Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Skákskýrinj?arnar i ráðstefnusalnum hafa verið vinsælar hjá áhorfendum. Herzlumuninn hefur skort hjá Jóni í FYRSTU þremur umferðunum hefur Jón L. Árnason mætt báðum rússnesku þátttakendunum. Jón hefur haft hvítt í báðum skákunum og heldur betur velgt þeim undir uggum, hafði peði meira í hróksendatöflunum í báðum skákunum. Rússarnir hafa hins vegar teflt endatöflin af nákvæmni og eftir bið hefur þeim tekist að hanga á jafnteflinu. Ilerzlumuninn hefur aðeins skort hjá Jóni að vinna skák, en hann hefur eins og þeir Torre og Schússler gert allar skákir sínar hingað til jafntefli. Biðskák þeirra Hauks Angan- týssonar og Miles úr annarri um- ferð lauk einnig með jafntefli, en sú staða var fræðilegt jafntefli eins og báðar biðstöður Jóns. Miles reyndi þó lengi að snúa á Hauk, en hann gaf sig hvergi og að lokum varð niðurstaðan patt. Á World Open skákmótinu í Philadelphiu í sumar fékk Miles einnig betra endatafl gegn Hauki, en þá tókst okkar manni einnig að halda sínu. Haukur á lof skilið fyrir þrautseigju sína, því að Miles er einn sá erfiðasti andstæðingur sem hægt er að hugsa sér í slíkum töflum. Þeir Guðmundur Sigurjónsson og Vasjukov sættust á jafntefli símleiðis á mánudagskvöldið, enda hafði hvorugur eftir miklu að slægjast í biðstöðunni. Eftir að hafa teflt biðskákina við Miles á þriðjudaginn varð Haukur aftur að setjast að tafli, nú í þriðju umferðinni við Margeir Pétursson. Haukur fékk strax erfiða stöðu eftir byrjunina og eftir að Margeiri tókst að sprengja upp stöðuna með peðsfórnum varð ekki við neitt ráðið. Hvítt: Margeir Pctursson. Svart: Haukur Angantýsson. Kóngsindversk vörn. 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - g6, 3. RÍ3 - Bg7. 4. e4 - d6. 5. d4 - 0-0. 6. Be2 — Bg4 (Engan veginn slæmur leikur, þó að vitanlega sé 6. — e5, hér mun algengari leikur. Fram- haldið sem fylgir í kjölfarið er hins vegar ónákvæmt teflt af hálfu svarts, t;d. er 7. — Rfd7, miklu betri leikur en 7. — Rc6.) 7. Be3 — Rc6?!, 8. d5 - Bxf3, 9. Bxf3 - Re5, 10. Be2 - c6, 11. 04) - Dc7, 12. 14 - Red7, 13. IIcl (Hvítur hyggst hagnýta sér óvenjulega stöðu svörtu drottningarinnar á c7. 13. Khl kom hins vegar sterklega til greina, svo og 13. h3.) — e6, 14. Khl (Upphafið á mjög athyglis- verðri áætlun. Athugið að hvítur gat ekki leyst vandamál biskupsins á e3 með því að leika hér 14. Dd2 vegna 14. — Hfe8 og 15. Bf3 yrði nú svarað með e5! og 15. Bd3 með Rg4.) — Hfe8, 15. Bgl — exd5,16. cxd5 — c5 (Svartur missir lið eftir 16. — Rxe4?, 17. Rxe4 — Hxe4, 18. Bd3 — Hxf4, 19. dxc6 — bxc6, 20. Hxc6 og síðan 21. Hxd6.) 17. Bf3 - Da5?! (Þessi leikur kemur að vísu drottn- ingunni úr skotlínu hróksins á cl, en hún kemur ekki til með að taka þátt í átökunum á kóngsvæng frá a5. Eðlilegur leikur var 17. — a6, þó að hvítur hefði vitanlega reynt að hleypa upp taflinu með því að leika 18. a3 og síðan b4, vegna hins sterka biskupapars síns.) 18. g4! — h6 (Slæmt var 18. — Hec8,19. g5 — Rh5, 20. Bg4.) 