Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 21
HVAÐ ER AÐ GERAST I RÆNUM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
21
Nokkrir leikaranna i Spegilmanninum sem frumsýndur verður i
Hafnarfirði í dag. Talið frá vinstri: Nornin (Ásta Magnúsdóttir),
Spegilmaður (Þórarinn Eyfjörð), Blíða (Ingibjörg Eyjólfsdóttir) og
Dúkkumaður (Sæmundur Jóhannesson).
BARNALEIKRIT
Spegilmaðurinn
í Hafnarfirði
LITLA leikfélagið í Garði verður
með leiksýningu fyrir börn í
Hafnarfirði um helgina, nánar til
tekið í Víðistaðaskóla. Frumsýn-
ingin verður klukkan tvö í dag,
laugardag. Leikritið nefnist
Spegilmaðurinn, og er eftir
Brian Way en í þýðingu Sigur-
jóns Kristjánssonar.
Sérkennilegt er við þessa sýn-
ingu, að leikið er á hringsviði, og
eru áhorfendur því allt um kring,
og gefst þeim gott tækifæri til að
taka þátt í sýningunni.
Sem fyrr segir er þetta barna-
leikrit, og er það einkum ætlað
börnum á aldrinum fimm til átta
ára.
DYR OG FUGLAR
Þessi góðlegi landselur er eitt þeirra dýra sem gefur að lita í
Sædýrasafninu sunnan Hafnarfjarðar, en safnið er opið nú um
helgina eins og alla aðra daga ársins.
Sædýrasafnið
Sædýrasafnið fyrir sunnan Hafn-
arfjörð er opið nú um helgina,
eins og alla aðra daga ársins,
milli klukkan 10 á morgnana og
sjö á kvöldin, og þangað er
upplagt að aka með börnin úr
Reykjavík, Kópavogi, Hafnar-
firði eða víðar að af Suðurlands-
undirlendinu.
I Sædýrasafninu eru nú um
tuttugú tegundir fugla og dýra,
víðs vegar að úr heiminum. Þar
eru til dæmis mörgæsir frá Suður-
skautslandinu, Snæugla frá
Grænlandi, íslenskar geitur,
hænuungar, þvottabjörn frá
Norður-Ameríku, kengúrur frá
Ástralíu, apar frá Mið-Ameríku,
ljóns frá Afríku, ísbirnir frá
norðurpólnum, gæsir, endur, kind-
ur, kanínur, naggrísir og margt
fleira.
Auk þessara dýra- og fuglateg-
unda eru svo í Sædýrasafninu um
eða yfir tuttugu tegundir fiska.
HÁSKÓLATÓNLEIKAR
Einleikur
Helgu
FIMMTU Háskólatónleikar vetr-
arins verða haldnir i dag, laugar-
daginn 22. mars 1980. Að þessu
sinni verða tónleikarnir haldnir i
Forsal Þjóðminjasafnsins við
Hringbraut og hefjast kl. 17.15.
Aðgangur er öllum heimill.
A þessum tónleikum leikur
Helga Ingólfsdóttir einleik á nýj-
an sembal Tónlistarskólans í
Reykjavík. Semballinn er
smíðaður í sembalsmiðju Willian
Dowd í París og er eftirlíking af
frönskum 18. aldar sembal, bæði
hvað smíði og skreytingu snertir.
Helga Ingólfsdóttir hefur haldið
fjölda tónleika á íslandi og erlend-
is og er vel þekkt fyrir túlkun sína
á gamalli og nýrri tónlist.
Á tónleikunum verður frumflutt
Sembalsónata eftirt Jón Ásgeirss-
Helga Ingólfsdóttir semballeik-
ari.
on og einnig verður flutt „Da“,
fantasía eftir Leif Þórarinsson.
Auk þess verða flutt tvö vel þekkt
sembalverk eftir J.S.bach, Tokk-
ata í e-moll og Forleikur (Over-
ture), partíta í frönskum stíl í
h-moll.
KEFLAVÍK
Fimm kvikmyndasýn
ingar i Nýja Bíói
Nýja Bíó í Keflavik er með
fimm kvikmyndasýningar nú um
helgina. eina í dag, laugardag, og
fjórar á morgun sunnudag.
