Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980 23 Magnús Kjartansson: Þegar alþingiskosningar bar að með skjótum hætti í árslok 1979, ákváðu landssamtökin Sjálfsbjörg og Blindrafélagið að beita sér fyrir því að í kosn- ingabaráttunni yrði fjallað á eðlilegan hátt um langstærsta félagsvandamál íslendinga, mannréttindi og afkomu fatl- aðra og aldraðra, en það hafði aldrei áður gerst í íslenskri stjórnmálasögu. Völdu lands- samtökin sameiginlega fram- kvæmdastjórn, en hún réð mig sem starfsmann í nokkrar vikur til þess að vinna að þessu að áhugi bærist hið innra hjá nýkjörnum þingmönnum. Stjórnarmyndunartilraunir stóðu yfir um tveggja mánaða skeið og plögg hrönnuðust yfir þjóðina eins og skæðadrífa. Eg sá ekki í neinu plaggi að minnst væri á málefni fatlaðra sem einn af hyrningarsteinum nýrrar ríkisstjórnar. Þegar loks var mynduð ríkisstjórn var ekki að finna eitt orð um málefni fatl- aðra og ellimóðra í loforðaþul- unni ljúfu. Þótt komið sé fram- undir vor hefur frumvarpið góða sem miðstjórn . Alþýðubanda- málaráðuneyti í fyrra til þess að undirbúa ár fatlaðra hérlendis hefur ekkert um málið sagt, enda er mér ekki kunnugt um að nefndip hafi gert annað en láta þýða samþykkt SÞ um alþjóðaár fatlaðra á eitthvert tungumál sem ég skil ekki, en virðist á ytra borði vera nýtt afbrigði stofn- ana-íslensku. Þetta fálæti stingur mjög í stúf við áhuga sem lifandi er í grannlöndum okkar beggja vegna Atlantshafs. Þar er hvarvetna unnið að því að finna úrræði til þess að gera hreyfi- fötluðum kleift að nýta almenn- ingsfarartæki til jafns við aðra. I einu af ríkjum Bandaríkjanna Til umhugsunar í dymbilviku verkefni. Nokkrum dögum síðar lýsti aðalfundur Öryrkjabanda- lagsins, heildarsamtaka fatl- aðra, fullum stuðningi við þetta framtak. Drög að mannrétt- indayfirlýsingu Stórnmálaflokkum þeim sem buðu fram í öllum kjördæmum voru send bréf þar sem bornar voru fram tilteknar spurningar um afstöðu flokkanna til brýnna verkefna í þágu fatlaðra, einnig ósk um almenna stefnumörkun. Þá ræddi ég við forustumenn úr öllum flokkum og lagði áherslu á það að enginn skærist úr leik, fötlun og ellimæði legðist á fólk án tillits til stjórnmálaskoðana. Jafnframt hafði ég samband við fjölmiðla alla og reyndi að tryggja það að umfjöllun um þetta stórfellda félagsvandamál mótaði stjórnmálaumræðurnar á eðlilegan hátt; þá var og unnið að því að viðfangsefnið yrði rætt á kosningafundum um land allt til jafns við önnur vandamál. Varanlegur árangur þessarar iðju varð mestur sá, að þing- flokkarnir sendu allir svör við spurningunum og gerðu grein fyrir heildarstefnu sinni; voru svörin gefin út í sérstökum bæklingi á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og ber bækling- urinn heitið Jafnrétti fatlaðra, heimildir; væntanlega er pésinn fáanlegur enn, en hann er í heild drög að mannréttindayfirlýs- ingu í þágu fatlaðra á íslandi. Svör stjórnmálaflokkanna voru öll einkar jákvæð að inni- haldi; mér þótti það eitt ein- kennilegt að sumir státuðu ákaf- lega af liðnum afrekum sínum, þótt það sé staðreynd að íslend- ingar eru á þessu sviði aftastir á merinni allra þjóða heims sem hafa svipaðar þjóðartekjur á mann. Sumir flokkar voru mjög afdráttarlausir í fyrirheitum sínum. Þannig samþykkti mið- stjórn Alþýðubandalagsins á fundi 6. nóvember í fyrra