Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 25

Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 25 ennum ipp á Mayen Sovétmenn settu sér það tak- mark öðrum þræði að reka fleyg í milli íslands og Norð- manna með tilliti til aðildar landanna að Atlantshafsbanda- laginu. „Þetta er spurning, sem ég get ekki svarað. Hún er fyrir ráðherra, en ekki ráðuneytis- stjóra," svaraði Hörður. Hörður kvaðst svo í lokin vilja minna á, að Sovétmenn ættu einmitt nú í samninga- viðræðum við Norðmenn um Barentshaf. / / ru a af Mayen lagsins. „Ég hef ekki nokkra trú á því,“ svaraði utanríkisráð- herra. „Ég veit satt að segja ekki, hvernig slíkt ætti að gerast. En þá veit ég nú heldur ekki, hvað þeir hugsa, Sovét- menn. Satt að segja finnast mér þessar vangaveltur bera full- mikinn keim af hugarburði. í það minnsta tel ég mig geta sagt það, að til þeirra liggja engar íslenzkar ástæður." nisleg ni ) væri, jafnvel þótt skip fari i landi í stað innflutningsins. ) úr l Sú ríkisstjórn, sem þannig boð- I ar sérstaklega í málefnasamningi i að efla innlendan skipasmíðaiðn- i að, framkvæmir þveröfuga stefnu. Þessi fljótfærnislega og yfirborðskennda ákvörðun i Steingríms Hermannssonar mun því rýra kjör sjómanna og útgerð- í ar og draga þrótt úr innlenda í skipasmíðaiðnaðinum,“ sagði i Kjartan Jóhannsson. 'ldur tónleika i 1 allir starfandi kóra innan skól- anna. Er þessari leiðréttingu hér með komið á framfæri. 1 Kór Menntaskólans við Sund heldur tónleika í Bústaðakirkju á , morgun, sunnudag klukkan 17. r Stjórnandi kórsins er Vilhjálmur t Guðjónsson. Vatnaskógur í vetrarríki. ólafur Jóhannsson: Hjónarifrildi á kvöldvöku. Páskafríið vel notað á kristilegu skólamóti i Vatnaskógi og Vindáshlið MIÐVIKUDAG fyrir páska er mikið um að vera hjá Kristi- legum skólasamtökum, KSS. í skólum er byrjað páskafrí og KSS-ingar kunna að notfæra sér það. Áðurnefndan merkis- dag hefjast þriggja sólarhringa kristileg skólamót á vegum KSS. Mótin eru haldin í sumar- búðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Vindáshlið. Mér datt i hug að þig langaði e.t.v. til að vita eitthvað um þetta uppátæki. Vonandi svalar eftirfarandi lýsing einhverju af forvitni þinni. Viljirðu hins vegar vita meira, skaltu byrja á því að fletta Kristilegum skóla- samtökum upp i símaskránni. Og sértu á aldrinum 14—20 ára, er þér meira en velkomið að kynnast kristilegu skólamóti af eigin raun. 2.-5. apríl n.k. Mörg ár eru síðan fyrst var haldið kristilegt skólamót. Lengst af hafa þau verið haldin tvisvar á ári, vor og haust. Seinustu árin hefur orðið að tvískipta vormótinu vegna fjölda þátttakenda. í Vatnaskógi eru þá yfirleitt vel á annað hundrað þátttakendur en allmiklu færri í Vindáshlíð. Þessir unglingar eru ekki ein- göngu af Reykjavíkursvæðinu, þótt KSS starfi einungis þar. Akurnesingar, Keflvíkingar og Selfyssingar eiga alltaf fulltrúa í hópnum. Og stundum koma m.a.s. einhverjir frá Akureyri, Isafirði og Vestmannaeyjum. Að mörgu er að hyggja... Helgina fyrir páska fara nokkrir hraustir félagsmenn á undan öðrum mótsgestum í Vatnaskóg og Vindáshlíð. Þeir eiga að undirbúa komu hópsins. Það þarf að gera lágmarks- hreingerningu og ekki sakar að hita skálana upp. Þá má alls ekki gleyma músaveiðunum og snjómokstrinum. Allt verður að vera eins og best verður á kosið þegar mótin hefjast. En þetta er alls ekki byrjunin. Rætur aðdragandans ná allt aftur undir áramót. Að mörgu er að hyggja varðandi dagskrárat- riði, næringaröflun og annað það sem þarf t.þ.a. ekkert fari úr- skeiðis. Að baki hverju móti er mikið amstur. Stundum andvök- ur og áhyggjur. En venjulega hefst þetta allt saman á endanum. Þess vegna safnast væntanlegir mótsgestir saman við KFUM-húsið að Amt- mannsstíg 2B um hádegisbilið umræddan dag. Að vísu ekki allir, því sumir drejfbýlingar fara beint á mótsstað. Við hinir höldum hópinn í langferðarenni- reið. Og þegar búið er að hringja í þá sem sváfu yfir sig, er lagt af stað óstundvíslega. Stutt gaman, en gaman... Vonandi fer allur farangur á réttan stað, ekki síst matur og ráðskona, því annað gæti verið bagalegt. Það er helst að ein- hverjir hafi skilið óþarflega mikið af kuldaflíkum eftir heima. Um hávetur getur orðið býsna kalt í sumarskálum sumarbúðanna. Þar sem ökuferðin endar, taka fæturnir við. Þegar vel árar, þurfa þeir ekki að taka mörg skref. En stundum fá allir góðan gongutúr, jafnvel í stórhríð. Skólamótsfarar láta það ekki á sig fá. Og það gerir ekkert til þótt farangurinn sé mikill. Sterkara kynið fer fúslega fleiri ferðir ef með þarf. Svo hefst mótið sjálft. Á kristilegu skólamóti eru biblíu- lestrar og aðrar samverustundir um Guðs orð á morgnana og síðdegis. Kvöldvökur eru að loknum kvöldverði. Reynt er að láta mótsgesti taka sem mestan þátt í þessum samverustundum. T.d. er alltaf mikið sungið á skólamótum. Milli matartímanna og sam- verustundanna gera mótsgestir allt að því það sem þeim dettur í hug. Sé Eyrarvatn nægilega frosið, er það t.d. óspart notað til skautaiðkana og annars konar sprikls og leikja. Annars er alltaf hægt að finna eitthvað sér til dundurs, jafnt úti við sem innan dyra. Eftir allt gamanið og allar góðu stundirnar kemur laugar- dagsmorguninn alltof fljótt en þá er mótinu slitið og allir fara heim til sín. Flestir eru þreyttir en ánægðir og strax farnir að hlakka til næsta móts. Þröngt mega sáttir eta. Eitthvað alvarlegt að gerast á kvöldvöku. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.