Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 33 PIB Skemmtileg talnaþraut Fáðu vin þinn til þess að hugsa sér tölu og bæta einum við, en síðan að margfalda þá tölu með þremur. Síðan biður þú hann að bæta einum við þá tölu og þar næst að bæta tölunni við, sem hann hugsaði sér í upphafi. Nú á hann að draga 4 frá þessari tölu og síðan biðurðu hann að segja þér, hvað útkoman er. Þú deilir í útkomuna með 4 í huganum og þá hefurðu fundið töluna, sem hann hugsaði sér í upphafi. Þetta er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir við fyrstu sýn. Við skulum hugsa okkur dæmi: Hann hugsar sér 8. Bætir einum við = 9. Margfaldar það með 3 « 27. Síðan bætir hann einum við = 28 og bætir svo upphaflegu tölunni við 28 + 8 = 36. Hann dregur síðan 4 frá og nefnir þér töluna 32. í huganum deilir þú í 32 og útkoman verður = 8! (Lærðu þetta vel og leggðu þrautina fyrir foreldra þína eða heimilisfólkið). Lítil gamansaga Gerður Kristný Guðjónsdóttir. 9 ára. Reykjavík. Alltaf er gaman að fara til rakarans og láta klippa hárið og snyrta sig. Rakarinn, sem ég fer til er alveg frábær. Hann er alltaf hress og talar við mig um margt skemmtilegt. Einu sinni spurði ég með- an hann var að klippa mig: „Þurrkarðu hárið á þér með hárþurrku?" „Já," sagði rakarinn. „Það geri ég oftast svo að hárið verði fallegt. Svo varð þögn dálitla stund. Síðan sagði rakarinn: „Hvað gerir hann pabbi þinn?" og þá átti hann við, hvaða atvinnu pabbi stund- aði. „Hann pabbi, hann þurrk- ar sér bara með handklæði." En þegar ég skildi, hvað rakarinn átti við og hverju ég hafði svarað, var mér skemmt, því að það er víst ekki merkileg atvinna að þurrka sér bara með hand- klæði! EO~2 •mm 5/Iu# ??& (Vv<? %*f. Bréf f rá Vest- mannaeyjum. Sigríður Sigmarsdóttir, 6 ára, Vestmannaeyjum, sendi Barna— og fjöl- skyldusíðunni þessa teikn- ingu fyrir skömmu ásamt bréfi, sem hún bað ömmu sína að skrifa fyrir sig. Hún segir að mamma hennar eða amma lesi yfirleitt fyrir sig textann í blaðinú, en sjálf skoði hún myndirn- ar. Henni finnst gaman að teikna, og þökkum við henni kærlega fyrir bréfið og teikninguna og vonum, að fleiri setjist nú niður á næstunni og sendi okkur bréf, teikningar, sögur, ljóð og annað skemmtilegt, sem ykkur dettur í hug. Æskulýðs- dagur íslensku þjóðkirkjunnar Kristin trú er hluti af menningararfleifð þjóðarinnar. Kristin trú er samofin heildarsögu þjóðar okkar. Kristin trú hefur verið athvarf einstaklinga frá kyni til kyns. Kristin trú mótár líf einstaklinga og markar spor í lífsferil þeirra. Kristin trú er trúin á Krist og kærleika hans. Kristin trú er boðuð í kirkjunni. Kristin trú á erindi við þig og fjölskyldu þína. Átta ára hnáta sendi okkur þessa teikningu af Gunna og Bjóssa. Gunni segir: Heyrðu ég er villtur! Bjössi: Ég lika, ha ha ha ha! Teikning: Svanur Rúnar. í f jölleikahúsi. Dóri fór að sjá sirkus á sunnudaginn. Þar margt og mikið að sjá. Þar voru ljón, fílar og trúðar. Skemmtilegast fannst honum að sjá trúðinn með hestinn. QöDO \ Teikning: Gisli Már, Botni, 7 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.