19. h4 - b5, 20. g5 - hxg5, 21. hxg5 - Rh7, 22. e5! (Sígilt leikbragð í slíkum stöðum. Hvítur fórnar peði eða peðum til þess að koma mönnum sínum í árásarstöður.) — b4 (Svartur óttaðist að vonum opnun f línunnar eftir 22. — dxe5, 23. d6 — Had8, 24. Bd5.) 23. Re4 - dxe5, 24. f5! (Lykilleikurinn í áætlun hvíts.) — gxf5, 25. Bh5! (Möguiegt, því svartur kembir ekki hærurnar eftir 25. - fxe4, 26. Bxf7+ - Kh8, 27. Dh5.) - f4. 26. Dg4 - He7? (Tapar strax, en eftir 26. — Had8, 27. Hf3 - Dxa2, 28. Hdl hefur hvítur einnig öll ráð svarts í hendi sér, þó hann hafi þrem peðum minna.) 27. d6 — He6, 28. Df5 — Bf6 (Jafngildir uppgjöf, en eftir 28. — Hf8, 29. g6! hefði svartur ekki Urslit í 3. umferð ÚRSLIT urðu þessi f 3. um- ferð: SchUssler — Browne 'h:'h Jón L. — Kupreicik Vixxh Guðmundur — Torre VrM Miles — Vasjukov 1:0 Margeir — Huukur 1:0 Helgi — Helmers lhM Byrne — Sosonko 1:0 Skák eftir Margeir Pétursson og Leif Jósteinsson heldur komist hjá miklu liðstapi.) 29. gxf6 - Rdxf6, 30. Hxc5 - Da6, 31. Bxf7+! - Kh8, 32. Hf3 - De2,33. Hh3 - Dxe4+, 34. Dxe4 - Rxe4,35. Bxe6 — Rxc5, 36. Bf5! og hvítur vann auðveldlega. Sænski alþjóðameistarinn Harry Schussler hefur vakið athygli fyrir ágæt tilþrif og örugga tafl- mennsku. Ekki þykir mönnum hann þó litríkur og það kom á óvart í þriðju umferðinni þegar að hann þrálék ekki gegn Browne, þegar hann átti kost á því eftir byrjunina. Ástæðan var sú að bandaríski stórmeistarinn hafði stakt peð á miðborðinu, sem gat sig hvergi hreyft. Browne tókst þó síðar að þvinga fram uppskipti á miklu liði og eftir það var jafnteflið örugg- lega í höfn. Helgi Ólafsson og Helmers tefldu stutta og litlausa jafnteflisskák, sennilega báðir að jafna sig eftir mótlætið í annarri umferð. Guðmundur Sigurjónsson virtist vægast sagt haétt kominn í skák sinni við Torre eftir byrjunina. Þá brá hann á það ráð að fórna skiptamun og tókst með þvi að hræra upp í stöðunni: Svart: Torre. Ilvitt: Guðmundur. 28. De2 (Hvítur hefði verið reglu- lega hætt kominn eftir 28. Bf4 — c3!) - d3. 29. De3 - Rd4,30. Hacl - Rc2, 31. Dg5 - Rxel, 32. Hxel - Hd4, 33. Bc3 - Hd5, 34. Re4 - De6, 35. Dh4 - h6, 36. Rd2 (Hvítum hefur tekist að staðla stöðuna á skemmtilegan hátt og mótspil hans vegur fyllilega til jafns við hinn glataða skiptamun.) - IIcd8, 37. He4 - DÍ5, 38. Dg3 - h5, 39. Hf4 - De6, 40. IIh4 - DÍ5, 41. Hf4 - De6, 42. Hh4 - Df5, 43. HÍ4. Jafntefli. í framhjáhlaupi skal vakin at- hygli á því að fæst jafnteflanna á mótinu hafa verið litlausar skákir, heldur hefur þeim skákum oftast lokið með þráskák eða þráleik eða jafnvel verið tefldar í botn eins og raunin hefur verið á með biðskák- irnar. Enski