Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Minning: Guörún Arndrésdóttir Kornerup-Hansen Fædd 11. október 1901. Dáin 20. febrúar 1980. Guðrún Andrésdóttir, Korner- up-Hansen, eða Dúna, sem mér er tamast að nefna hana og ég, vorum jafnaldrar, bæði fædd árið 1901, hún þó einum átta mánuðum síðar en ég. Það er óhjákvæmilegt náttúrulögmái að eitt sinn skal hvér deyja og „ungur má en gamall skal“. Þetta verður gamalt fólk áþreifánlega vart við. Vinir og jafnaldrar hverfa af sjónar- sviðinu hver af öðrum og veldur það jafnan trega. Minningar tengdar þeim skýrast og það er eins og atburði og umhverfi meira en sjötíu ára gamalt, verði nálægt á ný, jafnvel svo að líkast er því að þetta sé nýliðið, nokkurra mánaðá eða ára gamait. Ég held að það hafi verið haustið 1905 að foreldrar mínir fluttu í Suðurgötu 5. Reykjavík var í þá daga næsta frábrugðin því sem nú er, og lífið langtum einfaldara. Okkar megin við göt- una voru aðeins fjögur hús, nr. 5,7 og nokkru ofar Brunnhús og eitt hús þar fyrir sunnan. Vestan hennar nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12. í öllum þessum húsum bjó barna- fólk og urðu þessi börn leikfélagar og vinir okkar systkinanna. Leik- völlur okkar var Suðurgatan, tún- in umhverfis, reyndar allt ná- grennið, því umferðin var lítil, aðeins gangandi fólk og öðru hverju hestvagnar. í Suðurgötu 10 bjuggu hjónin Andrés Andrésson og Kristín Pálsdóttir ásamt fimm börnum sínum og var Dúna næstyngst þeirra. ANdrés hjá Bryde var hann oftast nefndur, því hann starfaði hjá Brydeverzlun, sem var í þá daga með meiriháttar fyrirtækj- um hér á landi. Hafði hann með hendi verkstjórn og umsjón með starfseminni utanhúss í meira en þrjátíu ár. Hann llezt árið 1916 eftir langvarandi veikindi. Kristín, móðir Dúnu, var talin mikil fríðleikskona og gædd beztu eiginleikum góðrar móður og hús- móður. Hún lifði mann sinn í fjórtán ár, varð bráðkvödd árið 1930. Hún var mikil snyrtimanneskja. Minnist ég kartöflugarðs er hún hafði við húsið Suðurgötumegin og rófugarðsins er var vestan við húsið. Báðir þessir garðar voru sérlega vel haldnir og vel um þá gengið. Bræður Dúnu voru, taldir eftir aldri: Haraldur, fæddur 1894, dáinn 1949, vélstjóri að mennt. Var fyrst á togurum, stofnaði síðar Nýju Blikksmiðjuna ásamt Einari Pálssyni. Axel, f. 1895, dáinn 1966, stundaði fyrst verzl- unarstörf, varð síðan landskunnur knattspyrnuþjálfari yngstu kyn- slóðarinnar. Baldur, f. 1897, dáinn 1972. Hann var cand. theol. 1922. Stundaði hann framhaldsnám í kirkjutónlist og samdi sjálfur lög. Starfaði hann hjá borgarstjóra- embættinu frá árinu 1929 til dauðadags. Páll, fæddur 1899, dáinn 1955, vann við verzlunar- störf o.fl. Magnús, fæddur 1904, dáinn 1966. Réðist tólf ára til O. Johrlson & Kaaber og varð síðar meðeigandi og forstjóri fyrirtæk- isins. Andrés, faðir Dúnu átti tvo syni áður en hann kvæntist, Bertel, skipstjóra sem lifir í Reykjavík í hárri elli og Andrés Magnús, stórkaupmaður og athafnamaður, sem lengi var búsettur í Dan- mörku og Kanada. Hann er nú nýdáinn. Guðrún var næst yngst í systk- inahópnum, fædd 11. október 1901. Ólst hún upp með bræðrum sínum. í þá daga var meiri skilnaður telpna og drengja í leik, heldur en nú tíðkast, býzt ég við, nema í hópleikjum. Minnist ég Dúnu úr slíkum leikjum enda var hún bæði tápmikil og rösk. Ung að árum fór hún til dvalar erlendis bæði til tungumálanáms og til þess að læra húsverk eins og títt var um ungar stúlkur í þá daga. Var hún eitt ár á heimili Þórarins Olgeirssonar í Grimsby. Síðar var hún við afgreiðslustörf