Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðinemi: Það var hálf óhuggulegt að lesa í Morgunblaðinu hinn 12. febrúar síðastliðinn. Þar var kominn fram á ritvöllinn ungur maður á aldur við mig, með fullt höfuð af laga- tilvitnunum. Þessi maður heitir Kristófer Ingi Svavarsson og er að læra lögfræði í Háskólanum. Til- efni greinar Kristófers er grein mín í Morgunblaðinu 31. janúar s.l., þar sem ég ræði um fóstureyð- ingar. Ég tek það fram strax, til að forðast misskilning, að hvert orð í grein minni hinn 31. janúar stendur óhaggað og mun gera áfram. í fyrstu fannst mér grein laga- nemans alls ekki svaraverð, en vegna þess að manninn má eflaust skoða sem fulltrúa margra ungra manna og kvenna á íslandi, taldi ég mér skylt að svara grein hans. Það var táknrænt, að á sömu blaðsíðunni og grein Kristófers ber upp á, er Dagrún Kristjáns- dóttir að tala um rétt og rangt í grein með samnefndri fyrirsógn. Dagrún hefur m.a. þetta að segja: „Okkur var gefin tungan til þess að tjá hugsanir okkar ... okkur voru gefnar hendur til þess að vinna með. En voru okkur gefin þessi tæki til sjálfsbjargar ein- göngu, þ.e. í eiginhagsmuna- skyni?" Hvernig tengjast þessi orð Dagrúnar umræðunni um fóstur- eyðingar? Það er von mín að mér takist að svara því í lok þessarar greinar. En snúum okkur að annars makalausri grein Kristófers. Hann heldur því blygðunarlaust fram að konan eigi að ráða yfir líkama sínum sjálf og það eigi að vera skýlaus krafa hennar að ráðstafa því lífi sem hún gengur með til eða frá. Kristófer leyfir sér að segja eftirfarandi um fram- tíðaróskir sínar varðandi fóstur- eyðingar: „Hver kona á þá þetta við sig, sínar aðstæður jafnt siðferðilegar sem félagslegar, sína samvisku og sinn líkama." Hér virðist mér á ferðinni stórlega varasamur málflutningur. Við hvað á konan að miða, þegar hún stendur frammi fyrir því að meta verðgildi fóstursins í líkama sínum? Hún á „meðal annars" að miða við samvisku sína, segir Kristófer. En hver er þessi sam- viska? Á hverju byggist hún? Kristófer ver ekki einu orði í að syara þessum spurningum. Þetta eru þó grundvallarforsendur um- ræðunnar um fóstureyðingar. En laganeminn lætur það sér í léttu rúmi liggja. Hins vegar fer hann út á þann hála ís, að réttlæta fóstureyðingar með því að vitna í lög! Hvaða manni dettur í hug að réttlæta siðferðilega athöfn með því að vitna í lög? Veit ekki laganeminn, að lög eru staðfesting á samkomulagi á löggjafarsam- komu og annað ekki. Lög grund- vallast á siðferðishugmyndum þeirra sem lögin setja og umbjóð enda þeirra. Það er því á siðferð- isstiginu sem fóstureyðingarum- ræðan byggist, en ekki lagastig- inu. Lögin eru afleiðingar hug- mynda, ekki hugmyndirnar sjálf- ar. En um siðferðishugmyndir ræðir Kristófer alls ekkert í grein sinni. Þetta er meginástæðan fyrir því að ég taldi grein hans ekki svara verða. En laganeminn heldur áfram. Hann telur 8. grein fóstureyð- ingalaga fela í sér, að fóstur sé ekki mannlíf fyrr en eftir að fóstureyðing er orðin óheimil að lögum!! Hvergi nokkurs staðar í íslenskum lögum er talað um það að fóstur sé eitthvað annað en mannlíf. Meira að segja hefur fóstur, strax og við verður vart, fullan erfðarétt á við fæddan einstakling, svo tekið sé dæmi úr erfðalögunum. En Kristófer þvæl- ir 8. gréin fóstureyðingalaga þar