Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
„Hún f auk þarna
vetrarvinnan64
Milljóna tjón þegar ný rúta
„HÚN FAUK þarna vetrarvinn-
an okkar,“ sagði Guðmundur
Laugdal Jónsson bifreiðasmiður
og bifreiðarstjóri á Selfossi í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Um kiukkan 15 i gærdag
fauk rúta útaf veginum undir
Ingólfsfjalli og voru þeir tveir i
Skeiðavegur:
Kona fót-
brotnaði
í hörðum
árekstri
KONA á sextugsaldri fótbrotnaði
að því er talið er i hörðum
árekstri, sem varð á Skeiðavegi í
Árnessýslu klukkan 22,32 í gær-
kvöldi. Hún var flutt á sjúkrahús-
ið á Selfossi.
Áreksturinn varð milli tveggja
fólksbifreiða. Önnur bifreiðin
beygði af Skeiðavegi inn á afleggj-
arann að Borgarkoti og í veg fyrir
bifreið, sem kom á móti. Var
áreksturinn mjög harður, og eru
báðar bifreiðarnar mikið
skemmdar. Konan sem slasaðist
var farþegi í bifreiðinni, sem ók í
veg fyrir hina.
Ekki voru aðrir bílar á ferð á
þessum hluta Skeiðavegar á þess-
um tíma en fyrrnefndir tveir
bílar. Eigi að síður lentu þeir í
árekstri.
fauk undir Ingólfsfjalli
rútunni Guðmundur og nafni
hans Tyrfingsson. Hann slasaðist
á öxl og liggur nú á sjúkrahúsinu
á Selfossi.
Þeir nafnarnir hafa unnið að
því í vetur að byggja yfir bílinn,
sem er af Benz gerð og tekur 30
farþega. Voru þeir í reynsluakstri
og höfðu aðeins ekið 6—7 kíló-
metra, þegar óhappið varð.
„Bíllinn tókst bara skyndilega á
loft, fór heila veltu og hafnaði úti
í móa,“ sagði Guðmundur.
Bifreiðin er mjög mikið skemmd
og skiptir tjónið milljónum, en
rúta af þessari stærð kostar 35—
40 milljónir króna. „Það er sorg-
legt að sjá vetrarvinnuna fara
svona á nokkrum sekúndum,"
sagði Guðmundur.
ísafjörður:
í DAG, laugardag, fer fram í
tsafjarðarkirkju minningarathöfn
um sjómennina fjóra, sem fórust í
ísafjarðardjúpi í mannskaðaveðri
nú 25. febrúar s.l. Þá Hauk Böðv-
arsson og Daníel Jóhannsson af
m.b. Eiríki Finnsyni og ólaf Össur-
arson og Valdimar Össurarson af
m.b. Gullfaxa.
Minningarathöfnin hefst kl. 2 og
flytur sóknarpresturinn, séra Jakob
Hjálmarsson, minningarræðuna.
Séra Gunnar Björnsson sóknar-
prestur í Bolungarvík leikur einleik
á selló og Sunnukórinn syngur. Eftir
athöfnina í kirkjunni verður gengið
að minnisvarða sjómanna og lagðir
þar blómsveigar.
Þar sem gert er ráð fyrir miklu
fjölmenni við minningarathöfnina
hefur verið komið fyrir sætum við
hátalara í Góðtemplarahúsinu fyrir
þá sem ekki komast að í kirkjunni.
Að minningarathöfninni lokinni
verður erfisdrykkja
húsinu.
í Oddfellow-
Úlfar.
Verzlunarskólakórinn hélt tónleika á Lækjartorgi í gærdag. Allmargt manna hlýddi
á kórinn og var söng hans vel tekið enda yljaði hann mönnum í norðangarranum.
Ljósm. Mbl.: Ól.K. Mag.
Lítil stúlka
fauk og slasað-
ist á höfði
í NORÐANROKINU, sem gekk yfir
höfuðborgarsvæðið i gærdag varð
það slys um tvöleytið, að vindurinn
hreif með sér stúlku, sem var á
gangi á Engihjalla i Kópavogi og
feykti henni nokkurn spöl. Stúlkan
meiddist á höfði og var flutt á
slysadeild Borgarspitalans.
Nokkrar skemmdir urðu vegna
foks. Þakplötur fuku á fimm stöðum
í Kópavogi og í gærkvöldi fauk
mótafleki á bifreið á Boðagranda í
Reykjavík og skemmdi hana tals-
vert. Þá fauk þak af vinnuskúr í
Blesugróf og rúður brotnuðu í hús-
um, m.a. í Sjónvarpshúsinu við
Laugaveg.
Ingólfur Falsson, forseti FFSÍ
Ögrun st jórnvalda við samtök
sjómanna að aðhafast ekkert
til lausnar fiskverðsvandanum
Minningarathöfn
um skipverjana fjóra
FARMANNA- og fiskimanna-
samband íslands , og
Sjómannasamband íslands
hafa ákveðið að kalla saman
fund stjórna sambandanna
og formanna allra sambands-
félaga næstkomandi miðviku-
dag, 26. marz og munu eiga
rétt til setu á fundinum um
40 til 45 manns. Tilefni fund-
arins er að ræða drátt á
fiskverðsákvörðun og aðgerð-
ir þar að lútandi.
. Samkvæmt upplýsingum
Ingólfs Falssonar, forseta
Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands, er fundur-
inn haldinn til þess að knýja á
stjórnvöld um aðgerðir, sem
geri kleift, að ákveða nýtt
fiskverð. Fiskverð, sefm tryggi
sjómönnum sambærilega
hækkun launa sinna og laun
annarra þjóðfélagsþegna hafa
hækkað um.