í Reykjavíkur Apóteki og enn síðar í Vöruhúsinu. Árið 1929 réðist danskur verzlunarmaður til Vöru- hússins. Var það Christian August Otto Kornerup-Hansen. Þar kynntust þau Dúna og gengu í hjónaband 9. desember árið 1929. Stofnuðu þau heimili sitt í Suður- götu 10. Kornerup-Hansen var mikill ágætismaður, sem ávann sér verðskuldað traust allra sem áttu við hann samskipti. Á margan hátt var hann snillingur. Þau hjónin breyttu í sameiningu kart- öflugarðinum í Suðurgötunni, sem áður var nefndur, í skínandi fal- legan skrúðgarð, sem síðar fékk fyrstu verðlaun Fegrunarfélags Reykjavíkur. En garðyrkjan var ekki eina frístundaiðjan hans. Hann hóf snemma framleiðslu á axlaböndum og líkum smávarn- ingi. Þetta smájókst, hægt í fyrstu, en varð smám saman, með hjálp hans ástríku eiginkonu og ýmsum breytingum á verkefnavali að fyrirtækinu Fönix, sem hann stofnaði árið 1935. Nú er þetta orðið stórt og rótgróið innflutn- ingsfyrirtæki í höndum sona þeirra hjóna. Af því, sem að framan er sagt, má marka, að Dúna var vel gift, en mikið jafnræði var milli þeirra hjóna og samhugur. Dúna var manni sínum hinn ákjósanlegasti lífsförunautur, enda var það í samræmi við skapgerð hennar og uppeldi. Mann sinn missti Dúna árið 1965 og var að honum mikil eftirsjá. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru: Andrés Reynir Kristjánsson (hann tók upp þann íslenzka sið að kenna sig við fornafn föður síns), f. 24.2. 1931, nú forstjóri Fönix. Hann er kvæntur Dóru Þórhallsdóttur, Þorgilssonar bókavarðar og Bergþóru Einarsdóttur. Eiga þau þrjú börn, Þórhall, sem nú starfar við fyrirtækið Fönix, Kristján Ottó, sem er að ljúka námi í húsasmíði og Guðrúnu er vinnur í Landsbanka íslands. Kristín Edda, f. 5.12. 1932, vann við skrifstofustörf að loknu námi, síðar flugfreyja hjá Flugfélagi Islands. Hún er gift Gunnari Skaftasyni flugsiglingafræðingi. Eiga þau þrjú börn, Skafta er lauk stúdentsprófi á sl. ári, Kristján sem er menntaskólanemi og Guð- rúnu Eddu, sem fermist í vor. Viðar, f. 21.6. 1934, búfræði- kandidat frá Hvanneyri. Hann var um skeið kennari við þann skóla en gerðist síðan meðstjórnandi Fönix ásamt með bróður sínum. Kona Viðars er Hólmfríður Egils- dóttir, Þorgilssonar skipstjóra og Sigríðar Guðmundsdóttur. Þar kom að húsið Suðurgata 10 var orðið óhentugt fyrir um- fangsmikla starfsemi fyrirtækis- ins. Byggðu þá bræðurnir myndar- legt hús við Hátún, þar sem fyrirtækið er nú til húsa. Um svipað leyti reisti Andrés Reynir íbúðarhús fyrir fjölskyldu sína og móður að Tómasarhaga. Dúna bjó á efri hæðinni en Reynir, Dóra og börn þeirra á neðri hæðinni. Svo vill til að Anna dóttir okkar og Dóra eru miklar vinkonur, allt frá barnæsku. Þess vegna höfum við hjónin verið tíðir gestir á heimili þeirra að Tómasarhaga. Þar höfum við Dúna oft haft tækifæri til þess að rifja upp gamlar endurminningar frá Suð- urgötudögunum, okkur báðum til mikillar ánægju. Fyrir nær tveimur árum kenndi Dúna þeirra veikinda sem loks drógu hana til dauða. Voru veik- indi hennar mjög þungbær og vandmeðfarin, en hún dvaldi heima eins lengi og fært þótti, þótt stundum þyrfti hún að dvelja á sjúkrahúsi. Má með sanni segja að Dóra tengdadóttir hennar hafi stundað hana af stakri natni og umhyggju, Edda dóttir hennar var einnig einkar umhyggjusöm um velferð móður sinnar, en eðlilega kom það mest í Dóru hlut, þar sem hún bjó í sama húsi. Dúna sýndi mikinn kjart og æðruleysi í veikindum sínum. Hún tók oft þátt í gleðistundum á heimili sonar síns og tengdadóttur með okkur, alltaf kát og hress að sjá, þótt vitað