Morgunblaðið - 03.04.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980
35
Gunnar Olafsson
skipstjóri — Minning
Fæddur 24. ágúst 1890
Dáinn 24. febrúar 1980
Nýlega er látinn, í hárri elli,
föðurbróðir minn, Gunnar Ólafs-
son, fyrrverandi skipstjóri. Hefur
útför hans farið fram frá Foss-
vogskapellunni í Reykjavík.
Er ég hugsa til kynna minna af
frænda mínum, eru mér efst í
huga tveir þættir, sem mér virtust
hvað ríkastir í fari hans, en þeir
voru: Að skulda engum neitt og að
standa í skilum við alla og svo að
geyma ekki til morgundagsins,
það sem hægt var að gera strax.
Þessir mannkostir mættu sannar-
lega vera meira ríkjandi í okkar
fari í dag.
Gunnar Ólafsson var fæddur í
Ólafshúsi í Njarðvíkum 24.8 1890
og var hann næst elstur 10 barna
þeirra hióna Elínar Þorsteinsdótt-
ur og Ólafs Jafetssonar og eru
fjögur systkinin eftirlifandi. Öll
hafa þau náð háum aldri, ef frá er
talin Ólöf, er dó tæpra tveggja
ára.
Lengst af bjuggu þau hjón í
Ólafshúsi, sem nefnt var eftir
föður Gunnars. Það hús var upp-
haflega byggt af Bárumönnum,
sem notuðu húsið sem fundarhús.
Einnig voru þar geymdar vörur
Pöntunarfélags þeirra, en Báran
var sjómanna- og verkamannafé-
lag í Keflavík. Ljóst er að húsið
hefur þjónað miklu hlutverki fyrir
síðustu aldamót, þegar þjóðin var
að vakna til vitundar um bætt
lífskjör sín. Sjómenn og verka-
menn stofnuðu þar líka Pöntun-
arfélag svo þeir þyrftu ekki að
lúta einokun Duus verslunarinnar.
Fyrir nokkrum árum reit Marta
Valgerður Jónsdóttir, ættfræðing-
ur, sannverðuga lýsingu á foreldr-
um Gunnars og ætt í ritið Faxa í
Keflavík, er hún nefndi „Minn-
ingar frá Keflavík." Verður hér á
eftir birt lýsing hennar með litlum
viðauka.
Vafalaust mun lýsing þessi og
ættartal, svo langt sem það nær,
verða afkomendum Gunnars og
öðrum ættingjum kærkomin lesn-
ing, á þessum tímum ættfræði-
áhuga.
Ólafur faðir Gunnars var sjó-
maður að atvinnu, bæði á opnum
skipum og þilskipum. Hann var
dugnaðarmaður, drengur góður og
óvílinn. Kona hans var Elín Þor-
steinsdóttir, mikil myndarkona og
forkur dugleg til allrar vinnu,
jafnt innanhúss sem utan. Börn
þeirra voru átta og öll í foreldra-
húsum um aldamótin. Við mann-
tal 1901 var elsta barnið 16 ára, en
yngstir ársgamlir tvíburar. Þetta
var stór hópur til að framfleyta í
þá daga, því ekki voru þá neinir
styrkir eða fríðindi, öðru nær,
fólki var jafnvel álasað fyrir að
eiga börn, ekki síst af hrepps-
nefndum og fyrirsvarsmönnum
hvers byggðarlags.
Það veitti því ekki af að vinna
til hins ýtrasta. Gengu konur þá
til útivinnu, til þess að drýgja
tekjurnar. Elín gekk að fiskvinnu,
þegar voraði og stóð við fiskþvott
daginn út og daginn inn, hvernig
sem á stóð fyrir henni. En mikil
þrekraun var það fyrir konu, að
standa við þvottakassann hvernig
sem viðraði og þvo og bursta salt
og óhreinindi af hverjum fiski, og
það þurfti að gjöra mjög vei. Fyrst
á vorin varð oft að byrja vinnu á
því að brjóta klakann á þvotta-
kössum, því þeir voru hreinsaðir
og fylltir á kvöldin eftir vinnu.
