Morgunblaðið - 22.03.1980, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabankans - Síðari grein
Innlánsbinding
og' afurðalán
Áhrif á peningalegt
jafnvægi og þróun banka
kerfis og atvinnuvega
Misvægi
magnast
Upp frá þessu seig stöðugt á
ógæfuhliðina, einkum frá síðari
hluta árs 1973, unz endurka'up
fóru fram úr bundnu fé í marz
1975. Hreyfðust þessar stærðir
síðan mikið til jafnhliða fram um
mitt ár 1977, en þaðan af voru
endurkaupin í vaxandi mæli hærri
fram í árslok 1978, er þau námu
39,7 milljörðum á móti 32,9 millj-
örðum bundins fjár, eða 6,9 millj-
örðum hærri. Á árinu 1979 dró
nokkuð úr vandanum, svo' að
bundna féð var fram eftir árinu
lítið eitt meira en endurkaupin,
þar til snaraðist um í nóvember
með 60,2 milljörðum endurkaupa á
móti 50,7 milljörðum bundins fjár.
Afstöður þessar færðust nokkuð
til skaplegra horfs í desember og
þó einkum í janúar þessa árs,
þegar binding hafði farið fram af
vaxtafærslu innlánsstofnana í
desember, en þó langt frá því sem
vera þyrfti.
Á afstöðumyndinni kemur
fram, að endurkaupin urðu 10%
hærri en bundna féð bæði í árslok
1975 og 1979. Er það einkennandi
fyrir tímabilið þar á milli, þótt
afstaðan hafi verið nokkuð breyti-
leg og endurkaupin náð 21% yfir
bundna féð í árslok 1978 og 19% í
nóvember 1979. Af öðrum ástæð-
um, svo sem erlendum lántökum
og stöðu ríkissjóðs og opinberra
sjóða, var gjaldeyrisstaðan hins
vegar gjörólík, neikvæð í árslok
1975 en jákvæð 1979, þótt hún
væri þá aðeins um hálfdrættingur
á við æskilegt mark fyrr á árum.
Orsakir þessarar andstæðu
framvindu voru margþættar og
orkuðu á báðar hliðar. Alkunna er,
að ráðstöfunarfé bankakerfisins
hefur rýrnað stórum af völdum
verðbólgu án verðtryggingar eða
samsvarandi fjármagnskjara á
móti. Með þeim hætti runnu út í
sandinn 68,5 milljarðar króna
næstu fimm árin eftir 1971, og er
rýrnunin á föstu verðgildi þá færð
til verðlags síðustu áramóta. Mið-
að við núgildandi 28% hámarks-
bindingu, skerðir þetta bundna féð
um 19 milljarða. Á móti þessari
rýrnun vó aukning bindingar
lengst af lítið, en þó svo að öll
aukning hámarksbindingar úr
20% 1971 í núgildandi 28% mundi
einnig skila 19 milljörðum af
innlánum síðustu áramóta. Þann-
ig má telja, að aukning bindingar-
innar sé óbein afleiðing verðbólgu-
eftirgjafar lánsfjárins.
Á hlið endurkaupanna varð
einnig rýmkun, í fyrsta lagi áður
greind hækkun endurkaupahlut-
falls úr 55 í 58.5%, í öðru lagi
vaxandi endurkaup iðnaðarvara
til aukins jafnræðis og í þriðja
lagi endurkaup olíulána frá
margföldun olíuverðs 1973—1974.
Lagt hefur verið lauslegt mat á
þessar rýmkanir, og þá í tilviki
iðnaðar tekið mið af þróun þjóð-
arframleiðslu. Nam aukning end-
urkaupanna af völdum þessarar
rýmkunar um 14—24% á árunum
1975-1977.
Sem skýrt dæmi um heildar-
áhrif þessara breytinga má nefna,
að árið 1971 námu endurkaupin
um 10.5% af heildarinnlánum
innlánsstofnana, en um áratug á
undan hafði þetta hlutfall oftast
^gið á bilinu 11—14%. Árin
"’8—1979 var það hins vegar
ast um 23—28%, og var þegar
verst gegndi, nærri þrefalt á við
hlutfallið 1971.
