Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 39

Morgunblaðið - 28.02.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 39 Johanne L. Hansen — Minningarorð Þeim fækkar nú óðum Reykvík- ingunum, sem muna Reykjavík um aldamótin, sáu hana breytast úr bæ í borg og tóku virkan þátt í þeim stórfelldu umbótum, sem hófust í upphafi þessarar aldar og lögðu grundvöll að því framfara- þjóðfélagi, sem við lifum nú í. Einn þessara Reykvíkinga alda- mótakynslóðarinnar er kvaddur í dag, Johanne L. Hansen bókari, Bólstaðarhlíð 46. Hún var inn- fæddur Reykvíkingur, þótt dönsk væri í báðar ættir, og unni gömlu Reykjavík meira en flestu öðru. Johanne -var fædd 9. ágúst 1896 og voru foreldrar hennar Ludvig Hansen verzlunarmaður, sem kom frá Danmörku með Martinusi Smith konsúl og vann hjá honum fyrst í stað, og kona hans Marie Hansen, fædd Bernhöft. Marie var dóttir Vilhelms Bernhöfts bakara, sem rak hið þekkta Bernhöftsbak- arí eftir Daníel föður sinn sem lést ungur að árum, og konu hans Johanne, f. Bertelsen. Johanne var eitt þriggja systk- ina. Bróðir hennar Gunnar lézt ungur, en systirin Lucinde er látin fyrir allmörgum árum. Johanne, eða Hanna eins og hún var ævinlega nefnd meðal kunnugra, fékkst alla tíð við verzlunarstörf og bókhald, fékk snemma verzlun- arleyfi þótt hún notaði það aðeins skamma hríð. Ung að aldri vann hún við afgreiðslu í Bernhöftsbak- aríi, en 17 ára hóf hún að vinna í verzlun J.P. Bryde og um nokkurt skeið var hún bókhaldari hjá H.P. Duus i Aðalstræti, og oft minntist hún veru sinnar. Hún var ná- kvæmur bókhaldari og mátti ekki vamm sitt vita, enda urðu bók- haldsstörfin hennar aðalvinna alla tíð. Um skeið starfaði hún hjá kolaverzlun Guðna og Einars, en eftir það annaðist hún um 30 ára skeið bókhald kexverksmiðjunnar Esju og þar vann hún allt til það fyrirtæki hætti störfum fyrir fáeinum árum. Þá fyrst settist Hanna sjálf í helgan stein og var þá nær áttræðu, þreytt og slitin eftir langan vinnudag. Hanna giftist aldrei né átti börn. Hún var heimakær og að lokinni daglegri vinnu sinni undi hún sér bezt á heimili sínu. Fyrr á árum dvaldist hún oft um sumar- tíma í Þjórsárdal, fyrst í tjaldi í skóginum í Skriðufellslandi og þar kom hún sér upp síðar litlum sumarbústað. Hún var heilsuveil þá um tíma og taldi, að veran í Þjórsárdal hefði gefið sér heilsuna aftur, enda tók hún ástfóstri við þennan reit og Þjórsárdalinn, og greiðvikni og velvild heimilisfólks- ins á Skriðufelli mun hafa átt þar mikinn þátt í. Þar á Skriðufelli kynntist hún Kristínu Jónsdóttur frá Þverspyrnu og urðu þær mjög samrýmdar og héldu síðan heimili saman í um 30 ár þar til Kristín lézt fyrir um 2 árum. Mörg síðustu árin var Hanna þrotin að heilsu en gat þó dvalizt ein á heimili sínu þar til skömmu fyrir síðustu jól að hún varð að leggjast á sjúkrahús þar sem hún lézt hinn 16. febrúar sl. Hún undi sér við minningar frá hinni gömlu Reykjavík og um Reykvíkinga æsku sinnar. Hún hafði gott minni á menn og atburði og hafði yndi af því að segja frá þeirri Reykjavík, sem hún unni mest. Þótti henni þó oft ýmislegt fara á annan veg en skyldi í höndum nútímafólks og margt bresta á í heiðarleik og samvizkusemi, gamla bænum spillt í mörgu og rækt við minn- ingu forfeðranna oft á tíðum lítil. Bernhöftshús og reiturinn í kring var henni kært og það gladddi hana að heyra, að það yrði ekki malað undir stórbyggingar. Hún var hreinskilin í skiptum og tali við fólk og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, þó jafnan létt í skapi og gaman- söm í tali, jafnvel þótt erfiðleikar mæddu. Samferðamenn minnast hennar með hlýju og margar góðar hugs- anir fylgja henni héðan úr heimi. Þ.M. Jóhanna Ólafs- dóttir - Minning í dag er til moldar borin fóstra mín, Jóhanna Ólafsdóttir, Hraun- bæ 35, Reykjavík. I tilefni þess hef ég löngun til af veikum mætti að senda henni mínar hinztu kveðjur og þakklæti fyrir fórnfúsa ást hennar og kærleika til okkar allra gegnum lifið. Fædd 7. nóvember 1903. Dáin 19. febrúar 1980. Hinn 19. febrúar sl. barst mér sú harmafregn, að Jóhanna, frænka mín, hefði látizt þann dag af slysförum. Útför hennar verður gerð í dag frá Fossvogskirkju, og í því tilefni langar mig að skrifa örfá kveðju- orð. Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir fæddist 7. nóvember 1903. For- eldrar hennar voru hjónin Krist- rún Ásmundsdóttir og Ólafur Jó- hann Ólafsson, sem lengst af var bóndi að Söðulsholti í Eyjahreppi á Mýrum. Hjá þeim sleit Jóhanna barnsskónum í stórum systkina- hóp, en hún mun ekki hafa verið orðin mjög gömul, þegar hún fór að ganga að öllum sveitastörfum á við bræður sína, og má segja, að sá dugnaður og kraftur, sem hún sýndi þá þegar á unglingsaldri, hafi enzt henni alla ævi. Jóhanna giftist eftirlifandi manni sínum, Ingimar Hall- grímssyni húsasmið, 1933, en áður hafði hún um skeið gengið að ýmsum störfum í Reykjavík. Þeirra börn eru: Stella Krist- rún, Kristján og Theódór Þor- steinn, sem öll hafa reist bú hér í bæ. Árið 1936 missir Jóhanna móður sína og tók þá til sín fóstursystur sína, Mjöll, sem þá var 11 ára, og gekk henni í móður stað. Hjónaband þeirra Jóhönnu og Ingimars var mjög gott og farsælt. Þau voru mjög samhent og kunnu að láta það góða í þeim báðum njóta sín. Jóhanna var manni sínum stoð og stytta í meðlæti og mótlæti og ekki síður börnum, barnabörnum og frændum. Hugs- unarsemi var hennar stærsti kost- ur, hún var fljót að átta sig á því, hvar hjálpar var þurfi og hún var gjarnan fyrst til að veita hjálp. Hjá henni var sælla að gefa en þiggja. Jóhanna var falleg kona og bar sig vel, hafði ákveðna, en fágaða framkomu og hlýtt viðmót. Henn- ar gráa hár, sem fór henni svo vel, skapaði henni virðulegt yfirbragð. í hjarta sínu var hún ætíð hin iðna, þrautseiga og kærleiksríka alþýðukona. Það var alltaf líf og fjör þar sem hún var, enda oft gestkvæmt á heimili þeirra. Við fráfall Jóhönnu er svo stórt skarð höggvið í fjölskyldugarðinn, að það getur enginn skilið, nema sá sem þekkti Jóhönnu. Söknuður- inn er mikill, og ég bið góðan Guð að styrkja eiginmann, börn og barnabörn í sorg þeirra. Guð blessi minningu hennar. Unnur Magnúsdóttir. Jóhanna ólst upp að Söðulsholti hjá foreldrum sínum, Kristrúnu Ásmundsdóttur og Ólafi Jóhanni Ólafssyni í stórum systkinahóp. Ung fluttist hún til Reykjavíkur, og árið 1933 giftist hún Ingimar Hallgrímssyni húsasmið. Hjónaband þeirra var farsælt og eignuðust þau 3 börn, auk þess sem þau tóku mig að sér, þótt það væri erfitt fyrir þau. Jóhanna var stórbrotinn per- sónuleiki með drottningarlund. Hún var falleg kona og glæsileg alveg til dauðadags. Jóhanna var alltaf boðin og búin til hjálpar, bæði í gleði og sorg, og tók virkan þátt í lífi okkar allra með aðstoð og stuðningi. Ekkert var henni óviðkomandi. Hún hafði mjög sterka trú og veitti það henni mikinn styrk í lífinu. Söknuður okkar allra er stór, manns hennar, barna, fóstur- barns, tengdabarna, barnabarna, systkina, systkinabarna, svo og allra annarra ástvina. Megi leiðarstjarna hennar lýsa okkur öllum áfram og vera okkur til fyrirmyndar. Mjöll Söegren. Eiginkona mín JÓHANNA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Hraunbæ 35 sem lést 19. febrúar veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 3 e.h. Þeim sem viídu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Ingimar Hallgrímsson. + Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jaröarför GUNNARS VIGFÚSSONAR, frá Flögu, Árvog 6, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks Landakotsspítal- ans. Karl Jóhann Gunnarsson Oddný G. Þóröardóttir Sveinn P. Gunnarsson Sigrún Gísladóttir barnabörn og systkini. Arnbjörg Baldurs- dóttir — Minning Fædd 16. ágúst 1907. Dáin 19. febrúar 1980. Mig langar með nokkrum orðum að minnast fósturmóður konu minnar, Arnbjargar Baldursdótt- ur sem lést á Landspítalanum 19. febrúar eftir nærri 1 árs erfiða legu á sjúkrahúsi, þá var hún 72ja ára. Arnbjörg verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Arnbjörg