Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Framtal Reitur [50] Framteljendur sem gengið hafa í hjónaband á árinu eiga rétt á frádrætti vegna kostnaðar við stofnun heimilis. Frádráttur er 306.000 kr. hjá hvoru hjóna og færist í reit [50] hjá báðum. Reitur [51] í þennan reit á að færa námsfrá- drátt þeirra framteljenda, sem stunda nám og eru orðnir 16 ára. Námsfrádráttur þessi skal nema helmingi af tekjum skv. lið T 4 að viðbættum fjárhæðum lífeyris- tekna sbr. leiðbeiningar um T 5, tl. 1 — 3 og reit jú8|, þó aö hámarki 130.000 kr. niiðaö við ti mánaða nám á tekjuárinu. Sé nám stumlað skemur en 6 mánuði lækkar há- mark frádráttarins hlutfallsiejra. Ef nám er t.d. stundað í 3 mánuði (-r hámark frádráttar 3/0 af 130.000 kr. eða 21.'):000 kr. Rtdkna skal með heilum mánuðum. Brot úr mánuði telst heill mánuður oj{ frádrátturinn skal hækkaður í heilt þúsund króna. Enn fremur skal ftéra tii frádráttar í þennan reit hlutfallslej{ar eftirstöðvar (>ess námskostnaðar sem stofnað var til eftir 20 ára aldur ou ákvarðaður var við álajíninj;u. tekjuskatts jrjaldárin 1975—1979 (í framtölum áranna 1975—1979). T 7. Samtala hreinna tekna skv. liðum T 4 — T 6 Hér færist samtala úr liðum T 4 til T 6. Hér eftir er um tvær leiðir að velja. Fremri dálkurinn er út- fylltur ef valinn er frádráttur D og E (liðir T 8 og T 11) en aftari dálkurinn ef valinn er fastur frá- dráttur. Frádráttur D og E eða fastur frádráttur Framteljendum er nú heimilt að velja milli tveggja frádráttarreglna. Annars vegar má færa frádrátt D og E skv. liðum T 8 og T 11 og útfyllist þá fremri dálkur, hins vegar má velja fastan frádrátt sem er 10% af samtölu í lið T 4 að viðbættum fjárhæðum lífeyris- tekna sem taldar eru til tekna í lið T 5, sbr. tl. 1—3 í leiðbeiningum um T 5, ef það á við og útfyllist þá aftari dálkur. Ef um hjón er að ræða eða sambýlisfólk sem skattleggst sem hjón skulu báðir aðilar velja sömu frádráttarreglu. Sérstök athygli er vakin á því að ef frádráttur D og E er hagstæðari öðru hjóna en fastur frádráttur er hagstæðari hinu hjón- anna þarf að athuga hvar í skatt- stiganum tekjumismunur hvors um sig verður skattlagður, eftir því hvor frádráttarreglan er notuð. fyrir hjónin sameiginlega. Slík at- hugasemd skal koma fram í at- hugasemdalið á 4. síðu framtals og skal þá ekki setja x í reit fyrir val frádráttar á sömu síðu. T 8. Frádráttur D, fastur frádráttur Reitur [55] Hér skal færa iðgjöld af lífeyr- istryggingu til lífeyrissjóða, vá- tryggingafélaga eða stofnana sem fjármálaráðherra hefur samþykkt. Tilgreina skal nafn lífeyrissjóösins, vátryggingafélagsins eða stofnun- arinnar. Hafi framteljandi keypt sér réttindi hjá lífeyrissjóði vegna fyrri ára skal færa hér 20% (1/5 hluta) þeirra iðgjalda sem hann greiddi vegna þessara réttindakaupa. Sé um réttíndakaup að ræða, auk iðgjalda ársins 1979, óskast fjár- hæðirnar tilgreindar í tvennu lagi innan þessa reits. Reitur [56] Hér skal færa iðgjald sem launþegi greiðir sjálfur til stéttar- félags síns, sjúkrasjóös eða styrkt- arsjóðs, þó ekki umfram 5% af þeim tekjum sem almennt eru til viömiöunar slíkum greiðslum. Til- greina skal nafn stéttarfélagsins. Reitur [57] Hér skal færa greitt iðgjald af lífsábyrgð, þó að hámarki 66.000 gjafir til menningarmála, sbr. lið T 11. Ef valinn er fastur frádráttur, ræður samtala í aftari dálki, en ef valinn er frádráttur D og E ræður samtala í fremri dálki. T 10. Eignatekjur o.fl. Reitur [59] Hér skal færa niðurstöðutölu, sbr. lið T 17 á 4. síðu framtals. Ef um hjón er að ræöa eða sambýlis- fólk, sem skattleggst sem hjón, færist fjárhæðin í viðeigandi sam- töludálk hjá því hjóna sem hefur hærri tekjur skv. lið T 