Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Meirí kraftur minni eyösla meö rafkertunum frá BOSCH BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % ^rA [flCMljia 9 SÍMI 38820 VARAHLLTIR PRLSTOLITE KERTI OLÍLSIGTI LOFTSIGTI BREMSLKLOSSAR BREMSLBORÐAR ALRHLÍFAR HOSLKLEMMLR BLOKKÞÉniR \ A I NSK ASSAÞÉ LIIR HOLTSCATALOY BODY EYLI.IR PAKKMNGARLÍM Gl N — GL.M EIRE - GLM PLST ÞÉTTIEFNI PLSTKI EMMLR GEWIASAMBO.ND GEYMASKÓR INNSOGSBARKAR KERTAIA KLAR EELGl KROSSAR II MGLOS DEKKJAHRINÍ.IR LOETD.ELl R «»g inargt fldra. Sondum í póstkrnfu um land allt. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20 SIMI 84633 A. jSKIPAUTGCBB RÍKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavík þriöjudaginn 4 mars og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Þingeyri. Pat- reksfjörð, (Tálknafjörð og Bíldudal um Patreksfjörð) og Breiöafjarðarhafnir Vörumóttaka alla virka daga til 3 mars HITABLÁSARAR Útvarp í kvöld klukkan 22.30: Tuttugasti og annar lestur Passíusálma Lestur Passíusáima er á dajjskrá útvarps í kvöld kiukkan 22.30. eins og venia er til fyrir páska ár hvert. I kvöld er á dagskrá 22. lestur. Höfundur Passíusálmanna, séra Hallgrímur Pétursson, er talinn hafa fæðst að Hólum í Hjaltadal eða þar í grennd um 1614, en faðir hans var hringjari á Hólum. Hóf Hallgrímur nám í Hólaskóla þegar hann hafði aldur til, en skömmu síðar varð honum á að yrkja kersknivísur um fyrirmenn á staðnum. Má þar til dæmis nefna eftirfarandi vísu um Arngrím Jónsson lærða: Eins og forinn feitur, fénu mörgu hjá stendur strembileitur stórri þúfu á, þegir og þykist frjáls þetta kennir prjáls reigir hann sig og réttir upp rófuna til hálfs sprettir úr sporum með státi og sparðar af gravítáti. Kveðskapur þessi varð til þess, að Hallgrímur varð að hætta námi við Hólaskóla og mun hann síðan hafa ferðast til Danmerkur. Herma sagnir, að hann hafi kom- ist í þjónustu járnsmiðs í Kaup- mannahöfn eða Glúkstad, en verið losaður úr vistinni af Brynjólfi Sveinssyni sem heyrði ragnið í Hallgrími út á götu og rann á hljóðið. Kom Brynjólfur Hallgrími í Frúarskólann, og var hann kom- inn að því að ljúka námi þaðan, þegar fólk það, sem keypt hafði verið laust frá Alsír, kom þangað árið 1636. Var Hallgrímur fenginn til að rifja upp guðsorð með þessu fólki. Festi haiin ást á einum þessara nemanda sinna, Guðríði Símonardóttur, sem þó var tíu árum eldri en Hallgrímur, hvarf frá námi og fylgdi henni til íslands. Guðríður var reyndar gift kona, og hafði maður hennar orðið eftir á Islandi, en hún taldi hann dáinn. Var það lán þeirra Guð- ríðar og Hallgríms, að maður hennar dó um svipað leyti og þau komu út, en sambúð þeirra hefði ella talist mjög alvarlegur frillu- lifnaður. . Ilallgrímur Pétursson. Mynd- in er gerð af séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði, ef til vill teiknuð eftir minni. Fyrstu árin eftir heimkomuna bjuggu þau á Suðurnesjum að því er virðist við mjög þröngan kost, en árið 1644 vígði Brynjólfur biskup Hallgrím til Hvalsnesþinga og gaf honum um leið prestbúnað allan svo og hest með reiðtygjum. Er mælt, að sumum stórútvegs- bændum þar syðra hafi þótt held- ur óvirðing að því að hafa svo fátækan prest sem Hallgrímur var, og því hafi þeir heldur amast við honum. Hvalsnesprestakalli gegndi Hallgrímur uns honum var veitt Saurbæjarprestakall í Hval- firði árið 1651. Hallgrímur var prestur í Saurbæjarþingum uns hann baðst lausnar frá prestskap árið 1669. Hann andaðist að Fer- stiklu 27. október 1674. Banamein hans var holdsveiki, og hafði Hallgrímur kennt þess meins um alllangt skeið. Guðríður Símonar- dóttir (Tyrkja-Gudda) lifði mann sinn, en hún dó 18. desember 1682. Hallgrímur Pétursson er eitt mesta trúarskáld þjóðarinnar frá öndverðu. Þekktasta verk hans eru Passíusálmarnir 50, en þeir hafa ásamt Vídalínspostillu átt ríkan þátt í að móta trúarlíf þjóðarinn- ar. Þá hefur sálmur Hallgríms, Allt eins og blómstrið eina, verið sunginn yfir moldum flestra íslendinga um þriggja alda skeið, ef til vill fyrst við jarðarför Ragnheiðar Brynjólfsdóttur bisk- ups. Af öðrum þekktum verkum Hallgríms má nefna Aldarhátt, Leirkarlsvísur, og Heilræðavísur (Ungum er það allra best). (Byggt á íslandssögu Lýðs Björnssonar). Leikrit vikunnar í útvarpi: Italskur, ósvikinn gamanleikur í útvarpi í kvöld. fimmtudags- kvöld 28. febrúar klukkan 20.10. verður flutt leikritið „Stúlkan á svölunum" eftir ítalska höfund- inn Eduardo Anton. Þýðinguna gerði Árni Guðnason. en Baldvin Halldórsson er