Varð því margri konunni hroll-
kalt, þegar byrjað var á að vinna.
Það voru því ekki nema dugleg-
ustu konur sem stunduðu þessa
vinnu og alltaf þótti það ill
nauðsyn. En þessi vinna var best
borguð af þeirri vinnu er þá
fékkst. Var þetta ákvæðisvinna og
gat orðið góð daglaun hjá þeim
fljótustu.
Elín var ágætlega vel verki
farin í kvenlegri vinnu, húshaldi
öllu og handavinnu, enda var hún
alin upp á fyrirmyndarheimili,
þar sem var heimili foreldra
hennar, þeirra Þorsteins bónda í
Ytri-Njarðvík, Bjarnasonar og
konu hans Guðrúnar Guðmunds-
dóttur. Var þetta æskuheimili
hennar mikið menningarheimili,
eins og svo mörg heimili í
Njarðvíkum voru. Þær voru fjórar
systurnar, sem uxu þar upp: Ólöf,
Oddbjörg, Ingiríður og Elín, allar
fríðleiksstúlkur, sem báru yfir sér
svip hefðarkvenna.
Ólöf giftist Agli bónda á Þóru-
stöðum á Vatnsleysuströnd, bróð-
ur Guðmundar í Landakoti, Odd-
björg varð kona Jónasar bónda í
Ytri-Njarðvík, Jónassonar, Ingi-
gerður giftist ekki og Elín kona
Olafs Jafetssonar, sú sem hér er
fjallað um.
Elín var fædd í Þórukoti í
Ytri-Njarðvík 31. mai 1859. For-
eldrar hennar voru þremenningar
að frændsemi, því að Þorsteinn
faðir hennar var sonarsonur Guð-
rúnar Sighvatsdóttur, systur Jóns
dbrm. í Ytri-Njarðvík Sighvats-
sonar, en Guðrún móðir hennar
var dótturdóttir Jóns Sighvats-
sonar.
Bjarni faðir Þorsteins bjó fyrr á
Efri-Rótum og þar fæddist Þor-
steinn, en flutti suður í Njarðvík-
ur eftir að hann missti fyrri konu
sína, Ólöfu Þorsteinsdóttur 15.
febrúar 1834. Síðar bjó Bjarni í
Ytri-Njarðvík með seinni konu
sinni, Ingigerði yngri Jónsdóttur,
Sighvatssonar. Var hann þar
hreppstjóri og virðingarmaður og
titlaður Signor.
Bjarni var Mangússon bóndi í
Efra Holti undir Eyjafjöllum 1816
Bjarnasonar og konu hans Guð-
rúnar Sighvatsdóttur.
Móðir Þorsteins og fyrri kona
Bjarna föður hans var Ólöf Þor-
steinsdóttir bónda í Vallnatúni
undir Eyjafjöllum 1816 Hinriks-
sonar.
Kona Þorsteins í Ytri Njarðvík
og móðir Elínar var Guðrún Guð-
mundsdóttir stúdents og verslun-
arstjóra í Hafnarfirði fædd 12.
okt. 1787, d. 1850, Péturssonar í
Bygggarði, Guðmundssonar; var
Guðmundur stúdent albróðir
Arnleifar, konu Péturs skipherra í
Ytri-Njarðvík, Jónssonar, sem
voru foreldrar húsfrú Önnu í
Höskuldarkoti. Systir þeirra Guð-
mundar og Arnleifar var Guðrún
móðir Elínar húsfreyju í Stapa-
koti í Innri-Njarðvíkum, móður
Sæmundar óðalsbónda á Minni-
Vatnsleysu Jónssonar. Móðir Guð-
rúnar og kona Guðmundar stúd-
ents var Ingigerður eldri Jóns-
dóttir dannebrogsmanns í Hösk-
uldarkoti.