stórmeistarinn Miles fór ómjúkum höndum um kollega sinn Vasjukov líkt og Karpov á dögun- um. Sterkasta hlið Englendingsins hafa jafnan verið enda-töflin og það má segja að Vasjukov hafi undirritað sinn eigin dauðadóm þegar að hann skipti upp á drottn- ingum: 26. — Df6 (Sem áður segir forðast flestir eins og heitan eldinn að skipta upp á drottningum þegar þeir tefla við Miles, en Vasjukov átti ekki annarra kosta völ, því hvítur hótaði bæði 27. Dxf7 og 27. Bxc5), 27. Dxf6 — Bxf6, 28. Bxc5 - dxc5, 29. Hb3 (Hótar 30. Bxa6.) - Ha8. 30. d6 - Kg7. 31. Hd3 - Hd8,32. f4 - Kf8,33. Hd2 - Hd7, 34. e5 - Bd8,35. Ha2 - g5,36. g3 (Svartur er ömurlega leiklaus. Nú bregður hann á það ráð að gefa peð, en ekkert dugar.) — b5?!, 37. axb6 - Bb7+, 38. Kgl - gxf4 (Ef 38. - Bxb6, þá 39. Hb2 - Bd8, 40. Hxb7 - Hxb7, 41. Bd5 og hvítur verður peði yfir.) 39. Rxf4 — Bg5, 40. h4 - Bd8. 41. Rd5 - Hb8, 42. Rc7 og hvítur vann. Hvítt: R. Byrne. Svart: G. Sosonko. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - Spennandi skákir í dag FIMMTA umferð Reykja- vikurskákmótsins verður tefld á Hótei Loftleiðum í dag klukkan 17—22. í 5. umferð tefia saman: Jón L. — Byrne, Guðmundur — Browne, Miies — Kupreichik, Margeir — Torre, Helgi — Vasjukov, Helmers — Haukur, SchUssler — Sosonko. Fyrrnefndu skákmcnnirnir hafa hvítt. cxd4, 4. Rxd4 - e5, 5. Rb5 - a6, 6. Rd6+ - Bxd6, 7. Dxd6 - Df6, 8. Dxf6 - Rsf6, 9. Rc3 - Rb4. 10. Bd3 — d5 (LaBourdonnais afbrigði eftir frönskum meistara frá fyrri hluta 19. aldar. Hér er þó venjulega leikið Rxd4, 11. RxR — d5, o.s.frv.) 11. exd5 - Rfxd5, 12. Rxd5 - Rxd5, 13. Bd2 - Be6, 14. 04W) - 0-0-0 (Upp er nú komið endatafl þar sem hvítur hefur peðameirihluta á drottningarvæng og biskupaparið. Lærdómsríkt er að sjá hvernig Byrne vinnur úr stöðunni.) 15. Hhdl - Rf4, 16. Bxf4 - exf4 (Svartur tekur á sig tvípeð til að losna við biskupaparið, það hefði skipti miklu máli ef honum hefði tekist að skipta riddaranum fyrir hvítreitabiskupinn.) 17. Be4 — Hxdl+, 18. Hxdl — g5 (Hæpinn leikmáti, skárra var að losa um hrókinn með h6.) 19. a4 — h5 (Svartur ryðst fram með peðin á kóngsvængnum og tekur á sig bakstætt peð á b7, sem erfitt er að valda, auk þess sem peðafylkingin á kóngsvæng riðlast fljótlega.) 20. A5! - Kc7, 21. Hd4 - f5, 22. Bd5 — Bc8, 23. h4! (Splundrar svörtu peðafylkingunni og vinnur peð í leiðinni. Svarta staðan er nú töpuð og aðeins tæknileg úrvinnsla eftir sem aldursforseti mótsins leysir óaðfinnanlega.) 23. — gxh4, 24. Hxf4 - h3. 25. gxh3 - h4, 26. Kd2 - Kd6, 27. Bf3 - Ke5, 28. Ke3 - Hh6, 29. Hc4 - Í4+. 30. Hxf4 - Bxh3, 31. Bxb7 - Bfl. 32. Hd4 - h3, 33. f4+ - Ke6, 34. Kf2 - Bb5, 35. Kg3 - h2, 36. Bhl - Bfl, 37. f5+ - Ke7, 38. Hh4 - Hxh4, 39. Kxh4 - Kf6,40. Kg3 - Kxf5, 41. Kxh2 - Ke5, 42. c3 - Kd6, 43. b4 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.