Þannig lagðist allt á eitt að
færa afstöðu innlánsbindingar og
endurkeyptra afurða- og rekstr-
arlána í óhagstæðara horf. Varð
það tilefni þeirrar stefnumótunar
af hálfu Seðlabankans að ráðast
til atlögu við vandann frá báðum
hliðum, annars vegar með þeirri
niðurfærslu endurkaupahlutfalls
frá árinu 1978, sem hér að framan
var greint frá, og hins vegar með
hækkun bindingarhlutfalls á síð-
asta ári. Lánskjarastefnan á hér
einnig miklu hlutverki að gegna
og er almennt skilyrði árangurs af
hinum sérstöku aðgerðum.
Færsla endurkaupahlutfallsins í
febrúar sl., niður í 52% út á
útflutningsafurðir og 48.5% út á
aðrar afurðir, var hugsuð sem
fyrsta skref breytingar í þrem
áföngum niður í 50% og 46.5% í
sömu röð talið. Þegar til kom,
reyndist aðstaða viðskiptabank-
anna óhagstæðari en vænst var til
þess að taka á sig þá aukningu
viðbótarlána, sem óhjákvæmileg
þætti í hverju tilviki. Með hliðsjón
af þessu, svo og sérstakri ósk
ríkisstjórnarinnar um endurskoð-
un þessarar ákvörðunar, hefur
náðst samkomulag við viðskipta-
bankana um að þeir hækki viðbót-
arlán um 1.5%-stig til jafns við
framkomna lækkun endurkaupa,
en frekari lækkun þeirra komi
ekki til framkvæmda að svo
stöddu. Er málið þannig í bið-
stöðu, sem brýnt er, að nýtist vel
til yfirvegunar um stefnumótun
fram á við.
Stefnuviðhorf
Hér á undan hefur verið vikið
nokkuð að stefnuviðhorfum þess-
ara mála. Verður sá þráður nú
tekinn upp að nýju. Stefnuviðhorf-
in varða einkum eftirtalin megin-
markmið, sem telja má að um-
rædd tæki peningamála séu til
fallin að hafa áhrif á: a) peninga-
legt og þjóðhagslegt jafnvægi,
b) skipulagsbyggingu og þróun
bankakerfisins og c) skipulags-
byggingu og þróun atvinnuveg-
anna, sem þjónað er.
Sem stjórntæki peningamála
þarf innlánsbindingin að vera rúm
og sveigjanleg til beitingar eftir
breytilegum efnahagsaðstæðum.
Við viss skilyrði, svo sem mikið
peningaútstreymi af völdum
gjaldeyrisöflunar, greiðsluhalla
ríkissjóðs eða stórframkvæmda
fyrir erlent lánsfé, getur þurft að
beita mjög háu bindingarhlutfalli,
en í öðrum tilvikum lágu hlutfalli
eða jafnvel engri nýrri bindingu.
Sveigjanleika af þessu tagi hefði
verið unnt að varðveita með því að
forðast að keyra bindinguna jafnt
og þétt upp í lögbundið hámarks-
hlutfall, svo að það gildi statt og
stöðugt upp frá því. Sá kostur
hefur hins vegar reynst óhjá-
kvæmilegur til þess að vega á móti
stöðugri ásókn endurkaupa og
annarra þensluafla. Hið reglu-
bundna miðlunarhlutverk bind-
ingar og endurkaupa til samans
milli bankastofnana og í vil til-
teknum atvinnuvegum hefur
þannig tekið völdin af peninga-
legri hagstjórn. Veruleg slökun á
þessu miðlunarhlutverki gegnir
þannig lykilhlutverki til endurnýj-
unar á sveigjanleika bindingar-
innar sem hagstjórnartækis. Sem
slíkt tæki er ekkert atriði, að
bindingin sé að stofni til hátt
hlutfall, heldur að binda megi
mjög mishátt hlutfall eftir atvik-
um. Að óbreyttum endurkaupa-
eglum væri að vísu unnt að auka
sveigjanleikann með því að há-
mark bindingar gilti t.d. aðeins
við uppgjör einu sinni á ári, en
sveiflur mættu vera upp fyrir það
mark innan ársins. Hætt er við, að
slíkt mætti tortryggni, leiddi til
óhæfilega hárrar meðalbindingar
og yrði til að þoka hámarki
bindingar enn upp á við.
