Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 1
112 SÍÐUR
79. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
• •
LjA6n. Mbl. Krlstján.
Deilan um gíslana
aftur í sjálfheldu
Teheran, 2. apríl. AP.
ABOLHASSAN Bani-Sadr trans-
forseti sagði i dag að Jimmy Carter
forseti hefði ekki gengið að þeim
skilyrðum sem hann hefði sett fyrir
þvi að stjórnin tæki við vörzlu
gislanna i bandarfska sendiráðinu
af írönsku námsmönnunum og það
yrði ekki gert fyrr en gengið hefði
verið að skilmálunum. í Washing-
ton var sagt að Carter-stjórnin væri
ekki viss um hvað íranir vildu.
Bani-Sadr sagði í yfirlýsingu að
það skipti ekki máli hvaða skoðanir
Carter forseti hefði látið í ljós
heldur væri aðalatriðið hvort hann
gerði þær ráðstafanir sem krafizt
hefði verið. Ef hann gerði það mundi
byltingarráðið taka gíslana í sína
vörzlu þar til þingið tæki afstöðu til
mólsins.
Talsmaður Hvíta hússins hafði
áður greint frá því, að Kurt Wald-
heim, framkvæmdastjóri SÞ, hefði
rætt við Bani-Sadr í síma og síðan
tjáð Cyrus Vance utanríkisráðherra
að íranir biðu nýrrar yfirlýsingar
frá Bandaríkjastjórn um hvað fyrir
henni vekti. Hann sagi að ekki væri
vitað hvað íranir vildu, Bandaríkja-
menn vildu vera eins samvinnuþýðir
og hægt væri, en takmörk væru fyrir
því hvað forsetinn gæti gengið langt.
Áður hafði Bani-Sadr sagt á
útifundi að byltingarráðið hefði
samþykkt að taka gíslana í sína
vörzlu þar til nýkjörið þing tæki
ákvörðun um afdrif þeirra ef Banda-
ríkjastjórn héti því að forðast allar
fjandsamlegar aðgerðir og áróður
gegn Iran unz nýja þingið tæki
ákvörðun sína um gíslana.
Ongþveiti i
New York
New York, 2. apríl. AP.
ALLAR ferðir með almenningsvögnum og neðanjarðarlestum
lögðust niður í New York í dag vegna mesta samgönguverk-
falls í sögu Bandarikjanna, en borgarbúar létu það ekki á sig
fá og þúsundir streymdu yfir brýrnar á Manhattan í löngum
röðum, fótgangandi eða á reiðhjóli.
Samfelldar raðir bifreiða voru á götum inn í borgina á
aðalumferðartímanum og umferðin var helmingi meiri en
venjulega. Víða mynduðust umferðarhnútar og umferðarþung-
inn leiddi til óhappa og slysa sem ollu ennþá meira
umferðaröngþveiti.
Horfur á því að deilan leysist
hafa versnað eftir fund sem yfir-
maður flutningamálastofnunar
borgarinnar átti með sáttasemj-
ara. Lögreglan segir að öllum
meiriháttar glæpum hafi fækkað,
en ýmsir hafa notað sér ástandið
til að heimta tvöfalt verð fyrir
leigu á reiðhjólum og gistingu í
hótelum.
Leigubílstjóri nokkur heimtaði
sexfalda greiðslu af sex mönnum
sem fengu far hjá honum og
Brooklyn-maður sem tók 11 hótel-
herbergi á leigu leigði aftur tvö
100 dollara herbergi á 385 og 450
dollara.
Kaupsýslumaður líkti ástandinu
við brottflutning Breta frá Dun-
kirk í síðari heimsstyrjöldinni.
Carter vann tvo
sigra á Kennedy
Milwaukec, 2. apríl. AP.
JIMMY Carter forseti sigraði í
forkosningunum i Wisconsin og
Kansas og gerði að engu vonir
Edward Kennedys öldungadeild-
armanns um að ná sér aftur á
strik í baráttunni um útnefning-
una í forseta framboðið. Jafnframt
lýsti Edmund G. Brown, ríkis-
stjóri, því yfir að hann hefði
ákveðið að hætta baráttu sinni.