var einhver vandaðasta kona sem ég hef kynnst, bæði til orðs og æðis. Ég var 18 ára þegar ég fyrst kom inn á heimili þeirra Arnbjargar og manns hennar, Gunnars Sigurjónssonar (Þórðar- sonar, Guðbjargar Gunnarsdóttur frá Lambalæk í Fljótshlíð.) Þar hófust kynni mín af þeim sæmd- arhjónum. Óvíða hef ég komið þar sem var betra að koma, og öll snyrtimennska og alúð sem Arn- björg lagði í heimili þeirra hjóna að Hverfisgötu 88, var svo til fyrirmyndar að tekið var til þess. Arnbjörg var fædd í Reykjavík, foreldrar hennar voru Baldur Benediktsson trésmiður, ættaður norðan úr Þingeyjarsýslu, móðir hennar hét Þórdís Runólfsdóttir, ættuð vestan úr Mýrasýslu, þau eru bæði látin. Þau áttu 8 börn og var Arnbjörg 6., í röðinni og eru þau nú öll látin. Það mun hafa verið skömmu áður en seinni heimstyrjöldin hófst að Arnbjörg fór að vinna í Mjólkurstöðinni í Reykjavík, en áður hafði hún unnið mest í fiski og við netahnýt- ingu og við hótelrekstur 1941. Byrjar Gunnar Sigurjónsson að vinna í Mjólkurstöðinni, og upp úr því verða þáttaskil í lífi þeirra beggja, þau unnast hugástum og ganga í hjónaband á aðfangadag jóla 1944. Ég er búinn að þekkja þau hjón í 26 ár, og tel mig geta sagt það án þess að halla á nokkurn annan að betra hjóna- band hef ég ekki þekkt. Þeim varð ekki barna auðið, en er föðursystir Gunnars, María Þórðardóttir frá Lambalæk í Fljótshlíð, lést 1945, þá voru það hennar síðustu orð við Gunnar frænda sinn, hvort hann vildi taka dóttur sína, Ingileifu Jónsdóttur, sem þá var 10 ára að sér látinni, sem og þau hjón gerðu, Arnbjörg og Gunnar, og reyndust henni sem bestu foreldrar. Hún hefur sagt mér að hún muni aldrei geta fullþakkað það sem þau hafi gert fyrir sig. Þau hjónin hafa búið allan sinn búskap að Hverfis- götu 88 í Reykjavík, þar til í nóvember sl., en þá skiptu þau um íbúð og keyptu að Leifsgötu 21 hér í Reykjavík. Því miður gat Arn- björg ekki notið þess nema nokkra daga að vera í sér íbúð út af fyrir sig. Mig langar að lokum að lýsa Arnbjörgu nokkru nánar; hún var meðalmanneskja á hæð, frekar grönn, dökkhærð, en var orðin ljósgráhærð á seinni árum. Hún var rammíslensk í sér og eins og áður er getið stórmyndarleg hús- móðir, svo heiðarleg að fátítt er nú á dögum. Einu sinni var hún beðin að vinna verk, og tók hún því vel, en er maðurinn lét það fylgja með að hún mætti ekki telja þau laun fram til skatts sem hann mundi greiða henni fyrir vinnuna, þá afþakkaði hún vinnuna. Ég hef þá trú að ef íslenska þjóðin ætti fleiri dætur og syni í þeim dúr, þá vegnaði henni betur en raun ber vitni. Nú skiljast leiðir að sinni, þá vil ég þakka Arnbjörgu fyrir hversu vel hún og Gunnar tóku mér í upphafi og alla tíð síðan og hafa reynst mér og konu minni og börnum vel, og um leið vil ég og fjölskylda mín votta eftirlifandi manni hennar, Gunnari okkar dýpstu samúð. Hilmar Vigfússon. + Móöir mín og tengdamóöir GÍSLÍNA GÍSLADÓTTIR fyrrum Húsfreyja á Völlum veröur jarösungin frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 1. marz kl. 2. Ferö verður frá Umferöarmiðstööinni kl. 12.30. Sigríöur Kjartansdóttir Björn Jónasson. + Eiginmaður minn, faöir okkar, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi BJARNI BJARNASON, verkstjóri, Háteigsvegi 12, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 29. febrúar kl 1.30. Þeir, sem vilja minnast hans eru vinsamlegast beönir aö láta Knattspyrnufélagiö Þrótt njóta þess. Anna Kristjánsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Ásgeir Sigurðsson, Reynir Bjarnason, Guðbjartur Bjarnason, Jónína Snorradóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Bragi Sigurösson, Þórey Kristjánsdóttir, Bjarkar Snorrason og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Krosseyrarveg 11, Hafnarfirði, Gunnar Asgeirsson. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guöni Björnsson, Erla Gunnarsdóttir, Guömundur Jafetson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.