Endurkaupin eru önnur hlið
þessa peningalega misvægisvanda.
Þau opna sjálfvirka leið til þenslu
beint úr Seðlabankanum, og er sú
dæla oft í hvað mestum gangi,
þegar verst gegnir. Á þeim tímum
mætti beita innlánsbindingunni
til mótvægis, væri hún ekki bund-
in við hámarkið og héldi sveigjan-
leika. En svo sem nú er ástatt,
verður að leita lags að draga úr
endurkaupunum.
Gagnstætt þessu hefur komið
fram sú skoðun, að gengisbinding
afurðalána til útflutningsfram-
leiðslu feli í sér, að til endurkaup-
anna sé notað erlent fé, svo að
mótvægi innlánsbindingar gagn-
vart þeim skipti ekki lengur máli.
Þessi mótbára snertir þó engan
veginn kjarna þessa máls. Geng-
isbinding verulegra fjárhæða
ríkisskulda var af þessu tilefni
færð yfir á endurkaupin, en að
öðru leyti má líta svo á, að á móti
þeim standi almennar gjaldeyr-
isskuldir Seðlabankans og aðrar
gengisbundnar skuldbingingar
hans. Að auki gerði gengisbind-
ingin það kleift frá lánskjarasjón-
armiði að taka sérstök erlend lán
út á afurðaverðmæti við útflutn-
ing eða jafnvel fyrr. Gengisbundin
lánskjör voru hins vegar heimiluð
með lögum án tillits til þess, hvort
mótvægi erlendra lána væri fyrir
hendi.
Þessi lánskjarasamsvörun segir
hins vegar ekkert um það, hve
miklar lántökur erlendis séu æski-
legar, né heldur hve miklu
peningaútstreymi þjóðarbúskap-
urinn tekur við án-jafnvægisrösk-
unar. Því meira sem afurðirnar
eru skuldsettar, þeim mun lengri
bið er eftir hreinum afrakstri til
ráðstöfunar. Hið sama á við um
innflutning gegn gjaldfresti,
þannig að þessir liðir eiga hlut að
eins konar útvíkkaðri gjaldeyr-
isstöðu, sem stundum er gerð upp.
Mikil skuldsetning af þessu tagi
eykur áhættuna gagnvart áföllum
og kallar að öðru jöfnu á stærri
gjaldeyrisvarasjóð. Þegar gildandi
heimildir, svo sem til innflutn-
ingsgjaldfrests, hafa verið notað-
ar í vaxandi mæli, er full ástæða
til að sporna við.
Staðan á alþjóðlegum lána-
markaði skiptir hér einnig máli,
en hún hefur verið örðug síðasta
árið sökum verðbólgu, olíuverð-
hækkana o.fl. Miðað við gildandi
vaxtakjör á markaði dollaralána
nema afurðalánavextir Seðlab-
ankans innan við helmingi, svo að
erlend fjármögnun yrði óhagstæð-
ari en virðist við fyrstu sýn.
Þar fyrir ber ekki að gleyma, að
möguleiki þessi er opinn, ef hag-
stætt reynist síðar að nýta hann,
svo sem ef áföll dynja yfir,
samtímis því að alþjóðlegur lána-
markaður sé hagstæður.
Varðandi hina hliðina á þessu
máli, þ.e. hvort æskilegt sé að
hleypa auknu fjárstreymi utan að
inn á hinn almenna peningamark-
að, verður að segjast, að við
ríkjandi þenslu og verðbólgu er
fátt sem réttlætir slíka ráðstöfun.
