Morgunblaðið - 03.04.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
27
Þetta gerðist 3. apríl, skírdag
1979 — Menachem Begin fer til
Kaíró fyrstur ísraelskra forsæt-
isráðherra.
1978 — Bandaríkjamenn hætta
við að smíða nifteindasprengju.
1974 — 1,648 farþegum bjargað
af „Queen Elizabeth 11“ sem var
tvo daga á reki á Atlantshafi.
1967 — Brezkir hermenn berjast
í heilan dag við leyniskyttur og
hermdarverkamenn í Aden.
1964 — Bandaríkin og Panama
taka aftur upp stjórnmálasam-
band.
1949 — Vopnahlé milli Araba og
ísraelsmanna.
1948 — Bandaríkin úthluta 5,33
milljörðum dala til 16 Evrópu-
ríkja.
1941 — Þjóðverjar taka Beng-
hazi.
1936 — Bruno Hauptmann
líflátinn fyrir ránið og morðið á
barni Charles Lindberghs flug-
kappa.
1930 — Ras Tafari verður Haile
Selassie keisari af Abyssiníu.
1929 — Persar undirrita Lit-
vinov-bókanirnar þar sem stríði
er hafnað.
1860 — Pretoria verður höfuð-
borg Transvaal.
1833 — Tilraun byltingarmanna
til að leggja undir sig þingið í
Frankfurt bæld niður.
1794 — Danton dæmdur.
1776 — Rússar falla frá kröfum
til Holstein samkvæmt Kaup-
mannahafnarsamningnum við
Dani.
1742 — Prússar missa Olmutz
og herför Friðriks II á Mæri fer
út um þúfur.
1693 - Karl XII tekur sér
alræðisvöld í Svíþjóð.
1559 — Friðarsamningur
Frakka og Spánverja undir-
ritaður.
1512 — Beyazid II Tyrkjasoldán
fær syni sínum Selim II völdin.
33 — Jesús krossfestur.
Afmæli. George Herbert, enskt
skáld (1593-1633) - Washing-
ton Irving, bandarískur rithöf-
undur (1783—1859) — James
Hertzog, suður-afrískur
stjórnmálaleiðtogi & hermaður
(1865—1942) — Marlon Brando,
bandarískur leikari (1924--) —
Doris Day, bandarísk leikkona
(1924---) - Hinrik IV Eng-
landskonungur (1367—1413).
Andlát. 1897 Jóhannes Brahms,
tónskáld.
Innlent. 1882 tilkynning lands-
höfðingja um stofnun þjóð-
skjalasafns — 1261 fundurinn í
Laugarási — 1262 Sighvatur og
Þorvarður sættast að Iðu — 1817
Brak finnst úr póstskipi íslands
sem fórst við Öndverðanes —
1901 Kosningasigur vinstri
manna í Danmörku — 1939
Fyrsta gengisfellingin — 1917 c.
Magnús Stephensen landshöfð-
ingi.
Orð dagsins. Hin sanna auðlegð
mannsins er hið góða sem hann
lætur af sér leiða í lífinu —
Múhameð, arabískur spámaður
(570-632).
Þetta gerðist 4. apríl, föstudaginn langa
1975 — Rúmlega 100 af 243
víetnömskum munaðarleysingj-
um og 25 fullorðnir fórust með
bandarískri flutningaflugvél eft-
ir flugtak frafSaigon.
1969 — Fyrsta hjartaígræðslan í
Houston, Texas.
1968 — Martin Luther King
myrtur í Memphis, Tennessee.
1964 —Makarios erkibiskup seg-
ir upp samningnum frá 1960 um
Kýpur og harðir bardagar brjót-
ast út.
1955 — Bretar gera samning við
Irak og ákveða að vera aðili að
Bagdad-sáttmála Tyrklands og
Iraks.
1949 —Atlantshafssáttmálinn
undirritaður í Washington.
1933 — Bandaríska loftskipið
„Akron“ hrapaði í Atlantshaf og
73 fórust.
1932 6 Próf. C.G. King einangrar
„C“ — vítamín.
1919 — Sovétlýðveldi stofnað í
Bæjaralandi.
1917 — Öldungadeild Banda-
ríkjaþings samþykkir stríðsyf-
irlýsingu gegn Þjóðverjum.
1912 — Kínverskt lýðveldi
stofnað í Tíbet.