Klukkan fimm síðdegis í dag
verður sýnd myndin Summernight
Fever, en á morgun verður síðan
sýnd hin fræga mynd Kjarna-
leiðsla til Kína klukkan- fimm, en
með aðalhlutverk í þeirri mynd
fara sem kunnugt er þau Jack
Lerrrmon og Jane Fonda.
Klukkan 7.15, 9.15 og 11.15
verður svo sýnd myndin Að duga
eða drepast, sem er með þeim
Harry Reams og Otto Branden-
burg í aðalhlutverkum, mynd af
djarfara taginu.
Barnasýning er svo klukkan
þrjú á morgun, en ekki hafði verið
ákveðið í gær hvaða mynd þá
verður sýnd.
Jane Fonda. sem leikur aðalhlut-
verkið í myndinni Kjarnaleiðsla
til Kína, sem Nýja Bíó í Keflavík
sýnir á morgun klukkan fimm.
Hér er hún að taka við Oscars-
verðlaununum fyrir leik sinn i
myndinni Coming Home, en hún
hefur einnig verið tilnefnd til
þeirra verðlauna fyrir leik sinn í
Kjarnaleiðslu til Kína.
LIJÐRABLÁSTUR
Afmœlis-
tónleikar
Svans í dag
LÍIÐRASVEITIN Svanur verður
50 ára á þessu ári og verða
afmælistónleikar sveitarinnar
haldnir í Háskólabíói í dag,
laugardaginn 22. mars kl. 14.
Efnisskrá er mjög fjölbreytt og
einleikari með hljómsveitinni
verður Einar Jóhannesson klari-
nettleikari.
Sveitina skipa nú 56 hljóðfæra-
leikarar.
Einnig kemur fram 18 manna
„Big band“ sem er myndað af
hljóðfæraleikurum úr lúðrasveit-
inni Svani. „Big band“ Svansins
hefur víða komið fram að undan-
förnu við mjög góðar undirtektir
áheyrenda.
Lúðrasveitin Svanur.
Á afmælistónleikunum mun
„Big bandið" koma fram með nýja
efnisskrá.
Stjórnandi lúðrasveitarinnar og
„Big bandsins" er Sæbjörn Jóns-
son.
I lúðrasveitinni Svani er mikið
af ungum og efnilegum hljóðfæra-
leikurum sem stunda nám í Tón-
listarskólum og jafnframt eru
margreyndir hljóðfæraleikarar
sem spilað hafa með sveitinni í 30
ár. Nokkrir hljóðfæraleikaranna
spila jafnframt í Sinfóníuhljóm-
sveit Islands.
Þess má svo geta, svona í
„forbifarten", að Svansfélagar
hafa ákveðið að leggja land undir
fót í sumar, og fara í tónleikaferð
til Noregs.
KARLAKÓRAR
Karlakóramót
á Selfossi
ÞAÐ ER eins gott að vandað hafi
verið til byggingar íþróttahúss-
ins á Selfossi á sínum tíma, því
annars gæti svo farið að þakið
fyki af húsinu í dag. Klukkan 16
í dag, laugardag. gengst nefni-
lega Katla, samband sunnlenskra
karlakóra, fyrir kóramóti aðild-
arkóra sinna í íþróttahúsinu.
Að þessu sinni munu átta af níu
aðildarkórum taka þátt í mótinu,
en sambandssvæðið nær yfir allan
suðurhluta landsins, frá Breiða-
firði til Hornafjarðar.
Karlakórarnir sem þátt taka í
mótinu eru þessir: Jökull, Höfn
Hornafirði, Stefnir Mosfellssveit,
Karlakór Reykjavikur, einn þeirra átta kóra sem tekur þátt i
kóramóti Kötlu á Selfossi siðdegis i dag.
Svanir Akranesi, Þrestir Hafnar- Karlakór Keflavíkur, Karlakór
firði, Fóstbræður Reykjavík, Reykjavíkur og Karlakór Selfoss.
Sýnir
mynd eftir
René Clair
FJALAKÖTTURINN sýnir í
Tjarnarbíói í dag, laugardag,
frönsku kvikmyndina „Le Million"
(Milljónin) eftir René Clair.
Myndin er gerð árið 1931 og fjallar
um ferðalag happdrættismiða og
leitina að honum. „Le Million" er
talin besta mynd René Clair.
Atriði úr kvikmyndinni „Le MiIlion“