Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
11
Staðnir að verki
Um langa hríð hefur grænlenzka
fiskimenn grunað að Vestur-Þýzku
verksmiðjutogararnir, sem voru að
veiðum við Austur- og Vest-
ur-Grænland, væru ekki ætíð með
eintóman karfa í pokanum. Þeir
þóttust reyndar vissir um það,
grænlenzku fiskimennirnir, að
Vestur-Þjóðverjarnir sem leyfi
höfðu til karfaveiða væru á þorsk-
veiðum, sem eru háðar kvóta sam-
kvæmt fiskveiðisamþykkt Efna-
hagsbandalagsríkjanna. Græn-
lendingarnir hafa árum saman
sagzt hafa veitt oft á tíðum sam-
hliða Vestur-Þjóðverjunum og
sjálfir ekki fengið annað en þorsk á
svæðinu og talið algerlega útilokað
að svo hafi ekki einnig verið um
þjóðverjana. Fiskveiðieftirlits-
menn við 'Grænland hafa verið
sömu skoðunar og grænlenzku
fiskimennirnir, að Þjóðverjarnir
hafi verið á þorskslóð en ekki
karfaslóð langtímum saman. Á
síðustu mánuðum hafa fiskveiði-
eftirlitsmennirnir gert sér tíðari
ferðir um borð í þýzku verksmiðju-
togarana og aðvarað þá stranglega
og er talið að það hafi borið
nokkurn árangur en ekki fullan
árangur sem á daginn er komið.
Fiskveiðieftirlitið var þá enn hert
nú í byrjun vetrar og árangurinn
varð snarlega sá, að innan þriggja
daga vofu þrír Vestur-Þýzkir verk-
smiðjutogarar staðnir að ólögleg-
um þorskveiðum. Allir þessir þrír
verksmiðjutogarar eru eign
útgerðarfyrirtækja í Vest-
ur-Þýzkalandi og tveir þeirra eign
Nordsee Hochseefischerei, en það
útgerðarfyrirtæki er sjálft hluti af
Unilever-hringnum mikla. í
hundruðum verzlana þessa mikla
hrings um alla Evrópu er þessi
stolni þorskur seldur flakaður og
frystur.
Höfðu veitt 10%
heildarkvótans
Því trúir enginn, að fiskveiði-
brotin séu tilviljanakennd og
sprottin að frumkvæði hinna ein-
stöku skipstjóra. Verksmiðju-
togararnir þykjast halda á Græn-
landsmiðin til að veiða karfa, sem
Standa
stórfyr-
irtæki
bak við
wrska-
jjofn-
aðinná
Græn-
lands-
miðum?
þeir hafa leyfi til, en snúa heim
með fullar lestar af þorskflökum. í
einu þekktu tilviki lagði aflinn sir
hjá verksmiðjutogara, sem kom af
Grænlandsmiðum á 2.2 milljónir
danskra króna sem svarar nú til
154 milljóna íslenzkra króna. Afla-
magnið var 200 tonn af flökum eða
um 600 tonn uppúr sjó.
Þeir þrír togarar, sem teknir
voru í áðurnefnt skipti virðast hafa
veitt um 10% af heildarþorsk-
kvótanum á Grænlandsmiðum
fyrir árið 1980.
Þetta hefur getað gerzt vegna
slælegs eftirlits. Útlend veiðiskip
þurfa aðeins að tilkynna það með
skeyti utan af miðunum, þegar þau
halda heim, hver aflinn sé og hvaða
fisktegundir sé um að ræða. Það
hafa að vísu verið teknar „stikk-
prufur" og einstaka sinnum farið
um borð í skipin, en það sýnir sig
að það eftirlit hefur ekki nægt. Nú
eru því uppi mjög háværar kröfur
um að eftirlitið sé stórlega hert.
Röng staðar-
ákvörðun
Það komst upp um verksmiðju-
togarana svo sannanlegt væri með
þeim hætti, að varðskipið „beskytt-
eren“ sigldi framhjá Vestur-Þýzka
verksmiðjutogaranum „BX Geeste"
frá Bremerhaven er 96 metra
togari 3576 brúttó tonn. Togarinn
var að veiðum við Vestur-Græn-
land á 61. gr. n.br. og 50 gr. v.l.,
þegar Beskytteren sigldi framhjá
honum. Þessi staður kom ekki heim
og saman við þann stað, sem
togarinn hafði gefið upp og aflinn
reyndist allur annar en grænlenzka
fiskveiðieftirlitinu hafði verið
gefinn upp. Togarinn hafði leyfi til
karfaveiða, en aflinn reyndist
þorskur. Hann var kominn með 189
tonn af þorskflökum. Áhöfn
togarans, 70 menn, unnu í skorpu
að fiskaðgerðinni.
