Morgunblaðið - 22.03.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 33 borgarstjórn.. .frá borgarstjórn.. .frá borgarstjórn.. .frá borgarstjórn.. .frá borgarstjórn.. hæpið að telja þann stað þar sem brúin ætti að koma yfir, til Elliðaárdalsins sjálfs, þar sem brúnni væri ætlaður staður rétt neðan stíflunnar. Kristján benti á að því hefði verið haldið fram að brúin væri of stór, en það væri hæpið, vegna þess að hún gæti varla verið minni en tveggja akreina. Því væri erfitt að gera sér grein fyrir því hvað menn ættu við þegar þeir ræddu um minni brú. Kristján sagðist ekki hafa áhyggjur af því að vegurinn ætti eftir að hafa slæm áhrif á Árbæj- arsafn. Hann sagði veginn nauðr syn, ef réttri stærð og á réttum stað. Staðsetning brúarinnar æskileg Næstur talaði Magnús L. Sveinsson (S). Hann sagði það nauðsynlegt að koma á tengingu milli Breiðholts og Árbæjar, og ekki væri ágreiningur um það. Magnús sagði að Álfheiður talaði um „hógværari tengingu", en það væri út í bláinn, enda gætu þeir í Alþýðubandalaginu ekki tjáð sig um hvar þessi „hógværa tenging" ætti að vera. Þá benti Magnús á að svokallaður Ofanbyggðarvegur nýttist ekki nema til ferða út úr borginni og væri því ekki inni í myndinni. Magnús sagði helstu rökin fyrir vegarlagningunni væru öryggissjónarmiðin. Með tilkomu vegarins væru fleiri en ein leið út úr borginni yfir Elliðaárnar, bját- aði eitthvað á. Magnús sagði að staðsetning brúarinnar væri æski- leg þegar hún væri skoðuð í ljósi þess hvernig æskilegt væri að íbúðarbyggðin í Breiðholti tengd- ist atvinnusvæðunum á • Ártúns- höfða og í Borgarmýri. Þá benti hann á að með tilkomu brúarinnar væri mögulegt að koma á fót sameiginlegum framhaldsskóla fyrir Breiðholts- og Árbæjar- hverfi. Þá gerði Magnús að um- talsefni staðsetningu slökkvi- stöðvar og sjúkrabifreiða fyrir hverfin, en með tilkomu brúarinn- ar gæti stöðin í Árbæ þjónað Breiðholtinu um einhvern tíma. Magnús sagði mál þetta hafa fengið ítarlega og vandaða með- ferð í borgarkerfinu, búið væri að fjalla um það á mörgum stöðum innan borgarkerfisins. Magnús sagði að brúin sem nú væri rætt um væri fyrirferðarminni valkost- ur en áður hefði verið talað um. Umfang vegarins og brúarinnar hefði verið minnkað og væri brúin nú helmingi mjórri en ætlað hafði verið. Þá væri vegurinn í 100 metra fjarlægð frá Árbæjarsafni og einnig yrðu gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hávaða frá veginum, þannig að safngestir ættu ekki að verða fyrir óþægind- um vegna vegarins. Þá gerði Magnús að umtalsefni hin miklu blaðaskrif sem orðið hafa um þetta mál. Nefndi hann ýmis dæmi úr Þjóðviljanum og sagði að þar væri hallað réttu máli og færði rök fyrir því. Þá vék Magnús máli sínu að embættismönnum borgarinnar og sagði að embættismenn borgar- innar ættu að vinna á hlutlausan hátt og gefa sem sannastar upp- lýsingar um allt það er borgina varðar. Magnús sagðist telja að sumir starfsmenn borgarinnar hefðu farið langt út fyrir þessi takmörk að undanförnu. Þeir hefðu farið í fjölmiðla og túlkað sínar persónulegu skoðanir á mál- unum. „í skipulagsmálum, sem eru umdeild meðal borgarfulltrúa og ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um, hafa þeir jafnvel gengið svo langt að panta mót- mælasamþykktir við sjónarmið þeirra, sem eru á annarri skoðun en þeir sjálfir," sagði Magnús. Þá átaldi Magnús harðlega að ekki skyldi orðið við beiðni félagasam- taka um fund með íbúum Árbæj- arhverfis, til að upplýsa alla þætti þessa máls og tryggja það að íbúarnir fengju hlutlausar upplýs- ingar um málið. „Það að fundur- inn var ekki haldinn," sagði Magn- ús, „er kannski enn eitt dæmið um það, hvernig núverandi meirihluti hundsar borgarana, vill ekkert við þá tala og vill ekkert með skoðanir þeirra hafa.“ Magnús sagði ljóst að „fámenn- ur ofstækisfullur sértrúarflokkur í Alþýðubandalaginu, í skipulags- og umhverfismálum, hefði nú op- inberað sitt rétta andlit og reynir nú að taka völdin í skipulagsmál- um borgarinnar.