Morgunblaðið - 28.02.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
Hreyfill féll af
í lendinguimi
- 132 af 135 komust lífs af er Boeing 707 hrapaði
Manila. 27. febrúar. AP.
HREYFILL datt af Boeing 707
flugvél taiwanska flugfélagsins í
lendingu á flugvellinum í Manila,
eldur kom upp i flugvélinni og
sprenging varð í henni, en flug-
félagið segir að allir þeir 135 sem
voru í vélinni hafi komizt lífs af
að þremur undanskildum.
Ekkert lík fannst í flugvélinni
og bollalagt er hvort þremenn-
ingarnir hafi komizt lífs af án
þess að tilkynna það yfirvöldum.
Sjötíu og fjóra farþega af 124
farþegum sem voru í flugvélinni
og sjö af 11 manna áhöfn sakaði
ekki í slysinu. Gert var að minni-
háttar sárum 10 farþega í sjúkra-
húsum og 37 farþegar og fjórir af
áhöfninni voru lagðir í sjúkrahús,
aðallega vegna brunasára.
Flugstjórinn, Wu Hung, sagði,
Bóka
mark
aöur
inn
Góöar
bækur
Gamalt
verö
Fimmtudaginn 28.febrúar frá
Föstudaginn 29.febrúar frá
Laugardaginn l.marz frá
Sunnudaginn 2.marz frá
Mánudaginn 3.marz frá
Þriðjudaginn 4.marz frá
Miðvikudaginn ö.marz frá
Fimmtudaginn 6.marz frá
Föstudaginn 7.marz frá
Laugardaginn 8.marz frá
Sunnudaginn 9.marz frá
. 9-18
. 9-22
. 9-18
.14-18
. 9-18
. 9-22
. 9-18
. 9-18
. 9-22
. 9-18
.14-18
Bókamarkaöunn
SÝNINGAHÖLLINNI
ÁRTÚNSHÖFÐA
að flugvélin hefði tekið óvænta
dýfu þegar hún lenti og hann hefði
ekki getað náð aftur valdi á henni.
Starfsmaður á flugvellinum sá eld
í tveimur af fjórum hreyflum
flugvélarinnar. Minnstu munaði
að flugvélin kæmi niður á þjóðvegi
utan flugbrautarinnar en hún
lenti aðeins 20 metrum frá að-
flugsljósunum.
Starfsmenn flugturnsins höfðu
enga hugmynd um að eitthvað
væri í ólagi í flugvélinni. Þeir
höfðu veitt flugstjóranum lend-
ingarleyfi. Wu flugstjóri hefur
30.000 flugtíma að baki og var í 30
ár í flugher kínverskra þjóðernis-
sinna á Taiwan.
Ein þeirra, sem voru lögð í
sjúkrahús, var flugfreyjan Wang
Wen Hwang, sem starfsmenn
flugfélagsins segja að hafi bjargað
nokkrum mannslífum með því að
halda kyrru fyrir í brennandi
flugvélinni þótt hún hafi skað-
brennzt á höndum og fótum.
í flugvélinni voru 93 taiwanskir
farþegar og vitað er að í henni
voru níu japanskir og fimm
bandarískir farþegar.
Flugvélin var á leið frá Taiwan
og átti að fara þangað aftur eftir
viðkomu í Manila. Starfsmaður á
flugvellinum sagði að rétt áður en
flugvélin snerti jörðina hefði einn
fjögurra hreyfla hennar dottið af
og flugvélin misst jafnvægið.
Flugvélin skoppaði og rann eftir
flugbrautinni og nam staðar fyrir
framan flugstöðvarbygginguna.
Eldur kom upp í vélinni og
sprenging fylgdi í kjölfarið.
Seinna hermdu fréttir að engin
lík hefðu fundizt eftir nákvæma
leit í flugvélinni.
% toðjSSÍ____ „ ,
mm
Fyrrverandi stjórnarhermenn bera eldflaugaskotpall og fall-
byssu i Kunar-héraði í Afganistan.
Sakharov sendir
saksóknara bréf
— krefst skýringa á
Moskvu, 26. febrúar. AP.
Andófsmaðurinn og
Nóbelsverðlaunahafinn
Andrei Sakharov krafðist
þess í dag að fá að vita á
hvaða forsendum og hverj-
ir hefðu sent hann í útlegð
til Gorki. Kona hans, Yel-
ena Bonner, las bréf Sakh-
arovs fyrir fréttamönnum
í Moskvu en bréfið sendi
Sakharov til saksóknarans
í Moskvu.
í opinberri yfirlýsingu
stjórnvalda í janúar sagði, að
æðsta ráðið hefði svipt hann
titlum og orðum. Og í árásum
á Sakharov í sovéskum fjöl-
miðlum var útlegð hans til
Gorki lýst sem „aðgerð stjórn-
valda“. Mál hans hefur ekki
komið fyrir dómstóla.
Vitnaleiðslur í
máli Wallenbergs
VITNALEIÐSLUR verða haldnar í
Stokkhólmi 1.—3.maí um hvarf
sænska diplómatsins Raoul Wall-
enbergs í Búdapest í lok siðari
heimsstyrjaldarinnar og heims-
kunnir menn munu yfirheyra sjón-
arvotta og sérfræðinga.
Sænska Raoul Wallenberg-
nefndin efnir til vitnaleiðslnanna í
samvinnu við alþjóðlegu Sakharov-
nefndina í Kaupmannahöfn. Nefnd-
in telur að Wallenberg sé á valdi
Rússa og nefndir frá nokkrum
löndum styðja baráttu hennar og
systur og bróður Wallenbergs fyrir
því að honum verði sleppt úr haldi.
