Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 47

Morgunblaðið - 03.04.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1980 47 Antwerpen alla fimmtudaga Hafóu samband EIMSKIP SIMI 27100 Mikill f jöldi að- komumanna í skíða- viku á ísaf irði ísafirdi 1. apríl. SKÍÐAVIKAN stendur nú yf- ir í sól og snjó í paradís skíðamanna á Seljalandsdal. Nú um páskana nær skíða- vertíðin hámarki og má reikna með að allir sem vettl- ingi geta valdið verði á skíðum um páskana. Mikill fjöldi aðkomumanna er hér nú og er ekki óalgengt að hvert heimili sé tvöfalt til þrefalt stærra en venjulega. Hótelrými er þó á Hótel Mánakaffi og hjálpræðishern- um en að auki er nú hægt að fá svefnpokagistingu i Skíðheimum. Miklar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á rekstri skíðamannvirkja hér í vetur. Síðastliðið haust tók bæjar- sjóður við rekstrinum af skíðaráði og 1. febrúar var Guðmundur Marínósson ráð- inn framkvæmdastjóri í fullu starfi. Hefur hann unnið við að endurnýja Skíðaheima. Er húsið nú orðið mjög vistlegt og auk gistingarinnar þar hægt að fá alls konar veitingar. Á dalnum eru tvær skíðalyftur. Allar brekkur svo og göngu- brautir eru troðnar af snjó- troðara daglega. Auk skíðaferða og almenn- ings skíðamóta verður ýmis- legt til dægrastyttingar svo sem tónleikar og messugjörðir í Isafjarðarkirkju og dansleik- ir í samkomuhúsunum. Að sögn Friðriks Adolfsson- ar hjá Flugleiðum áætla þeir þrjátíu aukaferðir vestur um páskana þar sem fluttir verða um 750 farþegar. Auk þess flýgur flugfélagið Ernir dag- lega milli Isafjarðar og Reykjavíkur. Úlfar. auglýsjngastofa (SSS) MYIMDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Hefur þú hugað að verðmætum þínum? Eru þau öll á einum stað og nógu tryggilega geymd? Ef ekki, þá ættirðu að snúa þér til okkar. Við höldum því nefnilega fram að það sé sjálfsögð öryggisráðstöfun að hafa geymsluhólf í Sam- vinnubankanum. Þér standa til boða tvær stærðir af geymsluhólf- um. Til þess að auðvelda þér aðgang að þeim höfum við sérstakan starfsmann, sem sér um að þú komist í hólfíð þitt hvenær sem er á venju- legum opnunartíma Samvinnubankans. Það veitir þægilega öryggistilfinningu að vita af verðmætum sínum í tryggum öryggisgeymsl- um Samvinnubankans. Samvinnubankinn Bankastræti 7 - Sími 20700 Ljósm. (JHar. Skiðalandið á Seljalandsdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.