Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.02.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGl'R 28. FEBRUAR 1980 >) O i Gísli Gunnarsson: Samtíðarsaga og eitt prófessorsembætti Miklar blaðaumræður hafa ný- lega verið um veitingu prófessors- embættis í sagnfræði við Háskóla Islands. Tilefnið var sérkennilegt bréf fyrrverandi menntamálaráð- herra, Vilmundar Gylfasonar, sem birtist í Morgunblaðinu 6. febrúar sl. Rökrétt framhald þessa bréfs var grein eftir Anders Hansen í Mbl. 14. febr. sl. I þessum skrifum komu fram harðar og ósanngjarnar árásir á Björn Þorsteinsson, prófessor, en hann er sá íslenskur sagnfræðing- ur sem mikilvirkastur hefur verið undanfarna áratugi. Einnig er þar á hæpnum forsendum ráðist á þann af umsækjendunum um prófessorsembættið sem ötulastur hefur verið við að láta frá sér fara rannsóknarverk, en sá er Svein- björn Rafnsson. Ég tel mig knúinn til að svara skrifum þessum að nokkru leyti. Um leið tek ég skýrt fram að ég er hér á engan hátt að taka afstöðu á móti öðrum umsækjendum um áðurnefnda prófessorsstöðu, en meðal þeirra eru Ingi Sigurðsson og Þór Whitehead. Tekið skal fram að grein þessi er samin hér í Lundi án samráðs við nokkurn aðila á íslandi. Heim- ildir mínar eru aðeins skjöl og greinar sem birst hafa í Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum. Nýjasta heimildin, sem hér er notuð, birtist í Mbl. 14. febrúar sl. I Eins oig kunnugt er af fyrri skrifum voru fimm umsóknir um prófessorsembættið teknar til meðferðar. Þeir umsækjendur, sem að framan var getið — Sveinbjörn, Ingi og Þór, voru af tveim meðlimum dómnefndar úr- skurðaðir hæfir til að gegna próf- essorsembættinu. Sá þriðji, Björn Þorsteinsson, taldi hins vegar aðeins Sveinbjörn vera hæfan. Svo virðist mega álykta af skrifum þeirra Vilmundar og Anders að Björn Þorsteinsson hafi ekki haft rétt á því að hafa áðurnefnda skoðun sína á hæfni umsækjenda. í túlkun þeirra Vilmundar og Anders verður þannig mat Björns á því að aðeins einn umsækjenadi sé hæfur „um- búðalaus áróður fyrir einum gegn öðrum“. Slíkur tilfinningalegur orðaleikur er við hæfi þeirra félaga en á ekki skylt við rök. II Ég ætla í grein þessari fyrst og fremst að vitna í álit Vilmundar, enda er grein Anders mest út- færsla á því sem Vilmundur hafði áður skrifað, auk þess sem þar voru birt ýmis skjöl sem flest voru í Þjóðviljanum átta dögum fyrr. (Það sem var nýstárlegt í vanga- veltum Anders voru hins vegar hæpnar getgátur og Gróusögur sem einfaldlega eru ekki svara verðar). í bréfi Vilmundar til heimspeki- deildar taldi hann að ummæli Björns Þorsteinssonar í dóm- nefndarálitinu um prófessorsemb- ættið ætti ekkert „sk.vlt við hlut- laust álit fræðimanns" og væri því „umbúðalaus áróður". Eigi að síður hafði þetta álit samkvæmt útskýringum Vilmundar mest áhrif á það „hvernig atkvæði féllu í deildinni". Hér lætur Vilmundur óneitan- lega í ljós all róttæka skoðun á almennri dómgreind kennara við heimspekideild Háskóla íslands. Með afgreiðslu sinni á bréfi Vil- mundar lætur síðan heimspeki- deild í Ijós mjög ótvírætt álit á dómgreind Vilmundar. III I bréfi Vilmundar segir m.a.: „.. dómnefndin virðist ekki taka nægilegt tillit til þess að embætti það sem um ræðir er kennarastóll í almennri sagnfræði". Hér verður Vilmundur að út- skýra mál sitt betur. Athuga ber í þessu samhengi að Sveinbjörn og Ingi námu báðir „almenna" sagn- fræði við erlenda háskóla, en Þór við Háskóla íslands með fram- haldsnámi erlendis, Allir þrír luku doktorsgráðu við erlenda háskóla í viðfangsefnum íslenskrar sögu. í samhljóða áliti dómnefndar kem- ur fram að bæði Sveinbjörn og Ingi hafa góða reynslu sem há- skólakennarar, og sá sem nei- kvæðastur var í garð Sveinbjarn- ar, Heimir Þorleifsson, taldi hann hæfan til að kenna „almenna sögu". Mestu máli skiptir hér samt að gamla og hefðbundna skiptingin á sagnfræðikennslu við Háskóla Islands í „almenna sögu“ og „íslandssögu" er með öllu úrelt og er hindrun á umbótum í íslenskri sagnfræði. T.d. var ísland á fyrri öldum að sjálfsögðu líkara öðrum löndum á sama tíma en íslandi á 20. öld. Góð sagnfræði er í eðli sínu ein og óskipt og nauðsynleg og verkaskipting milli sagnfræð- inga má ekki skapa múra milli misrhunandi tímabila sögunnar eða sögu mismunandi landa eða