Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 31 nrrverandi um samþykki Kjartan Jóhannsson fyrrverandi viðskiptaráðherra: Ríkisstjórn Alþýðu- flokksins haf naði — ríkisst jórn Gunn ars lét gott heita stafanir sveigt hlutföllin milli end- urkaupa og bundins fjár lítið eitt til betra horfs, en þó langt í frá að nægja. Bankastjórnin ræður ekki skuldastöðu ríkissjóðs við bankann. Þannig stóðu málin í byrjun þessa árs. Við gerð áætlunar um þróun peningamála á árinu 1980 kom í ljós, að ef fylgja átti þeirri stefnu, sem lögð var með lögunum um stjórn efnahagsmála, þá yrði óhjákvæmilegt að stefnan í pen- ingamálum yrði að vera mjög að- haldssöm, sem þýddi, að Seðlabank- inn yrði eftir megni að draga úr aukningu fjárútstreymis. Nú mundi einhver segja, og hefur reyndar verið sagt í þessum umræðum, að ríkissjóður ætti að draga saman seglin og endurgreiða skuldir sínar í Seðlabankanum. Þessu er fljót- svarað, að þar um fær stjórn Seðlabankans litlu þokað og það verður því miður að viðurkennast, að þrátt fyrir góðan ásetning margra ríkisstjórna á undanförn- um árum hefur lengst af sigið þar á ógæfuhlið. Það var því samdóma álit bankastjórnar Seðlabankans, að nærtækasta lausn þessa vanda væri að taka enn eitt skref til lækkunar endurkaupahlutfalla og var rætt um 3,5% í því sambandi, í 50%. I viðræðum við viðskiptabank- ana, þar sem stjórn Seðlabankans mæltist til þess, að bankarnir létu þrátt fyrir þetta haldast heildar- hlutfall afurðalánanna, kom fram tregða af þeirra hálfu, sem studd var lélegri lausafjárstöðu sumra bankanna, en Seðlabankinn getur ekki fyrirskipað bönkunum neitt í þessu efni.“ „Hvað var þá tekið til bragðs?" „Til þess að auðvelda viðskipta- bönkunum að laga sig að þessari breytingu, var ákveðið að láta hana ekki koma til framkvæmda í einu, eins og gert hefur verið tvö undan- farin ár, heldur í þremur áföngum. Ýmsir tæknilegir erfiðleikar urðu til þess, að framkvæmd seinkaði og það er fyrst nú við lok þessa mánaðar, að fyrsti áfanginn hefur komið til framkvæmda, en það er Vk% lækkun á endurkaupahlut- föllum, í 52%. Fyrstu viðbrögð viðskiptabankanna hafa orðið þau, að þeir hafa ekki treyst sér til að halda heildarlánahlutfallinu óbreyttu eins og áður, en þeir hafa heldur ekki lækkað sín viðbótarlán í hlutfalli við lækkun endurkaup- anna. Þess í stað hafa þeir farið milliveginn. Ef þeir hefðu látið lækkunina koma fram að fullu með því að halda viðbótarlánunum í sama hlutfalli og áður, hefði hún numið 2,2%, en með því að fara milliveginn hefur lækkunin orðið þriðjungi minni, eða 1,5%. Þegar þetta væri komið að fullu til framkvæmda á þennan hátt, hefðu bankarnir hækkað sín viðbótar- lánahlutföll um 3%. í dæminu um stóra frystihúsið, sem sýnt var í Mbl. sl. laugardag hefði þetta all- ténd munað nærri tveimur tugum milljóna, sem heildarlánið yrði hærra en þar var getið. Þetta hljóta þó þeir að vita, sem taka lánin og það skiptir auðvitað mestu máli.“ Tímabundnir erfiðleikar — brýn nauðsyn að rekstur stöðvist ekki. „En kemur þetta ekki engu að síður illa við fyrirtækin?“ „Ekki dettur mér í hug að neita því, að þessi lækkun endurkaupa- hlutfallanna muni koma illa við einhver fyrirtæki í sjávarútvegi, þó að ég eigi eftir að sjá, að hún leiði til rekstursstöðvunar fyrirtækja. Ég held, að reynslan hafi kennt mönnum það, að þegar tímabundnir erfiðleikar hafa steðjað að þessum rekstri, þá hafa annars ströng ákvæði um hlutföll viðbótarlána viðskiptabankanna orðið að víkja fyrir brýnni nauðsyn þess að láta reksturinn ekki stöðvast. Sé ég ekki hvað ætti að verða til þess, að einhver grundvallarbreyting yrði hér á.