Wallenberg var sendur til Búda-
pest í júlí 1944 til að reyna að
bjarga Gyðingum frá gasklefum
nazista og sovézkt herlið tók hann
Þetta gerðist
1973 — Indíánar leggja undir
sig þorpið Wounded Knee, Suð-
ur-Dakota, og taka 10 gísla.
1959 — Bretar og Egyptar
semja um skaðabætur út af
Súez-deilunni.
1953 — Vináttusamningur
Grikkja, Tyrkja og Júgóslava
undirritaður.
1946 — Gæsagangur lagður
niður í svissneska hernum.
1942 — Landganga Japana á
Jövu.
1933 — Mannréttindi takmörk-
uð í Þýzkalandi.
1924 — Bandarískir hermenn
ganga á land í Honduras.
1922 — Brezkri verndarstjórn
lýkur í Egyptalandi.
1921 — Rússar gera samninga
við Afgani.
1919 — Henry Cabot Lodge
hefur baráttuna gegn aðild
Bandaríkjanna að Þjóðabanda-
laginu.
1900 — Ladysmith leyst úr
umsátri í Suður-Afríku.
1877 — Friðarsamningur
Tyrkja og Serba undirritaður.
1876 — Karlistastríðinu lýkur á
Spáni með flótta Don Carlos.
1868 — Disraeli verður forsæt-
isráðherra í stað Derby.
1825 — Samningur Breta og
Rússa um réttindi á Kyrrahafs-
svæðinu.
1813 — Prússar samþykkja að
berjast með Rússum í Saxlandi
og Slésíu.
1808 — Austurríkismenn ganga
í lið með Napoleon — Frakkar
taka Barcelona.
1653 — Enskur floti sigrar
Hollendinga út af Portland.
1594 — Brezki líflæknirinn,
Roger Lopez, líflátinn fyrir
meint samsæri um að byrla
Elísabetu drottningu eitur.
Afmæli. Raphael, ítalskur list-
frelsissviptingunni
Yelena Bonner sagði, að
tekið hefði verið fyrir allar
bréfasendingar til Sakharovs
frá vísindaakademíunni. Hún
sagði, að maður sinn hefði
skrifað akademíunni bréf, þar
sem hann fór fram á að fá að
sitja árlegan fund akademí-
unnar í næsta mánuði. Ekkert
svar hefði hins vegar borist.
til fanga þegar það sótti inn í
borgina 17. janúar 1945. Á timabil-
inu júlí 1944 til janúar 1945 bjarg-
aði Wallenberg un 20.000 Gyðingum
beinlínis frá útrýmingu og um
100.000 óbeint.
Rússar hafa alltaf haldið því
fram að Wallenberg hafi látizt í
Ljubljanka-fangelsi 1947. En nokk-
ur vitni hafa séð hann eftir þann
tíma að sögn Wallenberg-nefndar-
innar, sá síðasti í Byturka-fangélsi
1975 og í maí 1978 fréttist um hann
óbeinlínis.
Tilraunir sænsku stjórnarinnar
til að fá Wallenberg leystan úr
haldi hafa hingað til ekki borið
árangur segir í tilkynningu frá
Wallenberg nefndinni. Wallenberg
hefði orðið 67 ára 20. febrúar sl.
Veður
víða um heim
Akureyri 0 snjókoma
Amsterdam 9 skýjað
Aþena 8 skýjað
Barcelona 16 heiðskírt
Berlín -2 snjókoma
BrOssei 6 skýjað
Chicago -6 skýjað
Feneyjar 11 j>okumóða
Franklurt 12 heiðskírt
Genf 7 skýjað
Helsinki 0 skýjað
Jerúsaiem 12 rigning
Jóhannesarb. 22 skýjað
Kaupmannahöfn -3 skýjað
Las Palmas 18 skýjaö
Lissabon 16 heiðskírt
London 5 skýjað
Los Angeles 30 skýjað
Madrid 11 rigning
Malaga 11 skýjaö
Mallorca 14 skýjað
Miami 20 heiöskírt
Moskva -S skýjað
New York -1 skýjað
Osló -3 heiðskírt
París 7 heiðskírt
Reykjavík 2 þokumóða
Rio de Janeiro 37 skýjað
Rómaborg 11 heiðskírt
Stokkhólmur 1 skýjað
Tel Aviv 18 rigning
Tókýó 13 skýjað
Vancouver 12 rigníng
Vínarborg 9 heiöskírt
28. febrúar
jkf*-*-4
málari (1483—1520) — Michel de
Montaigne, franskur rithöfund-
ur (1533—1592) — Vladimir Nij-
insky, rússneskur dansari
(1890—1950) — Linus Pauling,
bandarískur vísindamaður
(1901---).
Andlát. 1869 Alphonse de La-
martine skáld — 1916 Henry
James, rithöfundur — 1941 Al-
fonso XIII Spánarkonungur.
Innlcnt. 1176 d. Klængur biskup
Þorsteinsson — 1648 d. Kristján
IV — 1875 f. Sigurður Eggerz
ráðherra — 1873 d. Guðmundur
próf. Johnsen — 1950 27
kínverskir og brezkir sjómenn
drukkna við Reykjanes — 1955
V.R. verður launþegafélag —
1968 Flóð í Ölfusá og 100 hross-
um bjargað við Elliðaár.
Orð dagsins. Hræsni er virðing-
in sem lestirnir sýna dyggðunum
— La Rochefoucauld (1613—
1680).
»*■<*»*»* <mím«*« « *« * * * #-***m>