Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Kemur gagntil- boð frá ríkinu? SÁTTAFUNDUR var haldinn í gær milli samninganefndar ríkisins og samninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Fundurinn var stuttur, þar sem samninganefnd ríkisins ósk- aði eftir frestun á fundinum, þar til ríkisstjórnin hefði fjallað um kjaramál opinberra starfsmanna og samkvæmt upplýsingum Bald- urs Kristjánssonar, blaðafulltrúa BSRB er búizt við því að fjármál- aráðherra afhendi gagntilboð á föstudag eða mánudag. Búizt er við, að ríkisstjórnin muni fjalla um samningamálin á fundi sínum í dag. Samningamenn BSRB hafa á undanförnum sáttaf- undum lýst þeirri skoðun sinni, að næsti leikur í málinu væri, að ríkisvaldið gerði BSRB gagntilboð. Á sáttafundinum í gær óskuðu fulltrúar ríkisins eftir frestun á meðan ákvörðun yrði tekin um gagntilboð. Svo sem menn rekur minni til, sagði Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra í samtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu, að ekkert svigrúm væri nú til grunnkaups- hækkana miðað við þær ströngu verðlagsforsendur, sem menn hefðu sett sér. Verðlagsforsend- urnar eru í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar og segir þar að verðlag megi ekki hækka umfram 8% hinn 1. marz, 7% hinn 1. júní og 5% hinn 1. september. Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja hefur gert kröfu um grunnkaups- hækkun, sem er á bilinu frá 18% og upp í 39%. Mik Magnússon blaðafulltrúi varnarliðsins: Viðvörunarkerfið ekki byggt Skin milli skúra. Ljósm. Mbl. RAX. Upp á bjöllum á staðnum Guðmundur Bjarnason alþingismaður: Þingflokkur framsóknarmanna mat bindingu Byggðasjóðs til- vinnandi vegna samstöðunnar „ÞETTA aðvörunarkerfi er ekki þannig. að á staðnum séu tengdar einhverjar bjöllur, sem hringja, heldur gefur það merki inni í Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. stjórnklefanum hjá varðmönnun- um,“ sagði Mik Magnússon, blaða- fulltrúi varnarliðsins í samtali við Mbl. í gær vegna þeirra ummæla Magnúsar Gíslasonar í samtali við Mbl„ að hann hefði ekki heyrt þjófabjöllu hringja áður en her- menn komu og bcindu byssum að honum og starfsfélaga hans í fjar- skiptastöðinni í Rockville. Þá sagði Mik, að aðvörunarkerfið væri búið rafhlöðum, sem kæmu til, ef rafmagn færi af einhverjum ástæðum af byggingunni, en í henni væri auk þeirrar geymslu, sem þeir Magnús fóru í, tollvörugeymsla og hennar vegna væri aðvörunarkerfið. „Þetta er mjög leiðinlegt atvik," sagði Mik. „Staðreyndin er hins vegar sú, að af einhverjum ástæðum fór viðvörunarkerfið í gang og varð- mennirnir brugðust við eins og reglur mæla fyrir um, ef aðvörun- arkerfið gerir viðvart um innbrot eða skemmdarverk." Friðjóni Sigurðssyni veitt „kommandör“-orðan MARGRÉT Danadrottning hefur sæmt Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóra Alþingis, svonefndri „kommmandor“-orðu af Danne- brog. Sendiherra Dana afhenti Frið- jóni orðuna í gær við athöfn að viðstöddum m.a. forsætisráðherra og forseta sameinaðs alþingis. „ÞAÐ VAR nokkur andstaða í þingflokknum gegn þvi að binda Byggðasjóð á þennan hátt, en okk- ur fulltrúum Framsóknarflokksins 1 fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar var falið að leita samkomu- lags um málið. Það gerðum við. Það má svo sem segja, að við framsókn- armenn höfum teygt okkur langt tii að skapa sem breiðasta samstöðu um málið, en það var mat þing- flokksins að slíkt væri tilvinnandi í þessu tilfelli,“ sagði Guðmundur Bjarnason alþingismaður, er Mbl. ræddi við hann i gærkvöldi, en i leiðara Tímans í gær er fjallað um samkomulag það, sem tókst með framsóknarmönnum, alþýðubanda- lagsmönnum og sjálfstæðismönnum varðandi 3ja milljarða króna útveg- un til útflutningsuppbóta. I leiðara Tímans segir m.a.: „Hið sanna í málinu er að and- stæðingar Byggðasjóðs á Alþingi, og þeir eru allt of margir þar, höfðu í hyggju að binda fjármagn sjóðsins fyrirfram með sérstakri samþykkt Alþingis, þvert ofan í þá staðreynd að sjóðurinn er sjálfstæð stofnun í opinberri eigu og stjórn hans á að fara með þá fjármuni sem henni er falið að ráðstafa." Og ennfremur segir m.a. í leiðar- anum: „Framsóknarmenn eru því and- vígir að fé Byggðasjóðs verði með einu pennastriki þessara aðila bund- ið, enda hefur sjóðurinn ærnu hlut- verki að gegna og sú aðferð hæpin að skylda þannig sjálfstæða stofnun sem á að ráðstafa fjármagni sínu samkvæmt eigin skipulagsreglum. Ef ekki verður samkomulag um annað mundu framsóknarmenn þó o INNLENT Jón og Margeir náðu jöfnu gegn erlendu stórmeisturunum Skákmeistararnir á Reykja- víkurskákmótinu voru jafntefla- glaðir í 4. umferðinni, sem tefld var á Hótel Loftleiðum í gær- kvöldi. Fjórum af sjö skákum lyktaði með jafntefli. Fyrstir til að ljúka sinni skák urðu Torre og Miles, sem sömdu stórmeistarajafntefli eftir 15 leiki. Byrne og Schiissler skiptu upp á mönnom í gríð og erg og þeir sömdu einnig jafntefli eftir 32 leiki. Stórmeistarinn Vasjukov ' og Margeir Pétursson tefldu litlu lengur og jafntefli var samið eftir 36 leiki. Góður árangur hjá Mar- Naln 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Vlnn. 25« t W. BfOwnelBandar i B 1 Vi Vi 'h 2Vi 2530 2. R. Byme (Bandar.) 