Morgunblaðið - 22.03.1980, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Vita Andersen:
í KLÓM ÖRYGGISINS
Nína Björk Árnadóttir þýddi.
Lystræninginn 1979.
VITA Andersen (f. 1944) er í hópi
hinna mörgu játningahöfunda
sem komið hafa fram í Danmörku
á undanförnum árum. Með bók
sinni Tryghedsnarkomaner (1977)
varð hún kunn um öll Norðurlönd.
Rétt fyrir jólin í fyrra kom svo
þessi bók út í íslenskri þýðingu
Nínu Bjarkar Árnadóttur og nefn-
ist I klóm öryggisins.
Nína Björk Árnadóttir
Vita Andersen
Lífsreynsla
Eins og fleiri játningahöfundar
segir Vita Andersen frá því sem
hún þekkir sjálf: lífi húsmóður,
fráskilinni konu, ýmsum störfum,
ferðalögum. Áhersla er lögð á að
drapa upp myndir af hinu hvers-
dagslega, venjulega lífi ungrar
konu, rifja upp minningar í því
skyni að t.engja ýmsa atburði
líðandi stundar flekkleysi barns-
sálarinnar, ekki síst beina sjónum
að kynferðisreynslu. Vita Ánder-
sen er opinská, sumum þykir hún
eflaust klúr, en hvarvetna í texta
hennar opinberast vilji til að
brjóta hlutina til mergjar, birta
það sem er undir yfirborðinu.
í ljóðum sínum tekst Vitu And-
ersen oft að komast að kjarna
máls með því að hafna tepruleik
og koma til dyranna eins og hún er
klædd, jafnt í gleði sinni og sorg.
Niðurlæging konu verður henni
oft að yrkisefni. Karldýrið er
afhjúpað miskunnarlaust. En eins
og vitnað er til á bókarkápu hefur
hún sagt: „Við afneitum öryggi
heimilislífsins, en getum þó ekki
án þess verið."
Meðal skemmtilegri ljóða í í
klóm öryggisins er Nóttin á Costa
del Sol, en í því er yrkisefnið
ástalíf danskrar konu með elsk-
hugum af ýmsu tagi og af mörgum
þjóðernum. Fæstir þeirra reynast
vandanum vaxnir og samskipti við
þá hafa aðeins vonbrigði í för með
sér. Veruleikinn er annar en það
sem gerist í kvikmyndum og
skáldsögum. Grá endurtekning
hversdagsins nær fljótlega tökum
á Kaupmannahafnarstúlkunni.
Eftirfarandi erindi úr ljóðinu
Mynstrið segir töluvert um við-
horf Vitu Andersen til ástarinnar,
henni er tamara að yrkja um
glataðar og stolnar ástir, það sem
er merkt hverfulleik heldur en ást
sem er höndlanleg:
I .staö þess
aó njóta stundarinnar
þegar við erum saman
kvíði ég nú strax
stundarinnar
þegar við erum ekki saman
verð aíbrýðisöm
þannig að ég nýt þess ekki
þegar við erum saman.
Vita Andersen segir lesendum
sínum margt úr lífi konu. Hún
hefur eignast marga lesendur,
kannski vegna þess að ljóð hennar
fjalla um það sem fólki er ofarlega
í huga og ýmsir leita svara við
þótt þeir séu engir sérstakir ljóða-
vinir. Ljóð hennar höfða til allra.
Þegar best lætur eru þau ekki
tómar lífsreynslusögur í anda
hreinskilinna dálkahöfunda viku-
blaða heldur lifandi list.
Nína Björk Árnadóttir hefur
náð að túlka á íslensku hinn
óþvingaða stíl Vitu Andersen og
er óneitanlega gaman að fá þessa
bók í heild á íslensku.
Utivist 5 ára
Ferðafélagið Útivist var stofnað
23. marz 1975 og hefur því starfað
í fimm ár um þessar mundir.
Stofnfélagar voru rúmlega 50 og
nú er félagatalan um 1400. Á
þessum árum hafa verið gefin út
fimm ársrit, sem bera nafnið
Útivist 1—5. í þessum ritum er
blandað efni, ferðasögur, leiðalýs-
ingar, greinar sögulegs efnis,
þættir um blóm og steina o.s.frv.
Ritin eru mikið myndskreytt,
einkum er mikið lagt á litmyndir,
allt upp í 46 litmyndir á hverju
riti. Enn er lítilsháttar óselt af
þessum 5 ársritum, og nýir félagar
geta eignast þau fyrir samtals 15
þúsund krónur meðan upplag end-
ist. Þetta er ekki hátt bókaverð í
dag.
