Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 2*>v Vl£0 KAFHNU \ f c^i^— v \ V / / Þessu bjargaði ég á útsöl- unni: Hurðin, herra minn! Elsku góði. Heldurðu að ég sé með einhvern pabba- komplex? I'ú mátt vita það, að ég eyði ekki tímanum mínum á gam- almenni, sem gæti verið afi minn? BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson í dag getur þú valið hvort betra sé að stýra sókninni á spil norðurs og suðurs eða ná tölunni Norður S. 874 H. G3 T.6532 Vestur L-KD65 Austur S. 9 S. ÁG10 H. ÁD86542 H. K97 T. G10 T. ÁD874 T. 973 „ x L. 84 Suður S. KD6532 H. 10 T. K9 L. ÁG102 Austur gefur spilið og opnar á einum tígli. Suður segir þá einn spaða, vestur tvö njörtu, sem austur hækkar í þrjú eftir pass norður. Suður gefst ekki upp, segir þrjá spaða, vestur fjögur hjörtu og þá fær norður málið, segir fjóra spaða, sem austur doblar og verð- ur það lokasögnin. Útspil tígulgosa. Og hvort vilt þú stýra sókn eða vörn? Lítum á möguleikana. Austur tekur fyrsta slaginn með ás og spilar aftur tígli. Suður ætlar austur með trompásinn, spilar laufi á blindan, trompi á kónginn, aftur Iaufi á blindan en næst tekur austur á trompásinn, spilar hjarta og fær síðan fjórða slag varnarinnar á trompgosann þegar vestur spilar laufi. Velur þú þá vörnina? Ekki víst, suður getur gert betur. Eftir að hafa fengið á trompkónginn spilar hann ekki aftur laufi. Spilar í þess stað hjartatíu. Þá fer innkoma vesturs og austur fær ekki að trompa laufið. Ertu búinn að velja sæti suð- urs? Nei, austur gat gert betur. Hann tekur ekki á tígulásinn í fyrsta slag. Lætur heldur lágt og þá er suður strandaður. Hann getur ekki spilað rauðum lit, austur tekur þá slaginn og spilar tíglunum og trompnían verður að stórveldi. Sama hvort hann trompar hátt eða lágt, vörnin fær tvo slagi á tromp. Og ekki dugir fyrir suður að spila laufi á blindan eftir fyrsta slaginn. Hann fær þá að spila trompi á kónginn en á þá ekkert framhald. Vörnin getur spilað Iaufinu, búið til trompun með innkomu vesturs annaðhvort á hjarta eða tígultíu. Og þannig verður austur maður dagsins. COSPER O -—' ,n„ o "il"'"<,,,,lHi,l 6265 "*-m-^ e<ccy.......'C........ COSPER Út á akbrautina! Ertu frá þér, og eiga á hættu ökuhraðasekt! Löggæzlumenn virði starf sitt Velvakandi sæll. Ég sendi þér þessar línur til birtingar vegna þess að oft virðist almenningsálitið geta breytt ýmsu til bóta ef það nær að taka afstöðu til mála, og því vil ég ekki þegja yfir atviki sem ég varð vitni að. Maður nokkur hafði dottið niður meðvitundarlaus, og þó hann byggi einn þá vildi svo til að hann fannst stundu seinna og var þá strax hringt á slökkvistöðina í von um að sjúkrabíll kæmi með sjúkrakörfu, og ef til vill lækni til skyndihjálpar. Það þurfti heldur ekki að bíða lengi eftir bílnum, en læknir eða sjúkrakarfa voru ekki sjáanleg. Að lítilli stundu liðinni vatt sér svo inn maður sem virtist vera í einkennisbúningi, hann laut snöggt niður að sjúklingnum, snerist á hæli og hreytti út úr sér: „Hann er dauður." Síðan stikaði hann út. Svo fljótt áleit ég þó að ekki væri hægt að úrskurða mann látinn, meðan líkamshiti var nær eðlilegur. Sjúkrabíllinn hvarf en lögreglu- bíla dreif að og drógu þeir óspart að sér athygli hverfisbúa. Við- staddir voru spurðir um nafn og aldur, og síðan vísað burtu. Nærri tveir tímar liðu unz maðurinn sem sagður var dauður var fluttur burtu í lögreglubíl — án sjúkrakörfu. Þeim sem séð hafa slíkar aðferðir verður það minnisstætt. Ætla ég ekki að lýsa því nánar. En eitt enn var það sem vakti furðu mína, þar sem ég hef áður séð lögreglu að verki við áþekk atvik. Að einum undanskildum, sem bar einkennishúfu „á hnakkan- um", voru