Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
47
r
Ljósmynd: RaKnar Axelsson.
Mark Christiansen heíur betur í baráttu við Armeníumann.
Unglingamót á skíóum
REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTIÐ á skíðum íyrir unglinga 13-16
fer fram i Hamragili um helgina. Keppendur eru skráðir 180 frá 5
félögum. Það eru Skíðaráð Reykjavikur og skiðadeild ÍR sem sjá um
framkvæmd mótsins.
Bandarískur sigur
gegn slökum Armenum
BANDARÍSKU leikmennirnir á
íslandi unnu næsta auðveldan
sigur gegn slökum Armenum i
Laugardalshöll í gærkvöldi, 87—
78. Bandaríkjamennirnir höfðu
ávallt undirtökin og sigur þeirra
var aldrei i hættu. Þeir höfðu
yfirburði á öllum sviðum körfu-
knattleiksins en óneitanlega kom
það talsvert á óvart hve Armen-
arnir voru slakir. Hittu ekki úr
einföidustu færum, alla hæð vant-
ar i lið þeirra og ef ekki hefði
komið til furðuleg dómgæzia sov-
éska dómarans þá hefðu Banda-
rikjamennirnir unnið mun stærri
sigur. Engu likara var en sovéski
dómarinn væri — á köflum að
minnsta kosti — aðeins til að
dæma á bandarisku leikmennina,
svo hið sovéska lið mætti halda i
við þá. Hörður Túlinius, er
dæmdi á móti Sovétmanninum,
brá á það ráð að vega upp á móti
furðudómum Sovétmannsins svo
úr varð á köflum skripaleikur,
svo hláturrokur kváðu um Höll-
ina á stundum.
Það var aðeins í byrjun að
jafnræði var með liðunum en
þegar fyrri hálfleikur var nærri
hálfnaður, náðu Bandaríkjamenn-
irnir afgerandi forustu, sem þeir
létu ekki af hendi. Náðu að breyta
stöðunni úr 16—15 í 24—17. Á 15.
mínútu skildu tíu stig, 39—29 og
skömmu síðar 45—35 en Armenar
náðu að minnka muninn í fimm
stig fyrir leikhlé, 49—44.
Armenarnir náðu að minnka
muninn í eitt stig í síðari hálfleik,
63—62 en í kjölfarið kom góður
kafli bandarísku leikmannanna,
þeir skoruðu næstu sex stig, kom-
ust í 69—62. Mestur varð munur-
inn 13 stig, 79—66, 83—70 en
lokatölur urðu sem fyrr sagði
87-78.
Af annars fremur jöfnu liði
bandaríska úrvalsins var Mark
Holmes, fyrrum leikmaður
Grindvíkinga og nú Hauka, bezt-
ur. Hann skoraði 23 stig. Tim
Dwyer skoraði 18 stig, John John-
son 16, Trent Smock 10, Mark
Christiansen 9, Keith Yow 6 og
Dakarsta Webster 4. Hjá arm-
enska liðinu bar mest á Tuchik-
iari, hávöxnum leikmanni. Hann
skoraði 26 stig. Annars eru leik-
menn hins armenska liðs fremur
lágir vexti af körfuknattleiks-
mönnum að vera. Hins vegar mjög
snöggir en hittnin, í gærkvöldi að
minnsta kosti, afleit. Það kann að
vera að löng og þreytandi ferðalög
t hafi háð leikmönnum Armeníu en
allt um það er víst, að íslenzka
landsliðið hlýtur að eiga mögu-
leika á að sigra gegn þessu liði.
H.Halls.
Körfuknattleikur um helgina:
Landshornaflakk
Armeníumannanna
ÞÓ AÐ íslandsmótinu í bikar-
keppninni i körfuknattleik sé
lokið, fer því fjarri, að körfu-
knattleiksmenn séu hættir sinum
umsvifum. Komið hefur fram að
geysisterkt úrvalslið frá Arm-
eníu er hér í heimsókn og lék það
sinn fyrsta leik hér á landi í
gærkvöldi gegn úrvalsliði þeirra
Bandaríkjamanna sem her hafa
leikið í vetur. En í dag, á morgun
og mánudaginn verða einnig leik-
ir.
I dag leikur liðið gegn íslands-
og bikarmeisturum Vals í íþrótta-
húsinu í Borgarnesi og hefst
leikurinn klukkan 15.00. Pétur
Guðmundsson leikur með Valslið-
inu og mun bæta töluvert við
meðalhæð leikmanna liðsins.
Á morgun, sunnudag, berst leik-
urinn til Selfoss, en þá mæta
Armeníumennirnir íslenska
landsliðinu með þá Pétur Guð-
mundsson, Jón Sigurðsson, Krist-
in Jörundsson og nýliðann Flosa
Sigurðsson í fararbroddi. Hefst
leikurinn á Selfossi klukkan 15.00.
Á mánudagskvöldið verður síðan
annar landsleikur í Laugardals-
höll og hefst hann klukkan 20.00.
Úrslitaleikir í blakinu
• íslandsmeistarar Fram í 3. flokki kvenna ásamt þjálfara sínum Guðríði
Guðjónsdóttur sem er þekkt handknattleikskona. Ljósm. Rax.