Ólafur Jafetsson var fæddur á
Kálfatjörn 18. ágúst 1847, voru
foreldrar hans þar húshjón, en
brátt fluttust þau að Fjósakoti í
Kálfatjarnarhverfi og bjuggu þar
lengi, en þau voru Jafet ísaksson
og kona hans Ingveldur f. 19. júlí
1822 í Ásmúla í Holtum, dáin 9.
júni 1863 í Fjósakoti, Jónsdóttir
bónda í Ásmúla í Holtum, svo í
Norðurkoti á Vatnsleysuströnd
(1845), síðast á Ytri-Ásláksstöðum
í sömu sveit, f. 1774, dáin 14. apríl
1856, Andréssonar bónda í Nefs-
holti í Holtum Jónssonar.
Seinni kona Jóns á Ytri Ásláks-
stöðum og móðir Ingveldar var
Ástríður f. 1783 á Efra-Flagbjarn-
arholti á Landi, dáin 22. apríl 1853
á Ytri Ásláksstöðum, Grímsdóttir.
Jafet faðir Ólafs var fæddur í
Skildinganesi við Reykjavík árið
1821, dáinn 16. mars 1894. ísak
faðir hans var sonur Gunnars
hreppsstjóra á Korpúlfsstöðum,
Gizzurarsonar. (P.Z.: Vík. 133).
Áður en Ólafur kvæntist eign-
aðist hann son með Herdísi Magn-
úsdóttur bónda í Minni Vogum,
Hallgrímssonar prests í Görðum
við Akranes, Jónssonar. Sá sonur
hét Jafet, f. 18. júni 1873 í Miðengi
á Vatnsleysu. Hann varð skip-
stjóri og mikill dugnaðarmaður,
hann var meðeigandi með Guð-
mundi Torfasyni og Thor Jensen
að fiskiskútu þeirri er hann var
skipstjóri á, hét Sophie Wheatley.
Það skip fórst með allri áhöfn upp
við Mýrar í hinu mikla mann-
skaðaveðri 7. apríl 1906.
Kona Jafets var Margrét, f. 23.
ágúst 1872 í Höskuldarkoti Pét-
urssonar, var Ólöf, f. 23. marz
1834, d. 12. ágúst 1889, Erlends-
dóttir smiðs og skipara í Ytri-
Njarðvík, f. 9. janúar 1795, d. 18.
sept. 1839, Magnússonar sjálfs-
eignarbónda á Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd, f. um 1761, d.
24. ágúst 1825 Guðmundssonar.
Magnús var bróðir Ólafs í Ás-
garði, föður Guðlaugs sýslumanns.
Kona Magnúsar var Margrét
Erlendsdóttir frá Snorrastöðum í
Laugardal. Er nú mikill frænd-
garður kominn frá þeim Brunn-
astaðahjónum.
Frú Margrét jónsdóttir, ekkja
Jafets skipsstjóra, bjó langa ævi í
Reykjavík. Hún andaðist þar 22.
febrúar 1951. Einkadóttir þeirra
er Ólöf Jónína Jafetsdóttir, skrif-
ari í Reykjavík, nú látin. Bjuggu
þær mæðgur saman, þar til frú
Margrét andaðist.
Börn þeirra Elínar og Ólafs
Jafetssonar eru:Guðrún Steinunn
Ólafsdóttir, giftist Sigurði Ólafs-
syni, kennara í Hafnarfiði, sjá
kennaratal, bæði látin.