allir þessir menn húfu- lausir loðinkollar, beltislausir, með fráflakandi jakka! Það mun vera'ætlast til þess að fólk virði og hlýði lögreglunni, en er hægt að búast við því þegar þessir menn virða ekki starf sitt svo mikils að hlíta lögboðnum reglum þess um snyrtimennsku og lýtalausan ein- kennisbúning með stöðumerki á húfunni. Maigret og vínkaupmaðurinn 58 beðið ykkur að koma hér til mín er sú að ég hef ákveðið að við grípum hann. hvað sem það kostar. Það kann að vera að hann' sé vopnaður en ég held ekki hann muni reyna að skjóta. Þér, Janvier, veljið yður sex menn sem leysa hver annan af tveir í senn hér á Quai des Orfevres. Maðurinn hefur hringt til mín tvívegis, skrifað mér langt bréf og að minnsta kosti einu sinni hefur hann verið hér í grenndinni til að fylgjast með ferðum mínum. Því miður hvarf hann áður en við gátum handsamað hann. Loftið í herberginu var mett- að af tóbaksreyk. Maigret kveikti á lampanum með græna skcrminum á skrifborðinu, en ekki loftljósið og því var hluti skrifstofunnar sem i skugga. — Takið allir niður lýsingu á honum. Hann er lágvaxinn, undir 170 sm á hæð. Hann er ekki feitur, en nokkuð þrekinn þo og hefur kringluleitt andlit. Hann er klæddur í dokkbrún föt og snjáðan regnfrakka. Hann reykir sígarettur. Hann haltrar á oðrum fæti, en þó ekkí mikið nema þegar hann reyndí að flýta sér. — Ðökkt hár? spurði Lour- tie. — Já og dökk augu og þykk- ar varir. Hann kemur ekki fyrir sjónir sem neinn vesaling- ur, en ollu heldur eins og maður sem er að því kominn að gefast gersamlega upp. Ég skal segja ykkur ástæð- una fyrir þvf að ég vil að tveir menn fylgist stoðugt með hon- um — einfaidlega sú að hann virðist mjög laginn i að láta sig gufa upp. — Eruð þér með á nótunum Janvier? — Já, húshóndi. Maigret sneri sér að Lourtie sem var einnig að reykja pipu. — Það sem ég hef sagt við Janvier á einnig við uœ yður. Hvorugur ykkar þarí að vera á vakt allan timann en þið verðið að sjá til þess að ykkar menn séu á sínum stað og leysi alltaf hver annan af. — Ekkert sjáifsagðara. — Og svo þér Torrence. Hóp- ur upp á aðra sex. Við verðum að spila djarft. Ég vil ekki eiga á hættu að hann sJeppi einu sinni enn milli fingra okkar. Yðar staður er Place des Vosges eða í grennd við hús þeirra Chabuthjóna. Frú Chabut er mjög glæsiieg kona, um fértugt, sérstaklega vel kiædd- Hún hef- ur einkabílstjóra. Mercedes. Stöku sinnum notar hún bil manns sfns, sem er rauður Jaguar. Þeir horfðu hver á annan. — Og nú Lucas. Þú fylgist með Quai de Charenton. Það er laugardagur. Það er örugglega enginn á skrifstofunum eða á vínlagernum í dag. Heldur ekki á morgun. Ég hef ekki kynnt mér ,hvort þeir hafa vaktmann á þessum stöðum. — Skil, húsbóndi góður. — Við verðum sem sagt að Ettir Georges Simenon Jóhanna Knstjónsdóttir sneri á islensku leggja okkur í framkróka við að hafa gát á þeim stöðum, þar sem mestar líkur eru til að hann skjóti upp kollinum. Hann er aldrei langt undan. Hann virðist hreint og beint heiliaður af leit okkar og rannsókn og reynir eftir megni að geta sér til um hvar við berum niður næst. Mér þætti fróðlegt að vita hvort hann ber ekki með sér þá leyndu ósk — að vera handtek- inn. — Og hvað á ég að gera? spurði Lapointe. — Þú verður hér og mér til aðstoðar. Þú verður allan tímann að vera tilbúinn að selflytja mig út Og suður. sama á hvaða tíma sóiarhrings er. Þú safnar einnig þeim upplýsing- um sem hugsanlega berast til þín og hríngir til mín ef þú heldur að þar sé eitthvað sem komi málinu við. Þeír héldu að hann hefði lokið máli sínu, en Maigret benti þeim að hann ætti enn eftir að segja fáein orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.