Fram sigurvegari í
3. flokki kvenna
UM SÍÐUSTU helgi fór fram á
Selfossi úrslitakeppnin i 3. flokki
kvenna í íslandsmótinu í hand-
knattleik. Var hart barist í öllum
leikjum og mikill áhugi hjá
stúlkunum. Mótið fór vel fram og
gekk keppnin ágætlega fyrir sig.
Vegna þrengsla var ekki hægt að
birta úrslit fyrr en nú. Röð
liðanna varð þessi:
Fram 11 stig 29—16
Fylkir 9 stig 29—16
ÍR 8 stig 24—20
Víkingur 6 stig 21—23
Þór Ak 4 stig 25—37
FH 2 stig 19—27
Selfoss 2 stig 25—37
En úrslit í einstökum leikjum
varð sem hér segir: Fram — FH
4—1, Þór Ak — Víkingur 2—4,
Selfoss — Fylkir 2—9, Fram — ÍR
4—0, Þór Ak — FH 2—4, Fjlkir —
Víkingur 3—2, Selfoss — IR 4—6,
Fram Þór Ak 5—3, Fylkir — FH
6—5, ÍR — Víkingur 9—3, Selfoss
— Fram 6—9; Þór Ak — Fylkir
0-5, FH - IR 2-3, Selfoss -
Víkingur 3—4, Fram — Fylkir
3-3, Þór - IR 3-2, Selfoss -
FH 7—5, Fram — Víkingur 4—3,
Fylkir — ÍR 3—4, Selfoss — Þór
3—4, Víkingur — FH 5—2. —þr.
ÚRSLITALEIKURINN í íslandsmótinu í blaki fer fram í íþróttahúsi
Hagaskólans i dag og hefst hann klukkan 14.00. Þá eigast við Þróttur
og Laugdælir. Liðin eru nú jöfn að stigum, en Þróttur með leik meira.
Er þetta siðasti leikur Þróttar i deildinni á þessu keppnistímabili, en
UMFL á hins vegar eftir að leika gegn ÍS og fer sá leikur fram á
Laugarvatni á miðvikudaginn kemur. Þróttur verður því að vinna
sigur, tapi liðið er UMFL íslandsmeistari. Vinni Þróttur og tapi
UMFL fyrir ÍS, verður Þróttur meistari, en vinni Þróttur og tapi ÍS
þarf að fara fram aukaleikur milli Þróttar og UMFL. Gæti það
sannarlega orðið athyglisverður leikur. En leikir helgarinnar eru
annars þessir:
Laugardagur:
Hagaskóli kl. 14.00 1. deild karla Þróttur — UMFL
Hagaskóli kl. 15.15 1. deild karla Víkingur — UMSE
Hagaskóli kl. 16.30 1. deild kvenna Víkingur — ÍMA
Með sigri gegn ÍMA væri íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá Víkingi í
kvennaflokki. Teldist það hörkuárangur miðað við, að kvennadeild
félagsins lognaðist út af á síðasta keppnistímabili og sendi ekki einu
sinni lið í íslandsmótið.
Fjörugur handknattieikur um helgina:
Þrír leikir í 1. deild
TÖLUVERT verður um að vera i handknattleiknum um helgina, bæði
í 1. deild karla og kvenna, auk annarra deilda. Þrír leikir fara fram í
1. deild karla, þar af einn í dag. Fram og FH eigast við í Hafnarfirði
og hefst leikurinn klukkan 14.00. HK og Víkingur leiða saman hesta
sína á Varmá á morgun klukkan 14.00 og annað kvöld klukkan 19.00
leika Valur og ÍR. Tveir þessara leikja hafa verulega þýðingu, það eru
leikir Fram og ÍR. Bæði liðin eru i alvarlegri fallbaráttu og verða að
kosta kapps um að fá annað og helst bæði stigin. En handknattleiks-
leikir helgarinnar eru þessir:
LauKardaKur:
IlafnarfjorAur kl. 11.00 1. deild karla FH - Fram
HafnarfjörAur kl. 15.15 1. deild kvenna Fll - UMFG
Vestmannaryjar kl. 16.30 2. deild karla Týr - KA
Höllin kl. 11.00 2. deild
karla Þróttur — Þór AK. llöllin
kl. 15.15 2. deild kvenna Þróttur — IIK Höllin
kl. 18.15 kl. 15.00 3. deild karla óflinn - ÍBK Dalvik
3. deild karla Dalvik — Grótta Akureyrl kl. 15.30
1. deild kvenna Þór — Valur Sunnudaxur: Varmá kl. 11.00
1. deild karla HK - Vikinit Varmá kl. 15.15
2. deild kvenna UMFA - Fylkir Vestmannaeyjar kl. 11.00
2. deild karla Þór Ve. - KA Ilöllin kl. 14.00
2. deild karla Ármann — Þór Ak. Ilöllin kl. 15.15
2. deild kvenna 2. deild kvenna Armann — IBK Höllln kl. 16.15
ÍR - UMFN Hullin kl. 19.00 1. deild karla
Valur - ÍR Höllln kl. 20.15 1. deild kvenna
Fram — Haukar Höllin kl. 21.15 1. deild kvenna
Víkinirur - KR