Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 31 bæði Carter forseti og Vance utanríkisráðherra mótmæltu þessu, bað stjórnin í Moskvu námsmennina fyrir siðasakir að sleppa gíslunum, en tók síðan upp fyrri hætti. írönsku námsmenn- irnir þóttust fullvissir um stuðn- ing stórnvalda í Moskvu og þegar þeim var sagt að Bandaríkjamenn færu ef til vill fram á að Samein- uðu þjóðirnar beittu íran refsiað- gerðum, svöruðu þeir því til að sovézki fulltrúinn mundi beita neitunarvaldi gegn slíkri tillögu. Meðan þessu fór fram var Khomeini undir tvíþættu álagi frá Moskvu. Hægt var að treysta hinum Moskvusinnuðu háskóla- stúdentum til að halda honum við efnið en ef það reyndist ekki nóg var hægt að þvinga hann með því að styðja aðskilnaðarhreyfingar í Azerbaijan og Kúrdistan. Um- mæli Sovétmanna, sem fólu í sér stuðning við uppreisnarmenn og. hvatningu til Khomeinis um að ganga að kröfum þeirra, bentu til þess að Kremlverjar væru að notfæra sér þá. Það einkennilega er, að á þessum slóðum og í Indó-Kína haf a Rússar beitt Búlg- örum fyrir sig, og það næsta, sem þeir hafa komist því að viður- kenna aðild sína, var að neita því, að Búlgarar sæu uppreisnar- mönnum gegn Khomeini fyrir vopnum. Sennilegt er, að hugmyndin um réttarhöld yfir starfsmönnum bandaríska sendiráðsins eigi ræt- ur að rekja til Moskvu, og að fyrirmyndin sé réttarhöldin yfir Pol Pot og Ieng Sary í Kampútseu. Þeir voru dæmdir til dauða að sér fjarstöddum í viðurvist hóps manna, sem í voru ýmsir erlendir lögfræðingar, flestir hlynntir Sov- étríkjunum, og fulltrúar ýmissa samtaka á snærum Sovétmanna, svo sem Heimsfriðarráðsins, Bandalags um samstöðu Afríku og Asíuríkja, og Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra lögfræðinga. Það virðist eðlilegt að álykta að sýndarréttarhöld yfir Bandaríkja- mönnunu-m séu hluti af upphaf- legri áætlun um töku sendiráðsins í Teheran. Þau væru niðurlægj- andi fyrir Bandaríkin og sigur fyrir sovézkan áróður. Blásið í glæðurnar Tvö grundvallarmarkmið í stefnu Sovétmanna eru að hvetja til kynþáttastríðs í Bandaríkjun- um, með því að egna svarta menn gegn hvítum, en það er hluti víðtækari áætlunar um að eggja „þriðja heiminn" gegn „heims- valdastefnu Bandaríkjanna". Það að Khomeini sleppti svörtum starfsmönnum sendiráðsins og sú krafa hans að svertingjar yrðu í hópi bandarísku prestanna, sem leyft var að koma í sendiráðið til að halda jólaguðsþjónustur, var merki til bandarískra svertingja um að stjórn Khomeinis styðji þá í baráttunni gegn hinum hvítu bandarísku „kúgurum". Innan „þriðja heimsins" hafa Rússar beint athygli sinni sér- staklega að löndum múhameðs- trúarmanna, en söguleg og stund- um ofstækisfull andúð þeirra á vestrænum háttum var eins og púðurtunna, sem aðeins beið eftir neista. Árásin á moskuna í Mekka var gerð af útsendurum Suður- Jemens, sem er hliðhollt stjórn- völdum í Moskvu. í löndum mú- hameðstrúarmanna lögðu menn víða trúnað á þá sögu, sem áróð- ursvél Sovétmanna breiddi út, að þarna hefðu verið að verki út- sendrarar CIA, en harðorð mót- mæli stjórna Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu megnuðu ekki, fremur en venjulega, að kveða niður orðróminn. Hvað um framtíðarhorfur? Jafnvel þótt Rússar hefðu fyrir siðasakir samþykkt kröfur Banda- ríkjamanna um að Öryggisráðið samþykkti refsiaðgerðir, þá hefði það í reynd ekki komið í veg fyrir að þeir sendu írönum vörur yfir hin löngu sameiginlegu landa- mæri. Það hefur ekki valdið þeim erfiðleikum að sjá Indó-Kína fyrir nauðsynjum þótt fjarlægt sé. Þótt refsiaðgerðir kæmu að litlu haldi gegn Ródesíu og Suður- Afríku, eru aðalnotin af Samein- uðu þjóðunum þau að hlera undir- tektir „þriðja heimsins" við áróðri Sovétríkjanna. Hvað um hafn- bann? Það þyrfti ekki að reynast áhrifaríkara en það, sem Sovét- stjórnin kallar „hafnbann" Banda- ríkjamanna á Kúbu. En ein- hverskonar hernaðaraðgerðir? Net róttæklinga við bandaríska háskóla og íranskir námsmenn þar mundu skipuleggja samskonar mótmæli og þau sem heftu stríðsreksturinn í Vietnam. Algert öngþveiti gæti tekið við í íran, Khomeini yrði þá kastað burt eins og slitnu fati ogTudeh flokkurinn, með aðstoð Sovétríkj- anna, mundi hirða völdin upp af götunni, eins og Lenin orðaði það. Milli tveggja elda Hernám Sovétmanna í Afghan- istan í kjölfarið á morðunum á Taraki og Amin, sem báðir töldu sig njóta fulls stuðnings Kreml- verja, kom óþyrmilega við jafnvel dyggustu handbendi þeirra í Te- heran. Það rann skyndilega upp fyrir þeim að sömu örlög gætu beðið þeira sjálfra, og að maður á borð við Babrek Karmal, enn dyggari Sovétríkjunum, gæti kom- ið í þeirra stað. Hinn angi klípunnar var að íran treysti því, að Sovétríkin beittu neitunarvaldi sínu gegn refsiaðgerðum hjá Sam- einuðu þjóðunum. Byltinarráðið birti efni orðsendingar til sovézka sendiráðsins þess efnis, að innrás Sovétmanna í Afghanistan væri óvinveitt aðgerð og vekti andúð hvarvetna í heiminum. Þetta var dulbúin hótun um að íranir gætu beint andúð múhameðstrúar- manna frá Bandaríkjunum gegn Sovétríkjunum og að Iran gæti tekið upp sömu afstöðu gegn Afghanistan og Egyptar gagnvart Lybíu. Enn heldur hið austræða pókerspil áfram. Það kann að verða þörf á einbeittum og sjálfstæðum að- gerðum af hálfu Bandaríkja- manna, en við skulum vona að gíslunum verði sleppt og að málið fjari út. Þótt við verðum að gera okkur grein fyrir, að Rússar hafa sömu afstöðu gagnvart Iran og Bandaríkin gagnvart Mexíkó, (þótt Sovétstjórninni hafi tekizt bærilega að koma á jafnvel hern- aðarlegum samskiptum við Mex- ikó) þá hvetja Bandaríkin ekki til töku sendiráða og hryðjuverka um allan heim. Það er víst, að ef Bandaríkjamönnum tekst ekki að bregðast við þessari ögrun á réttan hátt, verður aðeins eitt risaveldi eftir. Leikarar, leikstjóri og aðrir aðstandendur Skagaleikflokksins sem sýnir gaman- og ærslaleikinn Allir i verkfall. Allir í verkf all á Skaganum Skagaleikflokkurinn frumsýnir 2. verkefni vetrarins 29. feb. kl. 20.30 i Bióhöllinni á Akranesi. Þetta er léttur gaman- og ærslaleik- ur fyrir alla fjölskylduna, eftir Duncan Greenwood, og heitir „Allir i verkfall". Æfingar hófust um miðjan janúar undir stjórn Sigur- geirs Schevings, sem sviðsetti „Línu langsokk" með Skagaleik- flokknum fyrr i vetur við mjög góða aðsókn. Vöktu þær sýningar mikla ánægju jafnt hjá eldri sem yngri áhorfendum. „Allir í verkfall" gerist á okkar tímum í Englandi og fjallar á gamansaman hátt um þau vandræði sem verða þegar húsmóðirin fer í verkfall. Leikurinn fer allur fram á heimili Hellewell-hjónanna, en þau eru Ieikin af Kristínu Magnúsdóttur og Þorsteini Ragnarssyni, dóttur þeirra og tilvonandi tengdason leika Alfa Hjaltalín og Þórður Sveinsson og auk þess koma við sögu ýmsir einkennilegir leigjendur, sem eru leiknir af Valgeiri Skagfjörð, Þórey Jónsdóttur, Þórhildi Björnsdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur og Önnu Hermannsdóttur. Aðrir starfsmenn, við ljós, leiktjöld, leikmuni og bún- inga, eru um tíu talsins. Næstu sýningar verða laugardag 1. mars kl. 16.00 og sunnudag 2. mars kl. 16.00. Þetta er 11. verkefni Skagaleik- flokksins og væntanlega láta Akur- nesingar og nágrannar þetta tæki- færi til að létta skapið í skammdeg- inu ekki fram hjá sér fara. Austurstræti 10 SNORRABRAUT 56 SIM113505

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.