Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 22
Framtal
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980
21
erlendum bönkum færast í lið E 6).
Einnig færist hér nafnverö inn-
stæöna á sérstökum reikningi hjá
ríkissjóði (skyldusparnaöur 1978),
sbr. lög nr. 77/1977 um skyldu-
sparnaö og ráðstafanir í ríkisfjár-
málum. Samtala þessara eigna
færist í reit [11]
Skyldusparnaöarskírteini 1975
og 1976 eru framtalsskyld og skal
færa á nafnverði í þar til gerðan
reit en ekki teljast með í samtölu-
dálki þar sem þessi skírteini eru
alltaf skattfrjáls.
Hringvegshappdrætti ríkissjóðs
eru hvorki framtalsskyld né skatt-
skyld. (Sama gildir um skyldu-
sparnaðarinnstæður sem ung-
mennum á aldrinum 16—25 ára er
skylt aö spara).
Sérstök athygli er vakin á því aö
ef börn á framfæri framteljenda
eiga eignir skv. þessum liö (E 5)
skulu þær færðar, ásamt vöxtum, í
liö E 8 í framtali eöa á sérframtal
barns.
Athygli er einnig vakin á því að
eignir skv. þessum lið (E 5) geta
veriö eignarskattfrjálsar. Skatt-
frelsi ræðst af skuldastööu fram-
teljanda um áramót, sbr. leiðbein-
ingar við „Ákvörðun eignarskatts-
stofns".
Vaxtafærsla
Vaxtatekjur þ.m.t. verðbóta-
þáttur og gengishagnaður af inn-
stæðum skal færa í vaxtadálk.
Sama gildir um vaxtatekjur, gjald-
fallnar verðbætur og gengishagn-
að á afborganir og vexti af verö-
bréfum, öðrum en verötryggöum
spariskírteinum ríkissjóðs, sem
telja ber til eignar í þessum lið (E 5)
enda sé verðbréfaeign þessi ekki
tengd atvinnurekstri eða sjálf-
stæðri starfsemi framteljanda.
Samtala þessara vaxtatekna, sbr.
reit [12] færist einnig sem tekjur í
reit [73] á 4. síðu framtals (C-tekj-
ur).
Vaxtatekjur, þ.m.t. verðbætur á
höfuðstól og vexti, spariskírteina
ríkissjóðs ber ekki að telja fram
sem vaxtatekjur fyrr en þær fást
greiddar, annað hvort við innlausn
eða sölu spariskírteinanna. Vaxta-
tekjur, þ.m.t. verðbætur á höfuð-
stól og vexti, af innleystum eða
seldum spariskírteinum ríkissjóðs
á árinu 1979 ber að tilgreina að
fullu í vaxtadálk þessa liðar (E 5)
innan sviga en skal ekki teljast
með í samtölu vaxtatekna í reit
[12]. Vaxtatekjur skv. þessum lið
geta verið tekjuskattsfrjálsar.
Skattfrelsið ræðst af vaxtagjöldum
á árinu, sbr. leiðbeiningar við
„Útreikningur vaxtatekna til frá-
dráttar".
Vaxtatekjur, þ.m.t. verðbætur,
af innleystum skyldusparnað-
arskírteinum áranna 1975 og 1976
eru undanþegnar skattskyldu, en
þeirra ber að geta í liðnum „Grein-
argerð um eignabreytingar" á 4.
síðu framtals. Enn fremur ber þar
að gera grein fyrir innlausn skyldu-
sparnaðarinnstæðu ungmenna,
bæði höfuöstól, vaxtatekjum og
verðbótum af henni. Sama gildir
um vinninga í Hringvegshapp-
drætti ríkissjóðs (Happdrættis-
skuldabréf ríkissjóös).
E 6. Veröbréf o.fl.