Við réttarhöld yfir skipstjóran-
um í Nuuk (Godthaab) laugardag-
inn 22. febrúar viðurkenndi skip-
stjórinn brot sitt. Þessi skipstjóri
hafði í 14 ár stundað veiðar við
Grænland og fengið aðvörun fyrir
nokkrum mánuðum. Lögreglufull-
trúi ákvað sektina í lögreglurétti
200 þús. danskar krónur (15.4 millj.
ísl.) og upptök alls afla, sem virtur
var á 2.2 milljónir (169 millj. ísl.)
þessu vildi skipstjórinn ekki una og
áfrýjaði til dómstóia.
Hann fékk síðan að halda á
veiðar eftir að hafa sett 3 milljón
króna tryggingu (210 milljón ísl.
kr.)
Ekki borgaði sig fyrir skip-
stjórann eða útgerðina að áfrýja
úrskurði lögregluréttarins. Sektin
var þyngd í 500 þús. kr. danskar
eða 36 milljónir íslenzkar. Hins
vegar var verðmæti upptekins afla
lækkað að mati í 1.9 millj. eða 158
millj. ísl. kr.
Skammt stórra
högga á milli
Þótt þessi dómur væri óneitan-
lega þungur, þótti mörgum græn-
lenzkum ekki nóg aðgert, einkum
það, að verksmiðjutogaranum
skyldi leyft að halda á veiðar aftur
áður en endanlegur dómur féll.
Nú reyndist skammt stórra
högga á milli hjá landhelgisgæzl-
unni. Daginn sem skipstjórinn á
Geeste mætti fyrst fyrir rétti, eða
þann 17. febrúar, voru tveir aðrir
Vestur-Þýzkir verksmiðjutogarar
staðnir að ólöglegum veiðum og nú
milli Austur-Grænlands og
íslands. Það var varðskiprð
„Ingólf" sem kom að verksmiðju-
togurunum að ólöglegum veiðum á
þessu svæði (sem ekki er nánar
tilgreint í blaðinu en að það hafi
verið milli Islands og Aust-
ur-Grænlands) Þetta voru
togararnir „Heidelberg" og „Júlíus
Pickenpack". Báðir reyndu þeir að
stinga varðskipið af en Heidelberg
gafst upp eftir sjö tíma eftirför en
Júlíusi tókst að komast undan og
stefndi inní íslenzka lögsögu
(forsvandt mod islandsk farvand).
Danska utanríkisráðuneytið
hafði samband við Vestur-Þýzk
yfirvöld meðan á eltingarleiknum
stóð og þau skipuðu togurunum að
stoppa. Skipstjórinn á Heidelberg
hlýddi en ekki hinn, sem fyrr segir,
og Julius Pickenpack hvarf útá
víðáttu „ hins bláa hafs.“ Þann 29.
febrúar, þegar greinin í Berlingske
aften er birt, er sagt, að enginn viti
þá enn hvar skipið sé statt.
Vestur-Þýzk yfirvöld .höfðu ekki
náð sambandi við skipið og út-
gerðarfyrirtækið svaraði ekki í
síma. Vestur-Þýzk stjórnvöid hétu
Þýski verksmiðjutogarinn
höfninni í Nuuk (Godtháb).
því, að skipstjórinn skyldi leiddur
strax fyrir rétt og hann skilaði sér
til hafnar og dómurinn yrði ekki
vægari en sá sem hann hefði fengið
fyrir grænlenzkum dómstóli.
Heidelberg reyndist vera með
um 200 tonn af ólöglegum þorsk-
flökum að verðmæti 2.3 milljónir
d.kr. (165.6 millj. ísl. kr.) en talið
var að Júlíus Pickenpack væri með
um það 43 tonn af þorskflökum.