sem talað er um að fóstureyðing sé læknisaðgerð sem komi til ..... áður en fóstrið nær lifvænlegum þroska." En nú verð ég enn að lýsa undrun minni, því Kristófer held- ur að lífvænlegur þýði lífrænn, eða að eitthvað sé af lífrænum toga. Lífvænlegur þýðir einungis að eitthvað hafi líkur á að lifa. Orðið lífvænlegur snertir alls ekki eðli þess lífs sem um er að ræða. Hvorki fóstureyðingalög né önn- ur lög tala nokkurs staðar um það að fóstur sé eitthvað annað en mannlíf. í grein sinni fullyrðir Kristófer berum orðum að fóstureyðingar séu ekki morð! Og hvernig í ósköpunum rökstyður hann það? Jú, hann segir einfaldlega „... enda hlyti Hæstiréttur íslands að hafa ógilt þessi lög (fóstureyð- ingalögin) ef hann teldi að um endurteknum fósturlátum, sem venjulega eru ekki fyrr en á 4.-6. mánuði. Skýringin á því er sú að leghálsinn hefur rifnað við fóstureyðinguna og þolir þess vegna ekki það eðliega álag, sem þarf til þess, að legið geti þanist fullkomlega og barnið orðið f ull burða (bls. 187)." Á sömu blaðsíðu segir ennfremur: ... þeg- ar gerður er holskurður „lítill keisaraskurður" verður ör á leg- bolnum og ef konan seinna geng- ur með er hætta á því, að þetta ör láti undan og rifni, þegar nálgast fæðinguna, og er þá bæði móðir og barn komið í lifshættulegt ástand." í könnuninni um orsakir og afleiðingar fóstureyðinga, sem áð- ur var greint frá dregur Kristófer ,,£& er tekur upp hanskann ..." manndráp væri að ræða"!! „Hvað í ósköpunum er maðurinn að fara? Heldur maðurinn að Hæstiréttur hafi náðarvald af himnum til að úrskurða um eðli mannlegs lífs? Nei, ó nei. Meginverkefni Hæsta- réttar er heldur ekki að úrskurða um rétt og rangt, heldur að túlka og dæma eftir lögum, sem byggja á hugmyndunum um rétt og rangt. Mér virðast lagalegar röksemdir Kristófers meiriháttar gatasigti og elti ekki frekar ólar við þær hér. I grein sinni kemur Kristófer með tölulegar upplýsingar um fóstureyðingar. Þær eru teknar úr könnun, sem stjórnskipuð nefnd lét gera í kjölfar endurskoðunar laga um fóstureyðingar. Könnunin fór fram 1971 og tók til athugana á orsökum og afleiðingum fóstur- eyðinga fyrir árin 1966 og 1967. Kristófer lætur óútskýrt hvernig tölurnar eru unnar, hvert svar- hlutfall er í könnuninni og það sem verra er: Hann beitir tölu- legum rangindum, sem er maka- laus dónaskapur í opinberri um- ræðu. Kristófer leyfir sér að segja eftirfarandi um afleiðingar fóst- ureyðinga: „Aðeins tveimur kon- um af 76 eða 1,5% spurðra tókst ekki að eignast barn síðar." Hið rétta er að þessar tvær konur sem Kristófer neínir, eru aðeins" úr hópi þeirra kvenna sem „þráðu" að eignast barn á tíma- bilinu innan 4—5 ára frá fóstur- eyðingu, en þær konur voru 19,7% af heildarfjöldanum. Hins vegar stendur í fyrstu setningu kaflans sem Kristófer vitnar í: „52,6% af konunum (40) hafa ekki orðið barnshafandi aftur. af þeim voru 9 gerðar ófrjóar ..." Hér hefur Kristófer gert sig sekan (Um fóstur- eyðingar að gef nu tilefni) um hlut, sem maður á erfitt með að trúa. Staðreyndin er sú, að engar upplýsingar liggja fyrir um það hver raunveruleg ófrjósemis- hætta er af fóstureyðingum á íslandi. Ástæðan er sú að fóstur- eyðingar eru viðkvæmt mál og því mjög erfitt að afla traustvekjandi gagna. Auk þess kemur ófrjósem- in ekki fram beint heldur óbeint og erfitt að