Eignafærsla
Hér skal sundurliða allar verð-
bréfaeignir sem ekki ber að telja
fram undir lið E 5, t.d. veðskulda-
bréf, víxla o.fl., einnig þótt þessar
eignir séu geymdar í bönkum eða
séu þar til innheimtu. Einnig skal
færa hér allar útistandandi skuldir,
stofnsjóðsinneignir, stofnfjáreign-
ir, inneignir orlofsfjár o.fl. Eignir
þessar skal telja til eignar á
nafnverði, að viðbættum áföllnum
vöxtum og verðbótum á höfuöstól
í árslok. Innstæður i erlendum
bönkum, að viöbættum vöxtum,
teljast til eignar í íslenskum krón-
um, viðað viö kaupgengi hlutað-
eigandi gjaldmiðils í árslok. Eignir
barna teljast hér með. Samtala
þessara eigna færist í reit [13].
Vaxtafærsla
Vaxtatekjur, þ.m.t. gengishagn-
aöur og gjaldfallnar veröbætur og
gengishagnaöur á afborganir og
vexti, af eignum þeim sem hér um
ræðir, sem ekki eru tengdar at-
vinnurekstri eöa sjálfstæðri starf-
semi, svo og gengishagnað af
peningaeign í erlendum gjaldmiðli,
skal færa í vaxtadálk.
Velja má milli tveggja aðferða
viö uppgjör vaxta (ekki verðbóta).
Annars vegar aö færa gjaldfallna
vexti, hins vegar aö færa reiknaða
áfallna vexti ársins. Hvort sem
notuð er fyrri eða síðari aðferðin
verður að gæta þess að sömu
aðferð sé beitt viö allar eignir sem
telja skal í liö E 6 og sömuleiöis
allar skuldir. Ef notuð er aðferðin
aö reikna áfallna vexti skal þess
einnig gætt að ógreiddir, reiknaöir
áfallnir vextir bætast við eign eöa
skuld, eftir því sem við á. Framtelj-
endur sem skipta um uppgjörsaö-
ferð vaxta frá fyrra ári skulu gæta
þess að tekjufæra (eöa gjaldfæra)
ekki áfallna vexti frá fyrra ári, aftur
í ár.
Sérstök athygli er vakin á því að
með vöxtum teljast gjaldfallnar
verðbætur á afborganir og vexti
(ekki á höfuðstól) hvor aðferðin
sem notuð er.
Hafi maður keypt veröbréf, víxla
eða aörar kröfur, meö afföllum
(undir nafnverði), skulu afföllin
(mismunur nafnverðs og kaup-
verös) færast til tekna í vaxtadálk
með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert
eftir afborgunariima.
Sé krafan látin af hendi áður en
afborgunartíma er lokiö telst sá
hluti af eftirstöðvum affallanna,
sem fæst greiddur, til tekna á
afhendingar- eða söluári.
Vaxtatekjur, þ.m.t. veröbætur,
gengishagnaður og afföll samtals
skv. reit [14] færast sem tekjur í
reit [74] á 4. síöu framtals (C-tekj-
ur).
E 7. Aðrar eignir
Hér skal færa skattskyldar eign-
ir sem ekki hefur þegar verið getið
um hér að framan. T.d. hjólhýsi,
tjaldvagn, bát, hesta sem ekki eru
notaöir í búrekstri o.fl. (fatnaður,
bækur, húsgögn og aðrir persónu-
legir munir eru ekki framtalsskyld-
ir).
Eignir þessar skal færa á kaup-
eða kostnaðarveröi nema hesta og
önnur húsdýr sem færast til eignar
skv. matsveröi ríkisskattstjóra.
E 8. Innstæður og
verðbréf barna
Hér skal færa innlendar inn-
stæður barna, fædd 1964 eða
síðar, sem eru á framfæri framtelj-
enda, svo og spariskirteini ríkis-
sjóðs, sbr. skýringu viö lið E 5, ef
ekki er þörf á aö gera sérframtal
fyrir barnið (sjá leiðbeiningar um
útfyllingu barnaframtals). Fram
komi nafn barns og heildarfjárhæö
þessara eigna, með vöxtum, í
árslok. Innstæöur skv. þessum liö
skal ekki færa í samtöludálk og
reiknast ekki meö í eignar skatts-
stofni.
T 14 C-tekjur
Reitur [71]
Hafi framteljandi leigutekjur eða
arð af skipum, loftförum og hvers
konar öðru lausafé, t.d. vélum og
áhöldum, en tekjur þessar teljast
þó ekki falla undir atvinnurekstur
eða sjálfstæöa starfsemi hans skal
hann skila rekstraryfirliti. Á þessu
rekstaryfirliti er hvorki heimilt að
telja til gjalda vaxtagjöld né fyrn-
ingar. í þennan reit skal framtelj-
andi færa hreinar tekjur eða arö af
eignum þessum skv. rekstraryfir-
liti.
