Morgunblaðið - 22.03.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
í þessari grein er
skýrt frá staðreyndum
um flúorblöndun — hvað
flúorblöndun er, hvern-
ig hún hófst, þróun
hennar og hvaða áhrif
hún hefir.
Einnig verða teknar
til umfjöllunar fullyrð-
ingar um samband flúor-
blöndunar og krabba-
meins og þeir menn
kynntir sem að baki
þeim fullyrðingum
standa.
r ii
Að kvöldi 10. febrúar 1976
sátu milljónir Hollendinga viö
sjónvarpsskerminn og lögöu viö
hlustirnar venju fremur. Fréttirn-
ar um mútuhneyksli í Bandaríkj-
unum höföu þá nýverið borist til
Evrópu ásamt órörómi um aö
Bernhard prins af Hollandi væri
flæktur í málið. En þeir sem sátu
og fylgdust meö fréttunum þetta
kvöld voru grunlausir um hvílík
áhrif næsta sjónvarpsfrétt ætti
eftir að hafa á þeirra hagi.
Þarna var um aö ræöa viðtal
viö dr. phil. Dean Burk, amerísk-
an lífefnafræöing sem áöur fyrr
hafði unniö viö krabbameins-
stofnun Bandaríkjanna, þá
ríkisstofnun sem framkvæmir
eöa styöur megnið af krabba-
meinsrannsóknum sem geröar
eru í Bandaríkjunum. Boöskapur
dr. Burks var geigvænlegur.
Hann hélt því fram aö flúorblönd-
un drykkjarvatns í baráttunni
gegn tannskemmdum myndi
hafa í för meö sér þúsundir nýrra
dauösfalla af völdum krabbam-
eins í Bandaríkjunum. Einnig hélt
hann því fram aö tölfræðilegar
rannsóknir sem hann og annar
lífefnafræöingur, dr. phil. John
Yiamouyannis, heföu framkvæmt
sýndu fram á samhengi milli
flúorblöndunar og krabbameins.
Hann fræddi hlustendur á aö
flúorblöndun væri nokkurskonar
opinbert fjöldamorö.
Afrit af skýrslu Burk-Yiam-
ouyannis haföi veriö sent til
hollenskra þingmanna fyrir sjón-
varspútsendinguna. Skömmu
seinna var tiilaga frá heilbrigðis-
ráöherranum um aö blanda flúori
í allt drykkjarvatn í Hollandi
stöövuö í þinginu. í ágústlok
1976 var bannaö meö konungs-
bréfi aö flúorblanda drykkjarvatn
í Rotterdam og í öörum hollensk-
um borgum sem slíkt höföu gert
árum saman.
Vaxandi órói
Þaö sem geröist í Hollandi var
ekkert einangraö fyrirbæri.
Flúorblöndun hefur oröiö fyrir
vaxandi andróöri í Bandaríkjun-
um og víöar sem hugsanlegur
osakavaldur krabbameins og
annarra sjúkdóma þrátt fýrir
víðtækan stuðning lækna og
tannlækna og annars heilsu-
verndarstarfsliðs.
Fyrir þrem árum höfnuöu kjós-
endur í Los-Angeles reglugerö
um aö flúorblanda drykkjarvatn
borgarinnar eftir áróðursherferö,
en þar var haldiö fram aö
samband væri milli flúors og
krabbameins. Frá því 1973 hafa
hundruð kjósenda í minni borg-
um í Bandaríkjunum gert slíkt hiö
sama, oft af ótta viö krabbamein
eða aöra sjúkdóma sem voru
sagðir hafa átt rætur sínar að
rekja tjl flúorblöndunar.
A hverju byggist þessi ótti? Er
vísindalegur ágreiningur um ör-
yggi flúorblöndunar? J. Delaney
þingmaður demokrata frá New
York formaöur allsherjarnefndar
fulltrúadeildarinnar svarar þess-
ari spurningu afdráttarlaust ját-
andi. Sem ákafur andstæðingur
flúorblöndunar hefur Delaney
lagt fast aö þinginu aö stööva
flúorblöndun meöan beöið er
eftir árangri áframhaldandi rann-
sókna. í haust sem leiö hóf ein
nefnd þingsins vitnaleiöslu í mál-
inu. Doktorarnir Burk og Yiam-
ouyannis gerðu þar grein fyrir
sínum skoöunum og slíkt hið
sama geröu fulltrúar frá Banda-
ríska tannlæknafélaginu,
Krabbameinsfélagi Bandaríkj-
anna og framámenn í flúorrann-
sóknum. Einnig voru kynntar
fjölmargar umfangsmiklar
vísindalegar rannsóknir og um-
sagnir sérfraðöinga um flúor-
blöndun.