1844 — Þjóðverjar hertaka Suð-
vestur-Afríku, Togoland og
Kamerún.
1826 — St. Pétursborgar-bókan-
ir Breta og Rússa um Grikkland.
1794 — Danton líflátinn.
1660 —Breda-yfirlýsing Karls II
af Englandi um umburðarlyndi í
trúmálum.
1618 — Richelieu kardináli rek-
inn í útlegð í Avignon fyrir
leynimakk með Marie de Medice
drottningarmóður.
1611 — Kristján IV Danakon-
ungur segir Svíum stríð á hend-
ur.
1581 — Elízabet I slær Francis
Drake til riddara.
Afmæli. Grinling Gibbons, ensk-
ur myndhöggvari (1648—1721)
— Nicolan Antonio Zingarelli,
ítalskt tónskáld (1752—1837).
Andlát. 1490 Matthias Corvinus,
konungur Ungverjalands — 1617
John Napier, stærðfræðingur —
1774 Oliver Goldsmith, rithöf-
undur — 1817 André Masséna,
hermaður.
Innlent. 1897 Hið íslenzka
prentarafélag, elzta starfandi
verkalýðsfélagið, stofnað — 1456
Marcellus Skálhoitsbiskup fær
Vestmannaeyjar að léni — 1588
d. Friðrik II — 1856 Prentfrels-
islögin koma til framkvæmda —
1875 Gos á sprungum í Mývatns-
öræfum — 1940 Gamanleikurinn
„Stundum og stundum ekki“
bannaður — 1949 Bjarni Bene-
diktsson utanríkisráðherra und-
irritar Atlantshafssamninginn
— 1956 Alþýðubandalag stofnað
— 1965 Mánaðarlangt flug-
mannaverkfall hefst — 1968
„Haförninn" festist í ís við
Melrakkasléttu — 1952 d. Sig-
urður Kristjánsson bóksali —
1958 d. Victor Urbancic — 1908 f.
Bjarni M. Gísiason.
Orð dagsins. ímyndunarafl er
mikilvægara en þekking — Al-
bert Einstein, þýzkættaður eðlis-
fræðingur (1879—1955).
Betri horf-
ur í Bogota
Bojíota, Kólombíu. 26. marz. AP.
BATNANDI horfur cru nú á því
að samkomulag náist um lausn
gislanna í sendiráði Dóminík-
anska lýðveldisins í Bogota i
áframhaldandi viðræðum full-
trúa kólombískra yfirvalda við
skæruliða, sem hertóku sendiráð-
ið fyrir mánuði. Skæruliðarnir
létu þrjá gisla lausa i gær, eg
hafa þá sleppt 26 manns, en
halda enn 29 gislum. þar á meðal
Diego Asencio sendiherra Banda-
ríkjanna og 18 öðrum erlendum
sendimönnum. ( ,
Það eru skæruliðasamtök, sem
nefna sig M-19, sem tóku sendiráð
Dóminíkanska lýðveldisins 27.
febrúar sl., meðan þar stóðu yfir
veizluhöld. Hafa skæruliðarnir
krafizt þess að 28 vinstrisinnaðir
fangar verði leystir úr haldi í
skiptum fyrir gíslana í sendiráð-
inu. Talsmenn ríkisstjórnarinnar
hafa svarað þessari kröfu með
yfirlýsingu um að engir pólitískir
fangar séu í haldi í Kólombíu, og
að stjórnarskráin heimili ekki að
glæpamönnum sé sleppt úr fang-
elsum.
Yfirvöld hafa hins vegar boðið
skæruliðunum í sendiráðinu að
þeir verði fluttir óhultir til Kúbu
eða Panama, verði gíslunum
sleppt, og er það boð nú í athugun.
Hér er um nokkra eftirgjöf að
ræða, því áður hafa yfirvöld verið
því fylgjandi að skæruliðarnir
fengju að flytjast til annars lands
í Latnesku Ameríku.
Gunnar Bjarnason
— Minningarorð
Gunnar Bjarnason bifreiða-
stjóri var fæddur að Öndverðanesi
í Grímsnesi 25. júní 1924. — Hann
missti föður sinn ungur að árum
og ólst upp hjá móður sinni, sem
hélt áfram búskap eftir að bóndi
hennar féll frá. Var Gunnar þar á
heimilinu unz hann fluttist hingað
til Reykjavíkur og hóf hér störf.