væri að hún væri sárþjáð. Margar ógleymanlegur endurminningar geymi ég frá slíkum samverustundum. Ég held líka að samkvæmishættir þeirra, sonar hennar og tengdadóttur, hafi verið henni að skapi. Heimilið í Suðurgötu 10 var alla tíð mjög helgað að söng og hljóðfæraslætti. Svo er einnig á Tómasarhaganum. Bæði aldnir og ungir leika þar á fleiri en eitt hljóðfæri og eru söngelskir „fram í fingurgóma". Dúna átti sér fleiri hugðarefni en garðyrkju og hljómlist. Árið 1941 gerðist hún félagi í Rebekku- stúku í Oddfellowreglunni, en sú regla starfar sem kunnugt er að menningar og líknarmálum. Vann hún þeim félagsskap af lífi og sál, enda komst hún þar til æðstu metorða. Rétt um ellefu dögum fyrir andlát sitt heimsótti Dúna okkur, ásamt þeim Dóru og Andrési Reyni, þótt nokkuð langt sé á milli, því nú erum við flutt í Mosfellssveit. Ég lýsi því ekki hversu vænt mér þótti um þessa heimsókn. Þar kvöddumst við hinzta sinni. Ég held að við höfum bæði haft grun um að nú væri ekki langt eftir. Eg votta öllum aðstandendum samúð okkar Önnu konu minnar. Við blessum minningu þessarar gömlu æskuvinkonu minnar, sem verður jarðsungin í dag frá Dóm- kirkjunni kl. 1.30. Gunnar Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Vélskólans. + Faöir minn, tengdafaöir og afi JOHN SÆTHER, fyrrv. skipstjóri, Kostöi, Kristiansand, S. Noregl lést sunnudaginn 24. febrúar í Kr. S. Guórún M. Jónsdóttir Hrafn V. Fríðriksson og barnabörn. t Móöir okkar LOVÍSA M. VIGFÚSDÓTTIR, Garöastræti 45, lést aö heimili sínu 23.2. Jaröarförin fer fram föstudaginn 29.2. kl. 10.30 f.h. frá Fossvogskirkju. Gunnar Þjóöólfsson Ragnar Þjóöólfsson. + Móöir mín og tengdamóöir, GUONÝ GUÐJÓNSDÓTTIR, Bragagötu 23, sem lést í Borgarspítalanum 23. febrúar veröur jarösett frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. febrúar kl. 15.00. Hlynur Árnason Sigríöur Jóna Friöriksdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarfarir mæðginanna, STEFÁNS EINARSSONAR og SIGURLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Vestmannaeyjum. Erna Fannberg Fannbergsdóttir, Elsa Einarsdóttir, Erla Einarsdóttir, Alfreö Einarsson og aörir vandamenn. + Öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinarþel viö andlát og útför PÉTURS KRISTÓFERS RAGNARSSONAR, færum við okkar innilegustu þakkir. Guöný Pétursdóttir, Ragnar Ágústsson, Ágúst Ragnarsson, Rafn Ragnarsson, Ragnar Ragnarsson, Kristjana Olafsdóttir. Bróöir okkar + VALUR B. EINARSSON, Öldugötu 2, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Kristbjörg Einarsdóttir Guöjón Einarsson Eggert Einarsson Jón Þ. Einarsson. + Þökkum auösýnda samúð við andlát og jarðarför bróöur okkar GUÐBERGS I. GUÐMUNDSSONAR Gyóa Guðmundsdóttir, Þórdís S. Guömundsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför konu minnar og móöur okkar FJÓLU PÁLSDÓTTUR, Flókagötu 2, Hafnarfiröi. Einar Kristjánsson og dætur. + Þökkum innilega auösýnda samúö við fráfall og útför GUNNLAUGSJÓNSSONAR Hátúni 28, Keflavík Guörún Halldórsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Halldór Gunnlaugsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Guörún Gunnlaugsdóttir, Leifur Gunnlaugsson og barnabörn. Elín Einarsdóttir, Borgný Samúelsdóttir, Karl Guöjónsson, Hugrún Gunnlaugsdóttir, + Eiginmaöur minn, faðir okkar, sonur og afi, OVE LUND JÖRGENSEN Ljósheimum 16 B veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Anna María Magnúsdóttir María Lund Jörgensen Eva Lund Jörgensen Frederikke Jörgensen Harald Jörgensen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.