Morgunblaðið - 22.03.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
5
Eggert Gislason (lengst til hægri) ásamt fclögum sínum á Njáli, þeim Guðjóni Hannessyni, Baldri
Karlssyni og Theódóri Jónssyni. Ljósm. Mbl. RAX
„I þessu vegna ánægjunn-
ar og hreina loítsins44
„BÁTURINN virtist fara vel í
sjóinn en i dag fórum við út
fyrir Gróttu og það voru norð-
austan 8 til 9 vindstig. Aflinn
var hins vegar litill enda litið
hægt að draga i norðaustanátt-
inni,“ sagði Eggert Gislason, sú
landskunna aflakló í gær en
hann hefur látið smíða fyrir sig
24 tonna stálfiskibát. — Njáll
RE 275. Báturinn fór sína
jómfrúarferð á fimmtudag.
Eggert á Njál i félagi við Einar
Árnason en þeir eiga einnig
aflaskipið Gisla Árna.
„Ég er nú í þessu vegna
ánægjunnar og hreina loftsins.
Skipstjóri á móti mér verður
Theódór Jónsson. Njáll er lítill,
velhannaður alhliða fiskibátur.
íbúðir eru aftur í en innangengt
er úr stýrishúsi í káetu. Ég tók
þátt í hönnun bátsins og fylgdist
með smíðinni í Bátalóni en þar
— sagði Eggert
Gíslason, en
hann hef ur
látið smiða
24 lesta stál-
fiskibát i
Bátalóni og
fór sína fyrstu
veiðiferð í gær
eru góðir og duglegir smiðir,"
sagði Eggert ennfremur.
Njáll RE 275 var sjósettur hjá
Bátalóni hinn 15. marz síðastlið-
inn. „Njáll var hannaður í Báta-
lóni og var stefnt að því, að
smíða gott sjóskip með breyting-
um frá hinu hefðbundna lagi,
bæði til vinnusparnaðar og eins
með tilliti til kostnaðar við
stálsmíðina án þess að draga úr
sjóhæfni eða ganghraða bátsins,
sagði Þorbergur Olafsson, fram-
kvæmdastjóri Bátalóns í samtali
við fréttamann Mbl.
„Við afhentum fyrir nokkru
annan bát, ívið minni en með
svipuðu lagi. Það var Guðrún
Jónsdóttir SK 103. Eggert lagði
sjálfur að mestu línurnar um
fyrirkomulag um borð, og það er
nýmæli að það er innangengt úr
íbúð í stýrishús, sem er yfir
vélarúmi. í Njáli RE er 215
hestafla Cummins aðalvél og
auk þess er báturinn vel útbúinn
fiskleitartækjum og siglingar-
tækjum," sagði Þorbergur enn-
fremur. Þá sagði hann að áhugi
á þessari stærð báta virtist
mikill og margar fyrirspurnir
hefðu borist.
Njáll RE 275 utan á Helgu II i Reykjavíkurhöfn en þar fyrir innan er GísII Árni. Mynd Mbl. RAX.
Sýningu Steingríms
lýkur á morgun
GÓÐ aðsókn hefur verið að mál-
verkasýningu Steingríms Sigurðs-
sonar og margar myndir hafa selst.
Sýning Steingríms er í nýjum
sýningarsal að Laugavegi 12, 2. hæð.
Gengið er inn frá Bergstaðastræti.
Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld
klukkan 23.30 og hún opnar klukkan
14 í dag og á morgun.
Á sýningu Steingríms eru 63
myndir, flestar nýlegar. Þær eru
aðallega frá Reykjavík enda fluttist
listamaðurinn til borgarinnar í
fyrrasumar.
íslenski dansflokkurinn á Kjarvalsstöðum:
Nýir dansar við
tónlist Atla Heimis
ÍSLENSKI dansflokkurinn
frumsýnir í kvöld klukkan 20 á
Kjarvalsstöðum tvo nýja
íslenska balletta við tónlist
Atla Heimis Sveinssonar. Sýn-
ingar verða síðan aftur á morg-
un, sunnudag, klukkan 15 og
20, og síðan á mánudags,
þriðjudags og miðvikudags-
kvöld klukkan 20.
I tilefni þessara sýninga hefur
dansflokkurinn fengið til liðs
við sig söngflokkinn Hljómeyki,
og nokkra hljóðfæraleikara,
samtals 27 manns.
Ballettarnir eru sem fyrr seg-
ir tveir, báðir við tónlist Atla
Heimis. Þeir eru Litlar ferjur,
við ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar Að laufferjum en dans-
höfundur er Ingibjörg Björns-
dóttir. Hinn dansinn er svo I
call it, við ljóð Þórðar Ben
Sveinssonar, en danshöfundur
er Nanna Ólafsdóttir. Þar hefur
Ásrún Kristjánsdóttir textíl-
hönnuður gert búninga, en
Kristinn Daníelsson sér um lýs-
inguna. Einsöng syngur Rut
Magnússon.
Þá er á efnisskránni nýtt
stutt verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem hann nefnir Allt
sem unnt er að segja má segja
skýrt, en það er samið sérstak-
lega fyrir þessar sýningar.
Atli stjórnar sjálfur flutningi
tónlistarinnar.
í söngflokknum Hljómeyki
eru: Rut Magnússon, Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir, Elín Sigur-
vinsdóttir, Áslaug Ólafsdóttir,
Ásta Thorsteinsen, Friðbjörn
Jónsson, Guðmundur Guð-
Atli Heimir Sveinsson
brandsson, Rúnar Einarsson og
Halldór Vilhelmsson.
I Islenska dansflokknum eru:
Ásdís Magnúsdóttir, Birgitte
Heide, Guðrún Pálsdóttir, Guð-
munda Jóhanesdóttir, Helga
Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir,
Ólafía Bjarnleifsdóttir, Viktor
Trutt, Örn Guðmundsson.
Hljóðfæraleikarar eru: Mon-
ika Abendroth, Pétur Þorvalds-
son, Jónas Ingimundarson,
Reynir Sigurðsson, Árni Schev-
ing.
2 M
j í M I ^ ^m ~ ? * m * £ I m Lh ©J
Nokkrir dansara tslenska dansflokksins, sem nú um helgina munu
sýna á Kjarvalsstöðum.
• HUMMEL-íþróttavörur.
£ • Skór og fatnaður fyrir
börn og futtoröna.
• Barnaskíðasett.
• REMINGTON-skotvörur,
Næg bílastæði
m'A'mmen -búðin
v
ilv
V
Armúla 38, sími 83555. v