Strax í upphafi var efnt til
ferðalaga og var fyrsta ferðin
farin á Keili 6. apríl 1975. 71
þátttakandi var í þeirri ferð.
Ýmsar nýjungar voru teknar upp
svo sem kræklingaferðir, stjörnu-
skoðun, tunglskinsgöngur o.fl.,
auk almennrar náttúruskoðunar-
og hreyfingarferða. Einnig hefur
verið efnt til utanlandsferða, enda
er ferðastarfsemin ekki endilega
bundin við Island skv. lögum
félagsins og var það nýmæli hjá
slíku félagi. Farnar hafa verið
ferðir til Grænlands, Færeyja,
Noregs, Þýzkalands, írlands og
jafnvel flugferð yfir Norðurpólinn
með viðkomu á Svalbarða.
Tvær afmælisferðir verða farn-
ar um næstu hélgi. Önnur er
helgarferð í uppsveitir, Borgar-
fjarðar með gistingu í Húsafelli
við þær ágætu aðstæður sem þar
hefur verið komið upp. Þar er
meira að segja sundlaug, hitapott-
ar og saunaþað fyrir dvalargesti.
Gönguferðir verða um nágrennið
og að sjálfsögðu við allra hæfi.
Gott er að hafa með sér göngu-
skíði og verður þá ekki erfitt að
bregða sér á Okið. Fararstjórar
verða Jón I. Bjarnason og Kristján
M. Baldursson. Hin ferðin er
ganga á Keili á sunnudagseftir-
miðdag. Brottför í þá ferð verður
frá Umferðarmiðstöðinni
(benzínsölu) kl. 13 og komið aftur
i bæinn um kl. 18. Keilir stendur
einn sér og útsýni þaðan er mjög
gott um Reykjanesskagann, enda
þótt hæðin sé aðeins 378 m yfir
sjó. Þetta reiknast því létt fjall-
ganga, en þeir sem ekki vilja
leggja í þennan bratta geta fengið
rólega göngu kringum fjallið.
Fararstjóri verður Einar Þ.
Guðjohnsen.
(Frétt frá Útivist)
Bernard Shaw sagði eitt sinn
um gagnrýnandann:
„Mér er óskiljanlegt, aö skyldur gagnrýn-
andans, sem eru að miklu leyti þær að gera
bitrar athugasemdir við tilfinninganæmustu
samtíðarmenn sína, geti samrýmst fram-
komu siðaðs manns.“
Þessi kaidhæðna athugasemd
Shaw hefur við nokkuð að styðjast
sé hún tekin alvarlega. Það sem
hann á við er að gagnrýnandanum
beri að gera athugasemdir við
listamenn („tilfinninganæmustu
samtíðarmenn sína“) segja þeim
til syndanna þegar við á. Shaw
telur þetta athæfi ósiðlegt. Auð-
vitað er oft óskemmtilegt að segja
mönnum til syndanna. En hvernig
væri þjóðfélagið og stofnanir þess,
án gagnrýni? Hvernig væri til
dæmis leikhúsið statt ef um það
rituðu eingöngu þeir sem væru
sjálfir hluti þess. Menn sem væru
í stöðugu návígi við þá stétt sem
þeir yrðu að „gera bitrar athuga-
semdir við“. Menn sem væru háðir
leikhúsinu efnahagslega. Ætli
gagnrýni slíkra manna snerist
ekki fljótlega upp í „lofgjörð".
Þegar þannig er komið hvernig á
þá leikhúsið að skynja hvar það er
statt, hvort miðar aftur eða fram,
áhorfendur að vita hvað leikhúsið
hefur upp á að bjóða, leikararnir
hverjir eru þeirra veiku punktar.
Gagnrýni þótt henni fylgi stund-
menn hafi frið til að svífa á
vængjum hugans um æðri heima
— ofar táradalnum sem er hlut-
skipti okkar flestra. Gagnrýnend-
ur eru menn jafn ófullkomnir og
aðrir slíkir og þar af leiðandi
dómar þeirra misviturlegir. Sumir
vilja fá á síður dagblaða „gagn-
rýnisérfræðinga". Menn sem hafa
óskaplega þekkingu á því tækni-
lega tilstandi sem liggur að baki
birtingar birtingar listaverks-
tilstandi sem ber að gleyma þá
listaverks er notið. Er þessi krafa
ekki enn einn angi þess að vilja fá
hina „innvígðu" í gagnrýnenda-
embætti blaðanna. Þessi tegund
gagnrýnenda virðist eiga að hafa
sérfræðiþekkingu svo mikla að
alþýðu manna þýði ekki að bera
brigð á umsagnir þeirra. Ætli
umsagnir slíkra séfræðinga ættu
ekki fremur heima í fræðibókum
en blaðagreinum ætluðum al-
menningi. Við erum nú búin að
velta dálítið fyrir okkur hvernig
gagnrýnandi dagblaðs á ekki að
vera — og höfum þar einkum tekið
dæmi af leikhússgagnrýnanda, við
höfum séð að hann á hvorki að
vera leikari að skrifa fyrir aðra
leikara né sérfræðingur að skrifa
fyrir aðra sérfræðinga. En hvern-
ig á þá gagnrýnandi dagblaðs að
vera? Hann á til dæmis að vera
vel ritfær og hress þannig að hann
Ólafur M.