Sé næst litið til skipulags og
þróunar bankakerfisins, verður að
segja, að miðlunarkerfi innláns-
bindingar og afurðalána heldur
því í spennitreyju og hamlar
þróun þess til nútímalegs horfs.
Mikil breyting er orðin á skipu-
lagsramma bankakerfisins frá því
að kerfi þetta var sett á laggirnar.
í stað þriggja ríkisbanka, sem
þjónuðu einhæfu atvinnulífi, með
yfirgnæfandi áherzlu á tæpa
gjaldeyrisöflun og verulega sér-
greiningu eftir atvinnuvegum, er
komið kerfi sjö viðskiptabanka og
nokkurra öflugra sparisjóða, auk
hinna smærri, í opinberri, félags-
legri og einkaeign. Kerfi þetta
stefnir og hlýtur að stefna á
alhliða þjónustu við fjölbreytt
athafnalíf, án verulegrar sérgrein-
ingar eftir atvinnuvegum, en með
ríkri gagnkvæmni á báðar hliðar
viðskiptanna. Fordæmi góðs
bankarekstrar að þessum hætti
eru allt í kringum okkur í grann-
löndunum. Er enginn vafi á, að'
flestir eða allir viðskiptabankar
hérlendis hafa nú slík fordæmi
fyrir augum.
Þessi stefna í bankarekstri er
reist á jafnvægi hagsmunavið-
horfa innlánaeigenda og lánþega í
stað einhliða arðnýtingar hinna
fyrrgreindu í þágu meira eða
minna ímyndaðra hagsmuna at-
vinnuveganna. Bankastofnanir
verða þannig ekki aðeins eðlilegir
málsvarar sanngjarnra jafnvæg-
islánskjara, heldur keppa að því
að efla innlánin með fjölbreyttri
þjónustu og ráðgjöf, og þá ekki
sízt með því að standa til reiðu að
veita sparendum fjármagnsfyrir-
greiðslu, þegar þörfin kallar þar
að. Það má ekki gleymast, að
innlánaeigendur eru líka fólk, að
þeirra eru einnig raunverulegar
þarfir.
Á lánþegahlið felur þessi stefna
í sér, að bankastofnanir verða að
hafa sjálfræði til þess að velja eða
hafna viðskiptamönnum eftir gildi
og arðsemi áforma þeirra, öryggi
fjárfestingar í þeim og frammi-
stöðu þeirra sjálfra og áreiðanleik.
Ennfremur verða bankarnir að
hafa sívökult eftirlit með og að-
hald að hlutaðeigandi rekstri og
vera sérfróðir ráðgjafar við lausn
fjárhagslegra vandamála. Með því
móti geta þeir haft mikil og
heillavænleg áhrif á skipulag og
þróun atvinnuveganna, áhrif sem
því miður eru enn of veigalítil
gagnvart íslenzkum atvinnu-
rekstri.
Miðlunarkerfi sjálfvirkra
afurðalána og endurkaupa þeirra
er í öllum meginatriðum bein
andstæða þeirrar jákvæðu og
sveigjanlegu bankastarfsemi, sem
hér hefur verið að vikið og fröm-
uðir bankamála vilja almennt
stefna að. Annars vegar beinir
þetta miðlunarkerfi athygli og
átaki að því að soga fé út úr
Seðlabankanum sem þeirri upp-
sprettu fjármagns, er hann getur
eðli málsins samkvæmt ekki verið
nema í mjög afmörkuðum mæli og
við fátíð skilyrði. Á hinn bóginn
eyðileggur sjálfkrafa réttur til
lánsfjárins að miklu leyti alla
aðstöðu lánastofnana til skyn-
samlegrar ráðdeildar í samskipt-
um við lánþega.
