:
„Ég kom á kjörstað til að binda
enda á stríðið."
Svartir kjósendur í úthverfi Salisbury taka í hönd Soames, lávarði,
landstjóra Breta i Zimbabwe-Rhódesíu. stmamynd ap.