Morgunblaðið - 28.02.1980, Page 48

Morgunblaðið - 28.02.1980, Page 48
Sími á ritstjórn -jrHfin og skrifstofu: IUIUU y Lækkar hitakostnaðinn FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1980 Fryst loðnuhrogn: Útlit fyrir um 500 tonna sölu hjá S.H. á 1450 dollara tonnið „ÉG Á von á því, að þetta verði um 500 tonn í allt,“ sagði Hjalti Einarsson I framkvæmdastjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- I anna, er Mbl. spurði hann í gær um sölu á frystum loðnuhrognum til Japans, sem verið er að ganga frá. Verðið mun vera 1450 doll- arar tonnið, en áður höfðu íslendingar og Norðmenn boðið 1950 dollara, en Jap- anir 1000 dollara. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á loðnuhrognum til frystingar 120 krónur hvert kíló, en á síðustu vetrarloðnuvertíð var verðið 240 krónur kílóið. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann ætti ekki von á því að nein hrogn yrðu hirt til frystingar, vegna hins lága verðs sem yrði, þegar að veiðum til hrognafrystingar kæmi. Hjalti Einarsson sagði, að jap- anskir kaupendur væru áhuga- litlir um kaupin vegna þess að þeim þætti verðið hátt og því bókaði hver sig með lítinn kvóta, „aðallega til að halda viðskiptun- um gangandi upp á framtíðina," sagði Hjalti. Hann sagði vafasamt að reynt yrði að selja meira að þessu sinni, þar sem það gæti valdið erfiðleikum við sölur á næsta ári. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svar- að um skattamál ílringiö inn spurningar um skatta- mál — Morgunblaðið leitar svara MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag leiðbeiningar ríkisskattstjóra um gerð skattaframtals og eru þessar leiðbeiningar 12 síður í blaðinu í dag. Er lesendum bent á að taka þessar 12 síður úr blaðinu og hafa þær við höndina þegar þeir út- fylla skattaskýrslur sinar. Jafn- framt mun Morgunblaðið veita lcsendum sínum þá þjónustu að taka við spurningum um skatta- mái og afla svara við þeim. Eru lesendur Morgunblaðsins hvattir til að hringja til blaðsins eða senda spurningarnar skriflega um hvaðeina, sem þeir hafa huga á að vita um skattamál, um gerð skattaframtals og hin ýmsu álita- efni, sem koma til sögunnar hjá hverjum og einum. Mun Morgun- blaðið birta svör við spurningum lesenda nokkrum dögum eftir að þær berast. Þeir lesendur, sem vilja notfæra sér þessa þjónustu, eru beðnir um að hringja í Asdísi Rafnar, lög- fræðing og blaðamann hjá Morg- unblaðinu, í síma 10100 kl. 14—16 frá mánudegi til föstudags eða senda skriflegar spurningar á hennar nafn, Morgunblaðinu, Að- alstræti 6, Reykjavík. Niðurstaða Hæstaréttar í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum: Ákærðu taldir sek- ir um manndráp Hækkar verð á búvöru að meðaltali um 8%? SEX-MANNANEFNDIN hefur íjaliað um hækkun verðlags- grundvallar landbúnaðarins og hækkar grundvöllurinn um 5V4%. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ríkisstjórnin fjalla um hækkun grundvallarins i dag og verður að ákvörðunum stjórn- arinnar teknum, ljóst, hvað land- búnaðarvörur hækka mikið hinn 1. marz, en að óbreyttum niður- greiðslum mun hækkunin að með- altali vera um 8%. Einstakar vörutegundir munu þó hækka meira en 8% og aðrar minna. Morgunblaðið hafði í gær spurnir af því að nýmjólk myndi, miðað við óbreyttar niðurgreiðslur, hækka um tæplega 11%, smjör um rúmlega 12% og kjöt um rúmlega 6%. Enn er þó ekki ljóst, hvort ríkisstjórnin eykur niðurgreiðslur og geta því þessar tölur, sem hér eru nefndar breytzt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hið eina, sem óumbreytanlegt er — ólíklegt er að ríkisstjórnin hafni verðlagsgrund- vellinum — er því hækkun grund- vallarsins, sem er eins og sagði 5%%. DÓMUR Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum var birtur í gær, en áður höfðu aðeins birzt dómsorð. t dómnum kemst Hæstiréttur m.a. að þessum niðurstöðum: • Ekkert mark er tekið á afturköll- un játninga ákærðu í málunum og fyrri játningar lagðar til grundvallar við dómsuppkvaðningu. • Sannað þykir, að ákærðu Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marínó