Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1980
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Andstæðingarnir hafa alltaf
sagt pass í skemmtilegri úrspils-
æfingu en þú ert með spil suðurs,
gafst spilið og verður sagnhafi í
fjórum spöðum.
Norður Suður
S. KG109 S. Á8754
H. KD H. Á6
T. ÁG32 T. KD5
L. D104 L. 972
Útspil laufátta. Þú lætur lágt
frá blindum, austur fær á gosann,
tekur síðan á kónginn en ásinn,
þriðja laufið, trompar vestur með
tvistinum í stað þess að láta
annaðhvort hjarta eða tígul. Og
síðan skiptir hann í tígul. Og síðan
skiptir hann í tígultíu. Og nú er
komið að þér. Þrír slagir eru af nú
þegar svo að finna verður
trompdrottninguna. Hver á hana?
COSPER
I embættinu
sitji ákveðinn og
reyndur maður
Menn eru smátt og smátt að
taka afstöðu til frambjóðenda við
forsetakosningarnar í júní í
sumar. Alltaf af og til koma
fregnir um skoðanakannanir í
blöðum, og þessar fréttir hafa á
sinn hátt nokkur áhrif á fylgi
einstakra frambjóðenda. Ég er
ákveðinn stuðningsmaður Péturs
Thorsteinssonar sendiherra við
þessar kosningar, og er því eðli-
legt að mér sé nokkurt áhyggju-
efni, að enn sem komið er hefur
Pétur ekki náð nægu fylgi í
þessum skoðanakönnunum.
Ég verð áþreifanlega var í
samtölum við menn, að allir viður-
kenna að Pétur er langhæfasti
frambjóðandinn. Veldur því fyrst
og fremst áratuga störf í utan-
ríkisþjónustunni, sem sendiherra
og ráðuneytisstjóri, og jafnframt
óvenjumikil tungumálakunnátta.
Þá viðurkenna allir, að Pétur er
maður ákveðinn og því ólíklegur
til þess að vera leikfang stjórn-
málamanna. Hann er því ekki
frambjóðandi þeirra, sem vilja að
á Bessastöðum sitji forseti, sem
hafist ekki að, en láti stjórnmála-
mönnunum alfarið eftir aðferðir í
valdatafli þeirra.
En þótt menn viðurkenni þann-
ig, að Pétur sé hæfastur til þess að
gegna forsetaembættinu, óttast
menn að aðrir séu ekki þessarar
skoðunar því að maðurinn sé lítið
þekktur, og eru því tregir til
stuðnings. Við þessa kjósendur vil
ég segja: Á það að verða megin-
regla í íslensku þjóðlífi, að engir
menn séu hlutgengir til opinberra
starfa nema þeir einir, sem
blaðamenn hafa velþóknun á og
auglýsa í þáttum sínum. Eiga þeir
ágætu menn, sem vinna störf sín
án skrums og auglýsinga, aldrei að
verða kallaðir til ábyrgðarstarfa,
vegna þess að þeir séu ekki
þekktir?
Kjósendur verða að gera sér
grein fyrir því, að völd forseta
Islands eru mikil, fyrst og fremst
vegna þess að þeim er einungis
beitt á örlagastundu. Þess vegna
ríður á, að í embættinu sitji
ákveðinn og reyndur maður, sem
hefur mikla þekkingu á íslensku
þjóðlífi, — þekkir og viðurkennir
hefðir lýðræðisins, og óhræddur
við að beita valdi sínu í þágu
þjóðarinnar, en gegn þeim stjórn-
málamönnum, sem aðeins hugsa
um eigin hag.
Hákon Aðalsteinsson
Húsavík.
• Varð að barni
í annað sinn
Æ, æ, æ. Skyndilegur kulda
fiðringur byrjar í litlu tá suðvest-
ur. Kuldinn hríslast upp legginn,
leggur lykkju á leið sína, byrjar
síðan að færast upp í mjóbakið,
nái hann hærra má búast við
meiri háttar skjálftahrinu í þess-
um furðulega líkama, sem aldrei
hefur eðlilegt hitastig, oftast í
heitara lagi, en stundum í frost-
marki og þá má búast við öllu illu.
Ég hringdi því í oboði á nætur-
vaktina til að afstýra frekari
vandræðum. Engill í konulíki birt-
ist. Hún skynjar strax hættuna,
enda farin að þekkja þennan
„vandræðagrip" sem þarna liggur.
Sem sagt, hún hefur snör handtök,
hleypur fram, kemur á mettíma
aftur með rjúkandi hunangsbland,
sem ég sloka í mig. Ég finn
vellíðanina streyma um hverja
taug, slaka á og er á leiðinni til
draumalandsins, þegar skyndilega
er kippt í mig af jörðinni, eins og
Vestur virðist hafa leyst
vandann fyrir okkur. Hann vonast
til, að austur eigi tígulkónginn og
sjálfur á hann varla trompdrottn-
inguna úr því hann trompar.
Drottningin er því í austur og við
spilum samkvæmt því.
En áfallið kemur þegar við
tökum á trompkónginn. Austur
fylgir ekki — lætur hjarta — einn
niður.
Norður
S. KG109
H. KD
T. ÁG32
L. D104
Vestur
S. D632
H. G985
T. 1064
L. 83
Austur
S. 6
H.107432
T. 987
L. ÁKG65
Suður
S. Á8754
H. Á6
T. KD5
L. 972
Auðvitað hefðir þú unnið spilið,
hefði vestur ekki trompað þriðja
laufið af makker sínum. Það eitt,
að hann átti fá lauf jók líkurnar á
fleiri trompum á hans hendi en á
hendi austurs. Og samkvæmt því
hefðir þú tekið fyrst á trompásinn
og svínað tvisvar með fullkom*lu
öryggi.