Morgunblaðið - 11.04.1980, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980
Qlíusamningarnir við BNQC:
Hin almennu viðskipta-
verð („mainstream") jafn-
aðarlega hagstæðari
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Geirs H. Haarde hag-
fræðings. ritara olíuviðskipta-
nefndar ok hað hann að gera
nánari Krein fyrir þeim verð-
Krundvelli („mainstream“verð).
sem samninKurinn við BNOC
miðast við otf samanburði á
honum og Rotterdam-verðinu,
sem olíukaup okkar hafa mið-
ast við að undanförnu. Veitti
Geir Mortcunblaðinu eftirfar-
andi upplýsingar:
Verðmyndun á fullunnum
olíuvörum í milliríkjaviðskiptum
er einkum með tvennum hætti.
Annars vegar er um að ræða hin
svokölluðu almennu viðskipta-
verð (,,mainstream“verð) olíufé-
laganna, sem gilda í föstum
olíuviðskiptum, einkum innan
eigin sölu- og dreifingarkerfa
olíufélaganna. Hins vegar er
stuðzt við dagverð á svokölluðum
„spotmörkuðum", eins og þeim í
Rotterdam, en þessir markaðir
hafa yfirbragð óskipulegra upp-
boðsmarkaða, og ræðst verð þar
eingöngu af framboði og eftir-
spurn eftir fullunnum olíum á
tilteknum tíma og spám mark-
aösaðila á því, hvernig markaðs-
öflin muni þróast í framtíðinni.
Langstærstur hluti olíuvið-
skipta í heiminum fer fram á
grundvelli fastra viðskipta, þar
sem greidd eru almenn við-
skiptaverð. Kostnaður olíufélag-
anna af hráolíuöflun, hreinsun
og öðrum þáttum vinnslunnar,
setur þessu verði eðlilega neðri
mörk. Að öðru leyti ræðst verðið
af almennri þróun framboðs
hráolíu og eftirspurn eftir full-
unnum olíuvörum yfir nokkurn
tíma.
Við eðlilegar aðstæður eru
„spotmarkaðirnir" í olíu „af-
gangsmarkaðir", þar sem olíu-
kaupendur og -seljendur jafna
sín í milli framleiðslu og þörfum
fyrir einstakar tegundir olíu.
Þörf fyrir slíkan markað skapast
vegna þess, að olíufélögin geta
aldrei skipulagt starfsemi sína
svo nákvæmlega, að allir endar
nái alltaf saman. Til jöfnunar
eru þá seldir og keyptir einstakir
farmar á þessum mörkuðum.
Þegar nægt framboð er af olíu,
er verð á þessum mörkuðum
gjarnan ívið lægra en hin al-
mennu viðskiptaverð. Hins veg-
ar getur verð á þessum mörkuð-
um farið hátt upp fyrir hin
almennu viðskiptaverð, þegar
eftirspurn er umfram framboð,
og eru þar engin efri mörk.
„Mainstream“verð
í eðli sínu stöðugra
Það hefur tíðkazt nokkuð í
olíuviðskiptum, sem að öðru
leyti eru föst og reglubundin, að
miða verðin við skráningar á
„spotmörkuðum". Þannig hafa
Sovétríkin og fleiri selt fullunn-
ar olíur, og hefur verið við
þessar skráningar miðað í olíu-
viðskiptum íslendinga og Sovét-
manna, svo sem Curacao, Aruba
og Rotterdam, enda þótt við-
skiptin hafi að öðru leyti ekki
komið nálægt þessum mörkuð-
um.
Upplýsingar um verðið á Rott-
erdam-markaðnum og fleiri
„spotmörkuðum" eru teknar
saman af Platt’s Oilgram og
birtast þar fimm daga í viku.
Það leiðir af eðli þessa markað-
ar, að ekki er vitað með neinni
vissu fyrirfram, hver hin skráðu
verð í Platt’s verða á einhverjum
tilteknum tíma.
Engin sambærileg skráning er
hins vegar til varðandi almenna
markaðinn, enda eru verð á
honum mismunandi og ýmist
umsamin milli kaupenda og selj-
enda með tilliti til markaðsað-
stæðna eða byggð á innri við-
skiptum olíufélaganna. Fyrir-
tækið Oil Price Assessments
Limited (OPAL) í London aflar
upplýsinga, sem taldar eru all-
nákvæmar, um verð á almennum
mörkuðum í Bretlandi, Frakk-
landi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og
Vestur-Þýzkalandi. Fyrirhugað
mun að Svíþjóð bætist í þennan
hóp von bráðar. Upplýsingar
OPAL birtast ýmist mánaðar-
lega eða ársfjórðungslega.
