Morgunblaðið - 03.04.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980
70% hækkun f jár-
laga frá fyrra ári
FJÁRLÖG ársins 1980 vóru loks
samþykkt í sameinuðu þingi í
gær með 31 samhljóða atkvæði
stjórnarliða er rúmir þrír mán-
uðir fjáriagaársins eru liðnir, en
fjárlög ber að afgreiða fyrir
áramót. Svo síðla hafa fjárlög
ckki verið á ferð síðan 1959.
Heildargjöld fjárlaga, með áorðn-
um breytingum, hljóða upp á
343.2 milljarða króna og hafa
hækkað um 8.768 milljónir króna
í meðförum Alþingis. Heildar-
tekjur eru áætlaðar 346.1 millj-
arður króna og hafa hækkað um
6.350 m. kr. í meðförum þingsins.
Ilækkunin samanstendur af
hækkun söluskatts um V/2% eða
6.000 m.kr. og hækkun flugvall-
argjaids um 350 m.kr. Ef áætlun
gjalda og tekna stenst er rekstr-
arjöfnuður jákvæður um 3.8
milljarða króna, en aðeins er
ráðgert að greiða 3.6 milljarða
Góð færð mið-
að við árstíma
Páskahelgin hefur með árun-
um orðið mikil ferðahelgi og
fólk skoðar heiminn frá ýms-
um sjónarhornum og ferða-
mátinn er lika margvíslegur.
(Ljósm. Kristján).
GÓÐ færð er nú víðast hvar á
landinu miðað við árstima, en á
nokkrum stöðum er hætt við að
skafi ef vindar blása rösklega og
því gætu vegir teppst. Vegagerð-
in aðstoðar híla i dag, á annan
dag páska og jafnvel á laugar-
dag, en ekki á föstudaginn langa
og páskadag.
Samkvæmt upplýsingum Arn-
kels Einarssonar vegaeftirlits-
manns er greiðfært um vegi Suð-
vestanlands og búið er að ryðja
veginn yfir Mosfellsheiði og er
fært Þingvallahringinn, en hins
vegar ekki milli Gjábakka og
Laugarvatns. Fært er vestur í
Reykhólasveit, en ófært yfir
Hjallaháls og Klettsháls.
Sæmileg færð er í nágrenni
Patreksfjarðar og frá Þingeyri til
ísafjarðar og þaðan inn í Djúp.
Þorskafjarðarheiði er hins vegar
ófær. Ágæt færð er norður í land
og allt norður í Bjarnarfjörð á
Ströndum. Fært er til Siglufjarð-
ar og vegurinn fyrir Ólafsfjarð-
armúla var mokaður í gær.
Fært er austur frá Akureyri um
Dalsmynni til Húsavíkur. í gær
var vegurinn upp í Mývatnssveit
mokaður og sömuleiðis fyrir Tjör-
nes og fært er með ströndum allt
að Sandvíkurheiði. Möðrudalsör-
æfi eru ófær og sömuleiðis um
Vatnsskarð til Borgarfjarðar
eystri. I gær var opnað í Fagradal,
á Fjarðarheiði og Oddsskarði.
Fært er suður með Austfjörðum
allt til Reykjavíkur.
„Ósvífið hnefahögg í andlit launþega“
segir Magnús L. Sveinsson
„Þessar nýjustu stórfelldu
skattaálögur sem stjórnvöld
hafa nú ákveðið er ósvífin árás
á hinn aimenna launamann og i
algjörri andstöðu við fyrirheit
rikisstjórnarinnar um aðgerðir
i efnahagsmálum sem miða áttu
að því að draga úr hinni óðu
verðbólgu og auka kaupmátt
launa“ sagði Magnús L.
Sveinsson formaður Verslun-
armannafélags Reykjavíkur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Þessar aðgerðir munu ótví-
rætt rýra verulega kaupmátt
launafólks" sagði Magnús enn-
fremur, „sem er þó nú þegar
kominn niður fyrir það sem
hann var á fyrsta ársfjórðungi
1978, er sumir forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar töldu
svo mikla vá fyrir dyrum hjá
hinum almenna launamanni, að
efnt var til útflutningsbanns og
ólöglegra verkfalla. Það alvar-
legasta við þessar aðgerðir er þó
að mínu mati það, að þær munu
enn magna það verðbólgubál
sem brennur hvað heitast á
hinum almenna launþega, og þó
alveg sérstaklega þeim sem
lægst hafa launin. Þessar
skattaálögur eru því ósvífið
hnefahögg í andlit launþega,
sem haldið hafa að sér höndum
þrátt fyrir að allir samningar
hafi verið lausir frá síðustu
áramótum í trausti þess að
ríkisstjórnin stæði við gefin lof-
orð um að aðgerðir hennar í
efnahagsmálum myndu miða að
því að vinna bug á verðbólgunni
í stað þess að magna hana enn
með þessum gífurlegu skattaá-
lögum“ sagði Magnús að lokum.