Þessar vitnaleiðslur leiddu í
Ijós — og var þaö skoöun
Neytendasamtaka Bandaríkj-
anna einnig — aö verið væri aö
leiöa milljónir Bandaríkjamanna
á villigötur varðandi mál sem
bæöi heföi geysimikil áhrif á
heilbrigöi þeirra og tannlækn-
ingakostnaö. Flúorblöndun
neysluvatns er eina framkvæmd-
in í heilbrigðismálum sem millj-
ónir Bandaríkjamanna hafa feng-
ið útkljáö meö beinni atkvæða-
greiðslu. Vitnaleiðslunnar var
mjög lítiö getið í fjölmiölum, aö
undanteknum þeim blööum sem
eru vön aö birta efni á móti
flúorblöndun.
í þessari grein er skýrt frá
staðreyndum um flúorblöndun
— hvað flúorblöndun er, hvernlg
hún hófst, þróun hennar og
hvaöa áhrif hún hefur. Einnig
veröa teknar til umfjöllunar full-
yröingar um samband flúor-
blöndunar og krabbameins og
þeir kynntir sem aö baki þeim
fullyrðingum standa. Síöar verö-
ur fjallaö um aðrar fullyrðingar
sem oft hafa verið notaðar gegn
flúorblöndun, m.a. um ofnæmi,
meöfædda vansköpun og hjarta-
og æöasjúkdóma.
Um „Colorado-
bletti“ á tönnum
Flúoríö eru efnasambönd með
frumefninu flúor. Flúoríö finnast í
ýmsu formi nánast í öllum jarö-
vegi, jurtum og dýrum, sömuleiö-
is í blóöi, beinum og tönnum
mannsins. Það finnst einnig í litlu
magni í öllum náttúrulegum
vatnsbólum. En flúormagniö í
vatni er mjög mismunandi. í
Bandaríkjunum er flúormagn
vatns í náttúrunni allt frá u.þ.b. 8
ppm í suðvestur ríkjunum niöur í
einungis 0.05 ppm í noröaustur
ríkjunum. (Ppm — parts per
million = mg í lítra).
Flúorblöndun er einfaldlega
jöfnun á náttúrulegu flúormagni í
um 1 ppm — skammtur sem
gerir glerung tannanna sterkari
og minnxar verulega tann-
skemmdir, einkum hjá þeim sem
fá flúorblandaö drykkjarvatn frá
unga aldri. Talan 1 ppm (sem er
frá 0.7 til 1.2 ppm, allt eftir
aðstæðum hvers staðar) er ekki
valin af handahófi. Ákvöröun
hennar kom í kjölfar langvinnra
rannsókna, sem má líkja viö
fullkomna leynilögreglusögu meö
óvæntum endi.
Tveir vísindamenn, sem unnu
viö rannsókn á útlitsgöllum tanna
uppgötvuöu efniö snemma á
þessari öld. F.S. McKay og G.V.
Black leituöu orsakanna fyrir
blettum sem mynduöust á gler-
ungi tanna, mislitun á glerungin-
um þekkt undir nafninu „Color-
ado brúnir blettir" og „Texas
tennur“. Fyrir lok ársins 1916
höfðu þeir með rannsóknum
sínum útilokað allt nema eitt-
hvert óþekkt efni í drykkjarvatni.
Þegar það væri fundið mætti
fjarlægja þaö úr vatninu. Þaö leið
þó langur tími eöa allt til 1931
þar til efniö varö þekkt sem
flúoríö.
Meöan á þessum rannsóknum
stóð haföi McKay tekiö eftir
ööru. Sem starfandi tannlæknir
haföi hann uppgötvaö aö ótrú-
lega lítiö bar á tannskemmdum
hjá fólki sem haföi bletti á
glerungi. Áhugamál heilbrigðisyf-
irvalda var á þeim tíma hvernig
hægt væri aö fjarlægja flúor úr
vatninu. En uppgötvun McKays
vakti áhuga heilbrigðisyfirvalda á
áframhaldandi rannsóknum í
þeim tilgangi aö fá meiri vitn-
eskju um áhrif flúors á tennur.
Á næstu 10 árum stjórnaöi dr.
H.T. Dean viö heilsuverndarþjón-
ustuna hópi fólks sem rannsak-
aöi ástand tanna hjá 7257 börn-
um í 21 borg meö mismunandi
magn flúors í náttúrulegu drykkj-
arvatni. Útkoman var ótvíræö.
Því meira sem var af flúori í
vatninu þeim mun faerri tann-
skemmdir hjá börnunum. Þegar
vatniö haföi um 1 ppm eöa meira
flúoríö haföi barniö nálægt 60%
minnni tannskemmdir en þau
börn sem drukku vatn meö
óverulegu magni af flúoríði. Þá
fundu þeir enga bletti á glerungi
þar sem innihaldiö var 1 ppm.
Hins vegar varö þeirra vart þegar