að fela „væntanlegum þingmönnum flokksins að bera fram frum- varp á næsta Alþingi“ um að gera allt opinbert húsnæði að- gengilegt fötluðum og tryggja ákveðinn tekjustofn í því skyni. Framsóknarflokkurinn ályktaði um sama efni, að „fylgja þessu máli fast eftir á næsta þingi og reyna að tryggja framgang þess“. „Að draga fram lífið“ Allt gerðist þetta í orði fyrir síðustu kosningar. En hvað hef- ur verið aðhafst að þeim lokn- um? Ég hef ekki orðið þess var að samtök fatlaðra hafi rætt við alþingismenn um það hvernig hrinda ætti loforðunum fögru í framkvæmd, og ekki er sjáanlegt lagsins fól þingmönnum sínum að flytja í fyrra ekki séð dagsins ljós, og hefði þó mátt vænta þess sem stjórnarfrumvarps þar sem alþýðubandalagsmaður fer nú með félagsmál. Ekki hefur þess heldur orðið vart að Framsókn- arflokkurinn hafi fylgt þessu málefni „fast eftir“. Eg hef ekki séð fjárlagafrumvarp, en hvergi hefur þess verið getið í fjölmiðl- um að þar sé að finna upphæðir til þess að rétta hlut fatlaðra, né heldur að þingmenn í stjórnar- andstöðu hafi flutt breytingar- tillögur um það efni. Eini vottur inn, sem ég hef inerkt, er fyrirheit fjármálaráðherra þess efnis að tekjutrygging hækki um 5 hundraðshluta um mitt ár. Ekki er höfðingsskapurinn skor- inn við nögl; þessi upphæð jafn- gildir andvirði þriggja sígarettu- pakka á mánuði og nemur innan við einum hundraðshluta af greiðslum Tryggingarstofnunar ríkisins. Hámarksupphæð sú sem fatlaður maður fær frá þeirri stofnun var seinast þegar ég vissi 186.000 kr. á mánuði, og forsenda þeirrar rausnar var sú að þiggjandinn eða maki hans hefðu engar umtalsverðar tekjur aðrar. Eg hef séð og heyrt forustumenn launafólks gera grein fyrir því að ekki sé unnt að „draga fram lífið" fyrir lægri upphæð en 300.000 kr. á mánuði. Hvaða orð á þá að nota um lífshætti fatlaðra og ellimóðra? Og m.a.o., á að halda áfram að nota fötlun sem tekjustofn fyrir ríkissjóð? Rauntekjur fatlaðra hafa skerst um helming gagn- vart bensíni á tæpu ári, og sú upphæð rennur öll í ríkissjóð. Hverju heita forsetaefni? í svörum sínum í fyrra hétu stjórnmálaflokkarnir því m.a. að gera skyldi fötluðum kleift að komast inn í alþingishús, stjórn- arráðsbyggingar og skrifstofu forseta Islands í elsta tukthúsi höfuðborgarinnar, ennfremur viðhafnaríbúðina á Bessa- stöðum. Nú eru framundan for- setakosningar og myndarmenn hafa þeyst fram á sviðið, gefa kost á sér og tíunda verðleika sína. Ekki hef ég þó orðið þess var að neinn þeirra hafi látið uppi þá ósk að geta rætt við hreyfifatlaða þegna sína. Það getur þó staðið til bóta; forseta- kosningarnar eru ekki afstaðnar, eins og kosningar til alþingis. Ferðalög og fötlun Mikið hefur verið rætt að undanförnu um endurnýjun á strætisvagnakosti Reykvíkinga, en sú endurnýjun á að koma til framkvæmda á alþjóðaári fatl- aðra 1981. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar samdi mjög nákvæma útboðslýsingu og kom henni á framfæri á alþjóðavett- vangi. Mér er kunnugt um að í þessari útboðslýsingu voru fjöl- mörg atriði rakin í þaula, en engum kom i hug að setja þann skilmála að strætisvagnarnir yrðu sem aðgengilegastir hreyfifötluðu fólki. Ýmsar deilugreinar hafa birst í blöðum um tilboð sem borist hafa en hvergi hefur verið vikið að þessu atriði. Endurhæfingarráð hefur ekkert haft um málið að segja, svo að ég hafi orðið var við. Engin samtök fatlaðra hafa séð ástæðu tii þess að fjalla um það. Nefnd sem skipuð var af félags- ákváðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum að binda rekstur almenn- ingsfarartækja því skilyrði, að þau yrðu jafn aðgengileg hreyfi- fötluðu fólki, þar á meðal fólki í hjólastólum, og öðrum þegnum, og kæmi til fjárframlag stjórn- valda til þess að breyta vögnum og biðstöðum. Ég á sæti í nefnd sem starfar á vegum Norður- landaráðs að því að tryggja það í raun að hreyfifatlað fólk geti ferðast á sama hátt og aðrir; starfar nefndin í tengslum við Gautaborgarháskóla, en það er eini háskólinn á Norðurlöndum hefur sérstaka deild sem er sinnir vandamálum fatlaðra, bæði á fræðilegum og hagnýtum forsendum. Nefndin hefur fram að þessu fjallað um járnbrautar- ferðalög, ferðalög með skipum, ferðir með langferðabifreiðum og á fundi sem verður hérlendis í sumar verður tekið til við flug- samgöngur. Jafnhliða umræðum er stöðugt unnið að verklegum framkvæmdum til þess að finna raunhæfar aðferðir sem leysi vandann. í almennum umræðum hef ég orðið þess var, að enginn nefndarmanna dregur í efa að unnt verði að finna leiðir til þess að hreyfifatlað fólk geti notað strætisvagna til jafns við aðra. Það er engu eðlilegra að bægja fötluðu fólki frá almenningsfar- artækjum en t.d. fólki sem er meira en 180 sm á hæð eða 90 kg á þyngd, svo að ég taki dæmi. Engir tveir einstaklingar í ver- öldinni eru öldungis eins, og því þarf að taka mið af öllum tilbrigðum náttúrunnar. Á hvaða forsendu? Islendingar hafa jafnan verið miklir útúrborumenn og ein- angrun landsins kennt um. Nú erum við komín í þjóðbraut þvera en fálætið heldur áfram. Vera má að fálæti fatlaðra sé skiljanlegt, fötluðum hefur verið innrætt það frá öndverðu að fela sig eins og óhreinu bönin hennar Evu. En hvað um mennina sem hafa það að embætti að stjórna þjóðfélaginu eða eru sérstaklega til þess kjörnir. Hver er afsökun þeirra? Jesús Jósepsson sem dauða hans er sérstaklega minnst þessa viku sagði á Hausaskeljastað: „Faðir, fyrir- gef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." Á hvaða for- sendum á að fyrirgefa þeim sem vita hvað þeir gjöra? Pálmasunnudag 1980, Magnús Kjartansson SÉRGREIN OKKAR MIÐ-EVRÓPUFERÐIR 2VIKUR Brottför 24. júlí Ekiö veröur frá Frankfurt um: Þýzkaland til Vínarborgar, þar sem dvaliö verður í nokkra daga. Gefinn veröur kostur á skoöunar- ferð til Ungverjalands (Bratislava). Síöan um Salzburg til lítils fjallaþorps viö Innsbruck, þar sem viödvöl verður höfö. Þaöan veröa skipulagö- ar nokkrar skoöunarferöir. Frá Innsbruck veröur síðan ekiö um Miinchen og Stuttgart til Frankfurt. Brottför 3. ágúst Ekiö verður frá Frankfurt um: Þýzkaland til Luzern í Sviss, þar sem dvaliö verður í tvo daga. Síðan liggur leiöin um Garmisch Partenkirchen til Innsbruck, þar sem dvaliö veröur í litlu fjallaþorpi rétt fyrir utan borgina. Skipulagöar veröa skoöunarferöir frá báöum þessum stööum. Frá Innsbruck veröur síöan ekið um Múnchen og Heidelberg til Frankfurt. Ekiö verður í fyrsta flokks langferöabílum meö loftkælingu. Dvaliö veröur á góöum hótelum og þátttakendum séö fyrir hálfu fæöi (morgunmat og kvöldveröi) allan tímann. íslensk fararstjórn. Ferðaskrifstofan dTCOVTHí Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.