Kerfisþróun
í áf öngum
Því mun haldið fram og með
nokkrum rétti, að afurðalánakerf-
ið búi yfir ýmsum kostum. Það
hafi tryggt forgang mikilvægustu
grundvallarframleiðslunnar á erf-
iðum tímum og þá sérstaklega
stutt við bakið á sjávarútveginum
í harðri samkeppni við erlenda
aðila um auðlindir og markaði.
Það hafi tryggt jafnrétti í aðgangi
að lánsfé án mismununar.
Þetta ber að meta, en með jafn
góðum rökum má sýna fram á, að
þessar réttlætingar eru óðum að
missa gildi sitt. Ofurkapp sóknar í
sjávarútveg og landbúnað stefnir
til sóunar, og fjárfestingar í þeim
höfða til aðgæzlu og aðhaldssemi.
Þessir atvinnuvegir hafa ekki
lengur sömu þjóðhagslegu sér-
stöðu og áður. Hið lofaða jafnræði
til lánsfjár náði aldrei út fyrir
þessa atvinnuvegi, en aðrir hafa
orðið að búa við fyrirgreiðslu eftir
mati aðstæðna. Eftir því sem
lánsfjármarkaði þokar til jafn-
vægis, er síður ástæða til að óttast
mismunun. Gamalgróin forgangs-
kerfi, sem til var stofnað á
hallæristímum, eiga þannig ekki
lengur við, heldur eru hluti af
þeim viðjum, sem enn reyra at-
hafnalífið óhæfilega fast við
takmarkaða möguleika, viðjum
sem í mörgu öðru tilliti hafa verið
numdar brott. Sumir óttast í
þessu sambandi helst um afdrif
einstakra byggðarlaga. Þau eiga
nú styrkan bakhjarl í Byggðasjóði,
auk þess sem staðbundnar inn-
lánsstofnanir og stærri bankar
með útibúakerfi munu eftir sem
áður kosta kapps um að leysa úr
staðbundnum vandkvæðum.
Þar.sem hér er um rótgróinn
vanda og hefðbundið hátterni að
ræða, er ekki unnt að gera ráð
fyrir snöggum og stórtækum kerf-
isbreytingum. I þess stað er
nauðsynlegt, að menn setji sér
kerfismarkmið, er liggi nokkuð
frammi í tímanum og vinni síðan
stöðugt og skipulega að því að
nálgast það í áföngum. Aðgerðir
Seðlabankans á undanförnum ár-
um hafa miðað að slíku kerfis-
markmiði, enda þótt varlega hafi
verið farið í því að fullyrða um
endanlegt mark.
Innan bankakerfisins eru uppi
skipulagsvandamál, sem engin von
er til þess að leysist sjálfkrafa
með breytingu miðlunar- og af-
urðalánakerfisins í þá átt sem hér
er að vikið, enda þótt þau standi í
nánu sambandi við það kerfi. Á
þessum vanda þarf að taka sér-
staklega, og hafa komið fram
útfærðar tillögur um það, en
samhengið í stjórnmálalegri for-
ystu hefur fram til þessa reynst of
stopult til úrslita.
Það fyrirgreiðslukerfi Seðla-
bankans gagnvart innlánsstofnun-
um, sem við mundi taka, þyrfti
annars vegar að stuðla að lausn
þess langvinna misvægis, sem ekki
yrði leyst úr með sérstökum
skipulagsaðgerðum. Setja þyrfti
langtímamark, til áratugs eða svo,
um að vinda ofan af því. Hins
vegar þyrfti í hóflegum mæli að
sjá fyrir því tímabundna misvægi,
sem jafnan kann að koma upp í
rekstri bankastofnana af völdum
hagsveiflna og árstíðasveiflna
með tilliti til stöðu hverrar stofn-
unar gagnvart atvinnuvegum og
byggðarlögum. Þetta verður þó að
gerast innan ramma jafnvægis-
stjórnar á heildina litið og þannig,
að ætlast sé til sem mestrar
aðlögunar bankastofnananna
sjálfra að breytilegum aðstæðum.