Morgunblaðið - 28.02.1980, Page 29

Morgunblaðið - 28.02.1980, Page 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Framtal kaupári nýju íbúöarinnar. Ef ekki er keypt eöa byggt íbúðarhúsnæði innan tilskilins tíma telst söluhagn- aöurinn, framreiknaður, meö skattskyldum tekjum á ööru ári frá því að hann myndaðist. Hagnaður af sölu annarra ófyrnan- legra fasteigna er Alltaf skattlagöur á söluári og er engin heimild til að fresta eða færa söluhagnað til lækkunar á stofn- verði annarra eigna nema um sé að ræða söluhagnað af landi bújarða og ófyrnanlegum náttúru- auðæfum á bújöröum. Hér getur verið m.a. um aö ræða sölu á sumarbústað, hesthúsi, bátaskýli, landi eða lóð, náttúruauðæfum og réttindum tengdum þessum eign- um. Við sölu ofangreindra eigna ákvaröast söluhagnaður sem mismunur: 1) söluverðs að frádregnum bein- um sölukostnaði og 2) framreiknaðs stofnverðs sem áður fenginn söluhagnaður hef- ur verið dreginn frá eða að vali skattaðila ef fasteignin var í eigu hans í árslok 1978 3) gildandi fasteignamats í árslok 1979 eða aðeins 4) 50% af söluverði að frádregn- um beinum sölukostnaöi, óháð stofnveröi eða fasteignamats- verði og framreikningi þess. Sameiginleg ákvæði varðandi sölu eigna Ef hluti söluandvirðisins er greiddur með skuldaviðurkenn- ingu (skuldabréfi) til minnst þriggja ára má dreifa þeim hluta söluhagn- aðarins, sem svarar til hlutdeildar skuldaviðurkenningarinnar í heild- arsöluverði, til skattlagningar á afborgunartíma bréfanna, þó að hámarki í sjö ár. Til skuldaviður- kenningar i þessu sambandi teljast ekki þær skuldir sem hvíla á hinni seldu eign og kaupandi tekur að sér að greiða. Ef söluverð er bætur vegna altjóns eða eignarnáms má dreifa söluhagnaöinum meö jöfnum fjár- hæðum á allt að fimm ár aö meötöldu söluári án framreiknings, eða fresta skattlagningunni um tvenn áramót, ef keypt er sams konar eign innan þriggja ára og færist þá söluhagnaöurinn án framreiknings til lækkunar á stofn- verði þessarar eignar. Upplýsingar um kaup og sölu skulu koma fram á framtali í „Greinargerð um eignabreytingar". Þar skal enn fremur tilgreina ef um skattskyldan söluhagnað er að ræöa hvort skattlagningu skuli frestað, sbr. framanritaða mögu- leika. Framteljendum er bent á að útfylla einnig sérstakt eyðublaö skattyfirvalda um „Kaup og sölu eigna" ef þeir hafa keypt og/eöa selt fasteignir á árinu. Verðbreytingar- stuðull Samkvæmt ákvæöum 5. mgr. IV. tl. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum, hefur ríkisskatt- stjóri reiknaö veröbreytingastuöul fyrir eignir sem skattaöili hefur eignast á árunum 1964 til 1978 sem nota skal sem margföldun- arstuöul skv. ákvæðum IV. og V. tl. ákvæöi til bráöabirgöa í greindum lögum. Margföldunarstuöull umræddra ára er sem hér segir: Ársins 1978: 1,4551 “ 1977: 2,1558 1976: 2,7625 “ 1975: 3,4650 “ 1974: 5,1541 “ 1973: 7,5762 “ 1972: 9,4085 “ 1971: 11,1809 “ 1970: 12,8280 “ 1969: 15,0316 “ 1968: 18,4961 “ 1967: 20,0168 “ 1966: 20,8932 “ 1965: 24,5645 “ 1964: 28,0271 Verðgildi spari- skírteina ríkissjóðs þann 31. des. 1979 Flokkur Margföldunar- stuðull nafnverðs 1968—l.fl. 41,8865 1968—11. fl. 39,3944 1969—1. fl. 29,2381 1970—1. fl. 