Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 19 innihaldiö var komiö yfir 2 ppm. Þessvegna var 1 ppm markiö stefnumarkandi grundvöllur. Tannskemmdir voru ekkert smávægilegt heilbrigöisvanda- mál. Styrjaldarárið 1942 voru 2 millj. manna rannsakaðar meö tilliti til væntanlegrar herkvaön- ingar. Um þaö bil 10% þeirra töldust óhæfir vegna þess aö af 32 tönnum voru færri en 12 tennur í góöu ástandi. Þótt tannverndargildl flúor- blöndunar væri augljóst var and- staöa gegn því aö setja kerntsk efni í neysluvatn. Á árunum eftir 1940 voru ekki til vísindaleg gögn um hugsanleg aukaáhrif. Þó var nokkur jákvæð reynsla til staöar. Fólk hafði neytt flúors í mat og vatni frá örófi alda. Margir í suövestur ríkjunum höfðu drukkiö vatn meö margfalt meira flúormagni en 1 ppm án þess að sýna aukaverkanir aö undanteknum blettum á glerungi tanna. Aö lokum ákváöu nokkrar borgir að gera tilraun. Newburgh-Kingston tilraunin Meöal þeirra sem riöu á vaðið var heilbrigöisráö New York fylk- is. Áöur en víötæk flúorblöndun var hafin lét stofnunin gera langtíma rannsókn á hópi barna undir eftirliti lækna. Borgirnar voru í u.þ.b. 35 mílna fjarlægö hvor frá annarri, nálægt Hudson ánni, meö 30 þús. íbúa og áþekkar hvaö viö- kom kynþáttasamsetningu, efna- hag og aldursdreifingu. Báöar borgirnar höföu of lítið flúor í neysluvatni sínu. Ákveöiö var aö bætt skyldi flúor í neysluvatn annarrar borg- arinnar. Fylgst skyldi meö svip- uöum aldurshópum barna í báö- um borgum frá unga aldri undir nákvæmri umsjá barnalækna. Vöxtur, beinamyndun, blóö- myndun, húö, skjaldkyrtill, sjón og heyrn var allt athugaö ná- kvæmlega. Hvert barn átti einnig að gangast undir nákvæma og reglulega tannrannsókn. I marsmánuöi 1944 ákvaö borgarstjórnin í Newburgh aö taka þátt í rannsókninni og samþykkti 1 ppm flúorblöndun vatns. Kingston varö nokkurs konar viömiöun og notaöi eftir sem áöur vatn meö litlu flúorinni- haldi. í Newburg-hópnum voru samtals 817 börn og 711 í hópnum frá Kingston. Enda þótt flest þessara barna væru meö frá upphafi var ungbörnum bætt viö árlega fyrstu þrjú árin til þess að rannsóknin næöi til barna þeirra mæöra sem tekið höföu flúor á meðgöngutíma. Rannsóknin stóö í tíu ár, og flest börnin í báöum hópunum voru meö í lokarannsókninni. Árangurinn er í stuttu máli þessi: Rannsóknirnar á þessum tveim hópum sýndu engan marktækan heilsufarslegan mun sem væri á nokkurn hátt hægt aö rekja til flúors. En hvað varöaöi tannheil- brigöi var mikill munur á. Börnin í Newburgh-hópnum höföu næst- um 60% færri skemmdar tennur en börnin í Kingston-hópnum. Mikill fjöldi rannsókna hefur síðar sannað kosti flúorblöndun- ar. Færri skemmdar tennur þýöa færri kostnaöarsamar fyllingar, minna um tannmissi og þar meö færri gervitennur eða -parta. Samkvæmt skýrslu í New Eng- land Journal of Medicine 1977 kostar flúorblöndun einungis 40—160 kr. (10—40 cent) á mann á ári. Öryggi sannað Einu merki um lífeðlis- fræðilegar og meina- fræðilegar breytingar hjá þeim, sem lengi hafa drukkið vatn með æskilegu flúormagni er, að tannáta er minni. Allt frá fyrstu dögum New- burgh-Kingston tilraunarinnar hafa þúsundir rannsókna fært sönnur á áhrifamátt og öryggi flúorblöndunar. Allur vafi og allar spurningar sem fram hafa komiö — sama hversu smávægilegar þær hafa virst — hafa verið vandlega athugaöar af einum eöa fleiri hópum vísindamanna. Vitna má í orö tannlæknis frá