„Hef ur síður en svo bætandi áhrif
á stöðu samningamála BSRB“
— segir Kristján Thorlacius
„ÞESSAR aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar hljóta að vera mjög
verðbólguhvetjandi og þær
hljóta að verka þveröfugt á þá
stefnu sem rikisstjórnin hefur
boðað, að draga úr verðbólg-
unni,“ sagði Kristján Thorla-
cius, formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, að-
spurður um aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar.
„Það er gert ráð fyrir því í
lögum að haft skuli samráð við
samtök launafólks um efna-
hagsmál. Það hefur ekki verið
gert núna. Fulltrúar BSRB voru
að vísu boðaðir á fund fjárhags-
nefnda en við teljum að það eigi
að hafa samráð um heildarstefn-
una en það sé ekki nægilegt að
hafa samráð um einstök út-
gjaldamál."
Aðspurður um það hvaða áhrif
þetta hefði á stöðu samninga-
mála BSRB svaraði Kristján því
til að þær álögur, sem ríkis-
stjórnin hefði boðáð að undan-
förnu hefðu síður en svo bætandi
áhrif á stöðu samningamálanna.
Kvaðst Kristján þá ekki aðeins
eiga við frumvarpið um orku-
jöfnunargjaldið heldur einnig
þær aðgerðir aðrar, sem ríkis-
stjórnin hefur þegar gripið til
eða boðað svo sem útsvarshækk-
unina og sífelldar gengislækkan-
„Enn eru kjör fólks skert“
segir Ásmundur Stefánsson
„ÞAÐ er augljóst með aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar í skatta-
málum að það er verið að
hækka skattheimtu beinna
skatta, með hækkun útsvars
fyrst og fremst, og þessar að-
gerðir rýra því tekjur almenn-
ings,“ sagði Ásmundur Stef-
ánsson hagfræðingur hjá Al-
þýðusambandi ísiands.
„Þá er óljóst með skattheimt-
una til ríkissjóðs, en í öllum
dæmum er reiknað með því að
taka heldur meira en þarf,
líklega til þess að hafa borð fyrir
báru, en ríkisstjórnin virðist
ekki á neinn hátt ætla að draga
úr skattheimtu til móts við
hækkað útsvar. Þá mun sölu-
skattstiginn væntanlega hækka
um 1,5%, en hann hækkaði
síðast í september um 2%. Með
þessu er enn verið að skerða kjör
fólks. Söluskattshækkunin bæt-
ist að mestu við vísitöluna, en
bætur koma hins vegar ekki fyrr
en í júní. Kaupmáttarrýrnunin
hefur verið all veruleg á undan-
förnum misserum og lækkunin á
kaupmætti fyrsta ársfjórðungi
þessa árs er um 2% miðað við
meðaltal 1979. Einsýnt er að það
stefnir neðar takist samningar
ekki bráðlega."
króna til Seðlabanka Islands af
tæplega 30 milljarða skuld um sl.
áramót eða sem svarar 1% af
ríkisfjármáladæminu.
Fjárlög ársins 1978 eru ekki
einungis síðbúnustu fjárlög á
tveimur áratugum heldur þau
langhæstu. Tekjuhlið (skatt-
heimta) fjárlaga hækkar um
65.7% frá fjárlögum ársins 1979
(var 208.9) og gjaldahlið um 69.7%
(var 202.3).
Allar breytingartillögur stjórn-
arandstöðu, utan ein, vóru felldar.
Meðal breytingartillagna, sem
felldar vóru, var tillaga. 10 þing-
manna Sjálfstæðisflokks um 5
milljarða millifærslu frá niður-
greiðslu búvara til niðurgreiðslu
olíu til húshitunar, sem leyst hefði
áform um „jöfnun húshitunar-
kostnaðar" án skattahækkunar.
Ennfremur tillaga frá sjálfstæðis-
mönnum um að 990 m.kr. aðlögun-
argjaldi verði varið til iðnþróun-
arátaks í samræmi við loforð gefin
samtökum iðnaðarins fyrir ári.
Felldar vóru tillögur um fjár-
framlög til Styrktarsjóðs fatlaðra,
Styrktarsjóðs vangefinna, Lista-
safns íslands (hækkun),
sjómannastofa (stofnframlag),
sjúkrahúss á Hólmavík (hækkun)
og til „beins útvarps frá Alþingi"
(15 m.kr.).
Eina tillagan frá stjórnarand-
stöðu, sem var samþykkt (32
atkvæði gegn 19), var tillaga frá
Pétri Sigurðssyni þess efnis, að
heimildarákvæði til að endur-
greiða skemmtanaskatt af fé sem
aflað er með samkomum og renn-
ur til eflingar slysavörnum nái
jafnframt „til byggingar dvalar-
og hjúkrunarheimila aldraðra".