sýna fram á hana. Hins vegar tala læknar yfirleitt um að „tiltekinn" fjöldi kvenna verði ófrjór og fer það mjög eftir starfsþjálfun læknis og stærð fósturs, hver ófrjósemishættan er. í riti Heilbrigðis- og Trygg- ingamálaráðun. nr. 4, 1973, er að finna læknaskýrslu með lýsingum ' á því hvernig hinum ólíku fóstur- eyðingaaðferðum er beitt eftir stærð fósturs og þroska. Þetta eru hroðalegar lýsingar sem ég mun ekki hafa yfir hér. Að lýsingunum loknum er talað um skort á upplýsingum um ófrjósemishættu af fóstureyðingum, eins og ég hef áður getið. Síðan er greint frá því að í nýlegum læknaritum sé talað um „... hve þær konur, sem fengið hafa fóstureyðingu oftar fæða fyrirburði eða verða fyrir laganemi fram tölur um sálrænar afleiðingar fóstureyðinga fyrir konur, sem spurðar voru 1971, 4 og 5 árum eftir fóstureyðingu. Þar kom i ljós að 9,2% spurðra fundu fyrir verulegri sektarkennd, 18,4% til samviskubits eða vægra sjálfsásakana og 72,4% fundu ekki til sjálfsásakana. Þessar tölur eru vægast sagt mjög vafa- samar og nánast út í hött miðað við núverandi aðstæður. í fyrsta lagi var um að ræða viðtalskönn- un, og þess vegna ólíklegt að allar konurnar drægju öll vandamál sín í dagsljósið. I öðru lagi var könnunin gerð, eins og áður sagði, 4 og 5 árum eftir fóstureyðingu og segir þess vegna lítið um sálar- ástand konunnar fyrst eftir fóst- ureyðingu. í þriðja lagi var könn- unin gerð þegar fóstureyðingalög voru mun strangari en nú er, og því má réttilega búast við að aðstæður kvenna hafi verið hlut- fallslega erfiðari en nú er og þess vegna „auðveldara" fyrir konurn- ar að sættast á fóstureyðinguna en nú væri. Því má búast við að sálræn eftirköst séu mun hærra hlutfall fóstureyðingatilfella nú en áður. Ég læt hér staðar numið að greina frá hættum þeim, sem móður og barni stafar af fóstur- eyðingum, en legg áherslu á þrennt sem nú er staðfest í þessum efnum: a) Fóstureyðing stóreykur líkur á fósturláti síðar meir, og þessi fósturlát eru oft síðbúin. b) Ófrjósemislíkur og síðari tíma fósturlátslíkur eru mjög háðar því hver færni læknis- ins er við fóstureyðinguna. Einn- ig gildir sú regla að því þroskaðra sem fóstur er, því meiri líkur eru á að fóstureyðing leiði til ófrjósemi 12 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Kristóter Ingi Svavarsson laganemi. Af sljreni varð mér liliö yfir grein Rónsrs Vilhjilmssonar fé- LitrsfrasðiiM.ma i Morgunhlaðlnu bann 31. janúar sloaatliðinn Likaði itrír "i lesning ékkí aem ekyldi Ber þar margt til enda af nargu aA taka Orðkstuddar ok að því er viröiit heldur betur vara- samar fullyrðingar hellast yfir hsundann eins og-eldur og brenni- ateinn yfir íboa Sódómu hér iður tar fyrr, vjrðast aitir undir sðmu sðkiiu seidír, morðingjar skulu .þeir vera, Iseknar, alþingismenn, konur er titið hafa eyðn fostri og þyí «ém nsest allir sem a einhvern hitt hafa-stuoLnð að framKangi 't (tr. l_S5/i»75. ÁRSeti lesandi. þannig hljoðar uoarasdd lagagrejn Jt. grein Fóstureyðing er heim- it: 1 Krlar-leKar ÍKtsrour: Þegar sella mi að þungun og tílkoma barns verði konunni og hennar ninustu of erfið vegna ðviðraðanlegra félagslegra isUeðna. Við slikar aðstseður skal tekið tillit til eftirfarandi: al Hafi. kohan alio morg oorn með stuttu millibili og skammt er iiðið frí siðastt barnshurði b) v.iyt konan