leikstjóri. Meðal leikenda má nefna Helgu Bachmann, Þorstein O. Stephen- sen, Helgu Valtýsdóttur, Jón Sig- urbjörnsson, Erling Gíslason og Nínu Sveinsdóttur. Leikritið, sem er rösk klukkustund að lengd, var áður flutt í útvarpinu 1963. Læknir sest að í litlu þorpi, þar sem kjaftasögur ganga manna milli, og ekki er Lidía, ráðskona læknisins, barnanna best. Ung stúlka í þorpinu, Bernardína, er alltaf að sjá karlmenn á hælunum á sér. Að dómi flestra þorpsbúa er hún ekki neitt augnayndi, og þar að auki stamar hún. En það er hægt að læknast af stami með ýmsu móti... Þetta er ósvikinn gamanleikur, eins og svo margir aðrir eftir Eduardo Anton. Utvarpið hefur flutt tvö önnur leikrit eftir hann, „Unnustu fjallahermannsins" 1962 og „Ásýnd ófreskjunnar" 1967. Útvarp Reykjavík FIM41TUDIkGUR 28. febrúar MORGUNINN___________________ 7.00 Voðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.1 i) \ eðurfregnir. Forustugr. daghl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.15 Tilkynningar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ilallveig Thorlacius heldur áfram að lesa „Sögur af Ilrokkinskeggja" f endur- sögn K.A. Miillers og þýð- ingu Sigurðar Thorlaciusar (8). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar. Kammersveitin í Wurttem- berg leikur Tvær litlar sin- fóníur eftir William Boyce; Jorn Faerber stj. / Arthurs Grumiaux og Nýja fílharm- oníusveitin í Lundúnum leika Fiðlukonsert nr. 1 í d-nioll eftir Felix Mendels- sohn. 11.00 Verzlun og viðskipti. IJmsjón: Ingvi Hrafn Jóns- son. 11.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tii- kynningar. SIDDEGID_____________________ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Léttklassísk tónlist. dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 14.45 Til umhugsunar. Þuríður J. Jónsdóttir félags- ráðgjafi fjallar um fíkniefni. 15.00 Popp. Páll Páísson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistartími barnanna. Stjórnandi: Egill Friðleifs- son. 16.40 Útvarpssaga barnanna: „Dóra verður átján ára“ eft- ir Ragnheiði Jónsdóttur. Sig- rún Guðjónsdóttir les (3). 17.00 Síðdegistónleikar. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Reykjavikurskákmótið Friðrik ólafsson flytur skákskýringar. 20.55 Prúðu leikararnir Gestur leikbrúðanna að þessu sinni er leikkonan Dyan Cannon. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður nelgi E. Ilelgason fréttamaður. Sylvia Sass syngur Tvær aríur úr óperum eftir Giu- seppe Verdi með Sinfóníu- hljómsveit Lundúna; Lam- berto Gardelli stj. / Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur „Sögusinfóníuna" op. 26 eft- ir Jón Leifs; Jussi Jalas stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi Tryggvason fyrrum yf- irkennari flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar flytja. 22.20 Hver mun bjarga börn- um okkar? Bandarisk sjónvarpskvik- mynd. Aðalhlutverk Shir- ley Jones og Len Cariou. Foreldrar Marjory og Tommy eru gersamlega ófærir uppaiendur og því er bornunum komið fyrir hjá barnlausum hjónum, Söru og Matt. Þeim þykir brátt afar vænt um börnin og gera ráðstafanir til að ættleiða þau, en þá koma foreldrarnir til sögunnar og taka börnin frá þeim. Þýðandi óskar Ingimafs- son. 23.55 Dagskrárlok 20.10 Leikrit: „Stúlkan á svöl- unum" eftir Eduardo Anton. Áður flutt árið 1963. Þýð- andi: Árni Guðnason. Leik- stjóri: Baldvin Halldórsson. Persónur og leikendur: Bernardína/Helga Bach- mann, Faðir hennar/Jón Sigurbjörnsson, Móðir hennar/Helga Valtýsdóttir, Tína/Margrét Guðmunds- dóttir, Vittorio/Erlingur Gíslason, Læknirinn/Þor- steinn ö. Stephensen. Aðrir leikendur: Þóra Friðriks- dóttir, Flosi Ólafsson og Nina Sveinsdóttir. 21.15 Einsöngur í útvarpssal: Eiður Ágúst Gunnarsson syngur tvö íslenzk þjóðlög og lög eftir Þórarin Guð- mundsson og Sigvalda Kaldalóns. ólafur Vignir Al- bertsson leikur á pianó. 21.45 Leikkona í meira en hálfa öld. Þóra Borg heldur áfram frásögn sinni af eigin lífi og starfi í viðtali við Ásdisi Skúladóttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (22). 22.40 Að vestan. Finnbogi Hermannsson kennari á Núpi í Dýrafirði sér um þáttinn, þar sem fjallað er um öldrunarmál. Rætt við þrjá ísfirðinga: Guðmund Ingólfsson forseta bæjarstjórnar, Rannveigu Guðmundsdóttur félags- ráðgjafa og séra Jakob Iljálmarsson. 23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni. ✓ 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM FÖSTUDAGUR 29. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.