Það er ljóst, að þessar verðvið-
miðanir eru í eðli sínu ólíkar.
Hin almennu viðskiptaverð eru
miklu stöðugri, enda tengd hrá-
olíuverðunum annars vegar og
heildarjafnvægi og þróun olíu-
markaðarins hins vegar. Rotter-
dam-markaðurinn er óstöðugur
enda háður daglegri eftirspurn
og framboði, en getur þó verið
hagstæður kaupendum, þegar
framboð er umfram eftirspurn.
Sé um skort að ræða á olíumörk-
uðum í heiminum, er hætt við að
verð á „spotmarkaði" hækki
langt umfram það, sem hráolíu-
verð og vinnslukostnaður gefa
tilefni til, eins og átti sér stað á
árinu 1979.
í ljós kom á síðasta sumri, að
viðmiðunin við dagverð í Rotter-
dam er verulega óhagstæð, þegar
misvægi er á olíumarkaðnum og
eftirspurn umfram framboð.
Reynsla fyrri ára hefur hins
vegar einnig sýnt, að Rotter-
dam-verð geta legið lítið eitt
fyrir neðan hin almennu við-
skiptaverð (,,mainstream“verð),
þegar jafnvægi er á markaðnum,
þótt sá ávinningur sé lítilvægur
móts við þann gífurlega mun,
sem var milli dagverðanna og
hinna almennu viðskiptaverða á
síðastliðnu ári.
Ljóst er af því, sem hér hefur
komið fram, að jafnaðarlega er
hagstæðara að fylgja hinum
almennu viðskiptaverðum frekar
en dagverðum, eins og aðstæður
eru í alþjóðlegum olíuviðskiptum
og nú horfir. Kemur þar við sögu
sá ávinningur, sem gera má ráð
fyrir, þegar misvægi er á mark-
aðnum, en það segir meir og fyrr
til sín á „spotmörkuðunum", eins
og áður hefur komið fram. Einn-
ig er ljóst, að það er nokkurs
virði út af fyrir sig að þurfa ekki
að búa við þær sveiflúr, sem
„spotmarkaðirnir" eru háðir.
Verðin svipuð
um þessar mundir
Allt síðasta ár var Rotter-
dam-verð mun hærra en hin
almennu viðskiptaverð en það
sem af er þessu ári hafa verðin
færst saman enda er nú ástandið
á olíumarkaðnum mun eðlilegra
en það var í fyrra. Eru verðin nú
mjög svipuð. Rotterdam-verð
hafa farið lækkandi undanfarn-
ar vikur en þó hækkað örlítið
aftur allra síðustu daga. Ógjörn-
ingur er að spá um það með
nákvæmni hvert innbyrðis hlut-
fall verðanna verður á einhverj-
um tilteknum tíma í framtíðinni.
Menntaskólarnir ljúka senn starfsvetri sínum og í gær mátti sjá stúdentsefni Menntaskólans við Sund
fara um miðborg Reykjavíkur með ærslum sem tilheyra þeim degi er upplestrarfríið hefst. Ljósm.
Kristján.
Þorskaflinn í marz-
mánuði 92.860 tonn
SAMK V/EMT hráðahirgðatölu
Fiskifélags íslands varð þorskafl-
inn í marzmánuði siðastliðnum
samtals 92.860 tonn og er 21
þúsund tonnum meiri en í sama
mánuði í fyrra. Þorskaflinn í marz
í ár var svipaður og allur botnfisk-
afli í marz í fyrra. Aflaaukningin
varð um allt land miðað við sama
mánuð í fyrra og sömuleiðis mjög
mikil aflaaukning þrjá fyrstu mán-
uði ársins eins og komið hefur
fram í fréttum að undanförnu.
Aukningin er þó öll í þorski og er
um samdrátt i flestum öðrum
fisktogundum að ræða fram til
þessa á árinu.