“ „En hvað um þá staðhæfingu, að gengisbinding afurðarlána til út- flutningsframleiðslu feli í sér, að erlent fé sé notað til þessara lána og þau séu því óháð ráðstöfunarfé Seðlabankans?" „Hér er um misskilning að ræða. Að vísu gera þessi lánskjör kleift að nýta erlent lánsfé í þessu skyni, án þess að rekist á kjör útlánanna. Það haggar hins vegar í engu nauðsyn almennrar stjórnar og aðhalds að peningamyndun á innlendum vett- vangi eða á hinn bóginn forsjálni um skuldasetningu út á við og uppbyggingu nægilegs gjaldeyris- varaforða. Var fyrir því séð með sérstöku lagaákvæði, sem heimilar þessi lánskjör án tillits til þess, hvort til afurðarlánanna sé notað erlent eða innlent fé. Loks má ekki gleyma að líta á mál þetta út frá víðara sjónarmiði þróunar lánsfjármarkaðar og bankakerfis. Með hinu nýja láns- kjarakerfi og verðtryggingu láns- fjár samkvæmt því, er stefnt að jafnvægi á lánamarkaði á heildina litið. Eru þegar komin fram um- merki eflingar bankakerfisins eftir þeim leiðum, þótt ekki hafi enn nýtzt sem skyldi, meðfram af völd- um tímabundinna örðugleika. Með þeirri þróun þessara mála, sem vonir standa til, er eðlilegt, að bankarnir eigi vaxandi hlut að afurðalánum beint og án milligöngu Seðlabankans og beri þannig ríflegri ábyrgð á skynsamlegri og markvissari lánastefnu gagnvart atvinnuvegunum. Svo nokkur orð að lokum. Þessi ákvörðun bankastjórnar Seðla- bankans var, eins og ég áður sagði, tekin í janúar og svo sem venja er var viðskiptaráðuneytinu skýrt frá því. Fylgdi þar með greinargerð um málið. Það var ekki óskað eftir samþykki ráðuneytisins, enda er þetta ákvörðunaratriði banka- stjórnarinnar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var það eitt af fyrstu verkum bankastjórn- arinnar að senda ríkisstjórninni ýtarlegar greinargerðir um pen- ingamál og m.a. varðandi þetta endurkaupamál. Hér hafa því hvorki fyrrverandi né núverandi ríkisstjórn verið beðnar um sam- þykki á þessari ráðstöfun, enda hefur það ekki tíðkazt við svipuð tækifæri." RÁÐHERRAR Alþýðubandalags- ins, þeir Ragnar Arnalds og Svav- ar Gestsson, hafa látið hafa það eftir sér, að lækkun á endur- kaupahlutfalli Seðlabankans á af- urðalánum hafi verið frágengih í ríkisstjórn Alþýðuflokksins. Þetta er alrangt. Máiflutningur þeirra alþýðubandalagsráðherr- anna er hreinar álygar og ber vott um aumingjaskap þeirra sjáifra og ríkisstjórnarinnar í heild. Sannleikurinn í málinu er sá, að 1. febrúar sl., eða fyrir nærfellt mánuði, bar Seðlabankinn þetta mál fram við mig sem viðskipta- ráðherra og vildi hrinda því strax í framkvæmd. Ég þvertók fyrir það. Gerðist svo ekkert meira í málinu í ríkisstjórnartíð Alþýðuflokksins. Hitt er svo lærdómsríkt, að þegar hin nýja ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens og þeirra alþýðu- bandalagsmanna hefur setið að völdum í hálfan mánuð — og HEILBRIGÐIS— og trygg- ingamálaráðherra hefur skipað Gunnar Biering lækni i embætti yfirlæknis við Landspítalann (Barnaspítala Hringsins) frá og með 1. febrúar 1980. Auk venju- legra yfirlæknisstarfa við barna- spitalann skal hann hafa yfir- umsjón með nýburaþjónustu á Landspítalanum og vera ráðgef- andi um þá þjónustu við heil- brigðisstofnanir landsins. væntanlega haft tíma til að hugsa um málið — þá skellur ákvörðunin yfir. Svo er fundið upp á því núna að kenna ríkisstjórn Alþýðuflokks- ins um. Slíkur málflutningur kórónar einungis aumingjaskap ríkisstjórn- arinnar. Staðreyndirnar eru þess- ar: Ríkisstjórn Alþýðuflokksins samþykkti aldrei umrædda lækkun endurkaupahlutfalls á afurðalán- unum. Sem viðskiptaráðherra þvertók ég fyrir þessa breytingu. En þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens og þeirra alþýðu- bandalagsmanna hafði haft hálfan mánuð til að fjalla um málið, þá skall ákvörðunin á. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins hafnaði málinu, ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens lét gott heita. Málflutningur þeirra alþýðu- bandalagsráðherranna stendur því algjörlega á haus miðað við stað- reyndir málsins." Þá hefur ráðuneytið sett Ólaf Pétursson efnaverkfræðing til þess að vera deildarverkfræðingur við Heilbrigðiseftirlit ríkisins frá og með 15. febrúar sl. til jafnleng- dar næsta ár. Sama ráðuneyti hefur framlengt setningu Ingólfs J. Birgissonar Petersen lyfjafræð- ings, til þess að vera deildarstjóri lyfjamáladeildar ráðuneytisins frá og með 1. mars 1980 til jafnlengdar næsta ár. Barnaspítali Hringsins: Nýr yfirlæknir