Morgunblaðið - 22.03.1980, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
39
Daniel Jóhannssun
Pétur Jóhannsson
Hjálmar Einarsson
Gidlfaxa og Eiriki Finnssyni
ingjum þeirra okkar dýpstu samúð
og biðjum Guð að gefa þeim styrk
í miklu mótlæti.
Kristján J. Jónsson.
Að kvöldi mánudags 25. febrúar
s.l. barst mér sú harmafregn að
tveggja rækjubáta frá ísafirði
væri saknað og með þeim fjögurra
vaskra sjómanna á besta aldri.
Mig setti hljóðan og hugsaði:
„Getur þetta verið, er enn ein
fórnin færð af sjómannastétt-
inni?“ Jú, sú varð því miður
raunin.
Um miðjan þennan dag brast á
með aftaka S-V veðri, er allflestir
rækjubátar voru á sjó og áttu 3
bátar frá Vestfjörðum ekki aftur-
kvæmt úr þeim róðri. Tveir frá
ísafirði og einn frá Bíldudal.
Mikill harmur er nú kveðinn að
aðstandendum manna þeirra er
þar fórust. Bið ég góðan guð um
styrk þeim til handa.
ólafur Össurarson, æskuvinur
minn, fermingarbróðir og svili
fórst ásamt yngri broður sínum
Valdemar á bát þeirra bræðra
m/b Gullfaxa.
Ólafur var nýorðinn 48 ára
gamall. Hann var sonur þeirra
sæmdarhjóna Guðbjargar Her-
mannsdóttur og Össurar Valde-
marssonar frá Isafirði, en Össur
er nýlátinn eftir langvinna sjúk-
dómslegu. Óli Össurar en það var
hann jafnan kallaður af þeim sem
þekktu hann byrjaði snemma sjó-
mennsku eftir að skyldunámi lauk
og var á sínum yngri árum á
vertíðum bæði sunnan lands og
vestan á vetrum og allmörg sumur
á síldveiðum norðanlands, eins og
algengt var með unga menn á
þeim árum.
Varð Óli fljótlega eftirsóttur í
skiprúm sökum dugnaðar, sam-
viskusemi og frábærrar snyrti-
mennsku í hvívetna. Árið 1960
keypti hann ásamt Guðjóni Lofts-
syni mági sínum m/b Mumma,
lítinn en góðan bát sem þeir
stunduðu rækju og handfæraveið-
ar á, og varð þessi bátur þeim hin
mesta happafleyta um árabil. Árið
1968 keypti Óli svo m/b Gullfaxa,
ásamt Ægi Ólafssyni svila sínum,
sem þeir gerðu út um árabil í
góðri sambúð og oftast með frá-
bærum árangri. Árið 1974 keypti
Valdemar bróðir Óla hlut Ægis í
m/b Gullfaxa og voru þeir bræður
sameignarmenn allt til þess er hið
hörmulega slys varð og þeir fórust
með bát sínum í því aftakaveðri
sem öllum er í fersku minni.
Voru þeir bræður sérlega sam-
hentir og báturinn þeirra Gullfaxi
bar af öðrum bátum hvað snyrti-
mennsku og alla umgengni snerti.
Ekki brást heldur aflasældin þar
sem Óli var. Hún var söm sem
fyrr.
Óli giftist eftirlifandi konu
sinni Hjördísi Óskarsdóttur frá
Hrísey 5. janúar 1962 og eignuðust
þau þrjú mannvænleg börn: Ómar
23 ára, þá Valdemar, en hann
misstu þau hjón aðeins 4 ára
gamlan af slysförum fyrir nær 13
árum. Margrét er yngst, 11 ára
gömul. Óli átti einn son áður er
Jón heitir og býr hann í Keflavík.
Með þeim feðgum var ávallt mjög
gott samband.