Reitur [72]
Hafi framteljandi leigutekjur, arð
eöa landskuld eftir hvers konar
fasteignir eða fasteignaréttindi en
tekjur þessar teljast þó ekki falla
undir atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi hans skal hann
skila rekstraryfirliti. Á þessu
rekstraryfirliti er hvorki heimilt að
telja til gjalda vaxtagjöld né fyrn-
ingar. í þennan reit skal framtelj-
andi færa hreinar tekjur, arð eða
landskuld af eignum þessum.
Heildarleigutekjur af einstökum
íbúðum sem telja ber hér til tekna
mega þó aldrei lægri vera en sem
nemur 2,7% af gildandi fasteigna-
mati (í árslok 1979) hlutaöeigandi
íbúöarhúsnæðis (þ.m.t. bílskúrs)
og lóöar. Hundraðshluti þessi miö-
ast við ársleigu. Sé umrætt íbúð-
arhúsnæði látiö í té án endurgjalds
ber aö telja leigutekjur af því til
tekna á sama hátt. Heildarleigu-
tekjur af íbúðarhúsnæði ber að
telja til tekna á þennan hátt af öllu
íbúðarhúsnæöi í eigu framtelj-
anda, aö undanteknu því íbúöar-
húsnæði sem hann hefur til eigin
þarfa.
Reitur [73]
Hér skal færa vaxtatekjur skv.
reit [12] á 1. síðu eins og gerö
hefur veriö grein fyrir í lið E 5.
Athygli skal vakin á því að vaxta-
tekjur þ.m.t. veröbætur á höfuö-
stól og vexti, spariskírteina ríkis-
sjóös sem innleyst voru eða seld á
árinu 1979 skulu ekki teljast með í
þessum reit.
Um skattfrelsi vaxtatekna skv.
þessum reit vísast til leiöbeiningar
við liöinn „Útreikningur vaxtatekna
til frádráttar".
Reitur [74]
Hér skal færa vaxtatekjur skv.
reit [14] á 1. síöu eins og gerð
hefur veriö grein fyrir í lið E 6.
Reitur [75]
Hér skal færa arö af hlutabréf-
um skv. reit [09] á 1. síöu eins og
gerð hefur veriö grein fyrir í lið E 4.
Reitur [76]
Hér skal færa skattskyldan sölu-
hagnaö af fasteignum og eignar-
hlutum í félögum enda hafi eignir
þessar ekki verið notaðar í tengsl-
um við atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi framteljanda.
Hagnaður áf sölu lausafjár, annars
en eignarhluta í félögum, telst ekki
til skattskyldra tekna manns, enda
geri hann líklegt að sala þess falli
ekki undir atvinnurekstur eða sjálf-
stæða starfsemi hans eöa að
eignarinnar hafi ekki verið aflað í
þeim tilgangi að selja hana aftur
með hagnaði. Greinargerö um sölu
og útreikning skattskylds sölu-
hagnaðar skal gera í liðnum
„Greinargerð um eignabreytingar"
eða á sérstöku fylgiskjali með
framtali. Varðandi reglur um þenn-
an söluhagnaö sjá „Söluhagnaöur
eigna".
Reitur [77]
Hér færast sérhverjar aðrar
skattskyldar tekjur, sem ekki skal
tilgreina annars staðar á skátt-
framtalseyöublaöinu, svo sem fé
er samvinnufélög færa félagsaðil-
um sínum til séreignar í stofnsjóði
vegna viöskiþta þeirra, eigin vinna
við íbúöarhúsnæöi til eigin afnota
sem fæst endurgreidd viö sölu og
lögð var fram á síöustu fimm árum
fyrir söludag, eigin vinna viö íbúð-
arhúsnæði til eigin afnota unnin í
venjulegum vinnutíma, svo og öll
önnur skattskyld vinna eigenda við
húsbyggingu. Enn fremur verö-
mæti skiptivinnu í sambandi við
eigin húsbyggingu.