0 ■ 'h 0 1 1% 2420 3. H. Sctiússlef (Svtijód) 'h 'h Vi 'h 2 2435 4. Jón L. Árnason 'k 'h 'h 'h 2 2475 5. Guómundur Sigurjónsson 0 'h 'h 0 1 2545 6. A. Miles (England) 1 Vi 1 'h 3 2425 7. Margeir Pétursson 0 1 1 Vi 2Vi 2445 8. Helgi Ólalsson 1 Ví 1 0 l'h 2405 9. K. Helmers (Noregur) 0 0 'h 0 'h 2425 10. Haukur Angantýsson 1 'h 0 0 1» 2545 11. E. Vasjukov (Sovélr.) 'h 'h ð 'h 1» 2520 12. E.Torre(Fillppseyjar) 'h 'k 'h 'h 2 2535 13. V. Kupreitshilc (Sovétr.) 1 'h 'h 1 3 2545 14. G.Sosonko(HoHandi) 0 1 1 2Vi StaAan að loknum fjórum umferðum. geiri, sem stýrði svörtu mönnun- um. Jón L. Árnason stýrði einnig svörtu mönnunum gegn stór- meistaranum Browne og eftir að Browne hafði yfirsést vinnings- leið í tímahraki mátti hann telj- ast góður að halda jöfnu gegn Jóni. Sosonko var ekki lengi að inn- byrða vinninginn gegn Helmers, en sá síðarnefndi gaf taflið í 24. leik. Guðmundur Sigurjónsson lenti í ævintýri gegn Kupreichik. Skák þeirra tefldist eins og skák, sem Guðmundur tefldi í telex- keppninni við Áustur-Þjóðverja 1978. Þá stýrði Guðmundur hvítu mönnunum en í gærkvöldi hafði hann svart. Hann taldi að and- stæðingi sínum í telexkeppninni hefði yfirsést vænleg leið og reyndi hana nú gegn Kupreichik en þegar til kom stóðust ekki áætlanir Guðmundar og hann varð að gefa skákina eftir 42 leiki. Áhorfendur fylgdust spenntir með skák Hauks Angantýssonar og Helga Ólafssonar. Eftir 35 leiki var staðan þessi og flestir töldu jafnteflið blasa við. En skákin tefldist svona: 36. Hb6 - Bf3, 37. Bc5 - Be2!, 38. Kf2 - Dg4, 39. Hb7+ - Kf6, 40. Hb6+ og gaf um leið. Menn sögðu að Haukur tefldi aðeins til vinn- ings, aldrei til jafnteflis, en þarna virðist hann hreinlega hafa teflt til taps. Sjá skákþátt á bls. 32. leggja þyngsta áherslu á að málið fái farsælan framgang sem fyrst." Mbl. spurði Guðmund, hvort hann teldi að meirihluti þingflokks fram- sóknarmanna hefði verið því and- vígur að binda Byggðasjóð í þessu sambandi: „Ég þori ekki að segja af eða á um það,“ svaraði Guðmundur. „Það fór engin atkvæðagreiðsla fram. En andstaða framsóknarmanna gegn slíkri bindingu Byggðasjóðs er ekkert ný af nálinni. Þegar sjálf- stæðismenn báru fram tillögu um að Byggðasjóður greiddi þetta, þá voru framsóknarmenn á móti og Stefán Valgeirsson stóð þá m.a. að tillögu um að ríkið greiddi þetta allt, ef ég skil rétt það, sem gerðist á Alþingi áður en ég tók þar sæti. Þegar ljóst var að ekki næðist þessi breiða samstaða um annað en að Byggðasjóður væri að einhverju leyti inni í myndinni, þá lögðum við framsóknarmenn áherzlu á að fá heimildarákvæði í frumvarpið en ekki skyldu og einnig vildum við fá inn orðalagið „að einhverju leyti“. En það sem samkomulag varð svo um var að skylda Byggðasjóð til að greiða allt að helmingi upphæðar- innar og hvað það orðalag varðar, þá legg ég áherzlu á „allt að helmingi“.“ Mbl. spurði Guðmund, hvort ekki hefði að hans mati átt að vera hægt að afgreiða málið fyrir þinghlé. Hann sagði: „Við álitum að þetta ætti að geta farið svona í gegn. Það var svo mat ráðherranna, sem réð, og ég vil ekki tjá mig um það. Ég legg hins vegar áherzlu á, að í þessu þinghléi verði unnið að málinu og eftir yfirlýsingum manna að dæma, þá á það að geta fengið skjóta afgreiðslu, þegar þing kemur saman á ný.“ Símasambands- laust við Snæ- fellsnes utanvert SÍMASAMBANDSLAUST hefur verið við Snæfellsnes utanvert síðan í fyrrakvöld og mikil trufl- un á vali til Suðurlands síðan á mánudagsmorgun. Loftlína til Grundarfjarðar bil- aði um áttaleytið í fyrrakvöld og um tveimur tímum seinna varð bilun í fjölsímanum frá Stykkis- hólmi til Ólafsvíkur og þá einnig sambandslaust við staði utar á nesinu. Á Suðurlandi varð bilun á streng milli Hvolsvallar og Selfoss sem olli verulegum truflunum á sjálf- virku vali inn á Suðurlandssvæðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.