Að þeim hjónum Óla og Hjör-
dísi, var þungur harmur kveðinn
er þau misstu svo snögglega
Valdemar litla, efnilegan indælan
dreng, en með gagnkvæmri ást og
trú yfirstigu þau sorg sína og
þökkuðu guð af alhug er þeim
fæddist einu og hálfu ári síðar
dóttirin Margrét.
Óli var hamingjusamur í fjöl-
skyldulífi sínu, heimili sitt mat
hann ofar öllu öðru og er það
rómað fyrir frábæra gestrisni og
höfðingsskap og voru þau hjón um
það mjög samhent.
Eitt er það sem ég tel fremur
öðru best hafa lýst mannkostum
Óla, en það var hversu hjálplegur
hann var þeim sem voru hjálpar-
þurfi, bóngóður og gjafmildur
þeim er minna máttu sín, að
ógleymdri hans sérlega léttu lund.
Foreldrum sínum reyndist hann
ávallt hið besta svo og systkinum
sínum og öllu venslafólki. Nú er
leiðir hafa skilist að sinni vil ég
þakka kærum vin fyrir ævilanga
vináttu sem aldrei hefur fallið
skuggi á. Ég vil þakka umhyggju
hans íyrir börnunum mínum, en
hann setti sig aldrei úr færi að
gera allt sitt besta fyrir þau og þá
ekki hvað síst er hann vissi að
geta okkar foreldranna náði ekki
til.
Skarð Óla stendur autt og verð-
ur ekki fyllt en mikil huggun
harmi gegn er fögur minning um
góðan dreng sem mun lýsa ástvin-
um hans öll ókomin ár.
Ég þakka Óla samfylgdina með
hrærðum hug með þeirri fullvissu
að hann sé nú alsæll hjá skapara
vorum og hafi nú sameinast sínum
elskaða syni og föður sem á undan
voru gengnir.
Öllum ástvinum hans votta ég
mína dýpstu samúð. Megi guð
styrkja aldraða móður hans sem
missti tvo sonu sína; eftirlifandi
systkini hans og venslafólk; elsk-
aða eiginkonu hans, Hjördísi; syn-
ina Jón og Ómar, Margréti litlu og
elskuleg barnabörnin. í guðs friði.
Pétur Geir Helgason
— Daníel
Jóhannsson
Fæddur 12. ágúst 1955
Dáinn 25. febrúar 1980
Þriðjudagurinn 26. febr. sl. var
dimmur dagur í fjölskyldu okkar.
Snemma morguns hringdi systir
mín til mín og sagði að Danni væri
týndur. Þann dag hraut margt tár
af hvarmi. Já, bilið er stutt milli
blíðu og éls. í dag fer fram
minningarathöfn um sjómennina
ísfirsku, sem týndust í mann-
skaðaveðrinu hinn 25. febr. sl.
Einn þessara manna var Daníel
Jóhannsson. Hann fæddist á Isa-
firði hinn 12. ágúst 1955. Faðir
hans, Jóhann, býr þar enn aldrað-
ur og lasburða, en móðir hans,
Ásdís, starfar hér syðra.
Kynni okkar Daníels, sem voru
alltof stutt, hófust er hann trúlof-
aðist systurdóttur minni, Láru
Lárusdóttur, sem hafði farið til
náms í Hússtjórnarskólann á ísa-
firði, að loknu landsprófi hér í
Reykjavík. Okkur datt ekki í hug,
að Reykjavíkurstúlkan kynni
svona vel við sig á Isafirði eins og
raun bar vitni um, en ástæðan
kom brátt í ljós. Hún hafði hitt
ungan Isfirðing, og nú var ekki að
sökum að spyrja. Brúðkaup þeirra
var haldið hér á heimili foreldra
hennar um jólaleytið árið 1977, og
hittust þar fjölskyldur brúðhjón-
anna. Strax við fyrstu kynni féll
mér sérstaklega vel við Daníel.
Hann var einlægur, skemmtilegur,
lifandi, jákvæður ungur maður,
algjörlega fjaslaus og ósérhlífinn.