mismunandi þátta mannlegs lífs. IV Einnig kernur fram í bréfi Vilmundar að Björn Þorsteinsson telji „doktorspróf frá háskólunum í Édinborg og Oxford ekki vera fullgild doktorspróf". (Ingi hefur doktorspróf frá Háskólanum í Edinborg, Þór frá Oxfordháskóla en Sveinbjörn frá Lundarháskóla í Svíþjóð). Mat á doktorsprófum er marg- þætt atriði. Mér sýnist að í allri umræðunni um þau hafi menn bundið sig um of við lítilvæg formsatriði (eins og t.d. skamm- stöfun doktorsprófa). Hvert dokt- orspróf á auðvitað fyrst og fremst að meta út frá gæðum framlagðr- ar ritgerðar til doktorsprófs. Þessi gæði geta verið margs konar án tillits til þess í hvaða landi prófin voru þreytt. Meginatriðið er að doktorsgráða sem slík er engin sönnun fyrir ágæti heldur aðeins vísbending um að handhafi gráð- unnar hafi skrifað eitthvað sem hafi veitt honum gráðuna. Ágæti viðkomandi á síðan að dæmast út frá þessu verki hans, ekki gráð- unni. Eigi að síður er mismunur á formi doktorsprófa sem að mati mínu hefur ótvíræð áhrif á gæði þeirra. Ég tek það skýrt fram að hér ræði ég doktorspróf almennt, ekki einstök doktorspróf.“ V Á norðurlöndum er væntanleg doktorsritgerð alltaf gefin út og er dreift áður en opinber doktors- vörn fer fram. Þessi opinbera doktorsvörn er ávallt tilkynnt með góðum fyrirvara til að allir sem vilja geti þar komið með athuga- semdir. Fyrst að vörninni lokinni kveður dómnefnd upp úrskurð um hvort doktorsnafnbót sé veitt eða ekki. Hvorki í Bretlandi né í Banda- ríkjunum er útgáfuskylda á dokt- orsritgerðum og þar fer ekki fram opinber doktorsvörn. Þetta táknar auðvitað engan veginn að dokt- orspróf frá þessum löndum geti ekki verið prýðileg og „fullgild". En það er umtalsverður galli að vita ekki á hvaða grundvelli dokt- orspróf hvíla. Og það liggur auð- vitað í augum uppi að skylda um útgáfu, dreifingu og opinbera vörn doktorsritgerðar eykur almennt gildi hennar. Mismunurinn á uppbyggingu doktrorsprófa í mismunandi lönd- um veldur því m.a. að það tekur að meðaltali um tvölfalt lengri tíma að ljúka doktorsprófi t.d. i Svíþjóð en i Englandi. Veldur hér nokkru tími vegna útgáfu og varnar, en þó mestu sú aukna varfærni sem opna vörnin leiðir til. Þessi aukna varfærni tryggir að öllu öðru jöfnu betri verk. En hins ber þó að geta að stundum veldur hún einn- ig óheppilegu hlutfalli milli vinnu og árangurs. Lokaorð Ég ítreka að engin tilraun hefur hér verið gerð til að meta vísinda- leg verk umsækjenda um prófess- orsstöðu í sagnfræði. Ég hef hér fyrst og fremst reynt að verja tvo sagnfræðinga fyrir ómaklegum árásum sem settar hafa verið fram um þá í fjölmiðlum og ég hef reynt að útskýra betur en fram hefur komið annars staðar mis- muninn á almenjiu gildi ólíkra doktorsprófa. Lundi í Svíþjóð 19. febrúar 1980 Gi.sli Gunnarsson. Fjölskyldan aðal- efni æskulýðsdags þjóðkirkjunnar ÁRLEGUR Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar verður n.k. sunnu- dag, 2. marz. og hefur Æskulýðs- starf kirkjunnar undirbúið hann með það fyrir augum að hann fjalli um fjölskylduna. Hefur verið útbúið ýmis konar efni til notkunar við fundi og samkomur í söfnuðum landsins þennan dag svo sem söngblað, hugleiðingarefni, tillögur að dagskrá fjölskyldusamkomu, hjálparefni fyrir umræðuhópa, helgileikur o.fl. Af öðrum fréttum af starfi kirkjunnar má nefna að kirkjuráð kemur saman til fundar í vikunni, en hlutverk þess er að fjalla um fjárbeiðnir er koma til Kristnisjóðs og úthluta þarf. Gert er ráð fyrir að fundir ráðsins standi fram í næstu viku, en auk fjármála er kirkjuráð eins konar framkvæmdaaðili kirkjuþings. í kirkjuráði sitja auk biskups, Vil- hjálmur Hjálmarsson, Gunnlaug- ur Finnsson, sr. Eiríkur Eiríksson og sr. Pétur Sigurgeirsson. Kantlímdar - smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Spónlagðar m®ð KOTO- 1 30 cm, so cmogsocm “ öreidd. 244 cm á lengd. Hurdir á fata- skápa me* eikar- *P®ni, til- nunar undir laklc og bæs. me* teak-, mahogany- °9 íuruvid- •rtílci. 60 cm ■ Preidd og 244 cm é lengd. fil- valið í skápa °8 hillur. KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR VIÐARÞILJUR ^ á gömlu lágu verdi j BJORNINN! Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Uppl. í síma 35408 Vesturbær Hávallagata EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.