Morgunblaðið - 22.03.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
Stykkishólmur:
J.C. beitir sér fyrir umræðum
um atvinnutækif æri unglinga
Stykkishólmi 18. rnarz.
J.C. HREYFINGIN heldur 22.
mars. n.k. hátíðlegan. Af því
tilefni hefir J.C. Stykkishólmur
ákveðið að beita sér fyrir almenn-
um borgarafundi í félagsheimii-
inu þann dag kl. 14. Einkunnar-
orð J.C. í ár er tækifæri fyrir
born.
Fréttaritari Mbl. átti stutt við-
tal við Robert Jörgensen yfirkenn-
ara, formann J.C. dagsnefndar og
spurði hann um tilhögun þessa
dags og áform þeirra J.C. manna
hér. Róbert sagði að þeir myndu
beita sér fyrir umræðum um
atvinnutækifæri fyrir unglinga í
Stykkishólmi á sumri komanda,
og á þann fund verður boðið
sérstaklega sveitarstjórnar-
mönnum, forsvarsmönnum fjölda
fyrirtækja, sem og almennum
borgurum.
„Teljið þið horfur í atvinnumál-
um unglinga hér í bæ tvísýnar?"
„Já, segir Róbert, „ og okkur
Flugfélagið Ernir flýgur
ekki eftir tímaáætlun
FRAMKVÆMDASTJÓRI Flug-
félagsins Arna á Isafirði hafði
samband við fréttaritara blaðs-
ins og óskaði eftir að koma á
framfæri leiðréttingu við frétt
blaðsins um málefni flugfélags-
ins i blaðinu í gær.
Þeir auglýsa ekki að þeir fljúgi
frá Isafirði kl. níu að morgni eins
og kom fram í frétt blaðsins í gær,
enda er það ólögmætt. Heldur
auglýsa þeir ferðir snemma að
morgni. Hins vegar hafa flestar
flugvélarnar farið um níuleytið,
þótt áhittingur sé. Þá er gert ráð
fyrir lágmarksþátttöku í hverju
flugi, þannig að ef ekki fæst næg
þátttaka fellur flugið niður.
Fréttaritari biðst afsökunar á
þessum augljósu mistökum. Úlfar.
ísakstur á Leir-
tjörn á sunnudag
BIFREIÐAÍÞRÓTTAKLÚBBUR
Reykjavíkur mun á sunnudag
gangast fyrir keppni í ísakstri og
„ís-crossi“ og er þetta annað sinn
á þessum vetri, sem slík keppni
fer fram á Leirtjörn við Úlfars-
fell. Slík keppni hefur verið
árlegur viðburður í starfsemi
klúbbsins frá árinu 1977, en
þetta mun vera fyrsti veturinn,
sem unnt er veðráttu vcgna að
halda keppnina tvisvar sinnum á
vetri.
I fréttatilkynningu, sem Morg-
unblaðinu hefur borizt er gerður
greinarmunur á ísakstri og
„ís-crossi“. Þar segir að bílum í
ísakstri sé skipt í tvo flokka,
annars vegar bíla, sem aka á
nagladekkjum og hins vegar bíla,
sem aka á keðjum. Bílarnir eru
ræstir með vissu millibili og sá
vinnur, sem fer tvo afmarkaða
hringi á sem skemmstum tíma, án
þess að fara út fyrir merkta braut.
„Is-cross“ er hins vegar kappakst-
ur, þar sem gerðar eru meiri
öryggiskröfur, en jafnframt er
hjólbarðaútbúnaður bílanna ekki
ákveðinn með sama hætti og í
ísakstri, þar sem aðeins er leyfi-
legt að nota viðurkenndan útbún-
að.
Til þess að auðvelda áhorf-
endum að fylgjast með keppninni
á sunnudag verður hún stytt, þ.e.
undanriðlar í „ís-crossi“ fara fram
um morguninn, en hinn eiginlegi
ísakstur hefst klukkan 14.
„ís-cross“-keppnin verður síðan
klukkan 15.
Hayek á málþingi
FÉLAG frjálshyggjumanna heldur
málþing 5. apríl nk., sem er laugar-
dagurinn fyrir páska. Málshef jandi
verður Friedrich A. Hayek, nóbels-
veiðlaunahafi í hagfraeði og einn
kunnasti stjórnmálahugsuður tutt-
ugustu aldar, og ræðir hann um
efnið: „The Muddle of the Middle““
— miðju-moðið eða hugtakarugling
svonefndra „miðjumanna“. Hayek
kemur hingað til landsins í boði
félagsins, en flytur einnig fyrirlest-
ur í Viðskiptadeild Háskólans.
