Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRUAR 1980 2$Uv$xmblnfoífo Ulgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Höggvið skarð í þjóðarfjölskyldu Sjávarútvegur hefur um langan aldur verið burðarásinn í lífsbaráttu þjóðarinnar. Útflutningsverðmæti þjóðarbúsins eru að langstærstum hluta frá honum komin — og lífskjör okkar mótast ekki sízt af stöðu þessa atvinnuvegar. Sjórinn hefur verið þjóðinni gjöfull. Hann hefur líka höggvið skörð í þjóðarfjölskylduna, sem eru sárari en orð fá lýst. Sjávarplássin, sem mynda keðju verðmætasköpunar á gjörvallri strandlengjunni, hafa í tímans rás goldið þunga líftolla á starfssviði sjósóknar. Við vorum enn minnt á þessa staðreynd er sex vestfirzkir sjómenn fórust í veðuráhlaupi á rækjumiðum. 19 börn urðu föðurlaus á einum degi. Að auki varð verðurofsinn til þess að einn sjómaður fórst til viðbótar við skyldustörf á hafi úti og aldraður maður lét lífið er bifreið sem hann var í fauk út af vegi. Þrátt fyrir tækniþróun, betri skip og stangari öryggiskröfur stöndum við á stundum varnarlaus gagnvart hamförum náttúruafla. Á slíkum stundum er hugur þjóðarinnar allrar hjá þeim, sem eiga um sárt að binda. Genginn föður eða ástvin getur enginn bætt. En við hæfi er að þjóðin stígi á stokk og strengi þess heit, að hlúa sem verða má að öryggismálum sjófarenda til að forðast vá og afkomuöryggi fjölskyldna, þegar mannskaði verður. Slæm rekstrarstaða frystiiðnaðar Miðað við rekstrarkostnað frystihúsanna 1. marz n.k. og núgildandi fiskverð, sem bæði seljendur og kaupendur hafa sagt upp, skortir frystiiðnaðinn 10 milljarða til að endar nái saman í rekstri hans á þessu ári. Þetta þýðir 7—9% gengisbreytingu eða gengisaðlögun, miðað við óbreytt fiskverð. Hækki fiskverð þarf stærri gengissveiflu til að rétta af rekstrarhallann. Annar útflutningsiðnaður á við hliðstæðan vanda að stríða, ekki sízt ullariðnaður. Kostnaðarhækkanir hér innanlands, sem rætur eiga í víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags og öðrum heimatilbúnum verðbólguhvötum, og umfram eru verðþróun á sölumarkaði, hafa knúið stjórnvöld til gengisaðlöðunar, þ.e. gengislækkunar eða gengissigs. Við virðumst rétt einu sinni komin að því þrautaráði í þjóðarbúskap okkar. Sjávarútvegurinn skipar þann sess í verðmætasköpun okkar, að rekstrarstaða hans þarf að vera örugg. Gildir það jafnt um útgerð og fiskvinnslu. Þegar slíkur viðblasandi rekstrarhalli er á frystiiðnaði okkar er því óhjákvæmilegt að bregðast við með þeim hætti, er forðar stöðvun í þessum veigamesta þætti í öflun þjóðartekna okkar. Framsóknarflokkurinn klofinn í landbúnaðarmálum Sem kunnugt er varð samstaða í fjárhagsriefnd efri deildar Alþingís milli þriggja þingflokka um það, hvern veg skyldi staðið að bótum vegna tekjutaps bænda af útflutningi óverðtryggðrar búvöru. Guðmundur Bjarnason, þingmaður Framsóknarflokks, segir, að það hafi verið mat þingflokks síns, að sú leið, er samstaða varð um, væri tilvinnandi til að tryggja samstöðu um málið. Er þá átt við að Byggðasjóður endurgreiði helming 3ja milljarða lántöku til að standa undir bótum vegna liðins verðlagsárs. Tíminn segir hins vegar í leiðara „að framsóknarmenn séu því andvígir að fé Byggðasjóðs verði með einu pennastriki þessara aðila", þ.e. þingmanna er að samkomulaginu stóðu, „bundið, enda hafi sjóðurinn ærnu hlutverki að gegna ...". Tekur Tíminn hér upp sjónarmið, er Tómas Árnason, ráðherra, setti fram í breytingartillögu, en dró til baka. Ljóst er af þessu að Framsóknarflokkurinn er alvarlega klofinn í þessu stóra hagsmunamáli bændastéttarinnar. Hlutur Byggðasjóðs í þessu samkomulagi er í fullu samræmi við