“ Tenging milli Árbæj- ar og Breiðholts nauðsynleg Elín Pálmadóttir (S) tók næst til máls. Elín sagði það mikið vandaverk að samrýma líf í borg og ekki væri hægt að líta á málin frá einu sjónarhorni eingöngu. Elín sagði að það væri raunveru- leg þörf á Höfðabakkabrúnni og ekkert brúarstæði yfir árnar væri betra en þetta. Hún sagði teng- ingu á milli Árbæjar og Breiðholts nauðsynlega, en ekki taldi hún að um mjög mikla umferð yfir brúna yrði að ræða, en ef af byggingu hennar yrði, þá yrði það öllum til góðs. Á eftir Elínu talaði Sigurj^ Pétursson (Abl). Hann sagði að hér væri ekki um flokkspólitískt mál að ræða og sagði að borgar- fulltrúar virtust sammála um nokkur atriði. Þeir væru sammála um nauðsyn umferðartenginar á milli Breiðholts- og Árbæjar- hverfis og einnig væru þeir sam- mála um að á þessu ári kæmi engin tenging. Sigurjón benti á að þegar hefði vérið varið 40 milljón- um króna til þess að hanna fjögurra akreina brú sem væri liður í samfelldu umferðarkerfi. Hann hvað engan veginn tíma- bært að samþykkja 200 milljóna fjárveitingu í mannvirki sem héngi í lausu lofti. Sigurjón hvatti til að frestunartillagan yrði sam- þykkt. Staðsetningin æskileg Næstur talaði Markús Örn Ant- onsson (S). Hann sagði að sér fyndist þetta mál líta skringilega út. Hann sagði að svo virtist sem menn væru sammála um að koma á tengingu á milli Árbæjar og Breiðholts, en ekki á þessum stað. Hann sagði að sér fyndist miður ef að þyrfti að velja annan stað, því þessi væri æskilegur á margan hátt. Hann kvaðst ekki óttast það umferðarmagn sem sumir borg- arfulltrúar virtust óttast, að færi yfir brúna. Markús sagði að hér væri verið að hræða borgarbúa að ástæðulausu. Álfheiður (Abl) kom næst upp og sagði að orðræður og rök- semdafærslur kæmu að litlu gagni. Menn virtust sitja við sinn keip í þessu efni. Björgvin Guðmundsson (A) tal- aði næstur. Hann sagðist andvígur tillögu Álfheiðar um frestun, því nú væri komið að ákvarðanatöku. Raunverulega væri búið að taka þessa ákvörðun fyrir löngu, aðeins væri verið að taka ákvörðun um það fjármagn sem fara ætti í framkvæmdina í ár. Því væru þessar umræður tímaskekkja. Björgvin sagði þörf fyrir brúna og hún myndi koma á næstu tveimur árum. Sigurður Tómasson (Abl) talaði næstur. Hann sagði að frestunar- tillaga Álfheiðar væri hógvær og hvatti til að hún yrði samþykkt. Þá sagðist hann vona að borgar- fulltrúar létu skynsemina ráða i þessu máli. Þá kom upp Albert Guðmunds- son (S). Hann sagði að það stafaði hætta af því hvaða fólk kæmi inn í skipulagsmálefni borgarinnar. Þá kvað Albert nauðsynlegt að reisa brúna og hvatti til að það yrði samþykkt Raunsæismenn gegn úrtölu- mönnum Síðastur talaði Ólafur B. Thors. Hann sagði að sér virtist sem öll efnisatriði málsins væru fram komin. Hann leiddi athygli borg- arfulltrúa að því að uppi væru tvö sjónarmið í málinu. Annars vegar væri sjónarmið þeirra sem vildu borginni vel og hins vegar sjón- armið úrtölumannanna. Hann sagði úrtölumenn vilja draga úr öllum framkvæmdum og fresta ákvörðunum. Ólafur sagði að raunsæismenn væru í meirihluta í þessu máli, en aðeins væri verið að eyða tíma og peningum ef ætti að velta upp hlutunum aftur og aftur og skoða þá að nýju. Hann sagði að öllum væri hollt að hafa það í huga að Reykjavík yrði ekki snið- inn þröngur stakkur úr þessu. Hann sagði að borgin yrði að fá að stækka og dafna, borgarbúum til hagsbóta. Að síðustu sagði Ólafur að hann vonaðist til þess að mat raunsærra manna yrði ofan á í væntanlegri atkvæðagreiðslu um þetta mál. Alþýðubanda- lagið sat hjá Er borgarfulltrúar höfðu lokið máli sínu var framkomin frestun- artillaga borin undir atkvæði. Hún var felld með tíu atkvæðum gegn fimm atkvæðum Alþýðu- bandalagsins. Þá voru greidd at- kvæði um brúna sjálfa og fjárveit- inguna til hennar. Var það sam- þykkt með tíu atkvæðum gegn engu, en Alþýðubandalagið sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.