Skipin send til
þess að stela fiski
Þessar fiskveiðibrot
Vestur-Þýzku verksmiðjutog-
aranna urðu strax pólitískt hita-
maí. Þetta var kallaður
„atvinnuþjófnaður af grófasta
tagi“ og „að yfirlögðu ráði“ skipin
hafi beinlínis verið send til að
„stela fiski". Það þótti til dæmis
sannað í réttarhöldunum yfir skip-
stjórarnum á „Geeste", að skipið
hafi átt að brjóta fiskveiðisam-
þykktina. Hinn illi bifur á auð-
hringum blandaðist í málið og
Grænlandsmálaráðherrann,
Jörgen Peder Hansen lét þessi orð
falla ásamt fleirum álíka.
„Það má með engu móti borga
sig fyrir fjölþjóðfyrirtæki
(multinational selskaber) að verja
fjármagni sínu til óiöglegra fisk-
veiða en eitt slíkt fjölþjóðafyrir-
tæki hefur vitandi vits brotið
samkomulag og reglur um fisk-
veiðar.“
Jonathan Motzfeldt (Landstyrets
formand) tók ekki vægar til orða.
„Sjóræningjaveiðar þýzkra togara í
Norður-Atlantshafi er ekki aðeins
þjófnaður, lygi og svik við Gæn-
lendinga, heldur einnig gagnvart
Danmörku, sem er í Efnahags-
bandalaginu." Sú er þó ekki skoðun
danskra stjórnvalda né Græn-
landsmálaráðuneytisins, að Efna-
hagsbandalagið geti tekið á sig sök
af fiskveiðilagabrotum einstakra
togara. Hlutaðeigandi útgerðar-
félög verði að bera ábyrgð og skaða
af þeim. Þessi er einnig skoðun
formanns Atassuts-flokksins
grænlenzka en hinsvegar telur
formaður Siumut-flokksins, Lars
Emil Johansen, að þessi fisk-
veiðibrot hljóti að koma til kasta
Efnahagsbandalagsins, þar sem
„Geeste“ frá Bremerhaven í
þau séu brot á þess eigin fiskveiði-
samþykktum.
Hann hefur enn fremur sagt. Sú
upphæð, sem Efnahagsbandalagið
hefur látið Grænlendingum í té í
ýmsu formi nemur nú um 600
milljónum króna (43.2 ísl.
milljarðar ísl. kr. ) en hvað er það á
móti öllu, sem Eb.-fiskimenn hafa
stolið frá okkur ...“
Fulltrúi Grænlendinga í Efna-
hagsbandalags ráðinu segir: „Ef
afleiðingarnar eiga ekki að verða
hættulegar fyrir samband okkar
við EB., verða Efnahagsbandalagið
að vera betur vakandi yfir fisk-
veiðum meðlimaríkjanna við
Grænland.
Það hafa komið fram kröfur um
enn hærri sektir en í áðurnefndum
dómum, og upptöku veiðarfæra auk
afla, afturköllun leyfa til veiða,
stóraukið eftirlit, til dæmis sé
skipunum gert að koma við í
grænlenskri höfn til skoðunar áður
en þau sigla heim af miðunum og
einnig þurfi að fylgjast með
lönduðum afla í heimahöfnum, en
þar sé nú ekkert eftirlit með
samsteningu aflans.
Þannig hljóðar tyrirsögnin á grein þeirri,
sem hér er snarað úr danska blaðinu
Berlingske Aften 29. febrúar, ogfjallar um
fiskveiðibrot Vestur-Þýzkra verksmiðju-
togara við Grænland. Ákærandinn í einu
réttarhaldinu í febrúar tók svo til orða:
„ Við eigum í höggi við fjársterk útlend
fyrirtæki, sem afráðnum hug og fullkomnu
purkunarleysi eru að ræna fátæktþjóðfélag
þeirri auðlind, sem það byggir tilveru sína
/ 44
a.
Mál þetta allt er orðin pólitísk hrollvekja,
og snertir ekki aðeins Vestur-Þjóðverja,
Grænlendinga ogDani, heldur einnig Efna-
hagsbandalagið í heild. Grænlenzkir stjórn-
málamenn eru sárir og reiðir og krefjast
mikilla bóta, aukinnar gæzlu ogaukinnar
stjórnar á veiðum útlendinga við Grænland.
Það er almennt álit Grænlendinga, að
þessar ólöglegu þorskveiðar hafi átt sér
stað árum saman.