Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
13
1. grein
snertir veruleika hins almenna
manns. Mér dettur í þessu sam-
bandi í hug grein Aðalsteins
Ingólfssonar frá 10. þessa mánað-
ar þar sem hann bendir á yfir-
þyrmandi lágkúru eins nýstofnaðs
bíós þessarar borgar. Þetta er gott
dæmi af mörgum sem má nefna
um listgagnrýni sem jafnframt
tekur á ákveðnum þætti hins
daglega veruleika. Hinum al-
menna kvikmyndahússgesti er
bent á að vara sig á ákveðinni
þjónustustofnun svo fremi sem
hún bæti sig ekki.
Að mínu mati verða þau tvö
andstæðu skaut í gagnrýni sem nú
hafa verið nefnd að falla saman að
einhverju marki í góðri listgagn-
rýni dagblaðs. Aristoteles kaílar
þessa andstæðu póla pathos; hinn
tilfinningalega þátt, sem „ýtir“ við
fólki, þann seinni kallar hann
logos; hinn vitræna þátt, hina
skynsamlegu undirstöðu allrar
greiningar á veruleikanum. Hann
tengir þessa þætti einum enn sem
hann kallar ethos; hinn 'siðræni
þáttur í manninum sá sannleiks-
leitandi. Ég tel þennan þátt í senn
grundvöll og óaðskiljanlegan þeim
tveim fyrrnefndu þegar rætt er
um góða gagnrýni.
dagblaða
„... .gagnrýni þarf alls ekki að fjalla um
það sem gagnrýnt er .Hún á að lýsa áhrifum
þess á gagnrýnandann og gæti því verið
jafnsjálfstætt listaverk og skáldsaga. leikrit
eða málverk, ef ekki sjálfstæðari en þau.“
Erum við ekki hér komin að
kjarna málsins? Getur gagnrýn-
andinn lýst öðru en eigin upplifun
— sem jafnvel á stundum er svo
mögnuð og persónuleg að hún
ummyndast í nýtt listaverk. Sem
jafnvel fer að lifa eigin lífi meira
og minna óháð því sem það er
sprottið frá. Sú krafa að gagnrýn-
andinn sé þannig gæddur skáld-
legum neista er kannski full mikil
— hitt er ljóst að einhvern neista
verður hann að bera ef hann á að
vera fær um að koma hugblæ
mjög skáldlegra verka áleiðis til
lesenda. Það er svo aftur spurning
hve langt gagnrýnandinn má svífa
frá sjálfu listaverkinu."
Fari hann of langt er hann að
vissu leyti kominn í spor sérfræð-
ingsins — farinn að skrifa áð
mestu fyrir sjálfan sig eða sína
líka. Hann má ekki gleyma hinum
almenna blaðalesanda sem hann
er ráðinn til að skrifa fyrir. Hann
verður að segja eitthvað sem
En erum við ekki komin inn á
hálan ís? Ber að gera þá kröfu til
daglegrar umfjöllunnar um list að
hún sé í senn skáldleg, hræri
strengi í brjóstum manna og sé
full af skynsemi hárfínni rökvísi
og ennfremur svo kurteisisleg að
hún særi engan með ósiðlegum
aðdróttunum. Seinasta þættinum
má aldrei sleppa, ósiðleg gagnrýni
þar sem vegið er að sjálfsvirðingu
manna t.d. í söluskyni er ekkert
annað en ruddaskapur. Slíkir
pennar eiga hvergi heima nema í
æsifréttamennsku. Hvað seinni
þáttunum viðvíkur þá tel ég að
engar fastar reglur séu þar til um,
sum verk eru svo skáldleg að
áhrifum þeirra á gagnrýnandann
verður eingöngu lýst með orðum
sem hafa vængi. Önnur verk höfða
einungis til heilabarkarins og
gega þar af leiðandi tilefni til
spekilegrar umræðu. Flest bera í
sér þetta tvennt — höfða í senn til
hjartans og heilans. En kæru
lesendur, hér erum við komin inn
á nýtt svið, það hvernig hægt sé að
nálgast listaverk. Um það eru
ýmsar hugmyndir eins og bent
verður á í grein tvö.
Eina húsið í smíðum
Þarna er verið að Ijúka uppsetningu húss frá Húsein-
ingum hf. í Siglufirði, en það tók aðeins fjóra daga.