sjónarmið, sem landbúnaðarráðherra hafði sett fram á Alþingi fyrr í vetur, m.a. í tillöguformi. Samkomulag var um það milli þriggja þingflokka, hvern veg skyldi að málum staðið. Auðvelt var því að afgreiða máíið fyrir þinghlé. Ríkisstjórnin sló hins vegar málinu á frest. Orsökin var óeining í Framsóknarflokknum. Það er mergurinn málsins. Um flokksráðsfund Alþýðubandalagsins: Betra að veif í römni tré en ö Stjórnmálaflokkar, sem flýja samtíð sína, eru sjaldnast á framtíðarbraut. Raunar hefur þetta löngum verið einkenni þeirra flokka, sem sækja hug- sjónir sínar í fræðikenningar Karls Marx. Þessir flokkar hafa getað dafnað, þrátt fyrir þetta óraunsæi sitt, vegna þess að þeir hafa ekki verið í valda- aðstöðu og ekki verið kallaðir til ábyrgðar. Vandi þessara flokka verður jafnan mikill, þegar þeir standa frammi fyrir því að brúa bilið milli orða og athafna. Hér á landi nægir að benda á þróunina innan AI- þýðubandalagsins þessu til staðfestingar. Uppdráttarsýkin innan flokksins stafar ekki síst af því, að hann hefur verið við vöW. Á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi var samþykkt stjórnmálaálykt- un, þar sem með alls kyns afsökunum og órökstuddum fullyrðingum er reynt að rétt- læta þátttöku flokksins i ríkis- stjórn, sem nýtur lítillar hylli flokksmanna. Þá er einnig leit- ast við að rétta málefnalega stöðu Alþýðubandalagsins, sem f jarlægist stöðugt þau pólitisku markmio. sem flokkurinn seg- ist berjast fyrir, og er það gert með því að leggja áherslu á „innrætingu" í skólum og menningarmálum. Hér verða tekin nokkur dæmi til að skýra það, sem við er átt. I upphafi stjórnmálaályktun- arinnar segir, að á „síðasta áratug" hafi með aðild Alþýðu- bandalagsins að ríkisstjórn „náðst verulegur árangur í sjálf- stæðismálum þjóðarinnar" og síðan segir: „Útfærsla landhelg- innar undir forystu Alþýðu- bandalagsins skiptir sköpum ..." Hér er um vísvitandi rang- færslu að ræða. Alþýðubanda- lagið átti að vísu sjávarútvegs- ráðherrann, þegar fært var út í 50 mílur 1972, en þegar Sjálf- stæðisflokkurinn markaði skýra stefnu um útfærsluna í 200 mílur gætti mikils trega í stuðn- ingi Alþýðubandalagsins ef ekki var um beina andstöðu að ræða. Taldi Lúðvík Jósepsson þá fisk- veiðar utan 50 mílna litlu skipta, og rétt að sjá úrslit hafréttar- ráðstefnunnar, sem enn stendur, áður en lengra yrði haldið. Þá segir í ályktuninni: „Á fyrri hluta árs 1978 voru það Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur sem fylgdu í orði og verki þeirri stefnu að kaup- máttur launa væri meiri en rekstur þjóðarbúsins leyfði... Síðari hluta ársins 1978 bættist svo Alþýðuflokkurinn í hóp kauplækkunarflokkanna." í fyrri hluta þessarar fullyrðingar, er farið rangt með. Febrúarlög ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar miðuðu ekki að því að draga úr kaupmætti heldur hinu að tryggja hann með öðru en vonlausu kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Og við lestur síðari hlutans hljóta menn að spyrja: Hver var stefna Alþýðubandalagsins síðari hluta ársins 1978? Hvar sjást þess merki, að flokkurinn hafi þá verið andvígur þeirri stefnu, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar markaði fyrir 1. desember 1978 og síðan með efnahagslögunum fyrri hluta árs 1979? Að vísu múðruðu þeir Alþýðubanda- lagsmenn eitthvað en féllust að lokum á sameiginlega stefnu STJÖRN- MÁLAALYKT- UN FLOKKS- RAOSFUND- AR ALPVÐU- BANDA- LAGSINS Svo lengj sem ríkisstjórnin fylgir umsamdri stefnu r flokkurinn veita henni stu< Alyktunin staðf est ,4nnrætinguna" i sl með framsókn og krötum. Og hvað stendur eftir? Stórfelld kaupmáttarrýrnun eftir 13 mán- aða