Bandaríska tannlæknafélaginu þegar vitnaleiöslurnar fóru fram t fulltrúadeildinni haustiö '77: „Flúorblöndun er að öllum líkind- um sú heilsuverndaraögerð á síöari tímum sem best hefur veriö rannsökuö." í lok sjötta áratugsins lauk Alþjóða heilbrigöisstofnunin viö þá þrekraun aö safna öllum fáanlegum upplýsingum saman. Tilgangurinn var aö gera hlutlægt yfirlit yfir vísindaleg rit um fiúor- blöndun, en þaö er geysilegt safn af skýrslum frá mörgum löndum um íbúa og búsetu, dýratilraunir og læknisfræöilegar athuganir, meöal annars krufningar, lækn- ingarannsóknir og röntgenskoö- anir á fólki. Skýrslan „Flúor og tennur" (Fluorides and Human Teeth) kom út áriö 1970. Hún fjallaöi um fjölda spurninga varöandi hugs- anleg áhrif flúors á hin ýmsu líffæri og þá fullyröingu aö sam- band væri milli þess og ýmissa sjúkdóma. Aftur getum viö sett niöurstööuna fram í stuttu máli: Rannsóknin gaf enga vísbend- ingu til skaölegra áhrifa eöa einkenna sem rekja mætti til drykkjarvatns sem innihéldi flúor í þeim hlutföllum sem mælt er meö. Frá því að þessi skýrsla var gefin út hafa Alþjóða heilbrigö- isstofnuninni ekki borist neinar aörar niöurstööur sem gætu breytt þessari ályktun. í tilkynn- ingu frá stofnuninni árið 1975 segir: „Einu merki um lífeðlis- fræöilegar og meinafræöilegar breytingar hjá þeim sem lengi hafa drukkið vatn meö æskilegu flúormagni er, aö tannáta er rninni." Tryggir andstæðingar Félög hafa verið stofn- uð í þeim eina tilgangi að berjast gegn flúor- blöndun. Otulasti og áhrifamesti félags- skapurinn er „National Health Federation“, en rætur hans eru sam- tvinnaðar skottulækn- ingastarfsemi. Engar rannsóknir hafa getaö bælt niöur gagnrýnina á flúor. í grein í tímariti Bandaríska tann- læknafélagsins í mars 1956 sagöi yfirmaöur heilbrigöisráös New York fylkis, dr. Herman E. Hille- boe frá reynslu sem skrifstofa hans haföi orðið fyrir í upphafi Newburgh-Kingston rannsóknar- innar. Rétt eftir aö flúorblöndun haföi veriö ákveöin í mars 1944, fóru heilbrigðisfulltrúanum í Newburgh aö berast kvartanir frá íbúum borgarinnar. Einhver kvartaöi yfir því aö flúorblandaöa vatnið litaöi pott- ana. Aörir kvörtuöu yfir maga- verkjum. Kona nokkur kvartaöi viö tannlækni sinn yfir aö flúor- blandaöa vatniö heföi orsakaö þaö aö gervitennur hennar brotnuöu. Allir þessir atburöir áttu sér staö áöur en flúori var bætt í vatniö, sagöi dr. Hilleboe. Kvartanirnar hættu fljótlega eftir aö blað í Newburgh skrifaöi um þessa ímyndunarveiki borgar- búa. Þrátt fyrir sigurinn í Newburgh voru mótmælin gegn flúorblönd- un alls ekki úr sögunni næstu 10 árin. Þaö kom fram „harðskeytt- ur minnihluti", sagði dr. Hilleboe, sem tókst aö tefja eöa koma í veg fyrir flúorblöndun á mörgum stööum. Andstööuna sagöi hann komna frá öfgahópum náttúru- lækninga, sértrúarsöfnuðum, hnykklæknum og frá fólki sem skildi ekki hvaö flúorblöndun er. Afskiptaleysi lækna, tannlækna og virtra vfeindamanna, sem voru í fyrstu um vafa um ágæti flúorblöndunar varö einnig and- mælendum til framdráttar. Mót- mæli komu einnig frá öörum starfshópum og leikmönnum sem litu á flúorblöndun sem takmörkun á frelsi einstaklings- ins. Félög hafa verið stofnuö í þeim eina tilgangi aö berjast gegn flúorblöndun, en engin þeirra hafa haft nein sérstök áhrif út fyrir sitt samfélag. Áhrifamesti áróöurinn gegn flúorblöndun hef- ur vanalega komið frá fjársterk- um samtökum sem