26,8060 1970—11. fl. 19,2248 1971—1. fl. 17,9575 1972—1. fl. 15,6520 1972—11. fl. 13,3966 1973—1. fl. 10,0846 1973—11. fl. 9,2886 1974—1. fl. 6,4099 1975—1. fl. 5,2243 1975—11. fl. 3,9879 1976—1. fl. 3,7838 1976—11. fl. 3,0725 1977—1. fl. 2,8538 1977— 11. fl. 2,3904 1978— l.fl. 1,9481 1978 —II. fl. 1,5375 1979 — 1. fl. 1,3001 1979 —II. fl. 1,0088 Dæmi: Framteljandi á spariskírt- eini ríkissjóðs I. fl. ársins 1972 að nafnverði 10.000 kr. Verðgildi þess í árslok 1979, sem ber að telja til eignar, sbr. leiðbeiningar um lið E 5, er því 10.000 x 15,6520 = 156.520 kr. Verðgildi lána Húsnæðismálastofn- unar ríkisins Til þess að finna út eftirstöðvar skuldar við Húsnæðismálastofnun ríkisins með áföllnum verðbótum á höfuðstól þeirra, verður skuldari að hafa viö hendina síðustu kvittun fyrir afborgun af láni því sem um er að ræða. Ef lánið er eldra en frá 1974 og merkt lánaflokki E (eða öðrum bókstaf framar í stafrófinu) ber kvittun meö sér raunverulegar eftirstöðvar láns og er það skráð í reit, sem merktur er „eftirstöðvar án vísitölu". Ef lán er frá 1. júlí 1974 eða yngra er það merkt bókstafnum F og síðan númeri lánaflokks. Til þess að fá út eftirstöövar láns með áföllnum verðbótum verður aö margfalda eftirstöðvar án vísitölu, sem skráö er á kvittunina, með þeirri tölu sem skráð er við lánaflokkinn í töflunni, sem fylgir skýringum þessum. Nákvæmlega sama gildir um G-lán, þ.e. lán til kaupa á eldri íbúðum. Til þess að auðvelda þetta hefur eftirfarandi tafla verið tekin saman og sýnir hún lánaflokk nýbygg- ingarlána og G-lána annars vegar og hins vegar þá tölu, sem marg- falda ber með eftirstöðvar skuldar, eins og þær eru skráðar á kvittun- ina. Útkoman er eftirstöðvar með áföllnum verðbótum. Dæmi 1 Jón Jónsson byggði hús á árinu 1974 og fékk í október það ár nýbyggingarlán að fjárhæð 900.000 kr. Á kvittun hans fyrir afborgun af láninu 1979 kemur fram að lán þetta er merkt F-1 og eftirstöðvar lánsins nema í dag 700.000 kr. Samkvæmt meðfylgjandi tölfu á hann að margfalda eftirstöövarnar með 2,34, 700.000 x 2,34 = 1.638.000 kr. Eftirstöðvar skuldar- innar að viðbættum áföllnum verð- bótum nema því í árslok 1979 1.638.000 kr. Dæmi 2 Jón Jónsson kaupir gamla íbúð á árinu 1977 og fær til þess lán úr Byggingarsjóði ríkisins í ágúst það ár, G-lán að fjárhæð 600.000 kr. Á kvittun fyrir greiðslu af láni þessu kemur fram að það er merkt G-17 og eftirstöðvar lánsins nema 520.000 kr. Samkvæmt töflunni á hann að margfalda 520.000 x 1,63 = 847.600 kr. Eftirstöðvar skuldar- innar aö viðbættum verðbótum nema því í árslok 1979 847.600 kr. Tafla til notkunar viö útreikning verðbóta á vísitölutryggð lán frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins: Tegundir léns Margföldunar- tafla til upphækkun- ar höfuðstðls. F 1 G 6 2,34 F 2 G 7 2,15 F 3 G 8 2,05 F 4 G 9 2,10 F 5 G 10 2,02 F 6 G 11 2,01 F 7 G 12 1,95 F 8 G 13 1,88 F 9 G 13 1,88 F 10 G 14 1,79 F 11 G 15 1,73 F 12 G 18 1,65 F 13 G 17 1,63 F 14 G 18 1,49 F 15 G 19 1,41 F 18 G 20 1.34 F 17 G 21 1,51 F 18 G 22 1,38 F 19 G 23 1,29 F 20 G 24 1,23 F 21 G 25 1,16 F 22 G 26 1,15 F 23 G 27 0.0 i 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.