Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1980 29 Ósamræmi í upplýsingum og aðstöðu erlendra verkamanna MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Baráttuhóp farandverkafólks: „Almennur umræðufundur um málefni farandverkafólks var haldinn í matstofu Meitilsins Þorlákshöfn miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Til fundarins boðaði Baráttuhópur farandverka- fólks í samvinnu við innlent og erlent farandverkafólk í Þorláks- höfn og með aðstoð verkalýðsfé- lagsins á staðnum. Fundinn sóttu milli 60 og 70 manns, flest innlent og erlent farandverkafólk, en auk þess hópur nemenda af Félags- málaskóla Alþýðu. Fundurinn hófst með tveim framsögum. Björn Gíslason greindi frá þróun baráttunnar, reyfaði helstu kröfur í tengslum við aðstæður í dag og benti á nauðsyn skipulegrar bar- áttu farandverkafólks. Jill Johnstone, stúlka frá Ástr- alíu, lýsti því ósamræmi sem er í upplýsingum vinnumiðlana er- lendis og því sem við blasir þegar til landsins er komið. Nefndi hún sem dæmi að erlendis var þeim sagt að um leið og þær byrjuðu að vinna fengju þær a.m.k. 60 pund í laun á viku, en er hingað kom urðu launin mest 40 pund. Erlendis var þeim sagt að laun þeirra væru gengistryggð og ört fallandi gengi íslensku krónunnar skipti þær því ekki máli. Þetta reyndist ekki rétt. Þá sagði hún íbúðaraðstöðu, m.a. hreinlætis- og eldunaraðstöðu í engu samræmi við það sem þeim var sagt. Hún sagði erlendu verkakon- urnar enga tilsögn hafa fengið í vinnuaðferðum og bónuskerfi. Þær yrðu því að læra af reynslu sinni án aðstoðar sem bæði væri seinlegt og erfitt, og þá ekki síst vegna misjafns gæðaeftirlits í húsinu frá degi til dags. Upplýs- ingar um aðra þætti kjarasamn- inga, skatta- og útsvarsgreiðslur og annað sem máli skipti hefðu þær engar fengið. Ræða Jill var samhljóða því sem fram hefur komið frá erlendu farandverkafólki á fundum far- andverkafólks, og Baráttuhópur farandverkafólks hefur rekist á dæmi þess að erlendar farand- verkakonur væru notaðar sem varavinnuafl og fengju ekki vinnu nema einn og einn dag í viku, þó annað verkafólk hjá viðkomandi fyrirtæki fengi yfirvinnu á sama tíma. Þær njóta engra atvinnu- leysisbóta, eiga við þessar aðstæð- ur naumast til hnífs og skeiðar, og komast ekki úr landi, þar sem þær þurfa að greiða fargjald sitt sjálf- ar, fari þær fyrr en gert er ráð fyrir. Verður ekki annað séð en verkalýðshreyfingunni beri nú þegar að stöðva innflutning er- lends verkaf ólks, á meðan aðstæð- ur þess, réttarstaða og starfsemi eriendra vinnumiðlana er könnuð, og kjara- og samfélagsleg réttindi þessa fólks betur tryggð. I almennum umræðum á' fund- inum kom fram frá innlendu farandverkafólki að verbúðar- húsnæði á Þorlákshöfn er sum- staðar mjög slæmt. Einn ræðu- manna lýsti verbúð þeirri er hann býr á þannig, að þar væru allt að 9 manns saman í herbergi. Þar byggi einn farandverkamaður í gluggalausri kytru við músagang. Brunahætta væri mikil en eld- varnir engar. Opið væri milli vinnslusalar á neðri hæð og ver- búðar og því megn ólykt á her- bergjum og af fötum og öðrum eigum farandverkafólksins. Hreinlætisaðstaða væri nánast engin. Einnig kom fram að sam- göngum við staðinn væri þannig háttað, að farandverkafólk úr nærliggjandi byggðarlögum ætti mjög erfitt með að komast heim til sin í fríum. Fram kom mikill áhugi farand- verkafólksins á baráttu fyrir úr- bótum, og á fundinum var kosin nefnd sem í eiga sæti innlendir og erlendir fulltrúar af öllum vinnu- stöðum farandverkafólks í Þor- lákshöfn. Var nefndinni falið að samræma umræðu og aðgerðir farandverkafólks í Þorlákshöfn og vera jafnframt tengiliður við bar- áttuhópinn í Reykjavík. Fram kom á fundinum að far- andverkafólki í einni verstöð í Grindavík hafði tekist að ná fram lækkun fæðiskostnaðar úr 3000 kr. á dag í 1800 kr. Beitti það til þess hótunum um fjöldauppsagnir. Vöktu þessar fréttir mikinn fögn- uð fundargesta. Á fundinum voru sungnir bar- áttusöngvar bæði á ensku og íslensku, og í lok hans var eftir- farandi ályktun samþykkt einum rómi. Ályktun Almennur umræðufundur um málefni farandverkafólks, haldinn í Þorlákshöfn 20. febrúar 1980, skorar á verkalýðsfélög um land allt að hefja nú þegar umræðu innan félaganna um málefni far- andverkafólks, og hvetur þau til að lýsa yfir stuðningi við, að kröfur farandverkafólks verði meðal forgangskrafna ASÍ í kom- andi samningum. Jafnframt hvet- ur fundurinn verkalýðsfélögin til að skipuleggja náið samstarf við farandverkafólk á félagssvæðum sínum. Fundurinn skorar á fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands íslands