stjórnarsetu Alþýðubanda- lagsins undir forystu Ólafs Jó- hannessonar eins og rækilega var bent á í kosningabaráttunni sl. haust. Þá hvítþvær Alþýðubandalag- ið sig af efnahagsöngþveitinu undir stjórn Ólafs Jóhannesson- ar með þessum orðum: „... á fyrstu mánuðum ársins 1979 gekk Framsóknarflokkurinn til liðs við Alþýðuflokkinn og knúðu þeir í sameiningu fram stefnu- breytingu sem fólst í svonefnd- um Ólafslögum." Menn hljóta að spyrja, hvers vegna lét Alþýðu- bandalagið kúga sig til að styðja þessi lög bæði í ríkisstjórn og á Alþingi? Fyrst það telur, að þau hafi aðeins orðið til ills og komið í veg fyrir, að varanlegur árang- ur næðist í baráttunni við verð- bólguna, eins og lesa má úr ályktun þeirra nú. Og hvenær leggja Alþýðubandalagsmenn til á Alþingi, að þessi lög verði felld úr gildi? Þegar fjallað er um stefnu þeirrar ríkisstjórnar, sem Al- þýðubandalagið á nú setu í, er það sérstaklega fram tekið í ályktun flokksráðsins, að ríkis- stjórnin lýsi því yfir „að launa- kjörum verði ekki breytt með lögum nema að höfðu samráði við verkalýðshreyfinguna." Menn hljóta að velta því fyrir sér, hvað í þessari yfirlýsingu felst. Er ráðgert að breyta launakjörum með lögum eftir að fullnægt hefur verið formsatrið- inu um samráð? Þessi spurning á fyllsta rétt á sér, því að þannig var farið að við afgreiðslu þeirra laga, sem hér hafa verið nefnd Ólafslög. Haft var samráð en engu að síður var launakjörum breytt með lögum. Þeir, sem telja sig hafa verkalýðshreyfing- una í bakhöndinni geta digur- barkalega um samráð talað í hátíðlegum ályktunum, en líta á það sem formið eitt í raun. í kaflanum um nýju ríkis- stjórnina er fullyrt eftirfarandi: „Komið er í veg fyrir byggingu flugstöðvar fyrir bandaríska fjármuni..." Hér mun átt við áform um að reisa nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. En utan- ríkisráðherra Ólafur Jóhannes- son hefur lýst því yfir, að ekki hafi verið horfið frá þeirri stefnu að greina á milli hernað- arlegrar starfsemi á Keflavíkur- flugvelli og almenns farþega- flugs og í því efni sé bygging nýrrar flugstöðvar lykilatriði. Auðvitað verði byggingaáform endurmetin með hliðsjón af breyttum aðstæðum í flugi yfir Norður-Atlantshaf. Verður fróð- legt að fylgjast með því hvor má sín meira að þessu Ieyti stefna Ólafs Jóhannessonar eða komm- únista. Fyrir utan slík málefnaatriði réttlætir Alþýðubandalagið þátttöku sína í nýju stjórninni með því að vísa til þeirra ráðherraembætta, sem það fékk í sinn hlut. Gleðin er mest yfir fjármálaráðuneytinu. Um það segir: „Flokkurinn fer nú í fyrsta sinn með fjármálaráðuneytið. Það er lykilráðuneyti í stýringu hagkerfisins og í allri áætlana- gerð. Þar bíða mörg ákaflega erfið verkefni en einnig pólitísk viðfangsefni sem miklu máli skipta, ekki síst í skattamálum." Um skattamálin er hins vegar sama hrópandi þögnin og í stjórnarsáttmálanum nema hvað í kaflanum um verkefni flokksins segir m.a.: „Flokkurinn mun herða baráttuna fyrir jafn- rétti á öllum sviðum, m.a. með því að skattar og skyldur séu í samræmi við raunverulega af- komu fólks."- Varla kemur þetta nokkrum á óvart? í kafla stjórnmálaályktunar- innar um verkefni flokksins vek- ur eftirfarandi þáttur sérstaka athygli: „Alþýðubandalagið telur sér skylt að leggja aukinn þunga á baráttuna gegn hugmyndalegu forræði eignastéttarinnar með virkara starfi á vettvangi menn- ingar- og menntamála. Þar verði sérstaklega hugað að því að búa vel að menningararfi þjóð- arinnar, listsköpun og skóla- kerfi." Þessi þáttur verður ekki skilinn nema á einn veg: Alþýðu- bandalagið ætlar að beita sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.