Ingólfur sagði, að FFSÍ vildi
að þessu tilefni ítreka fyrri
mótmæli sín gegn óhóflegum
drætti á fiskverðsákvörðun.
Lítur sambandið á það sem
hreina ögrun stjórnvalda við
samtök sjómanna, að hafast
ekkert að til lausnar þessum
vanda.
• •
Benedikt Ogmundsson
skipstjóri látinn
BENEDIKT Ögmundsson
fyrrverandi togaraskipstjóri í
Hafnarfirði lézt á Borgarspít-
alanum í Reykjavík í gær, 77
ára að aldri. Benedikt var
skipstjóri á togurum Bæjarút-
gerðar Ilafnarfjarðar í rúm 30
ár og einn af kunnustu togara-
skipstjórum landsins.
Benedikt Ögmundsson var
fæddur í Hafnarfirði 4. október
1902, sonur Guðbjargar Krist-
jánsdóttur og Ögmundar Sig-
urðssonar skólastjóra. Hann
lauk prófi frá Stýrimannaskól-
Þorlákshöfn:
Mun meiri afli
kominn á land
Þorlákshöfn, 21. marí,
MIKILL afli hefur borizt hér á
land að undanförnu en aflinn er
þó mjög misjafn hjá bátunum.
íslenzkir fataframleiðendur:
„Eins og línudansarar sem leika
listir sínar án öryggisnets44
— segir Haukur Björnsson
„ÞAÐ MÁ líkja stöðu íslenskra
fataíramleiðenda í dag við línu-
dansara, sem leikur listir sínar
án öryggisnets“, sagði Haukur
Björnsson fataframleiðandi á
þingi Félags ísl. iðnrekenda á
fimmtudaginn.
Haukur sagði, að íslenskur
fataiðnaður hefði ekki fengið
góðar spár, er hann hóf göngu
sína fyrir u.þ.b. 10 árum síðan. í
dag væri staðan allt önnur og
íslenzkur fataiðnaður kominn á
góðan rekspöl. „Þó vofir grýla
yfir og það getur gerst hvenær
sem er að fótunum verði kippt
undan okkur. Þá á ég við, að með
algjörri fríverzlun eigum við það
á hættu að lenda í samkeppni við
innflutning frá löndum, sem
hafa ódýran vinnukraft og á ég
þar sérstaklega við Asíulönd."
Haukur spurði Þórhall Ásgeirs-
son ráðuneytisstjóra, hvort ekki
mætti á einhvern hátt með
sérstökum tollaákvæðum eða
innflutningskvótum koma í veg
fyrir að slíkt gæti gerst, því það
gæti riðið fataiðnaðinum að
fullu á einum degi, eins og hann
orðaði það.
Ráðuneytisstjóri svaraði því
til, að auðvitað yrði að taka slíkt
til athugunar, ef til kæmi. Hann
sagðist persónulega vera þeirrar
skoðunar, að heilbrigðara yrði
þá að beita tímabundnum tak-
mörkunum en tollum. Hann upp-
lýsti einnig, að nokkur Vestur-
landa hefðu með sér samstarf
um slíkar takmarkanir við t.a.m.
Hong Kong vegna þessa.
Stærri bátarnir, sem sækja langt
eða allt austur fyrir Eyjar, hafa
fiskað óhcmju vel. Hinir, sem
hafa haldið sig á heimamiðum,
hafa haft heldur lítið, eru með
allt niður í 2—400 tonn.
Þrír aflahæstu bátarnir eru
Friðrik Sigurðsson með 978 tonn,
Jón á Hofi með 809 tonn og
Höfrungur III með 732 tonn.
Heildarafli báta frá áramótum til
og með 20. marz er 10.450 tonn í
838 löndunum. Meðalafli í róðri er
um 12,4 tonn. Á sama tíma í fyrra
var bátaafli 8.309 tonn í 792
löndunum, meðalafli 10,4 tonn.
Togararnir hafa einnig fiskað
vel. Þeir hafa landað 13 sinnum
frá áramótum. Afli þeirra er 1890
tonn eða 145 tonn í löndun. Hér
var landað 11.799 tonnum af loðnu
og mun það vera lokatala að þessu
sinni. Af þessu magni fór innan
við 1000 tonn í vinnslu, þ.e.
frystingu o.fl. í fyrra var aftur á
móti landað 15.715 tonnum af
loðnu.
Enn er einn mánuður eftir af
vertíðinni. Aprílmánuður hefur
oft reynzt hvað fengsælastur.
-Ragnheiður.
Benedikt ögmundsson
anum og var stýrimaður á
togurum í allmörg ár. Þegar
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var
stofnuð 1931 var Benedikt ráð-
inn skipstjóri á fyrsta togara
fyrirtækisins, Maí. Þegar BÚH
lét byggja nýsköpunartogarann
Júlí í Bretlandi 1947 tók Bene-
dikt við stjórn hans og hann
varð svo skipstjóri á nýjum
togara, Júní, sem byggður var í
Bretlandi 1951. Þegar BÚH lét
smíða nýjan Maí í Þýzkalandi
1960 varð Benedikt skipstjóri
hins nýja skips og hann var
með Maí til ársins 1962, þegar
hann lét af skipstjórn.
Kona Benedikts var Guðrún
Eiríksdóttir. Hún lézt í ágúst
1959.