við að búa bigar rieimilisistfeður vegns ómexðar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu. el Þegar konan getur ekki vegna sesku og þroskaleysis annast barn- mati beirra serfrteoinga er stoðu að samningu laganna ekki mann- vera i eiginlegri merkingu heldur aðeins og einvörðungu fostur, þe. frumusamband sem verður aö mannvem er liða tekur ft raeð KönKutimann H ki laKanna unil iretrikar þetts en hún hijóðar þannifr: .FðstureyðinK samkvmmt Iðfrum þessum er latknisaOKerð sem kona Kengst unitir i þvi skyni að binda endi á þungun, Mur en fáncrið hefnr nAð tlfvs-nliKum þmnka." (undirstr. mín). Enda hlyti hæstiréttur íslands að hafa óftilt þessi Iok ef hann u-lili að um manndráp vssri að rasða. Kins uk Rúnar veit brytur slíkt nefnilega í big» við okkar aKattu stjðrn- arskri. Itúnar vill ekki að fóntureyð- KrÍHtófer Ingi SvavarKStun LegHtt ásUefttim ¦> alltof rúm r.kki cigi ao Icyfa fóstureyftingu þo alit laskna og aérfrtvoinga ligKi fyrir um ao sennilega se eítthvao atvarleirt að fðatri. BtcoÍ er þaö að Rúnar telur lig þess umkominn að vega og meta hvort sírfra?ft ingarnir aéu nú i raun og veru nokkrir aerfrseðingar, þeír séu ayóaamrnala hver öðrum", .meira að HK>a rtérfræðingarnir eru ekki ¦ ¦ rr um það i mörgum tilvikum. iivurt eitthvað sem þeir telja afbrigðilegt, l.d. hjá ófriskri konu, sé hwgt að lækna. eða hvort það er að 'íllu leyti háð erfðum", Og ,»'< þeír séu .ðnákvæmir" (en þessar fullyrðingar eru að xjálfaögðu ekkl studdar neinum rOkumi. Og þótt sannað sé að fðstrið sé afbrigði- legt þá eigi konan er gengur með það engan rett a að .myrða" það Tja. þvílikir ford6mar! Það að fostureyfiingu Uandspitalana áriðj bls 119 a toflu þær upplýaingarJI er þátt u.ku i kf fundið fyrir eöa 9^1 tima t 18,4%! til j spurðral síðar þrátt fyl huga að f hátt á IVr M K.i I Fóstureyðingar eru mannréttindi imtar af félaKsteKum astseðum seu leyíðar. Um það efni seKÍr hann: .Það á ekki að leysa félags- leg vandamál með fóstureyðing- um, heldur á samfélagið sn hera ibyrgðina og leysa þessi felags- legu vandamil, t.d með aukinni i. sfðan verði ákvseð- r enda se það þi legu aðgerður ið fellt niðu óþarft. En því miöur virðist sú ekki vera raunin. í greinargerðinm fer Þorvaldur aðeins almennum orð- um um almennt kunna staðreynd, tillðKum kona fengi ekki fóstureyöingu 1 aannanlega KenRÍ með skert fóstur og treysti sér ekki tii að annast og ala upp hið afbrigðileKa barn í framtiðinni vseri slik niðsla á ðllum KrundvallarreKlum mann réttinda að vart tetti sinn llka. Tal um ratlað folk í iijWlifmii i alls ekki við i slfku eamhengi og kemur "lonunnar fylKdi vatKast ! .iþað að vfl sumum léttvaeK mótrok. 1 verða æ . ¦ ¦ úruletu samlima.1 sig ófrjóar i jafn sjl| og menn fara til ta| Það versu sem ksemi t _initiiiinki.nl skildu við manninn . hreinlega misstu hann, slðan oðrum manni s langaði að eignast n ÝmisleK onnur óKte: ófrjóseminni imii auðj þessar „nútímakonui hull, þrungið kvá furðulegri grerd úrulefTl, hvað þfl Rúnatr vflLr hrimil fóstu(T rrlð og skaðlegra aukaverkana. c) Verulega hátt hlutfall kvenna verður fyrir skaðlegum sálrænum áhrifum af fóstureyðingu, sumar varanlegum. Þau atriði sem ég hef hingað til fjallað um eru á engan hátt aðalatriði málsins heldur miklu fremur aukaatriði. Það sem skiptir sköpum í umræðunni um fóstureyðingar er sjálfur grund- völlurinn; siðgæðishugmyndirnar, inntak þeirra og forsendur. Þessar hugmyndir hljóta athafnir mannsins, og þar með lógin, að endurspegla. I þessu sambandi er rétt að leita svara við eftirtöldum fimm grundvallarspurningum: 1) Hver er siðferðisgrundvöllur fóst- ureyðingastefnunnar? 