iskól- candi“ Ljósm: Emilia. miðla í stjórnmálabaráttunni. Þá má geta þess að farið verður í heimsókn til Alþingis, Sjónvarpsins og Morgunblaðs- ins, og þær stofnanir skoðað- ar. Þá verður nemendum gefið V estmannaey japistill: Sjávarútvegsráðherra á lokuðum íundum með framámönnum í gær sérstakt tækifæri til að æfa sig í framkomu í sjónvarpi, en skólinn á upptökutæki og sýn- ingarvél, til að taka upp sjón- varpsþætti, og síðan horfa á hann og sjá hvar gera hefði mátt betur. Mjög er vandað til allrar skipulagsvinnu við skólann, og fyrirlesarar eru allir í fremstu röð. Meðal þeirra sem flytja fræsluerindi við skólann að þessu sinni eru Jónas Haralz bankastjóri, Sigurður Líndal prófessor, Halldór Blöndal al- þingismaður, Matthías Jo- hannessen ritstjóri og Björn Bjarnason lögfræðingur. Guðni sagði, að reynsla þeirra nemenda sem á undan- förnum árum hefðu sótt skól- ann, væri oftast nær sú, að þátttaka í honum væri sá herslumunur sem réði því að þeir hæfu virka þátttöku í félagsstarfi og stjórnmálum. En æfing í ræðumennsku og fundarstörfum hvers konar er sem kunnugt er einn grund- völlur virkrar þátttöku í hvers kyns félagsstarfi hvort sem það er á vegum stjórnmála- flokka eða annarra samtaka. Þátttaka tilkynnist sem fyrr segir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Valhöll, en þátt- taka er heimil öllum stuðn- ingsmönnum flokksins hvar sem er á landinu. — AH EFTIR allt góðærið í haust og vetur upphófst með öskudegin- um, sem var síðastliðinn mið- vikudag, leiðindaótið sem enn stendur yfir. í máltækinu um öskudaginn segir að öskudagur- inn eigi sína 18 bræður, sem séu honum líkir, en við skulum vona að ekki fari svo sem i máltækinu stendur. f bænum sjálfum hafa orðið aðeins minniháttar skemmdir af völdum lauslegs drasls sem fokið hefur til. Bátar hafa lent í minniháttar vandræðum en ekki orðið fyrir neinu meiri- háttar áfalli. Kl. 24.30 aðfaranótt miðviku- dagsins skeði það að tómur 14 metra langur gámur (trailer- flutningavagn), sem stóð á bryggjunni og beið eftir því að verða lestaður um borð í Herjólf hentist á hliðina í einni vind- hviðunni. En í morgun tókst að rétta hann við með aðstoð tveggja kranabíla og lyftara. Skemmdir munu ekki hafa orðið verulegar. Togaraafli hefur verið heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Bátaafli var heldur tregur í janúar og framan af í febrúar en hefur heldur verið að glæðast núna uppá síðkastið. Allflestir bátar komust út eftir hádegi á þriðjudag þegar versta veðrið var gengið yfir og gátu dregið frá 2 og uppí 5 trossur. Afli reyndist dágóður, fengust allt uppí 25 tonn í 5 trossur, mest- megnis þorskur þó verður að geta þess að þessi afli var tveggja nátta. í dag brutust þrír bátar út en urðu að hörfa aftur í land þar sem veður fór versn- Undanfarið hafa nokkrir ncmendur Menntaskólans á Ak- ureyri verið í starfs- viku á Morgunblað- inu og þeirra á meðal Bárður Tryggvason. Hér fer á eftir pistill. • sem hann tók saman í gær samkvæmt upp- lýsingum, sem hann aflaði í Vestmanna- eyjum. andi. Mest mældist veðurhæðin í dag 75 hnútar (13 vindstig), reyndar á Stórhöfða. Lítil loðna hefur borist á land í Eyjum, eða miklu minni en á sama tíma og í fyrra og hefur það skapað slæmt ástand í þeim málum. Mun ríkisstjórnin hafa skipað nefnd til þess að kanna þessi mál og má segja að mikill fengur sé í því. í gær var von á sjávarút- vegsmálaráðherra vorum, Steingrími Hermannssyni, til Eyja og hélt hann lokaðan fund með forystumönnum hraðfrysti- húsanna og annarra framá- manna í fiskiðnaðinum. I gær- kvöldi hélt hann svo opinn fund í samkomuhúsinu. Af íþróttalífinu í Eyjum er það að frétta að meistaralið I.B.V. í knattspyrnu æfir nú af fullum krafti þrisvar í viku undir stjórn Viktors Helgasonar þjálfara og hyggja þeir á stóra hluti á komandi sumri. Golfarar hafa einnig getað stundað íþrótt sína af fullum krafti vegna góðrar tíðar þar til nú. Einnig má geta þess að þriðji flokkur Þórs í handbolta er kominn í úrslit í íslandsmótinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.