Málþingið verður kl. 14.00 í
hiiðarsal Hótel Sögu. Með því að
tala þeirra, sem geta sótt það, er
mjög takmörkuð. eru þeir, sem hafa
áhuga á þvi beðnir að hafa sam-
band við Skafta Harðarson í dag og
á morgun í síma 85298 til að láta
skrá sig. Aðgangur að inniföldum
kaffiveitingum kostar 10 þús. kr.
fyrir utanfélagsmenn, 6 þús. fyrir
finnst þörf a að kanna þetta sem
nánast í tíma, því nú fer skólum
senn að ljúka og það er gott að fá
vitneskju sem fyrst um hvað í boði
er. Það er öllum til góðs að sem
gleggst mynd fáist af ástandinu og
því viljum við koma hreyfingu á
þetta mál, því það er víst að fjöldi
unglinga býðst nú á vinnumarkað-
inn hér.“
„Hvernig hugsið þið ykkur
formið á þessum borgarafundi?"
„Við verðum með þrjá fram-
sögumenn, sem munu ræða þessi
mál á sem breiðustum grundvelli.
Menn sem hafa kynnt sér aðstæð-
ur hér. Eftir framsöguerindin
verða svo að sjálfsögðu umræður
og er þess vænst að sem flestir
taki þátt í þeim.“
Fréttaritari.
Skógræktarfélagið
og J.C. Reykjavík:
Kynning á
útivistar-
svæðinu í
Öskjuhlíð
í dag
Laugardaginn 22. marz kl. 13.30
mun Skógræktarfélag Reykja-
víkur og J.C. Reykjavík gangast
fyrir kynningu á útivistarsvæðinu
við Öskjuhlíð. Þar munu skóg-
ræktarmenn ræða við almenning
um útivistarsvæði borgarinnar og
svara fyrirspurnum. Þetta er
fyrsti liður í viðleitni J.C.
Reykjavík til að kynna borgurum
hin ýmsu útivistarsvæði innan
borgarinnar, síðar verður fjallað
um t.d. Laugardalinn og Heið-
mörk.
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir
fjölskylduna til útivistar án
langra ferðalaga og ættu sem
flestir að taka með sér kaffisopa
ef veður leyfir.
Undirbúning á þessu verkefni
hefur J.C.-dagsnefnd J.C.
Reykjavík haft með höndum.
(Fréttatilkynning)
*st:.rt.
Vegamál voru mjög til umræðu á borgarafundinum
*
Isafjörður:
Borgarafundur
um bæjarmál
í FYRRAKVÖLD, fimmtudag,
var haldinn borgarafundur á
ísafirði um málefni bæjarfélags-
ins. Fundarboðandi var bæjar-
sjóður og fluttu fulltrúar allra
flokka sem aðild eiga að bæjar-
stjórninni framsöguerindi. Þeir
voru Guðmundur Ingólfsson for-
seti bæjarstjórnar fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, Guðmundur
Sveinsson fyrir Framsóknar-
flokkinn, Sturla Halldórsson
fyrir Óháða og Aage Steinsson
fyrir Alþýðubandalagið.
Fundurinn, sem var mjög fjöl-
mennur, var haldinn í gagnfræða-
skólanum. Fóru fram miklar og
málefnalegar umræður um bæj-
armálin, að sögn Guðmundar Ing-
ólfssonar, og tóku 26 til máls, auk
bæjarfulltrúanna. Rætt var um
framkvæmdir bæjarins og fór
mikill tími í umræður um hrein-
lætis- og umhverfismál. Kom þar
fram, að bæjarfulltrúar bíða í
ofvæni eftir því hver verður
framtíð Olíumalar h.f. en það er
eina fyrirtækið í landinu, sem
getur selt Vestfirðingum olíumöl
og malbik. Framtíð félagsins velt-
ur nú alfarið á afstöðu ríkisvalds-
ins, svo sem kunnugt er. Jón
Þórðarson, forstjóri Steypustöðv-
arinnar á Isafirði, flutti ræðu á
fundinum og gat yfirgripsmikilla
athugana sem hann hefur látið
gera á möguleikum steypu í vega-
gerð. Hann hefur nú þegar átt
viðræður við forráðamenn Vega-
gerðar ríkisins og ráðherra um
þessi mál. Hugmyndir hans byggj-
ast á notkun nýrrar tegundar
steinsteypu sem notuð hefur verið
með góðum árangri í Þýskalandi
síðustu ár. Að sögn Guðmundar
Ingólfssonar kemur vel til álita
fyrir bæjarsjóð að nýta þennan
möguleika við sumar aðstæður.