Kristín Ólafsdóttir. Maður
Magnús Guðmundsson, skipstjóri,
útgerðarmaður, Akranesi, bæði
látin. Gunnar Ólafsson, skipstjóri
í Reykjavik, kona hans Ása
Kristín Jóhannesdóttir, dáin. Egill
Ólafsson, skipstjóri í Reykjavík,
kona Ragnheiður Stefánsdóttir,
bæði látin. Guðrún Ólafsdóttir,
ógift í Ytri-Njarðvík. Ólína Ólafs-
dóttir, maður Elías Benediktsson,
skipstjóri og útgerðarmaður,
Akranesi, dáin. Árný Ólafsdóttir,
maður Eiríkur Þorsteinsson, véla-
maður frá Höfnum. Sigfúsína Ól-
afsdóttir, maður Brynjólfur Nik-
ulásson, skipstjóri Akranesi, látin.
Ólafur Jafetsson andaðist í
Landakotsspítala 2: júlí 1908. Að
sjálfsögðu lagðist þá þunginn af
framfærslu yngri barnanna á
herðar Elínar, en hún stóðst þá
raun með prýði. Hún lifði langa
avi, andaðist á Akranesi hjá
Kristínu dóttur sinni 7. júní 1944.
Elín var trygg kona og vinföst
og einkar góð og hjálpsöm þeim,
er minnimáttar voru.
Eins og fyrr segir voru bræð-
urnir tveir, systurnar sex auk
háifbróður, öll unnu þau á heimil-
inu þegar þau höfðu aldur til. Ekki
voru þeir bræður háir í loftinu
þegar þeir voru farnir að hjálpa til
við útgerð föður síns, eða hand-
leika byssu, það skorti því aldrei
matföng í Ólafshúsi þó marga
munna væri þar að fæða. Ólafur
Jafetsson gerði út bát frá Keflavík
og var þá sótt fremur stutt, rétt
innst í Garðsjóinn og svo inn að
Vogastapa. Var þetta fjögurra
manna far, voru vertíðarmenn
ráðnir upp á 50 krónur yfir vertíð,
giltu svo há laun aðeins um
þaulvana, duglega menn. Óvan-
ingar fengu helmingi lægri laun.
Inni í þessu var frítt fæði og
húsnæði til 11. maí, er vertíð lauk.
Þegar börnin höfðu aldur til,
dreifðust þau elstu í vinnu-
mennsku. Bræðurnir leituðu sér
atvinnu í Reykjavík, þar sem von
var um betri afkomu og skipakost-
ur stærri. Algengasti ferðamáti
vertíðarmanna á skútuöld var að
fara fótgangandi frá Keflavík,
höfðu menn pjönkur sínar í sjó-
poka, einnig þáru menn matar-
kistil sinn, sem geymdi viðbit og
kæfu, sem var ætluð til matar á
vertíð. Skútulífið var harður skóli
sem stælti menn í baráttu þeirra
við óblíð náttúruöfl. Þar lærðu
ungir menn að hagræða seglum og
nema allt sem þeir þurftu síðar á
að halda, til að verða fullgildir
sjómenn.
Eftir að Gunnar hafði stundað
sjómennsku um nokkurt skeið
innritaðist hann í Stýrimanna-
skólann og lýkur þaðan prófi árið
1922.
í fjölda ára var Gunnar með
ýmsa báta og kann ég ekki nöfn á
þeim öllum. Þó get ég nefnt
Sæfarann og Hrefnu, auk þess var
hann um tíma fiskilóðs á enskum
togurum, sem Heljer útgerðarfé-
lagið gerði út. Hann talaði góða
ensku og átti marga einlæga vini
meðal Englendinga. í kringum
1930 eignast hann Freyjuna, sem
var 30 tonna bátur, var það
happaskip. Gunnar fiskaði mikið í
Bugtinni með dragnót og þekkti
þar marga fiskislóð, þó engin væri
þá fisksjáin.
24. júní 1916 kvæntist Gunnar
Ásu Kristínu Jóhannesdóttur
mikilli atgjörviskonu, bjuggu þau
á ýmsum stöðum í Reykjavík, þá
fyrst í Vesturbænum en síðar á
Lokastíg 4.