Ciec- ielski og Tryggvi Rúnar Leifsson hafi í félagi átt í átökum við Guðmund Einarsson að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði aðfaranótt 27. jan. 1974 og misþyrmt honum svo, að hann hlaut bana af. • Sannað þykir, að ákærðu Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marínó Cies- ielski og Guðjón Skarphéðinsson hafi ráðist að Geirfinni Einarssyni í Dráttarbrautinni í Keflavík að kvöldi 19. nóv. 1974 og veitt honum svo mikla áverka, að hann hlaut bana af. • Með vísan til 108. greinar laga um meðferð opinberra mála þykir var- hugavert að telja, að það sé nægju- lega sýnt fram á að ákærðu hafi framið þessi voðaverk af ásettu ráði svo að refsing verður ekki ákveðin samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga heldur beri að færa háttsemi þeirra til 218. greinar, sem fjallar um vísvitandi líkamsárás, og 215. greinar, sem fjallar um mann- dráp af gáleysi. I 108. greininni, sem að framan er vikið að, segir, að sönnunarbyrði um sekt sökunauts og atvik, sem telja má honum til óhags, hvíli á ákæruvald- inu. Dómari meti hverju sinni, hvort nægileg sönnun, sem eigi verði ve- fengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert atriði, er varðar sekt og ákvörðun refsingar og aðrar afleiðingar bröts, þar á meðal hverja þýðingu skýrslur sökunauts hafi. Sjá: „Talið sannað að ákærðu hafi banað Guðmundi og Geir- finni“ á bls. 14 og 15. Nýju BÚR-togararnir: Jón Baldvins- son og Ottó N. Þorláksson FULLTRÚAR borgarstjórnarmeiri- hlutans i útgerðarráði Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur samþykktu á útgerð- arráðsfundi í gær, að togarar þeir, sem BUR á nú í smíðum. skuli hcita Jón Baldvinsson og Ottó N. Þorláks- son. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu hins vegar atkvæði nöfnun- um Þormóður goði og Þorkell máni. Fyrri togarinn, sem smíðaður er í Portúgal, á að bera nafnið Jón Bald- vinsson, en hinn togarinn, sem Stálvík smíðar, verður skírður Ottó N. Þor- láksson. Björgvin Guðmundsson formaður útgerðarráðsins neitaði því í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að útgerðarráð hefði afgreitt nafngiftir togaranna í gær. Þrekraun björgunarsveitarmanna við Djúp: „Fórum margoft á bólakaf þegar brotin riðu yfir ...“ ..I»AÐ mátti engu muna að illa færi. því við fórum sex í sjóinn i hrimgarðinum þegar hátnum hvolfdi um CiO metra frá landi og hrotin riðu stanzlaust vfir þarna. hitastigið í sjónum var aðeins 0.5 gráður en það hatti mikið að við vorum allir ullarkladdir." sagði Iíúnar Eyjólfsson formaður hjörgunar- sveitarinnar Skutuls á ísafirði í samtali við Mhl. í gær. en 10 félagar út sveitinni tóku land á Snæfjallastrond við IJjúpið s.l. mánudag til þess að ganga fjorur í samhandi við skipsskaðana þar. Fjórir úr hópnum fóru fyrst í land á zodiak-gúmmíbát og gekk allt vel, en síðan fóru sex í seinni ferðinni með fyrrgreindum af- leiðingum. Var báturinn vélar- laus. „Menn voru orðnir allþrekaðir þegar komið var í land,“ sagði Rúnar, „en við vorum fljótir að hressast og það var hægt að hita upp í húsinu sem við komumst í. Eftir að bátnum hvolfdi héngu þrír utan á honum, tveir flutu frá og urðu að synda í gegnum brimgarðinn og ég náði í ár sem ég hélt mér á um leið og ég reyndi að krafsa mig aö landi.. Strákarnir voru svo tilbúnir til þess að taka á móti okkur í fjörunni og veitti ekki af því við höfðum margoft farið á bólakaf á leiðinni þegar brotin riðu yfir og líklega höfum við verið um 5 mín. að komast þessa 60 metra. Við vorum allir vel klæddir og í björgunarvestum, en þeir sem héngu á bátnum ultu með honum margar veltur án þess að sleppa takinu. Maður hugsaði um það eitt að vera rólegur, slappa af og ég held að það hafi haft allt að segja. Ef við hefðum farið að basla eitthvað með látum er hætt við að þrekið hefði verið búið áður en við náðum landi. Við erum þakklátir fyrir að sleppa allir.“ Björgunarsveitarmenn Skut- uls ganga fjörur á Snæfjalla- strönd. l.jÓKiti. Mhl. UAX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.