Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
frá borgarstjórn.. .frá borgarstjórn.. .frá borgarstjórn.. . frá borgarstjórn.. .frá borgarstjórn..
Ofstækisfullur sér-
trúarflokkur í Alþýðu-
bandalaginu opinber-
ar sitt rétta andlit
— segir Magnús L. Sveinsson
Á borgarstjórnarfundi sem
haldinn var fyrir nokkru voru
nokkrar umræður um svokallaða
Höfðabakkabrú, sem tengja á
saman Breiðholts- og Árbæj-
arhverfi. Fyrir fundinum lá
erindi frá framkvæmdaráði varð-
andi skiptingu á f járveitingu til
þjóðvega í þéttbýli, en þar á
meðal var byrjunarframkvæmd
til Höfðabakkabrúar að upphæð
200 milljónir króna.
Fyrstur borgarfulltrúa tók til
máls Björgvin Guðmundsson (A).
í upphafi máls síns gerði Björgvin
grein fyrir tillögum að skiptingu
fjár til þjóðvega í þéttbýli og kom
þar fram að til byrjunarfram-
kvæmda við Höfðabakkabrú ætti
að verja 200 milljónum á þessu
ári. Björgvin sagði að fram-
kvæmdir við Höfðabakka hefðu
verið skoðaðar vandlega, bæði
hvað varðaði brúna og veginn og
hefði verið haft samráð við um-
hverfismálaráð, skipulagsnefnd,
borgarráð og aðra aðila um þetta
mál. Björgvin sagði þær raddir
hafa heyrst að færa ætti brúna
neðar, t.d. að Kermóafossi, en það
kvað hann óráðlegt, vegna útivist-
arsvæðis sem vegurinn þyrfti þá
að liggja yfir. Björgvin sagði að
þegar atvinnusvæðin í Borgarmýri
og á Ártúnshöfða væru fullbyggð
þá kæmi Höfðabakkinn að góðum
notum. Þegar svo væri komið
myndi umferð á Höfðabakka
nema um 1700 bílum á sólarhring,
og bygging hans væri hagstæð.
Björgvin sagði hlutverk Höfða-
bakkans margþætt en þó væri
megin hlutverk hans að tengja
saman hinar fjölmennu byggðir í
Breiðholti og Árbæ og koma á
sambandi milli Breiðholts og at-
vinnusvæðisins á Ártúnshöfða. Þá
sagði Björgvin það öryggismál
fyrir Breiðholtsbúa að fá veg
þennan, því engin væri slökkvi-
liðsstöðin í hverfinu og því myndi
slökkvilið Árbæjar auðveldlega
geta þjónað Breiðholti um stund-
arsakir.
Björgvin Guðmundsson sagði að
undirbúningur hins nýja Höfða-
bakka hefði staðið lengi yfir í
nefndum og ráðum borgarinnar.
„Nú þegar meðferð málsins er
komin á lokastig," sagði Björgvin,
„berst ósk um að málinu verði
vísað til umhverfismálaráðs á ný.
Ég tel það fráleitt og er því
algerlega andvígur, málið hefur
þegar fengið fullnægjandi um-
fjöllun umhverfismálaráðs, enda
var þá tekið tillit til vissra ábend-
inga ráðsins," sagði Björgvin.
Hann sagði að í þessu máli
toguðust á tvö sjónarmið, sjón-
armið þeirra sem vilja greiðar
samgöngur, aukið öryggi og lægri
flutningskostnað. Hins vegar væri
einstrengingsleg sjónarmið um-
hverfisverndarmanna. „Ég aðhyll-
ist fyrra sjónarmiðið," sagði
Björgvin, „og ég vona að svo sé
einnig um meirihluta borgar-
fulltrúa."
Minnisvarði
um úrelt um-
ferðarskipulag
Er Björgvin hafði lokið ræðu
sinni kom í pontu Álfheiður Inga-
dóttir (Abl), en hún er formaður
umhverfismálaráðs. Álfheiður
sagði að meirihluti umhverfis-
málaráðs hefði komizt að þeirri
niðurstöðu að ekki væri tímabært
að ráðast í framkvæmdir við
Höfðabakkabrú á komandi sumri.
Hún sagði að meirihluti ráðsins
teldi nauðsynlegt að endurskoða
umfang vegarins og brúarinnar
með tilliti til náttúruverndar og
framtíðarþróunar Árbæjarsafns.