að framfylgja sam- þykktum 9. þings sambandsins varðandi farandverkafólk. Jafn- framt skorar fundurinn á Verka- mannasambandið og Alþýðusam- bandið að koma inn í samninga kröfum farandverkafólks gagn- vart atvinnurekendum og ríkis- valdi, og hvetur þessi sambönd til að hrinda af stað umræðu um hvernig félagsleg réttindi farand- verkafólks verði best tryggð. Þá skorar fundurinn á Sjó- mannasamband íslands að sýna farandverkafólki fulla samstöðu og taka upp baráttu fyrir kröfum þess. Bendir fundurinn í því sam- bandi á aðstæður þeirra farand- sjómanna sem búa þurfa um borð í bátum alla vertíðina og þá augljósu slysahættu sem af því leiðir. Fundurinn skorar á farand- verkafólk um land allt að skipu- leggja umræðu um málefni sín og hvetur það til samvinnu við við- komandi verkalýðsfélög. Fundurinn fagnar árangri far- andverkafólks í Grindavík, sem með einhuga samstöðu og skipu- lögðum aðferðum, tókst að knýja fram fæðislækkun úr 3000 í 1800 kr. á dag og bendir á möguleika þess að hliðstæðar tilraunir verði gerðar á fleiri stöðum. Að lokum vill fundurinn hvetja erlent farandverkafólk á íslandi til að láta frá sér heyra um sín sérmálefni, nú þegar umræður um málefni þess fara fram á Alþingi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ungan röskan og reglusaman mann vantar vinnu. Bara ein- hverja vinnu. Sími 36306. Þjónusta Lögg. skjalaþýð. Bodil Sahn, Lækjargötu 10, s. 10245. Tek ao mér að leysa út vörur tyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboo sendist augld. Mbl. merkt: „Ú — 4822". Tilboö óskast í uppstoppuö dýr úr íslenska Dýrasafninu í Reykjavík. Þ.e. folald, selkópur, tvíhöföa lamb, kanína, tvœr kisur. Þelr, sem hafa áhuga. leggi nöfn sín og síma inn á augld. Mbl. fyrir 5. marz merkt: „Dýr — 6391." Odýr feröaútvörp einnig töskur og hylki fyrir kass- ettur T.D.K. Maxell og Ampex kasseltur. Hljómplötur, músik- kassettur og áttarása spólur, íslenskar og erlendar. Mikiö á gömlu veröi. Póstsendum. F. Björnsson, radíóverslun Bergþórugötu 2, sími 23889. IOOF 12 = 1610229% = 0 IOOF 1 = 1612298% 8 9 III Keflavík, nágrenni Slysavarnardeild kvenna heldur basar í Tjarnarlundi laugardag- inn 1. marz kl. 3. Nefndin. Kvenfélag Laugarnessóknar Fundur veröur haldinn mánu- daginn 3. marz kl. 8 síödegis í fundarsal kirkjunnar. Fundar- efni: Félagskonur skemmta. Stjórnln. muniö skemmtikvöldið íkvöld kl. 20.30 á Farfuglahelmilinu Lauf- ásvegi41. Nefndin. Frá Guöspekifólaginu 39573 Átkriftaralmi Ganglara •r 39573. I kvöld kl. 21 les Birgir Bjarna- son erindi sém nefnist „Kona meö sáramerki Krists". (Septíma). Föstudaginn 7. marz veröur Krishnamurtikvöld. Föstudaginn 14. marz verður Geir V. Vilhjálmsson með erindi. 'FÍJ^Verdafélag 'ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og ÍS533. Aðalfundur Feröafélags íslands verður haldinn þriðjudaginn 4. marz kl. 20.30 á Hótel Borg. Venjuleg aðalfundarstörf. Ársskirtéini 1979 þarf að sýna viö innganginn. Sýnd verður kvikmyndin „Klesvett í vinter- fjellet", sem sýnir hvernig klæð- ast skal í vetrarferðum. Feröafélag íslands ALGLÝSINGASIMrNN ER: é^j. 22480 k_>> JH#rntMil>In&iti raðauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar lagsstarf œðisfbkksins] SjáOstœðis/hkks Sjálfstæöisfélögin halda fundí á: Ólafsfirði sunnudaginn kl. 15 í Tjarnarborg, Dalvík kl. 20:20 á sunnudag í Bergþórshvoli, Húaavík mánudag kl. 20:30 í félagsheimil- inu. Alþingismennirnir Ólafur G. Einarsson, Lárus Jónsson og Halldór Blöndal koma á fundina. Félagsfólk í Sjáltstæðisfélögunum velkomið. Stjórnirnar. Orösending frá Hvöt Félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík Stjórn Hvatar vill vekja athygli félagsmanna 6 auglýsingum frá stjórnmálaskóla Sjálfstæöisflokksins. Skólinn er heilsdagsskóli og starfræktur dagana 3.-8. marz n.k. Upplýsingar í síma 82900. Aðalfundur Launþegaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlands- kjördæmi veröur haldinn sunnudaginn 2. marz n.k. í Verkalýöshúsinu Hellu og hefst kl. 20. Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Á fundinum flytur ávarp um stjórnmálaviö- horfin formaður Verkalýðsráös Sjálfstæöis- flokksins Siguröur Óskarsson á Hellu og Hilmar Jónasson. ræöir viðhorfin í kjaramál- unum. Þarft þú þak yfir höfuðið? Fundur um húsnæðismál veröur haldinn að Seljabraut 54 kl. 14.00. laugardaginn 1. marz. Frummaslendur: Ellert B. Schram fyrrver- andi alþingismaöur. Þorvaldur Mawby frk.stj. Byggung. Þór F.U.S. Brelðholti ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA? |p l'l' Al I.LYSIR I MORfil NBLADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.