Morgunblaðið - 11.04.1980, Side 36
PIERPOflT
QUARTZ — úr
Þessi heimsþekktu úr
fást hjá flestum úr-
smiðum.
FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1980
Arnarflug fór í gær með hóp bandarískra leiðangursmanna til
Grænlands og munu þeir dveljast við rannsóknir á jóklinum
næstu daga en Arnarflug mun sækja þá aftur að viku liðinni.
Flogið var með þá til Kulusuk og þar tók þyrla við þeim og flutti
áleiðis á jökul. Myndina tók Guðmundur Hilmarsson af
Navajo-vél Arnarflugs og á bak við má sjá Dash 7-vél frá
Grænlandsflugi.
Nærri 15 milljón kr. tjón
er olía mengaði saltf arm
UM ÞAÐ BIL 400-500 tonna
saltfarmur skemmdist af olíu
þegar unnið var að uppskipun
þess í Þorlákshöfn í fyrradag.
Var verið að moka úr lest skips-
ins þegar vélskófla rakst í lest-
arvegginn og kom við það leki að
olíugeymi þar og mengaði olían
hluta af saltfarmi skipsins.
Að sögn Finnboga Kjeld hjá
Saltsölunni hf. er hér um verulegt
tjón að ræða, kringum 15 milljón-
ir. Skemmda saltið var strax tekið
til hliðar en talið er að milli 400 og
500 tonn séu olíumenguð. Skipið,
sem er erlent, er búið olíutönkum
meðfram lestarveggjum, og þegar
vélskóflan rakst á vegginn kom
leki að einum tanknum sem olía
mun hafa verið í. Tóku menn ekki
strax eftir lekanum og því mun
nokkuð af skemmda saltinu hafa
verið sett saman við óskemmt salt,
en Finnbogi taldi tryggt að með
því að taka 400—500 tonn frá væri
ekkert af mengaða saltinu með.
Sagði hann óhapp þetta ekki valda
saltskorti þar sem von væri á
2.500 tonna farmi um helgina.
Baksíðumynd
Myndina tók Ragnar AxelsNon á handafundi.
Búmark gegn offramleiðslu í landbúnaði:
10% tekjuskerð-
ing hjá bændum
Búmarkið eða kvótinn sem
bændum hefur verið kynntur að
undanförnu til þess að skerða
framleiðslu landbúnaðar þýðir um
10% samdrátt í landbúnaðarfram-
leiðslu, en það jafngildir að fækka
ærgildum í landinu um 150 þús. af
þeim liðlega 1700 þúsund sem eru
samkvæmt skýrslu bænda í land-
inu í dag. Þetta þýðir að meðaltali
um 10% tekjuskerðingu hjá bænd-
um og miðað við 300 ærgilda bú er
hér um að ræða nær 1.2 millj. kr.
tekjurýrnun á ári, en á stærri
búum getur verið um margra
milljóna króna tekjumissi að ræða.
Búmarkið miðast við það að
skerða framleiðslu sem nemur þeim
hluta ofíramleiðslunnar sem ekki er
gert ráð fyrir í útflutningsbótum.
Utflutningsbætur mega samkvæmt
lögum nema 10% af heildarverð-
mæti landbúnaðarafurða og miðað
við áætlaða framleiðslu á þessu ári
nema þær bætur 8,5 milljörðum
króna, en hins vegar vantar þá nær
7 milljarða króna til þess að greiða
að auki í útflutningsbætur og fram-
kvæmd skerðingarinnar á að eyða
þeim mismun sem nemur um 9,6%
af heildarverðmæti afurða nautfjár-
og sauðfjárræktar.
Sjá grein um bændafundi á
bls. 14 og 15.
Mjög marg-
ir árekstrar
ÁSTANDIÐ í höfuðborgarumferð-
inni hefur verið með allra bezta
móti að undanförnu en í gær varð
breyting á til hins verra og urðu
alls 15 árekstrar frá hádegi og
fram að kvöldmat. Vill lögreglan
hvetja ökumenn til þess að draga
úr ökuhraðanum og sýna aðgæzlu.
Bráðabirgðaúttekt á aukningu tekna milli ára:
Skattheimtan
um 3 milljörð-
um yfir áætlun
KÖNNUN, sem Þjóðhagsstofnun
hefur gert á tekjuaukningu
manna. milli áranna 1978 og 1979
hefur leitt í ljós, að hún er ekki
45% eins og fjárlög gera ráð fyrir
og þær hugmyndir að tekjuskatt-
stiga, sem nú eru tii meðferðar á
Alþingi, heldur mun landsmeðal-
tal vera á bilinu 47 til 48%. Þetta
þýðir, að íjárlögin ásamt skatt-
stiganum gefa 46,7 milljarða
króna eða tæplega 3 milljörðum
króna meira, en Alþingi og ríkis-
stjórn höfðu gert ráð fyrir.
