Morgunblaðið - 22.03.1980, Page 1

Morgunblaðið - 22.03.1980, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 69. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Svíþjóð: Klofna jafnaðarmenn í kjölfar kosninganna? Olympíuleikarnir i Moskvu: Sitja Bretar, Bretar, Hollendingar og Portúgal- ir heima? Strasbourg. Washington, 21. marz. AP. ÍÞRÓTTAMÁLARÁÐHERRAR þriggja Evrópuþjóða tóku í dag undir það með Bandaríkjastjórn. að ekki væri rétt að senda keppendur á Ólympíuleikana i Moskvu vegna innrásar Sovét- manna í Afganistan. íþrótta- málaráðherrar Bretlands, Holl- ands og Portúgals lýstu þvi allir yfir i dag á fundi ráðherra og fulltrúa aðildarríkja Evrópuráðs- ins í Strasbourg, að rikisstjórnir þeirra væri andvígar þátttöku í Ölympíuleikunum. Fulltrúar Svíþjóðar, Sviss, Austurríkis og Kýpur iýstu því yfir, að stjórnir þeirra myndu engin afskipti hafa af þessu máli heldur myndu ólympíunefndirnar í viðkomandi löndum sjálfar ákveða hvort af þátttöku yrði eða ekki. Fulltrúar annarra ríkja sögðu að ákvörðun um þetta yrði tekin af ólympíunefndunum, en ríkisstjórnirnar hefðu ekki ákveð- ið hvort þær reyndu að hafa áhrif á nefndirnar. Carter Bandaríkjaforseti kall- aði 100 þekkta íþróttamenn á sinn fund í Hvíta húsinu í morgun og tilkynnti þeim, að Bandaríkin yrðu ekki þátttakendur í Ólympíu- leikunum í Moskvu. Sagðist Carter ekki vita hvað aðrar þjóðir myndu gera, en Bandaríkjamenn færu alla vega ekki. Mikillar andstöðu hefur gætt meðal bandarískra íþróttamanna vegna þessarar af- stöðu forsetans. Bani-Sadr íransforseti: Sovétmenn verða að fara frá Afganistan Kabul. Teheran, 21. marz. AP. KARMAL forseti Afganistans sagði í dag, að sovézki herinn mundi verða áfram í landinu svo lengi sem erlendir aðilar héldu áfram að hafa afskipti af inn- anrikismálum landins. Stjórnir Afganistans og Sovétríkjanna hafa margoft sakað Bandarikin. Saudi-Arabiu og önnur ríki um afskipti af málefnum Afganist- ans. Bani-Sadr forseti írans sagði í dag, að sovézki herinn yrði að hverfa frá Afganistan. Sagði hann írani ekki geta unað því að gerð væri innrás í íslamskt nágranna- ríki þeirra. Bani-Sadr sagði, að hann hefði stungið upp á því við Sovétstjórnina, þegar innrásin í Afganistan var gerð, að fimm manna alþjóðleg nefnd kannaði aðstæður í Afganistan og ef engir Bandaríkjamenn fyndust í land- inu yrði sovézki herinn á brott. Þessu hefðu Sovétmenn hafnað og væru þeir því vandræðavaldurinn í landinu. 50.00 MANNS komu saman til fundar á frjálsíþróttavelli Stokkhólmsborgar í vikunni til að mótmæla að áfram verði hald- ið að framleiða raforku í kjarn- orkuverum þar í landi. „MÁLEFNI þau, sem falla undir aðra nefnd hafréttarráðstefnunn- ar eru nú mjög til umræðu á fundunum hér í New York, en mikilvægustu mál íslendinga er þar að finna,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, sem situr ráð- stefnuna, i samtali við Mbl. i gær. Réttindin á Reykjaneshrygg komu sérstaklega til umræðu, þegar rússneski fulltrúinn lagði fram nýja tillögu, sem fjallar um úthafshryggi og 350 mílna tak- mörk hafsbotnsréttinda. Hans G. Andersen sendiherra spurði beint, hver yrði niðurstaðan varðandi Reykjaneshrygg skv. hinu nýja orðalagi og fékk strax þau svör frá rússneska fulltrúanum, að íslend- ingar gætu notað aðra málsgrein tillögunnar til að öðlast 350 mílna hafsbotnsréttindi á Reykjanes- hrygg. Allmiklar umræður og deilur hafa orðið um þetta orðalag og er hugmynd íslenzku sendi- nefndarinnar að koma inn í form- Stokkhólmi, 21. marz. Frá Sigrúnu Gísladóttur, fréttaritara Mbl. í DAG VORU birtar niðurstöður síðustu skoðanakönnunar Sifo og benda þær til þess, að já-línurnar tvær muni bera sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um kjarnorkuna nú á sunnudag. Könnunin sýnir mikla fylgis- aukningu já-línanna og að já- tillaga jafnaðarmanna nýtur mests fylgis. Já-tillögurnar tvær hafa 22% meira fylgi en nei-til- lagan. Könnunin sýnir einnig, að þeim hefur fækkað, sem ætla að skila auðu, og eru þeir nú 4%. Kosningaáróður stuðningsmanna tillagnanna þriggja hefur verið mikill. Bæði fylgismenn og and- stæðingar kjarnorku hafa haft í frammi hræðsluáróður. Nei-tillögu- legar umræður eða þingskjöl framangreindum orðaskiptum og