Ronald Reagan sigraði George
Bush og John B. Anderson í harðri
keppni í forkosningunum í Wis-
consin. Reagan sigraði einnig í
Kansas og treysti stöðu sína í
baráttunni. Reagan sagði að hann
væri ánægður með úrslitin, kvaðst
ekki vilja lýsa þvi yfir að hann
hefði sigrað í baráttunni um út-
nefninguna en bætti því við að
hann hefði tryggt sér töluvert
forskot.
Reagan tryggði sér 48 fulltrúa á
flokksþing repúblikana í forkosn-
ingunum, Anderson 11 en Bush 3.
Alls hefur Reagan tryggt sér 340
fulltrúa, Bush 74, Anderson 57. Alls
þarf 998 atkvæði á flokksþinginu til
að hljóta tilnefningu.
Carter hlaut 71 fulltrúa og
Kennedy fékk 40 og alls hefur
Carter fengið 852 fulltrúa af 1,666
sem hann þarf til að fá útnefning-
una. Kennedy hefur fengið 427.
Yfirmaður kosningabaráttu
Kennedys, Stephen Smith, viður-
kenndi að Carter hefði sigrað í
Wisconsin og Kansas en spáði
Kennedy sigri í forkosningunum í
Pennsylvaníu 22. apríl.
Carter virðist hafa aukið fylgi
sitt vegna frétta um að áfram hafi
miðað í þá átt að fá gíslana í
Teheran leysta úr haldi. Hjá repú-
blikönum fékk Anderson stuðning
frá óháðum kjósendum og demó-
krötum í Wisconsin, en Reagan
fékk fylgi frá íhaldssömum dem-
ókrötum.
Þótt vonir Andersons um að fá
útnefninguna hafi dvínað kvaðst
hann ekki vera hættur í baráttunni.
Talsmaður Bush sagði að hann
hefði staðið sig betur en búizt hefði
verið við.
Hætt við
hjálp við
Pakistan
Washington, 2. apríl. AP.
BANDARÍKJASTJÓRN hefur
dregið til baka beiðni sína til
þingsins um aðstoð við Pakistan og
hætt þar með í raun og veru við
baráttu sína til að efla varnir
landsins í kjölfar innrásar Rússa í
Afganistan.
Stjórnin hafði beðið um að Pakist-
an yrði veitt 400 milljóna dollara
efnahags- og hernaðaraðstoð til
tveggja ára, en Zia-Ul-Haq forseti
kallaði það smáræði.
Bandarískur embættismaður
sagði að engar samningaviðræður
sem mætti kalla því nafni færu fram
milli landanna. Allri aðstoð nema
matvælaaðstoð var hætt við iandið í
fyrra þar sem talið var að Pakistan-
ar væru að smíða kjarnorkuvopn á
laun.
Hefur hnerrað stanzlaust í 171 dag
Sutton ColdHeld. 2. april. AP.
EKKI hefur tekizt að lækna
hnerra tólf ára gamallar
brezkrar stúlku þótt tillögur í
þeim efnum hafi komið hvaðan-
æfa að úr heiminum. Hefur
stúikunni, Triciu Reay, þvi
hlotnazt sá vafasami heiður að
hafa haft lengur stanzlausan
hnerra en nokkur annar, þar
sem hún hefur nú hnerrað með
að jafnaði 30 sekúndna millibili
í 171 dag. Hlé verður þó á
hnerranum i svefni.
„Eg hef fengið alls kyns ráð-
leggingar úr öllum heimshorn-
um,“ sagði Tricia í dag. „Mér
hefur m.a. verið ráðlagt að borða
grillaðar hagamýs og jafnframt
að svelta heilu hungri í 30 daga,
en ég ætla mér ekki að fara að
ráðleggingum af því tagi,“ bætti
Tricia við. Hún sagðist hafa
reynt mörg ráðanna, en árangur
væri enn sem komið er enginn.