Sagði ljósmyndarinn það að vísu ekki óvenjulegt í
augum Siglfirðinga, en hitt er fréttaefni að þetta er eina
húsið sem þar mun nú í smíðum. Ljósm. SteinKrímur
„Ég söng og fagn-
aði góðum gesti“
Gestur E. Jón-
asson (Albert),
Svanhildur Jó-
hannesdóttir
(Anna) og
Sunna Borg
(Oóra).
Leikfélag Akureyrar:
IIÉRBERGf 213
Leikrit í þrent þáttum
eftir Jökui Jakobsson
Tónlist: Leifur Þórarinsson
Leikmynd og búningar:
Magnús Tómasson
Leikstjóri: Lárus Ýmir
Óskarsson
— ÞETTA var nú heldur snubb-
ótt og klukkan ekki nema hálf-
ellefu, — heyrði ég einhvern
segja dálítið vonsvikinn, þegar
hljóðlátir leikhúsgestir yfirgáfu
gamla Samkomuhúsið á Akur-
eyri, eftir frumsýningu á Her-
bergi 213. En þannig var um
hnútana búið, að ekki var með
góðu móti hægt að halda áfram
þar sem aðalpersónan var fallin
í valinn. Gesturinn, sem áður en
langt leið, hafnaði í þeim föstu,
þröngu skorðum, sem dálítill
kaupstaður getur sett íbúum
sínum. Hann fékk ekki rönd við
reist, ekki haldið svipnum, en
koðnaði niður og þar kom, að
hann í örvilnun hengdi sig í
ljósakrónunni og tjaldið féll,
áður en nýjan gest bar að garði
með nýja skipulagsuppdrætti.
Og þá var klukkan ekki nema
hálfellefu. Óneitanlega var það
býsna fyndið á tímum skipulags-
væringa á Akureyri, að gestur-
inn að sunnan skyldi vera með
nýtt skipulag í farangri sínum.
Einhvern veginn þótti mér
verkið njóta sín næsta vel á
þessum stað. Það var heima og
menn virtust á báðum áttum,
hvernig taka bæri þessari nær-
göngulu, en ýktu mynd, sem
höfundurinn hefur dregið upp í
fremur stuttu verki. Öðru hvoru
snýr hann út úr á þann veg, að
skopmyndin verður nær sann-
leikanum, en raunveruleikinn.
Og þó eru myndirnar ekki endi-
lega staðbundnar. Þær geta átt
við hvaða kauptún sem er, kaup-
tún á borð við Reykjavík, Akur-
eyri eða Vatnseyri við Patreks-
fjörð. „Þú færð aldrei sigrað
þinn fæðingarhrepp“, orti Jón úr
Vör í lokaljóðinu um Þorpið.
„Þú færð aldrei sigrað þinn
fæðingarhrepp,
stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér
alla stund.
Með meinfýsnum skilningi tekur hann
ósigrum
þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu
stolti.
Hann ann þér á sinn hétt, en ok hans
hvílir á herðum þér.“
Setningarnar um gestina að
sunnan hefi ég heyrt frá blautu
barnsbeini, sagðar með þeim
sérstæða raddblæ, sem leikurum
tókst mjög vel að laða fram í
þessari sýningu. Heimamenn
skildu yfirleitt hlutverk sín til
hlítar. Og leikstjórinn, sem er
gestur að sunnan, virðist ekki
skorta næmleika til þess að
hagnýta sér allar aðstæður, enda
dregur hann ekki úr þeim þátt-
um, sem hér hefur verið vikið að.
Lárus Ýmir heitir hann og er
Óskarsson; Reykvíkingur með
leikstjórnarpróf frá Dramatiska
institutet í Stokkhólmi; vel að
merkja leikstjórn fyrir kvik-
myndir og sjónvarp. Sýning
þessi er traustlega unnin, fer
næsta vel af stað, en vandinn
verður meiri, þegar á líður, því
þá stríkkar á reipum. Það tognar
á þeim, uns þau sýnst bláþræðir,
en þau halda til enda. Umgerðin,
leiktjöld Magnúsar Tómassonar,
(sem einnig er gestur að sunnan)
hæfa mjög vel og skiptir sam-
vinna hans og ljósameistarans,
Ingvars B. Björnssonar, miklu
máli, því ljósin gefa virðulegri
sviðsmynd þann fölbleika lit,
sem er nauðsynlegur að baki
svartra klæða gammanna, sem
toga gestinn á milli sín.