Myndarlegur á velli og fríður
sýnum. Framtíðin virtist blasa
björt við ungu hjónunum. Þau
bjuggu á ísafirði og var faðir
Daníels fyrst í heimili með þeim
og féll vel á með þeim Láru, enda
vildi hann allt fyrir hana gera. En
ungu hjónin hugsuðu til þess að fá
sér rýmra húsnæði og höfðu því
selt gömlu íbúðina og voru tekin
til við að byggja nýtt hús. Var
tilhlökkunin mikil, að geta nú í
sumar flutt í það. Þau höfðu nú
líka eignast tvo syni, Lárus, sem
nú er tveggja ára og lítinn dreng
fæddan í janúar sl., sem þau höfðu
ákveðið að gefa nafn afa síns. En
nú hefur hann hlotið nafn afa síns
og föður, Jóhann Daníel.
Þrátt fyrir stutta samveru á
fjölskylda mín Daníel margt gott
að þakka. Ég minnist þess, að á
síðastliðnu vori, hafði brugðist
sumaratvinna, sem yngri sonur
okkar átti von á. Ég hringdi til
Daníels og bar mig upp við hann.
Ekki leið nema klukkustund, þá
talaði hann við mig og kvaðst vera
búinn að útvega pilti vinnu á
Isafirði, það væri bara verra með
húsnæði, en hann gæti þá bara
sofið í stofunni hjá þeim. Varð það
svo úr, að hann var þar allt sl.
sumar og veit ég að nú saknar
hann vinar í stað. Dóttir okkar,
jafnaldra Láru, dvaldi einnig um
tíma hjá þeim og mat hún Daníel
mjög mikils. Veit ég að hugur
systkinanna hefur verið hjá Láru
og drengjunum að undanförnu.
Þar sem góðir menn fara eru
guðsvegir, en guðsvegir eru líka
órannsakanlegir, og vér mennirnir
getum litlu ráðið um, hvað fram-
tíðin ber í skauti sér. Tíminn
læknar sárin og bjartar minn-
ingar eru líka auður á ævibraut.
Foreldrar og systkini Láru hafa
nú misst einn úr hópi, sem hefur
verið mjög samheldinn og er
þeirra söknuður einnig mikill.
Að endingu sendi ég og fjöl-
skylda mín samúðarkveðjur til
foreldra og systkina Daníels. Láru
og litlu sonunum biðjum við guðs-
blessunar á ófarinni ævibraut.
Sigfríður Nieljohníusdóttir
— Haukur
Böðvarsson
Fæddur 18. september 1949
Dáinn 25. febrúar 1979
Bróðurkveðja
í dag, laugardag, fer fram frá
Isafjarðarkirkju minningarathöfn
um skipverjana af rækjubátunum
m/b Éiríki Finnssyni og m/b
Gullfaxa, sem fórust í ísafjarðar-
djúpi í ofsaveðrinu sem gekk yfir
vestanvert landið mánudaginn 25.
febrúar sl.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast míns kæra bróður og
vinar, Hauks, skipstjóra á m/b
Eiríki Finnssyni, bátnum sem bar
nafn afa okkar í móðurlegg.
Haukur var næstelstur fjögurra
barna hjónanna Iðunnar Eiríks-
dóttur og Böðvars Sveinbjörnsson-
ar, beggja frá ísafirði. Móður sfn'a
missti Haukar í maí 1974, og var
það honum eins og okkur öllum
þungbær raun. Einstaklega mikill
trúnaður og skilningur einkenndu
öll þeirra samskipti, og studdi
mamma hann með ráðum og dáð,
þegar Haukur hóf sinn skipstjóra-
feril, rétt tvítugur að aldri.
Ungur fór Haukur á sjóinn, 14
ára fór hann fyrst á handfæri,
eins og gjarnt var um unga drengi
í þá daga. Ég ætla ekki að telja
upp öll þau skip sem hann stjórn-
aði á sínum tíu ára skipstjórnar-
ferli, þau voru mörg, stór og smá,
allt frá litlum rækjubátum upp í
250 lesta línuveiðara.