styrkja þannig málstað okkar. Störf annarrar nefndar hóf- ust fyrir alvöru um síðustu helgi, þegar nefndarformaðurinn Aguil- ar kom frá sáttatilraunum í Iran, en undirnefndir höfðu starfað áður. Miklar umræður og deilur hafa orðið um tillögu Argentínu um að styrkja réttindi strandríkja til fiskverndar utan 200 mílna. íslendingar hafa stutt tillöguna með ákveðnum fyrirvörum, en ólíklegt er nú talið, að hún nái fram að ganga vegna harðrar andstöðu stórveldanna. Óformlegar áþreifingar við Færeyinga, íra og Breta eru nú ýmist hafnar eða í undirbúningi, en ekkert er enn að frétta af hugsanlegum samningatilraunum um Rockall svæðið. Þessi mál gætu þó skýrzt í næstu viku. menn klifa á þeirri miklu hættu, sem stafi af kjarnorkuverunum. Stuðningsmenn já-tillagnanna hafa svarað með því að benda á, að ef nei-tillagan vinni, muni atvinnu- leysi stóraukast og mengun vegna aukinnar notkunar olíu og kola einnig. Það bar til tíðinda þremur dögum fyrir kosningar, að Alva Myrdal, sem er kunnur jafnaðarmaður og fyrrverandi ráðherra, sagðist ekki geta fylgt flokki sínum í kjarnorku- málum. Hún mundi styðja nei- tillöguna. Kjarnorkuverin ógnuðu heimsfriðnum, en Alva Myrdal við- urkenndi þó, að hana skorti þekk- ingu til þess að dæma um efnahags- legar afleiðingar lokunar kjarn- orkuveranna. Myrdal er fjórða kon- an úr fremstu röð jafnaðarmanna, sem lýsir yfir andstöðö við flokks- línuna. Olof Palme flokksleiðtogi segist ekki geta horft fram hjá efna- hagsmálunum á sama hátt og Alva Myrdal, þegar hann taki afstöðu til notkunar kjarnorku. Raddir hafa verið uppi um að ágreiningur í röðum jafnaðarmanna um kjarn- orkuna geti valdið varanlegum klofningi í flokknum. Thorbjörn Fálldin forsætisráð- herra sagði í sjónvarpsviðtali á fimmtudagskvöld, að það væri alls ekki sjálfgert, að fleiri kjarnorku- ver yrðu tekin í notkun þótt svo færi, að já-tillögurnar sigruðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni, því ekki væri enn Ijóst hvernig fara ætti með úrgangsefnin. Taldi hann að samningurinn við hið franska fyrir- tæki, sem tekur við úrgangi kjarn- orkuveranna sé eingöngu miðaður við þau kjarnorkuver, sem nú eru í notkun. Þessi yfirlýsing forsætis- ráðherra hefur komið mjög á óvart og þykir benda til þess, að ágrein- ingurinn um notkun kjarnorku verði e.t.v. ekki endanlega leystur með þjóðaratkvæðagreiðslunni. ANDREW PRINS LÝKUR ÞJÁLFUN. — Andrew Bretaprins íékk í gær græna alpahúfu til merkis um það, að hann hefði lokið þjálfun landgönguliða í brezka sjóhernum. Hér er verið að tylla húfunni á höfuð prinsinum. (Símamynd AP) 99 Munið Katyn niður með alræðisstiórnina 64 Varsjá, 21. marz. — AP. ROSKINN Pólverji framdi í morgun sjálfsmorð á aðaltorg- inu í Krakow með þvi að hlekkja sig við grindverk, hella yfir sig bensíni og kveikja i. Sjónarvottar segja að maður- inn, Valenty Badylak, 76 ára gamall hafi verið með mótmæla- spjöld sem á var letrað „munið Katyn — niður með alræðis- stjórnina“. Aítur á móti var þess ekki getið í frásögn pólsku fréttastofunnar, að hann hefði verið með nein spjöld. — aldraður Pólverji kveikti í sér á aðaltorgi Krakow í gær Badylak var fæddur í Krakow og hafði búið þar alla sína tíð. PAP — pólska fréttastofan sagði að hann hefði verið undir lækn- ishendi vegna geðrænna kvilla. Heimildir innan samtaka and- ófsmanna í Varsjá sögðu að hinn látni hefði að undanförnu fylgzt með starfi andófsmanna í Krak- ow, en það var síðar borið til baka og sagt að ekki væri til þess vitað að hann hefði verið tengd- ur samtökum andófsmanna. Fyrstu fréttir um þennan at- burð voru mjög á reiki, en nú þykir ljóst að hann muni hafa átt sér stað um áttaleytið í morgun. Voru margir á ferli á leið til vinnu sinnar og sáu er þetta gerðist, en tókst ekki að bjarga manninum. Orðið Katyn á við hina dular- fullu atburði í Katynskógi á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Þá voru þúsundir pólskra foringja líflátnir þar. Löngum hefur verið deilt um hvort þar hafi verið að verki Þjóðverjar eða Rússar. Það þykir athyglisvert að þessi atburður verður tveimur dögum áður en Pólverjar ganga til þingkosninga. Rætt um Reykja- neshrygg á haf rétt arráðstefnunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.