Jóhannesson
Gagnrýni
um „bitrar athugasemdir" þarf
ekki að vera neikvæð. Hún er í eðli
sínu vegvísir siðaðra manna.
Listamönnum til framdráttar,
áhorfendum til glöggvunar. Hún
er svar frjálsra manna í eðlilegu
samfélagi við því sem miður fer.
I gagnrýnislausum þjóðfélögum
þar sem stjórnendurnir gefa sér
að allt sé fullkomið beinist öll
gagnrýnin að þeim sem „gagn-
rýna“. Stjórnendur líta á þá sem
niðurrifsöfl — nokkurs konar
rottur milli veggja. í slíkum þjóð-
félögum fer fram samfelld lofgerð
um ríkjandi ástand, lofgerð sem í
eðli sínu er þverstæða því hún
lofar það sem ekki er með öllu
lofsvert. Er það þetta sem menn
vilja, „hallelújakóra" til dýrðar
guðsríki á jörðu. Mannskepnan er
ekki fullkomin né þau þjóðfélags-
mynstur sem hún getur af sér.
Eða hefur nokkurt ykkar hitt
fullkomna manneskju? Ég er
hræddur um að fari mannskepnan
að telja sér trú um fullkomleika
þá sé hún komin á stall með
„æðri“ verum, slíkum sem finnast
aðeins í vísindaskáldsögum, trú-
arritum eða í klaustrum þar sem
haldi athygli lesenda, verður að
hafa næma sjón og heyrn þannig
að sem fæst fari fram hjá honum
af því sem fer fram„á leiksviðinu,
hann má ekki vera mjög kvöld-
svæfur svo hann sofni ekki of
fljótt á leiðinlegum sýningum,
þarf að vera almennt vel upplýst-
ur um leikhús og láta sér annt um
velferð þess, fegurðardýrkandi má
ekki hæla ljótleikanum, óbrjál-
aður af pólitískum kenningum,
getur ekki verið háður leikhúsinu
eingöngu hvað varðar efnahag og
veraldargengi, og síðast en ekki
síst verður hann að gera sér ljóst
að hann er bara maðurinn úti í sal
sem segir sitt persónulega álit á
því verki sem fyrir augu og eyru
bar. Það er síðan blaðalesaranna
að bera þetta álit saman við sitt
eigið er þeir hafa séð sýninguna.
Sumir þekktir gagnrýnendur
hjá virtum dagblöðum hafa reynt
að hefja starfið upp í æðri vídd en
hér er gefin. Éinn slíkra var
snillingurinn og andófsmaðurinn
Oscar Wilde sem segir svo í
ritgerð sinni The Critic as an
Artist:
Friðaða svæðið úti af NA-landi:
Mirmkað á
næstunni
SÍÐARI hluta síðasta árs sendu útKerðarmenn og skipstjórar
á Austíjörðum tillöRU til sjávarútvegsráðuneytisins um
breytingu á svæði, sem í nokkur ár hefur verið friðað fyrir
Norðausturlandi. Er þarna um mikilvægt uppeldissvæði
þorsks að ræða og afmarkast það af línum réttvísandi norður
úr Melrakkasléttu og austur úr Langanesi, 70 mílur út.
Finnst ýmsum að svæði þetta
nái óeðlilega langt út'og vilja, að
það verði minnkað. Ráðuneytið
sendi tillögur Austfirðinga til
Hafrannsóknastofnunar og Fiski-
félags íslands. Hafrannsóknar-
stofnunin hefur nú gert ákveðnar
tillögur um breytingu á þessu
friðaða norðaustursvæði og Fiski-
félagið hefur gert nokkrar breyt-
ingar við tillögur Austfirð-
inganna. Mál þetta er nú að nýju
til umfjöllunar í ráðuneytinu, en
ekki þykir ólíklegt, að svæðið verði
minnkað talsvert.