Allan sinn feril aflaði Haukur
afburða vel, sótti sjóinn af ákafa
og dugnaði, stundum svo að okkur
landkröbbunum þótti nóg um.
Eins var til tekið hve vel hann
gekk um skipin sín, og gleggsta
dæmið var báturinn hans sem
hvarf með honum í djúpið þennan
hörmungadag.
Síðustu vikurnar var hugur
hans um borð í nýja bátnum hans,
sem lá hér við bryggju í viðgerð,
stærri og betur búinn, og ætlaði
Haukur sér stóran hlut í síaukn-
um veiðum á rækju á djúpslóð. En
enginn má sköpum renna. Þessum
vösku drengjum er kippt fyrir-
varalaust frá okkur, frá hálfunnu
verki.
Ég kveð minn kæra Hauk með
tár í augum og hugsa til allra
þeirra stunda með söknuði sem við
áttum saman. Ég bið algóðan Guð
að varðveita hann, styrkja okkur
eftirlifendur og gefa okkur smá
skerf af því góða sem Haukur
hafði að geyma.
Þess sama bið ég félögum hans
öllum sem fórust þennan hörm-
ungadag, og bið Guð að styrkja
foreldra, eiginkonur og börn sem
urðu að sjá af sínum kærustu á vit
djúpsins, vitandi að góðar minn-
ingar létta undir og gefa lífinu
tilgang.
Eiríkur
Frá fornu fari hefur ísafjarðar-
djúp verið hin mikla gullkista,
sem byggðarlögin umhverfis það,
jafnt hinir stærri kaupstaðir sem
hin smærri býli, hafa ausið af. Það
hefur að sjálfsögðu verið misgjöf-
ult, sum ár eða árabil orðið
fisklítið, en á öðrum tímum fisk-
gengd mikil. Sjósókn hefur því
verið mikil frá verstöðvunum við
Djúp, en lífsbaráttan hefur þar
jafnan verið hörð og áhættusöm,
enda byggðarlögin oft fengið þung
og stór áföll af mannsköðum á
ýmsum tímum.
Hinn 25. febrúar s.l. varð ísa-
fjörður fyrir miklu áfalli, er fjórir
dugandí sjómenn létu lífið. Veður
eru oft válynd þar vestra, og þegar
vindur blæs út úr þröngum fjörð-
um og fjallaskörðum, verður hann
oft svo harður og sterkur, að
enginn mannlegur máttur fær
rönd við reist. Svo var og þennan
dag, er flestir bátar, er rækjuveið-
ar stunda í Djúpinu, voru á sjó og
lentu í meiri og minni erfiðleikum.
En tveir bátar fengu ekki rönd við
reist. Annar var m/b Eiríkur
Finnsson, sem Haukur Böðvars-
son stýrði.
Haukur var fæddur á ísafirði
18. september 1949, sonur hjón-
anna Iðunnar Eiríksdóttur, sem
látin er fyrir nokkrum árum, og
Böðvars Sveinbjarnarsonar, fram-
kvæmdastjóra Niðursuðuverk-
smiðjunnar á ísafirði hf. Haukur
ólst upp í foreldrahúsum við gott
atlæti og umhyggju foreldra
sinna. Hann vann þau störf, sem
títt er um unga menn á þeim
slóðum, en svo kom að því, að
hann valdi sér þá grein, sem varð
hans ævistarf. Hann réðist til sjós
og reyndist þar fljótlega liðtækur
mjög og dugandi sjómaður. Haust-
ið 1967 lá leið hans til náms í
sjómannafræðum, er hann innrit-
aðist í Stýrimannaskólann í Vest-
mannaeyjum. í febrúarmánuði
1968 lauk hann þaðan fiskimanna-
prófi hinu minna, en gerði hlé á
námi sínu þar um eins árs skeið.