Gestur E. Jónasson fer með
eina karlhlutverkið, hinn gest-
komandi Albert, og nær ágætum
tökum á því. Hér er þó einmitt
nokkur hætta á, að leikarinn
freistist til öfgaleiks, en hann
gengur hvergi of langt. Framan
af heldur hann í jöfnum hlutföll-
um þeirri furðu og því granda-
leysi, sem annarlegar aðstæður
kalla fram hjá aðkomumanni, en
síðar, eftir hina undarlegu end-
urfæðingu, uppgjöf og örvænt-
ingu fórnardýrs. Hefur Gestur
sótt í sig veðrið að undanförnu
og fer nú á kostum, svo ástæða
er til að óska honuip til ham-
ingju með árangurinn. Sunna
Borg leikur Dóru, eiginkonu Pét-
urs, af skilningi, en þeim óstýri-
láta þrótti, sem framan af jaðrar
við að gera hlutskipti persón-
unnar ótrúlegt, en réttlætist
þegar á líður og ímyndunar-
martröðin færist í aukana. Sól-
veig Halldórsdóttir er örugg
Lelkllst
eftir BOLLA
GÚSTAVSSON
Svanhildur Jóhannesdóttir
(Anna), Guðrún Alfreösdóttir
(Stella), Sunna Borg (Dóra),
Gestur E. Jónasson (Albert),
Sólveig Halldórsdóttir (Lov-
ísa) og Sigurveig Jónsdóttir
(frú Lovísa).
leikkona og Lovísa, dóttir Pét-
urs, verður minnileg í meðförum
hennar, eðlileg og snögg svip-
brigðin og tilsvörin. Samleikur
hennar og Gests er bráðskemm-
tilegur og sannur. Svanhildur
Jóhannesdóttir leikur Önnu,
systur Péturs, í þeirri tilbrigða-
litlu tóntegund og litleysi, sem
hæfa. Svipbrigði og hreyfingar
leyna þó ekki gremjunni, sem
kraumar undir. Guðrún Alfreðs-
dóttir er nýr leikari hjá L.A. og
fer með hlutverk stellu, viðhalds
Péturs. Það dylst ekki, að Guð-
rún er menntaður leikari, en af
einhverjum ástæðum féll hún
ekki eðlilega inn í myndina. Það
virðist hún finna sjálf, svo nokk-
ur spenna verður henni fjötur
um fót og leikinn vantar lifandi
sveiflu, eins og stundum er sagt
um málverk. Það er ef til vill
erfiðara að koma aðvífandi inn í
þessa sýningu, en aðrar? Sigur-
veigu Jónsdóttur vantar ekki
þessa sveiflu og dregur ekki af
sér í hlutverki Lovísu, móður
Péturs. Hún er sönn og hressileg
túlkun sinni á þessari gustmiklu
frú, sem magnar andrúmsloftið,
sparar ekki litinn. Manngerðin
tengir verkið Akureyri, fremur
en nokkur önnur í sýningunni, í
henni birtast margar sögulegar
persónur.
Það má með nokkrum rétti
segja, að þessi sýning sé í
skemmsta lagi, ef menn meta
skammtinn eins og rétt dagsins
á Bautanum. I bókmenntum
hafa komið fram ritverk, sem
eru á mörkum þess að flokkast
með smásögum eða þá skáldsög-.
um, eru of langar til þess að
teljast til þeirra fyrrgreindu og
heldur stuttar til þess að flokk-
ast með þeim síðarnefndu. Þann-
ig er því háttað um snilldarverk
eins og Gamla manninn og hafið
eftir Hemingway. Þetta hefur þó
ekki talist neitt vandamál, enda
verður list ekki talin í blaðsíð-
um, rúmmáls- eða flatarmáls-
einingum eða þá tímalengd. Her-
bergi 213 er of langt verk til þess
að flytja það með öðru eins og
stundum er gert við einþáttunga.
Ekki verður það talið til stór-
brotinna leikhúsverka, en það er
eigi að síður frumlegt, kunnáttu-
samlega samið og ber greinilegt
svipmót höfundar síns. Það á að
minnsta kosti sögulegt erindi
hingað norður. Leifur Þórarins-
son hefur samið dálítið tónverk
fyrir knéfiðlu, sem fellur mæta-
vel að leikritinu og mun að
líkindum fylgja því áfram eins
og eðlilegur dráttur í myndinni
og búningsbót.
Það kemur sífellt betur í Ijós,
hvert happ það er fyrir mótun
atvinnuleikhúss L.A. að hafa
fengið Odd Björnsson sem leik-
hússtjóra. Það ræður engin
fálmkennd tilviljun því, hvert
hann leitar fanga um verkefni og
hann er fundvís á leikstjóra, sem
bera með sér hressandi andblæ
inn í leikhúsið.