hafa áhuga á málum sem ofarlega eru á baugi hverju sinni og sem hafa dreift miklu magni af hræösluáróðurs- efni yfir alit landiö. Einn slíkur hópur er John Birch félagiö. Annar hópurinn sem til var allt til byrjunar sjöunda áratugsins var Rodale Press, sem gaf út „Pre- vention Magazine", en þaö tímarit var ákafur málsvari ýmissa órökstuddra næringar- kenninga. Ötulasti og áhrifamesti hópurinn er „National Health Federation", en rætur hans eru samtvinnaðar skottulækninga- starfsmei. Um hann skal nánar fjallaö. Þegar hanar höffðu slæmar tennur í byrjun fimmta áratugsins rak félagsskapur meö nafninu „El- ectronic Medical Foundation" arösama sjúkdómsgreiningar- þjónustu meö pósti og seldi einnig rafeindalækningatæki til aö „lækna" ýmiss konar uppá- komur. Um þaö bil 3000 læknar og hnykklæknar, sérstaklega þeir síöarnefndu, sendu þurrkuö blóösýni frá sjúklingum til þessa fyrirtækis. Þar voru blóðsýnin rannsökuö í rafeindatæki og „sjúkdómsgreining“ síöan send um hæl á póstkorti. Þessi þjónusta vakti grun heil- brigðisyfirvalda Bandaríkjanna (U.S. Food and Drug Administra- tion, FDA). Ákváðu þeir þess- vegna aö senda blóösýni til greiningar. Fyrsta sýniö sem var frá manni sem misst haföi hægri fót, fékk sjúkdómsgreiningu sem hljóðaði upp á æðaþrengsli í hægra fæti og ökla. Blóðsýni frá látnum manni gaf til kynna bólgur í ristli og sýni úr hana sýndu bólgur í ennisholum og slæmar tennur. Eftirlitsmennirnir frá FDA rannsökuöu einnig lækningatæk- in og komust aö því aö þau voru einfaldlega búin til úr rafspólum sem líktust rafmagnsvekjara- klukku. Ekkert af þessu gæti læknað neinn, sagöi sagnritari FDA, Wallace Janssen. Áriö 1954 fyrirskipaði héraðs- dómur stjórnarformanni fyrir- tækisins, Fred J. Hart, aö hætta sölu á lækningatækjunum. Stuttu seinna stofnaöi Hart „National Healt Federation" (NHF). Hann hélt áfram aö selja tækin, og var seinna höföaö mál á hendur honum fyrir að hafa virt aö vettugi fyrirskipunina. Hann var dæmdur í 500 dala fjársekt árið 1962. Á árunum frá 1957 til 1963 voru ýmsir aðrir tengdir NHF, dæmdir fyrir að merkja matvörur meö fölskum læknisfræöilegum fullyröingum. Voru þeir dæmdir í fjársektir eöa fangelsi. Áriö 1963 gaf FDA út skýrslu um NHF en þar stóö m.a.: „Aðaltilgangur NHF er aö auka „valfrelsi“ í heilbrigösmálum. Skýrslan sann- ar aö í raun og veru er hér um aö ræöa frelsi til aö selja ólögleg „töframeöul“ og tæki. Frá upp- hafi hefur NHF veriö skálkaskjól manna sem selt hafa og breitt út órannsökuð lyf, ofstækisfullar kenningar og skottulækningar." í skýrslu áriö 1973 um NHF komst FDA enn aö sömu niður- stööu. Þá hefur NHF einnig barist gegn viöurkenndum heilbrigöis- aðgerðum, svo sem bólusetningu gegn kúabólu, gerilsneyöingu mjólkur, mænusóttarbólusetn- ingu og flúorblöndun drykkjar- vatns. Andstaöa NHF gegn heilbrigð- isframförum hefur veriö á undan- haldi. Fram á þennan dag hefur flúorblöndun smám saman verið aö ná betri fótfestu víða um heim. U.þ.b. 105 milljónir Banda- ríkjamanna nota nú flúorblandaö drykkjarvatn. Áriö 1974 ákvaö NHF aö hefja nýja herferð í þeim tilgangi aö hnekkja viö- leitninni til að koma á flúorblönd- un. NHF réö þá til sín dr. Yiamouyannis til aö inna af hendi þetta verk. Þýtt úr Contumer Reports, júl( 1978, með leyfi Bandarísku neytendasamtakanna. KRABBAMEINS- DRAUGURINN VAKINN UPP sjá 2. grein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.