Gunnar og Ása Kristín eignuð-
ust 10 börn, þrjú þeirra dóu í
bernsku. Þau sem upp komust eru:
Guðrún, Jóhannes, Sólveig, Ása,
Gunnar, Ólafur og Hrafnhildur.
Öll eru frændsystkini mín gift
miklum heiðursmönnum og kon-
um, sem eru góðir þegnar og
gjaldendur íslenska ríkisins. Börn
þeirra skipta orðið tugum.
Konu sína missir Gunnar 1942
aðeins 47 ára, yngsta barnið þá
enn í vöggu og Gunnar og Hrafn-
hildur á barnsaldri. Það sýndi sig
þá, eins og ævinlega, hve mikið
kærleikur og samheldni systkina
fær áorkað. Yngsta barnið Ólaf
tekur Guðrún systir hans í fóstur
og hefur alið upp, sem sitt barn.
Hrafnhildur og Gunnar vistast
um tíma hjá systrunum Krístínu
og Ólínu, sem voru búsettar á
Akranesi og veit ég hann stóð
ævinlega í mikilli þakkarskuld við
systur sínar.
Gunnar hélt heimili með börn-
um sínum að Lokastíg 4 eftir að
hann varð ekkjumaður. Síðar
byggði hann sér hús við Skógar-
gerði 3 hér í bæ, þar sem hann bjó
í sambýli við tvö börn sín og
tengdabörn.
Þótt leiðir okkar frænda lægju
ekki saman seinustu æviár hans,
er hann mér eftirminnilegur frá
fyrri tíð, þegar ég, lítill dreng-
stauli, var í fylgd föður míns og
var í heimsókn hjá frændfólkinu,
eða þegar við áttum erindi niður
að höfn í verbúð, þar sem Gunnar
hafði geymslu fyrir útgerð sína.
Mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar saman, er Gunnar fær
úthlutað lóð. Mikil vöntun var þá
á smiðum til starfa og aðstoðaði
ég hann þá við uppslátt á sökklum
hússins. Hvorugur hafði þá feng-
ist mikið við smíðar, en allt
blessaðist þetta og fór vel. Húsið
stendur enn og hefur verið heimili
þriggja fjölskyldna.
Gunnar gat verið funi í skapi og
var þá stundum stórorður og
skeytti þá lítt hver fyrir varð og er
mér ekki grunlaust um að stund-
um hafi sviðið undan. En hann
kunni líka þá list að vera fljótur
til sátta og ætti það að nægja til
að sýna gott hjartalag hans. Og
engan mann þekkti ég hjálpsam-
ari ef eitthvað var að, hann var
mikill greiðamaður og vildi hvers
manns vanda leysa. Börnum og
barnabörnum var hann gleðigjafi
og gladdist yfir framförum þeirra.
Og vel kunni harin við sig um-
kringdur börnum sínum, barna-
börnum og ættingjum á hátíðar-
stundum.
Ég er ekki hræddur um sálar-
heill frænda míns, því ég veit að
hjartahlýjan, gjafmildin til þeirra
er minna máttu sín, gnæfa eins og
lýsandi viti yfir mannanna verk.
Siglingunni miklu er lokið, sjó-
ferðin er á enda. Vegferðin mikla
tekin við, sem enginn okkar kemst
hjá að feta.
Guðmundur Egilsson
Einbýlishúsalóðum
úthlutað í Hólahverfi
Á FUNDI borgarráðs á
föstudaginn var fallist á
eftirfarandi tillögur lóða-
nefndar um úthlutun á
byggingarrétti fyrir ein-
býlishús í Hólahverfi í
Reykjavík:
Klapparberg 1: Sveinn Guð-
mundsson, Norðurbrún 8. Klapp-
arberg 3: Gísli Magnússon, Hof-
teigi 28. Klapparberg 5: Bryndís
Steinþórsdóttir, Austurbrún 4.