Ástæðan til þess var ekki sú, að
hann ætlaði sér ekki annan og
meiri hlut, heldur sú samvisku-
sémi, sem einkenndi hann alla tíð.
Hann hafði ekki hlotið tilskilinn
siglingatíma, er hann hóf námið,
en lokapróf vildi hann því aðeins
taka, að hann uppfyllti öll þau
skilyrði, sem sett voru til fullra
réttinda að prófi loknu. Næsta
vetur á eftir notaði hann því til að
afla sér nauðsynlegra réttinda, og
settist aftur í skólann haustið
1969. Hinn 9. maí 1970 útskrifaðist
hann með fyrstu einkunn, og hlaut
jafnframt sérstök verðlaun skól-
ans fyrir góða ástundun við nám-
ið. Á næstu árum stundaði Hauk-
ur fiskveiðar, ýmist sem stýri-
maður eða skipstjóri á bátum frá
ísafirði og nærliggjandi verstöðv-
um og kynnti sér flestar þær
veiðiaðferðir, sem þá tíðkuðust.
Vildi hann afla sér sem víðtæk-
astrar þekkingar og reynslu og
vera þannig viðbúinn að grípa
niður, þar sem tækifærin buðust
við þær veiðar, sem henta þóttu á
hverjum tíma. En hugur hans
stefndi þá að því að eignast eigið
far og stunda rækjuveiðar á þeim
tímum, sem þær voru stundaðar,
en aðrar veiðar eftir atvikum á
hverjum tíma. Hann hóf rækju-
veiðar fyrst á Morgunstjörnunni
haustið 1975, en ári síðar á báti,
sem hann hafði keypt og gaf nafn
afa síns og nefndi Eirík Finnsson.
En þeir voru mjög handgengnir
hvor öðrum, allt þar til Eiríkur
lést, 1956. Ég minnist þess, að
Haukur hringdi til mín og sagði
mér frá bátskaupunum og nafn-
giftinni. Var hann þá mjög ánægð-
ur og horfði björtum augum til
framtíðarinnar.
Haukur Böðvarsson var dugandi
sjómaður og hlífði sér hvergi.
Hann sótti sjóinn af festu og
kappi, og mér er kunnugt um það,
að vandamenn hans höfðu oft
áhyggjur af kappi hans, og hann
var jafnframt í röð mestu afla-
manna sinnar samtíðar þar
vestra. En jafnan skilaði hann öllu
sínu heilu í höfn, þar til komið var
að skapadægri, þegar miskunnar-
laus náttúruöflin tóku völdin og
fóru sínu fram.
Alls fórust fjórir dugandi sjó-
menn frá Isafirði þennan dag, og á
því bærinn um sárt að binda. Það
er að vísu ekki í fyrsta sinni, sem
slíkir atburði gerast þar vestra.
Oft hefur Ægir konungur greitt
ísfirðingum og öðrum við Djúp,
þung högg og stór, en þetta er eitt
hið stærsta um langt árabil, er
brestur í burðarásum bæjarlífs-
ins.
Með Hauki Böðvarssyni hvarf af
sjónarsviðinu góður drengur, dug-
andi maður og þrekmikill. Að
slíkum mönnum er alltaf mikill
sjónarsviptir, og sárastur. harmur
þeirra, sem næstir stóðu að skyld-
leika, foreldra, systkina og ann-
arra vandamanna. Ég kveð
frænda minn í þeirri vísu von, að
handan við móðuna miklu bíði
hans vinir, sem taka honum tveim
höndum, og þar öðlist hann vett-
vang, er híhfði dirfsku hans og
dugnaði og þreki. Guð blessi
eftirlifandi föður hans og systkini
og frændsystkini, sem hann var
alla tíð mjög ræktarlegur við. Ég
kveð hann með söknuði og segi að
lokum: Far vel, frændi.
Frændi