„ÞAÐ hefur ckki verið neinn
áhugi hjá sjómönnum hér á Þing-
eyri að segja upp samningunum,
en við sögðum upp samningum
landverkafólksins cins og aðrir,“
sagði Guðmundur Friðgeir
Magnússon formaður Verkalýðs-
félagsins Brynju á Þingeyri, er
Mbl. spurði hann um ástæður
þess, að sjómenn á Þingeyri eru
einir sjómanna á Vestfjörðum
með fasta samninga.
„Við höfum yfirleitt haft sam-
flot með öðrum félögum á Vest-
fjörðum með samningagerð, þótt
ekki hafi alltaf verið algjör sam-
staða um aðgerðir," sagði Guð-
mundur, en hann er jafnframt
ritari Alþýðusambands Vestfjarða
og hefur sem slíkur setið samn-
ingafundi nú í deilunni við Út-
vegsmannafélag Vestfjarða.
Alþýðusamband Vestfjarða hef-
ur beint þeim tilmælum til sjó-
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær, var
skattstiginn, sem Morgunblaðið
birti í gær, 25% skattur á skatt-
gjaldstekjur að þremur milljónum,
35% af tekjum á bilinu 3 til 7
milljónir og 50% á tekjur umfram 7
milljónir, kynntur á sameiginlegum
fundi fjárhags- og viðskiptanefnda
Alþingis í gærmorgun. Þá vildu
stjórnarsinnar hraða afgreiðslu
málsins, en stjórnarandstaðan
krafðist nákvæmari upplýsinga um
tekjuaukningu landsmanna. Vegna
manna á Þingeyri að þeir fari í
samúðarvinnustöðvun með öðrum
sjómönnum á Vestfjörðum 20.
apríl n.k. og sagðist Guðmundur
ráðgera fund á næstunni til að
fjalla um kjaramálin og tilmæli
ÁSV. „Ég vonast eftir samstöðu,
ekki bara hjá sjómönnum, heldur
landverkafólki líka,“ sagði Guð-
mundur.
HÆKKUN söluskatts um 1.5% var
afgreidd sem lög frá alþingi í
gærkvöldi með atkvæðum stjórn-
arliða gegn atkvæðum þing-
manna stjórnarandstöðunnar.
þeirrar kröfu var Þjóðhagsstofnun
falið verkið. Fyrirhugað er að
kynna nefndunum þessar niður-
stöður á sameiginlegum fundi ár-
degis í dag.
Ovissa hefur ríkt um stærð þess-
arar tekjuaukningar, þar sem
skattframtöl bárust skattstofum
mánuði síðar en venjulega og at-
vinnurekendur hafa enn ekki skilað
framtölum. En samkvæmt bráða-
birgðaúrtaki úr nokkrum stærstu
bæjum á Reykjanesi og í Reykjavík,
bendir allt til þess, að landsmeðal-
talið sé 2 til 3 prósentustigum
hærra en gert hafði verið ráð fyrir.
Því breytast bæði forsendur nýsam-
þykktra fjárlaga og skattstigans,
sem í meðferð er. Þessar nýju
forsendur gefa ríkinu í skatttekjur
2,9 milljörðum króna meiri tekjur
en 45%-forsendan og 1,7 milljörð-
um króna meira, en sá skattstigi,
sem Ragnar Arnalds kynnti upp-
haflega og sem mestum úlfaþyt olli.
Tillögur um skattstiga, sem að
framan er getið, og fjárhags- og
viðskiptanefndir Alþingis fjalla nú
um, fela í sér 525 þúsund króna
persónuafslátt, 150 þúsund króna
barnabætur á 1. barn hjóna og 215
þúsund krónur á 2. barn eða fleiri.
Bárnabætur einstæðs foreldris eru
280 þúsund krónur á barn. Þá er
gert ráð fyrir 65 þúsund króna
barnabótaauka á hvert barn undir 7
ára aldri.
Lögin munu taka gildi á mánu-
daginn, þann 14. april, og gilda
útimabundið siðan.
Felld var breytingartillaga frá
Eiði Guðnasyni um að hækkunin
falli niður um næstu áramót.
í efri deild Alþingis voru einnig
í gærkvöldi samþykkt lög um
tímabundið olíugjald til fiskiskipa
með atkvæðum stjórnarþing-
manna gegn atkvæðum þing-
manna stjórnarandstöðunnar.
Sjá nánar frétt á blaðsíðu tvö í
Morgunblaðinu í dag.
Sjómenn á Þingeyri
íhuga samúðarvinnu-
stöðvun 20. apríl nk.
Söluskattshækkun-
in orðin að lögum