Samþykkt var tillaga frá Ólafi
R. Grímssyni o.fl. um að ríkið
„kaupi dagblöð fyrir stofnanir
ríkisins, allt að 250 eintök af
hverju blaði, umfram það sem
veitt er til blaðanna í 4. gr.
fjárlaga“.
Samband íslenzkra bankamanna;
Grunnkaupshækkanir
eru óhjákvæmilegar
ert svigrúm sé til grunnkaups-
hækkana. Hins vegar lítur SÍB svo
á, að með nýjustu efnahagsráðst-
öfunum sínum, hafi ríkisstjórnin
þrengt svo að hagsmunum laun-
afólks, að allverulegar grunn-
kaupshækkanir séu óhjá-
kvæmilegar.
Samband íslenzkra banka-
manna sér því ekki ástæðu til þess
í yfirstandandi kjarasamningavið-
ræðum, að taka tillit til áður-
nefnds sjónarmiðs. Verðbólga
verður að mati SÍB ekki kveðin
niður með kjaraskerðingu einni
saman.
Loks harmar SÍB, að ríkis-
stjórnin skuli ekki hafa haft
samráð við samtök launafólks,
eins og lög gera ráð fyrir, þegar
nýjustu álögur og skattahækkanir
voru undirbúnar."
STJÓRN og samninganefnd Sam-
bands islenzkra bankamanna
segir í ályktun, sem gerð var í
gær, að bankamenn sjái ekki
ástæðu til að taka tillit til þess
sjónarmiðs, að ekkert svigrúm sé
til grunnkaupshækkana, þar sem
efnahagsráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar hafi þrengt svo mjög að
hagsmunum launafólks. Þvi séu
allverulegar grunnkaupshækk-
anir óhjákvæmilegar. Þá harmar
SÍB, að ríkisstjórnin skuli ekki
hafa haft samráð við samtök
launafólks, eins og lög geri ráð
fyrir.
Ályktun bankamanna er svo-
hljóðandi: „Samband íslenzkra
bankamanna hefur með kröfugerð
sinni að nýjum kjarasamningi
mótmælt því sjónarmiði, að ekk-
Páskar ’80
PÁSKABLAÐ Morgunblaðsins er að þessu sinni 112 blaðsiður og
meðal efnis má nefna eftirtaldar greinar blaðamanna og þætti:
Bls. 7: Minnisblað lesenda.
Bls. 12—13: „Ég fékk mína pólitík, mína línu, hjá Hannesi Hafstein".
Ágúst I. Jónsson ræðir við Magnús Ólafsson, 92 ára gamlan bílstjóra
með meiru.
Bls. 14—15: Hvert á að fara um páskana?
Bls. 16—17: Hvað á að gera um páskana?
BIs. 18—19: Útvarp og sjónvarp.
Bls. 20—21: Páskakvikmyndir bíóanna.
Blað II:
Bls. 53—59: Jóhanna Kristjónsdóttir lýsir þeim áhrifum sem ísrael
nútímans og fortíðar vekur gesti sínum.
Bls. 61—68: Jóhannes Tómasson og Rannveig M. Níelsdóttir skrifa um
nokkrar altaristöflur í íslenzkum kirkjum, greint er frá hvaða atburði
þær lýsa og birtar eru myndir af altaristöflunum.
Bls. 70—71: „Eina íslenzka flugvélin endursmíðuð 40 árum eftir að henni
var flogið". Ágúst Ásgeirsson ræðir við Gunnar Jónsson.
Bls. 74—76: Þórarinn Ragnarsson skrifar um Hong Kong, borg
andstæðna og iðandi mannlífs.
Bls. 78—79: „Það er helzt að ég sé að brúka kjaft...“ Árni Johnsen
rabbar við Sigurð Helgason, sjómann í 67 ár.
Blað III:
Bls. 82: Daglegt líf.
Bls. 84—87: „Þeir gáfu aldrei upp vonina, heldur treystu á skapara sinn„
Sigtryggur Sigtryggsson rifjar upp hrakningu skipverjanna á
vélbátnum Kristjáni árið 1940.
Bls. 88—90: Guðmundur Halldórsson skrifar um páskauppreisnina í
írlandi 1916.
Bls. 92 og 101: „Ættfræðiáhugi íslendinga fer vaxandi“. Anders Hansen
ræðir við Ólaf Þ. Kristjánsson.
Bls. 93—99: Áslaug Ragnars skrifar um víkinga.
Bls. 102—105: „Hann beinir flugi yfir lög og láð“. Elín Pálmadóttir ræðir
við Ólaf Nielsen líffræðing um fuglalíf á Vestfjörðum.
Bls. 106: Á Drottinsdegi.
Bls. 108—110: „Fór ekki í bíó ef ákveðið sæti var ekki laust". Fríða
Proppé skrifar um Gamla Bíó.