Meðfylgjandi er tafla yfir botn-
fiskafla fyrstu þrjá mánuði þessa
árs, tölur 1980 eru bráðabirgðatölur,
en frá 1979 er um endanlegar tölur
að ræða, en Fiskifélag Islands
heldur þessum tölum saman. Aflinn
er talinn í tonnum og miðað er við
óslægðan fisk.
liotnfiskur Botnfiskur þorskur Þorskur
SvaV)i Jan/mar/ Bátar 1980 To>í 1979 liátar Tok 1980 Bátar Tojf 1979 Bátar Toh
Surturland 27301 7119 21883 3750 20041 3804 12057 1849
Sudurnes 33813 7312 24157 5552 20518 5313 17225 2757
Hafnarfj/Rvik 3514 19022 3222 11907 3113 13491 2740 5774
Vesturland 22180 7080 17517 5150 21250 5714 15952 3200
Vestfirdir 10010 20132 12402 14973 7305 10837 8743 131%
NorAurland 9271 24045 9702 20471 9050 20889 9400 17713
Austfirrtir 12080 10505 12181 8850 8770 0054 9213 0209
Erlendis 030 5549 1851 0970 329 2396 917 3032
119111 101100 102915 77035 90388 74558 70913 537%
Samtals 220211__________________________lft0r>.r)0 170910 130709
Mism. aukning 19S0 39664 40237
Auglýst eftir vitn-
um að ákeyrslum
SLYSARANNSÓKNADEILD lög-
reglunnar í Reykjavík hefur beðið
Morgunblaðið að auglýsa eftir
vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í
borginni. Þeir, sem geta veitt
upplýsingar um þessar ákeyrslur,
eru beðnir að hafa samband við
slysadeildina í síma 10200.
Mánudaginn 24. marz sl. var
tilkynnt, að ekið hefði verið á
bifreiðina R—48686, sem er Austin
Mini, rauð að lit. Atti sér stað við
hús nr. 31 við Víðimel, frá kl. 22.00
þann 22. marz og fram til 24. marz á
hádegi. Skemmd á bifr. er að vinstra
framaurbretti er dældað.
Mánudaginn 24. marz sl. var
tilkynnt, að ekið hefði verið á
bifreiðina R—8979, sem er Volks-
wagen, hvít að lit. Átti sér stað á
bifr.stæði við Smiðjustíg norðan við
Hverfisgötu. Varð fimmtudaginn 20.
marz eða föstudaginn 21. marz.
Vinstra framaurbretti er skemmt
og er mosagrænn litur í skemmd-
inni.
Föstudaginn 28. marz sl. var
tilkynnt að ekið hefði verið á bifr.
R—14890, sem er Toyota, grænbrún.
Átti sér stað miðvikudaginn 26.
marz frá kl. 09.00 til 16.00. Dæld er á
vinstri framhurð.
Miðvikudaginn 2. apríl sl. var ekið
á bifr. G —12742, sem er Ford Escort
drapplitaður. Átti sér stað í porti
Mjólkurstöðvarinnar við Laugaveg
162, frá kl. 17.00 1.4. til 16.40 þennan
dag. Skemmd er á kistuloki hægra
megin.
Fimmtudaginn 3. apríl sl. var ekið
á bifr. R—37271, sem er Volvo
fólksbifr. biá að lit. Átti sér stað við
Krummahóla 10 Rvík. frá kl. 15.15
til 17.13. Skemmd er á hægra
afturljóskeri.
Miðvikudaginn 9. apríl var til-
kynnt að ekið hefði verið á bifr.
R—65847, sem er Skoda rauður að
lit. Átti sér stað á bifr.stæði við
Landspítalann frá kl. 11.00 til 11.30
þann 8. apríl, þriðjudag. Skemmd er
á vinstri framhurð.
Með frétt um varanlega gatnagerð á ísafirði i blaðinu i gær urðu
myndabrengl. í stað myndar frá þeirri ráðstefnu birtist mynd af
samninganefnd Sjómannafélags ísafjarðar. Eru viðkomandi beðnir
velvirðingar á mistökunum. um leið og rétta myndin birtist. Er hún af
Jóni Þórðarsyni furstjóra steypustöðvarinnar Garðs hf. til vinstri og
Gunnari Torfasyni verkfræðingi. En verkfræðistofa Gunnars sá um
undirbúning tilboðsins í steypuvinnuna á Djúpveginn.