Hér í bænum kynntist hann
fyrri konu sinni, Sigríði Guðrúnu
Jónsdóttur frá Akureyri. Þau
bjuggu alla sína búskapartíð að
Langholtsvegi 142 hér í bænum,—
Þeim varð tveggja barna auðið, en
þau eru Anna, sem er gift Þráni
Tryggvasyni og Jón Kr. , sem er
giftur Kristrúnu Pétursdóttur.
Attu þau Gunnar og Sigríður
barnaláni að fagna. — Hefur ætíð
ríkt mikill kærleikur milli barn-
anna og foreldra svo og tengda-
barna. Samgangur milli heimil-
anna var góður og börnin og
barnabörnin tíðir gestir á Lang-
holtsveginum.
Við Gunnar vorum miklir og
einlægir vinir. — Ég tel mig ekki
hafa átt betri vin. Mér verða t.d.
ætíð minnisstæðir veiðidagar okk-
ar Gunnars, akstur við Sog. Þá var
oft glatt á hjalla í tjaldinu hjá
okkur. Voru þá oft með okkur
sameiginlegir vinir okkar, þeir
Olgeir Sigurðsson og Svavar
Magnússon. — Þeir félagar létu
heldur ekki sitt eftir liggja.
Eins og gengur og gerist þegar
starfsdegi lýkur hjá þeim, sem
hætta verða fyrir aldurs sakir, vill
það oft fara svo að nokkur tími
líður milli þess, sem fundum
gamalla samstarfsmanna og vina
ber saman. — En síðast bar
fundum okkar Gunnars einmitt
saman 1. marz síðastl. í skrifstofu
Bæjarleiða. Þar á stöðinni störf-
uðum við báðir um langt árabil.
Við ræddum þá við Jón Bárðarson
og man ég hve mikla ánægju ég
hafði af því að hitta Gunnar svo
glaðan og reifan, sem hann var
þennan dag. Hann lét gamanyrði
fjúka og glettist við okkur Jón,
eins og hans var vani ef svo bar
undir. Ekki átti ég þá von á því, að
svo bráður endir yrði á lífshlaupi
hans. — 17 dögum síðar var
Gunnar allur.
Við gamlir vinir hans og sam-
starfsmenn vissum að vísu, 'áð
hann gekk ekki heill til skógar, en
eigi að síður kom fráfall hans
okkur öllum nokkuð á óvart.
Nú þegar leiðir hafa skilizt í
bili, kemur skiljanlega ótal margt
í hugann, endurminningar frá
margra ára samstarfi og vináttu,
sem aldrei bar nokkurn skugga á.
— Við þær munu bæði ég og aðrir
vinir Gunnars geta yljað sér um
ókomin ár, því minnisstæður verð-
ur hann okkur öllum meðan við
erum hérna megin moldar.
Börnum Gunnars tengdabörn-
um og öllum aðstandendum hans
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur, og konu hans, Maríu
Arnadóttur, votta ég dýpstu sam-
úð.
Vini mínum bið ég Guðs bless-
unar.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt“
Sæmundur G. Lárusson
ÞU AUGLYSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐENU
Fjjúsiðtil
EVROPU
og ferðist um á eigin bíl
Ferðaskrifstofan Úrval býöur nú í samvinnu við Eimskip
bílflutninga til 7 borga á meginlandi Evrópu. Hér er um
vikulegar ferðir að ræða. Þið afhendið bílinn í Reykjavík og
komið sjálf flugleiðis á ákvörðunarstaö sama dag og
bílnum er skipað upp, eða fyrr.
Þannig getið þið skipulagt ferðina sjálf, farið hvert sem
ykkur dettur í hug, gist þar sem þið viljiö og kynnst
þjóöunum betur.
Þetta er stórkostlegur ferðamáti sem víkkar sjóndeildarhring ykkar.
Verð báðar leiðir (miðað við gengi 11.3. '80):
Bifreið Kr. 160.000,-
Hjólhýsi Kr. 160.000,-
Tjaldvagn Kr. 85.000.-
Innifalið er útskipun og uppskipun.
# Kaupmannahöfn
• Moss (Oslo)
• Gautaborg
• Hamborg
Ajrtwerpen (Luxemborg)
•Rotterdam
• Felixtowe (London)
Allar nánari upplýsingar um
hagstæð flugfargjöld og annað
varðandi ferðalag á eigin
bíl um Evrópu veitir ....
ARA
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900