Síðan flutti Álfheiður svohljóð-
andi frestunartillögu:
„Borgarstjórn samþykkir að
fresta á þessu ári byrjunar-
framkvæmdum við Höfðabakka og
brúargerð yfir Elliðaár en sam-
þykkir tillögu borgarverkfræðings
um skiptingu fjárveitinga til þjóð-
vega í þéttbýli að öðru leyti. Felur
borgarstjórn borgarverkfræðingi
og framkvæmdaráði að gera nýja
tillögu um í hvaða önnur verkefni
verja skuli þeim 200 milljónum
króna, sem í Höfðabakkann voru
ætlaðar á þessu ári skv. fyrri
tillögu. Jafnframt samþykkir
borgarstjórn að við þá endurskoð-
un aðalskipulagsins, sem í hönd
fer, verði kannað til hlítar, hvort
skipulagslegar forsendur fyrir
umfangi Höfðabakkabrúar stand-
ast enn í dag þannig að hefja megi
framkvæmdirnar í fullri vissu þar
um á árinu 1981. Reynist forsend-
urnar hins vegar þreyttar verði
fyrir næstu áramót unnið að
hönnun ódýrari og minni teng-
ingar milli Árbæjar- og Breið-
holtshverfa, þannig að fram-
kvæmdir við tengingu þessara
hverfa hefjist eigi síðar en á árinu
1981.“
Síðan rakti Álfheiður forsend-
urnar fyrir tillöguflutningnum og
kom fram í máli hennar að þær
forsendur sem fyrir brúargerðinni
væru, væru að verulegu leyti
brostnar. Nefndi hún þar að aðal-
skipulagið stæðist ekki á vissum
sviðum, fólksfjölgun væri ekki sú
sem ráð hefði verið fyrir gert,
Fossvogsbraut væri hæpin, m.a.
vegna andstöðu Kópavogs.
„Þó flest bendi til þess að
Höfðabakkinn verði lítið annað en
minnisvarði um úrelt umferðar-
skipulag og hrein tímaskekkja er
lagt ótrúlegt kapp á þessa fram-
kvæmd og manni hlýtur að verða
spurn — til hvers?" sagði Álfheið-
ur. Álfheiður svaraði spurningu
sinni sjálf, að nokkru leyti og
nefndi þar öryggissjónarmið. Hún
kvaðst ekki vera á móti hverskon-
ar tengingu þarna á milli. „Hitt er
aftur skoðun okkar,“ sagði hún,
„að mun hógværari tenging,
minna mannvirki og ódýrara,
myndi þjóna þessum öryggis-
hagsmunum jafnvel og Höfða-
bakkabrúin og einnig anna al-
mennri umferð milli hverfanna."
Álfheiður sagði að það væri
skoðun ýmissa að umferðarþungi
frá Breiðholti í átt að atvinnu-
svæðunum á Ártúnshöfða væri
það mikill að þörf væri á mann-
virki sem þessu. Þá benti hún á að
allir sérfræðingar sem um þetta
mál hefðu fjallað væru sammála
um að ef Höfðabakkabrúin væri
til í dag þá færu um hana 3500
bílar á sólarhring, en sú umferð
réttlætti ekki gerð brúarinnar.
Síðan ræddi Álfheiður nokkuð um
gildi Elliðaárdals sem útivistar-
svæðis fyrir borgarbúa og taldi
óþarft að spilla dalnum með þessu
mannvirki.
Til umf jöllunar
í þrjú ár
Að máli Álfheiðar loknu tók til
máls Kristján Benediktsson (F).
Kristján varpaði fram þeirri
spurningu hvað myndi gerast eftir
eitt ár, ef frestunarbeiðni Álfheið-
ar yrði sinnt. Hann sagði að þetta
mál hefði verið til umfjöllunar í
borginni síðustu þrjú árin og væri
það nokkur frestur. Kristján sagði
að því hefði aldrei verið mótmælt
að þörf væri fyrir þessa brú. Þá
benti hann á að innan fárra ára
yrðu um 25000 manns búsettir í
Breiðholtinu, en eins og kunnugt
væri þá væru þar fá atvinnutæki-
færi. Það væri mikilvægt fyrir
Breiðholtsbúa að fá þennan veg ,
m.a. til þess að komast skemmri
leið til vinnu. Kristjáni fannst
%
1
Ólafur B. Thors
Albert Guðmundsson
Sigurjón Pétursson
Markús Örn Antonsson
Sigurður Tómasson
jmwz/Æ wyy. ■m W
K. A im ■ p
lil r '
f\ f m
Björgvin Guðmundsson Álfheiður Ingadóttir Kristjún Benediktsson Magnús L. Sveinsson Elín Pálmadóttir