Jón hefur boðað til fundar með
framámönnum um þessi mál á
ísafirði í næstu viku.
Málefni dráttarbrautar á ísa-
firði voru einnig til umræðu.
Virðist sem samstarfsgrundvöllur
sé að skapast með M. Bernharðs-
son h.f. skipasmíðastöð og bæj-
arsjóði í þeim málum. Nú er hafin
endurbygging gömlu smábáta-
dráttarbrautarinnar, sem var á
Torfnesi, á athafnasvæði dráttar-
brautarinnar í Neðstakaupstað og
er jafnvel gert ráð fyrir að hægt
verði að taka hana í notkun á
þessu vori. Þá liggja nú fyrir
áætlanir um byggingu 60 metra
viðlegukants við dráttarbrautina
vegna nýsmíða og viðhalds stórra
skipa. Áætlaður kostnaður er um
170 milljónir króna. Fyrirspurnir
voru gerðar um neysluvatn bæjar-
búa en það hefur verið mjög
slæmt. Guðmundur Ingólfsson
sagði að ekkert yrði af fram-
kvæmdum þetta árið, en unnið
væri að undirbúningi við að leysa
þetta vandamál með lang-
tímaáætlun, enda er sú fram-
kvæmd mjög kostnaðarsöm. Bæj-
arfulltrúar voru mjög ánægðir
með fundinn og töldu mikilvægt
að eiga á þennan hátt gott og
málefnalegt samstarf við íbúa
bæjarinns. Fundinum lauk um
miðnætti. Úlfar
J. C. Akureyri 10 ára:
Eldyarnardagur í
tilefni afmælisins
félagsmenn, en skólanemar fá sér-
stakan afslátt. Félagsmenn ganga
fyrir.
JUNIOR Chamber Akureyri
verður 10 ára á sunnudaginn og
minnist afmælisins með því að
gangast fyrir cldvarnardegi á
Akureyri á laugardag. Þá verður
upplýsingarit um eldvarnir og
rétt viðbrögð við eldsvoðum borið
í hvert hús á Akureyri og ná-
grenni endurgjaldslaust.
Slökkvilið Akureyrar mun efna
til sýnikennslu í meðferð hand-
slökkvitækja á bílastæðinu vestan
við slökkvistöðina kl. 14 á laugar-
dag, og félagar í JC munu annast
sölu á reykskynjurum.
Þá hefur nefnd innan félagsins
látið gera vegvísa með götukorti
af Akureyri, en þar eru ýmis
fyrirtæki og stofnanir merkt inn
á. Vegvísunum verður komið fyrir
við akstursleiðir til bæjarins.
Einnig hefur verið efnt til
ritgerðarsamkeppni í efstu bekkj-
um grunnskólanna á Akureyri í
vetur um efnið „Unglingurinn og
vímugjafinn". Niðurstöður munu
birtar bráðlega og verðláun af-
hent.
JC Akureyri mun minnast 10
ára afmælis síns með hófi á Hótel
KEA á laugardagskvöld, en einnig
hefir félagið gefið út veglegt
afmælisrit. I félaginu eru nú 66
félagar, þar af 5 konur. Nýlega var
stofnað nýtt JC-félag á Akureyri,
sem ber nafnið Súlur og er 28.
JC-félagið á íslandi. í því er 1200.
félaginn, en stofnendur eru 25, þar
af 16 konur. Forseti Súlna er
Haukur Ingólfsson.
Stjórn J.C.A. 1979—1980. Aftari röð frá vinstri: Ragnar Tryggvason,
meðstjórnandi, Helgi Guðmundsson, gjaldkeri, Július Snorrason,
fráfarandi forseti, Kári í. Guðmann, ritari, Jóhannes Axelsson,
mcðstjórnandi. Fremri röð frá vinstri: Már Jóhannsson, varaforseti,
Lárus Ragnarsson, forseti, Trausti Jóhannsson, varaforseti. (Á
myndina vantar Árna B. Pétursson, varaforseta.)