2) Hverjar eru ástæður hans? 3) Stenst þessi siðferðisgrundvöllur aðrar sið- gæðishugmyndir í samfélaginu? 4) Túlka landslög þennan siðferðis- grundvöll? 5) Er þessi siðferðis- grundvöllur varanlegur og hverjar eru forsendur varanlegs siðferðis- grundvallar. 1. spurning: Hver er siðferðis- grundvöllur fóstureyðingastefn- unnar? Fljótt á litið virðist þrennt einkenna fóstureyðingastefnuna. a) Álitið er að fóstur í móðurkviði sé ekki líf. Samkvæmt þessu sjónarmiði hefst lífsferillinn við fæðingu einstaklingsins. Einhver ófullkomin útgáfa þessarar hug- myndar kemur fram hjá áður- nefndum laganema. Hann heldur fram þeirri makalausu, hugmynd að mannlíf hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 mánuði frá meðgöngutíma fósturs, af þeirri einföldu ástæðu að lögin heimili fóstureyðingu þangað til!! Hug- myndin um upphaf lífsferils við fæðingu er stóralvarleg. Ef fóstur er ekki mannlíf felur það í sér, að móðirin hafi skýlausan ákvarð- anarétt um lífsskilyrði fóstursins. Þessi hugmynd gerir ráð fyrir eðlisumbreytingu fósturs við fæð- ingu, sem á hér enga líffræði- eða læknisfræðilega stoð í veruleikan- um. Þessi hugmund mismunar lífsskilyrðum barna, eftir því hvert líffræðilegt ásigkomulag þeirra er (þroskahömlun), þó tala menn um í orði kveðnu að enginn sé í stakk búinn til að meta verðgildi mannlegs lífs. Með fóst- ureyðingastefnunni er mannlegu lífi (foreldrum) falinn réttur til að hindra framgang mannlegs lífs! Úr því að við þiggjum lífið, hvernig getum við skammtað öðr- um það? b) Fóstureyðingastefnan álítur að réttindi mannsins hafi forgang fram yfir skyldurnar. Að því er varðar fóstureyðingar ber konan t.d. enga ábyrgð á því að stunda kynlíf. Ef svo óheppilega vill til að konan verður ófrísk, er það nefni- lega réttur hennar að eyða því lífi sem hún gengur með. En hverjar ern þá skyldur konunnar í þessu efni? Þær hef ég því miður ekki komið auga á. c) Samkvæmt fóstureyðinga- stefnunni er gjarnan litið svo á, að viðhorf konunnar ein skipti máli varðandi „réttinn" til fóstureyð- inga. Sjónarmið karlmannsins skipta málsvara fóstureyðinga- stefnunnar yfirleitt litlu eða engu máli. 2. spurning: Hverjar eru ástæð- ur fóstureyðingastefnunnar? Til að lengja ekki umræðuna úr hófi, langar mig að geta hér aðalskýringanna: a) Örrar þróun- ar í læknavísindum, sem gerir fóstureyðingar mögulegar. Þessari þróun var flýtt vegna ástæðna í b) og c) lið. b) Minni tími til barnauppeldis, meiri krafna um frítíma. c) Harðnandi lífsgæða- kapphlaups, þéttbýlisþróunar og þátttöku kvenna á vinnumarkaði. 3. spurning: Stenst siðferðis- grundvöllur fóstureyðingastefn- unnar aðrar siðgæðishugmyndir i samfélaginu? Að mínu mati er svarið við þessari spurningu neikvætt vegna einnar djúpstæðr- ar mótsagnar: Þeir sem fylgja fóstureyðingastefnunni eru flestir ef ekki allir sammála því, að allir þegnar samfélagsins eigi að njóta sömu réttinda til virðingar, menntunar og starfa. En þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.