9. T 11. Frádráttur E Reitur [60] í þennan reit færist í einni fjárhæð samtala vaxtagjalda skv. reitum [87] [88] og [90] á 4. síðu framtals. Ef um hjón er að ræöa eða sambýlisfólk, sem skattleggst sem hjon, færist fjárhæðin í þenn- an reit hjá því hjóna sem hefur hærri tekjur skv. lið T 9. Reitur [61] Hér má færa til frádráttar ein- stakar gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknastarfa, við- urkenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga. Gjafir þessar samtals mega þó ekki fara yfir 10% af tekjuskattsstofni gefandans eins og hann er áður en gjöfin hefur verið dregin frá honum. Hver gjöf má ekki vera undir 10.000 kr. Skilyrði fyrir frádrætti er að kvittun frá viðurkenndri stofnun, sjóði eða félagi fylgi framtali. Ef um hjón er að ræða eða sambýlisfólk, sem skattleggst sem hjón, færist fjár- hæðin í þennan reit hjá því hjóna sem hefur hærri tekjur skv. lið T 9. Fjárhæðir í reitum [60] og [61] skal leggja saman og færa í samtöludálk ef valinn er frádráttur D og E. T 12. B-tekjur í þennan lið skulu þeir sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi færa hreinar tekjur skv. meðfylgjandi rekstrar- reikningi með áorðnum leiðrétting- um á sérstöku eyðublaði eöa meö athugasemd á rekstrarreikningi, sýni rekstrarreikningurinn ekki réttar skattskyldar hreinar tekjur skv. lögum um tekjuskatt og eign- arskatt. Ef um er að ræða tap á rekstri færist engin tala í þennan lið. Hjá hjónum færast hreinar tekj- ur hjá því hjóna sem fyrir rekstrin- um stendur, en getur þó skipst milli hjónanna ef um sameigin- legan rekstur er að ræða. T 13. Tekjuskatts- stofn Þessi liður sýnir endanlegan tekjuskattsstofn framteljanda. Framteljendum er bent á aö bera saman tekjuskattsstofn skv. afritl af framtali sínu og tekjuskattsstofn skv. álagningarseðli, þegar álagn- ing gjalda hefur farið fram. Telji framteljandi tekjuskattsstofn sinn, þ.m.t. rekstrartöp, eða tekjuskatt ekki rétt ákveðinn, getur hann sent skattstjóra eða umboðsmanni Dæmi: NN og maki hafa eftirfarandi skattstofna: NN Maki Tekjuskattstofn, ef valinn e; fastur frádráttur 5.400.000 2.700.000 Tekjuskattstofn, ef valinn er frádráttur D og E 5.300.000 2.900.000 Mismunur 100.000- 200.000- Bæði 8.100.000 8.200.000 100.000 Tekjuskattsstofn NN er 100.000 kr. lægri ef valinn er frádráttur D og E en tekjuskattsstofn makans er 200.000 kr. hærri. Hjá hjónun- um í heild er frádráttur D og E þvt' 100.000 kr. hærri en fastafrádrátt- ur þeirra í heild. Stefni hjónin að því að tekjuskattur beggja í heild verði sem lægstur er þessi mis- munur ekki afgerandi. Vegna mismunandi tekjuskattsstofna þeirra gæti heildarfjárhæð álagðra tekjuskatta þeirra orðið lægri með því að nota regluna um fastan frádrátt en það ræöst af tekju- skattsstofni þeirra hvors um sig annars vegar og af tekjuskattsstig- anum hins vegar. Það eru einungis hjón, þ.m.t. sambýlisfólk, sem skattleggst sem hjón, sem myndu velja andstæöar frádráttarreglur ef ekki þyrfti aö taka tillit til hins, sem þurfa að geta sér grein fyrir hvar í skattstig- anum tekjur hvors um sig skatt- leggjast. Þegar svo stendur á sem hér er lýst er hjónum ráðlagt að útfylla framtaliö eftir báðum frá- dráttarreglum og fara fram á það við skattstjóra að hann velji þá frádráttarreglu sem hagstæðari er kr. Tilgreina skal nafn líftrygginga- félags og skírteinisnúmer líftrygg- ingarinnar. Fjárhæðir í reitum [55] — [57] skal leggja saman og færa í fremri samtöludálk, ef valinn er frádráttur D og E. Hjón skulu velja sömu frádráttarreglu. Reitur [58] Þeir sem velja fastan frádrátt í stað frádráttar D og E skulu færa hér 10% af samtölu í lið T 4, að viðbættum fjárhæöum lífeyris- tekna sem