Athygli skal vakin á því aö
eignaauki sem stafar af aukavinnu
sem lögö er fram utan venjulegs
vinnútíma við byggingu íbúðar-
húsnæöis til eigin afnota telst ekki
til skattskyldra tekna, en ber þó að
tilgreina á húsbyggingarskýrslu.
T 15 Frádráttur B
Reitur [81]
í þennan reit færist sá hluti
vaxtatekna skv. reit [73] sem er
umfram vaxtagjöld eins og útskýrt
er í kaflanum um „Útreikning
vaxtatekna til frádráttar".
Reitur [82]
Hér er heimilt að færa til
frádráttar arð sem framteljandi og
börn hans hafa fengið, sbr. reit
[75] að hámarki 10% af nafnverði
hvers einstaks hlutabréfs eða hlut-
ar. Aldrei má frádráttur þessi þó
vera hærri en 250.000 kr. hjá
einhleypingi og 500.000 kr. hjá
hjónum.
Reitur [83]
Hér má færa til frádráttar sömu
fjárhæö vaxta af stofnsjóðsinneign
í samvinnufélögum og talin var
með vaxtatekjum í liö E 6.
Enn fremur má færa hér til
frádráttar fé sem samvinnufélög
færöu félagsaöilum sínum til sér-
eignar í stofnsjóöi, sbr. reit [77]
vegna viðskipta hans utan atvinnu-
rekstrar eða sjálfstæðrar starf-
semi, þó að hámarki 5% af þeim
viðskiptum.
Fjárhæðir í reitum [81] [82] og
[83] skal leggja saman og færa í
samtöludálk.
T 16. Hreinar tekjur
skv. framtali
barns
í þennan lið skal færa nöfn
barna (fædd 1964 og síðar) sem
eru á framfæri framteljanda og
hafa tekjur sem skattleggja ber hjá
framteljanda, sbr. leiðbeiningar
um útfyllingu skattframtals barns
1980. Hreinar tekjur skv. lið B 10 á
skattframtali barns skal færa í
dálkinn aftan við nafn þess og
hreinar tekjur allra barnanna fær-
ast síðan í einni samtölu í reit [84]
T 17. .Samtala
eignartekna
o.fl.
Niðurstöðutalan úr þessum
kafla færist nú í reit [59] á síöu 2
og/eöa 3. Ef um einhleyping er að
ræða færist fjárhæðin á síðu 2 (reit
59). Ef um hjón er að ræða færist
fjárhæðin hjá því hjóna sem hefur
hærri tekjur skv. samtölu í lið T 9 á
sérframtölum þeirra (síðu 2 eða 3)
og skiptir ekki máli í því sambandi
hvort tekjur þær, sem færðar eru í
þessum kafla séu af séreign ann-
ars hvors hjónanna.
S 1. Skuldir
og vaxtagjöld
Hér skal greina frá skuldum í
árslok, þar með taldar áfallnar
verðbætur á höfuöstól, nema
skuldirnar séu í tengslum við
atvinnurekstur framteljanda eöa
sjálfstæða starfsemi hans og ber
að tilgreina á efnahagsreikning. Þó
skal færa hér skuldir umfram
eignir skv. efnahagsreikningi með
áorðnum leiðréttingum, sbr. leið-
beining við reit [01]. Skuldir í
erlendum verðmæli skal telja á
sölugengi í árslok. Skuldir barna
innan 16 ára aldurs skal þó færa á
sérframtal þeirra. Tilgreina skal
nafn og nafnnr. skuldareiganda
eða nafn stofnunar eða sjóðs. Ef
ókunnugt er um eigandá skal
tilgreina hver tekur viö afborgun-
um og vöxtum.
Eftirstöðvar skulda, sem hingaö
til hafa verið taldar fram á nafn-
veröi, en eru verðtryggðar, ber nú
að hækka um áfallnar verðbætur á
höfuðstól þeirra. Hér með teljast
m.a. vísitölutryggð lán frá Hús-
næðismálastofnun ríkisins, en
upplýsingar um upphækkun höf-
uöstóls þessara lána ásamt al-
mennum leiöbeiningum og dæm-
um, eru birtar í lok leiðbein-
inganna. Um upphækkun höfuð-