Klapparberg 7: Haukur Gunnars-
son, Laugarnesvegi 37. Klappar-
berg 9: Ásbjörn Björnsson, Suður-
hólum 6. Klapparberg 11: Guðrún
Sigurðardóttir, Vesturbergi 98.
Klapparberg 13: Bjarni Þorvalds-
son, Hrísateigi 32. Klapparberg
15: Páll Hannesson, Hrafnhólum
4. Klapparberg 17: Þórir Sigur-
björnsson, Stóragerði 23. Klappar-
berg 19: Haukur L. Friðriksson,
Grensásvegi 26, Klapparberg 21:
Einar S. Hjartarson, Reykja-
víkurvegi 29. Kl'apparberg 24:
Egill Gestsson, Miðstræti 5.
Klapparberg 25: Björn Gústafs-
son, Vesturbergi 122. Klapparberg
27: Ágúst Þórðarson, Austurbergi
8. Klapparberg 29: Ægir Jónsson
Kríuhólum 2. Klapparberg 31:
Hallgrímur Ólafsson, Stelkshólum
10. Klapparberg 2: Skúli Guð-
brandsson, Hraunbæ 150. Klapp-
arberg 4: Pétur Ágústsson, Dúfna-
hólum 2. Klapparberg 6: Stefán
Vagnsson, Hraunbæ 2. Klappar-
berg 8: Einar Ö. Einarsson, Eyja-
bakka 9. Klapparberg 10: Kristján
Ö. Jónsson, Suðurhólum 8. Klapp-
arberg 12: Guðmundur H. Hann-
esson, Þórufelli 12. Klappar-
berg 14: Sigurður G. Þorsteinsson,
Arahólum 4. Klapparberg 16: Ás-
geir H. Eiríksson, Krummahólum
6. Lágaberg 1: Úlfar Þorláksson,
Maríubakka 12. Lágaberg 3: Júlíus
Jónsson, Dalseli 12. Lágaberg 5:
Haraldur Lýðsson, Fellsmúla 12.
Lágaberg 2: Jón S. Hallgrímsson,
Bræðraborgarstíg 1. Lágaberg 4:
Sigurður R. Guðjónsson, Hæðar-
garði 50. Lágaberg 6: Eysteinn
Pétursson, Eyjabakka 11. Lága-
berg 8: Gunnar Gestsson, Klepps-
vegi 76. Neðstaberg 1: Óli H.
Jónsson, Grænuhlíð 22. Neðsta-
berg 3: Rúnar Gunnarsson, Kóngs-
bakka 4. Neðstaberg 5: Finnbogi
G. Kristjánsson, Maríubakka 10.
Neðstaberg 7: Gunnar A. Ingvars-
son, Bústaðavegi 107. Neðstaberg
9: Erlendur Eysteinsson, Ból-
staðahlíð 62. Neðstaberg 11: Björn
Ólafsson, Arahólum 4. Neðstaberg
13: Óskar G. Sigurðsson, Holtsbúð
35, Garðabæ. Neðstaberg 2: Inga
S. Ingvadóttir, Æsufelli 2. Neðsta-
berg 4: Reynir H. Jóhannsson,
Hraunbæ 38. Neðstaberg 6: Árni
M. Björnsson, Dalalandi 3.
Neðstaþerg 8: Jóhann Diego Arn-
órsson, Espigerði 18. Neðstaberg
10: Sævin Bjarnason, Asparfelli
10. Neðstaberg 12: Baldur H.
Jónsson, Tómasarhaga 55. Neðsta-
berg 14: Gunnar H. Magnússon,
Miklubraut 76. Neðstaberg 16:
Eiríkur Briem, Hraunbæ
180. Neðstaberg 18: Ólafur Jóns-
son, Flúðaseli 74. Neðstaberg 20:
Karl Kreidler, Suðurhólum 8.
Neðstaberg 22: Svavar Magnús-
son, Asparfelli 12. Neðstaberg 24:
Björgvin H. Kristinsson, Jórufelii
2.