taldar eru til tekna í lið T 5, sbr. tl. 1—3 í leiðbeiningum um lið T 5, ef það á viö. Hjón og sambýlisfólk, sem skattleggst sem hjón, skulu velja sömu frádráttar- reglu. T 9. Samtala Hér færist samtala hreinna tekna skv. T 7 og frádráttur skv. T 8 í fremri samtöludálk eða frá- dráttur skv. reit [58] í aftari samtöludálk. Það ræðst af þessari samtölu hjá hvoru hjónanna færa skal eignatekjur o.fl., sb. lið T 17 á 4. síðu framtals og vaxtagjöld og Viðhald húscigna er ekki lcngur frádráttarbært til skatts hans skriflega rökstudda kæru, studda nauðsynlegum gögnum, innan 30 daga frá og með dag- setningu auglýsingar skattstjóra um að álagningu sé lokið. Fengin meðlög Hér skal gera grein fyrir meðlög- um sem framteljandi hefur fengið með börnum yngri en 17 ára, þ.m.t. barnalífeyrir úr almanna- tryggingum, ef annaö hvort for- eldra er látið eöa barn ófeðrað. Fram komi nafn barns, fd. og -ár, svo og heildarfjárhæö meðlags. Barnsmeðlög eru ekki skatt- skyld hjá móttakanda fari þau ekki yfir fjárhæð barnalífeyris sem greiddur er úr almannatrygging- um, sbr. tl. 7 í leiðbeiningum við lið T 5. Greidd meðlög Hér skal gera grein fyrir með- lagsgreiðslum sem framteljandi greiðir með börnum innan 17 ára aldurs. Fram komi nafn barns, fd. og -ár, heildarfjárhæð greidds meðlags, svo og nafn og nafnnúm- er forráðanda sem greiðsluna fær. Helming greiddra meðlaga með börnum innan 17 ára aldurs má færa til frádráttar í reit [47] sbr. leiðbeiningar um þann reit. Skattframtal barns 1980 Skattframtal þarf að gera fyrir þau börn á framfæri framteljenda, sem hafa haft tekjur á s.l. ári og fædd eru 1964 eöa síðar. Sömu- leiöis fyrir börn sem skulda um áramót. Þó skal ekki telja fram á framtali barns arö af hlutabréfum. Send hafa verið út árituð fram- talseyðublöð fyrir öll börn sem fædd eru árin 1964, 1965 og 1966. Ef barn á framfæri framteljanda, sem fengið hefur áritað framtal, hefur ekki haft tekjur og skuldar ekki, þarf ekki að endursenda skattyfirvöldum eyðublaðið. Fram- talseyðublöð fyrir börn sem ekki hafa fengið áritað framtal, en gera þarf framtal fyrir, fást hjá skatt- stjórum eða umboösmönnum þeirra. Áritun framtals Rita skal nafn, nafnnr. fd. og -ár barns í viöeigandi reit efst til vinstri. Nafn foreldris (forráðanda) og nafnnr. skal færa hægra megin og skiptir ekki máli hvort skráð er nafn föður eða móður. Tekjuframtal vegna sérskattlagningar Launatekjur barns sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu skulu nú skattleggjast sérstaklega hjá því. Aðrar tekjur en launatekjur ber hins vegar að skattleggja hjá foreldri (forráðanda). Launatekjur barnsins og frá- dráttur sem draga má frá þeim færast í liðina B 1 — B 4 á framtali þess. Einstakir reitir innan hvers liðar eru merktir með sama númeri og samsvarandi reitir á framtali foreldris og vísast til leiðbeininga um útfyllingu þeirra reita hér að framan eftir því sem við á. Tekjuframtal vegna sérskattlagningar hjá forráðanda Allar aðrar tekjur barnsins en launatekjur skal færa í þennan hluta framtalsins, þ.e. B 5 — B 10. Þó skal aldrei færa arð af hluta- bréfum á barnaframtal (færist beint í E 4 á framtal foreldris (forráðanda)). Um útfyllingu einstakra reita vísast til leiðbeininga við samsvar- andi reiti á framtali foreldris (for- ráðanda) sem hafa þar sömu númer. Liðurinn B 5 samsvarar liðnum T 5 á framtali foreldris (forráöanda). Athygli er vakin á því að trygg- ingabætur og lífeyrir, t.d. barnalíf- eyrir, sem greiddar eru foreldrum vegna barna þeirra, teljast tekjur forelda og má ekki færa á barna- framtal. Tekjur, að frádregnum frádrætti skv. þessum kafla barnaframtals,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.