Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
5
Stór stund að taka sæti
á Alþingi í fyrsta skipti
— segir Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson tók í
gær sæti á Alþingi. sem vara-
maður Matthiasar Bjarnason-
ar. Einar, sem ekki heíur áður
átt sæti á Alþingi, skipaði
íjórða sæti íramboðslista
Sjálfstæðisflokksins á Vest-
fjörðum við síðustu alþingis-
kosningar. Hann er tuttugu og
fjögurra ára gamall, og starf-
ar nú sem skrifstofumaður á
Bolungarvík, en mun á næsta
ári ljúka námi i stjórnmála-
fræðum við Essexháskóla í
Englandi.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Einar að máli í gærkvöldi,
og spurði hann fyrst hvernig
það væri að taka sæti á Alþingi
í fyrsta skipti. „Ég hef nú að
vísu ekki nema tveggja klukku-
stunda reynslu af þingmennsku
enn sem komið er,“ svaraði
Einar, „en af þeim litlu kynn-
um sem ég hef þegar af þinginu
og þingmönnum get ég ekki
annað sagt en að mér lítist vel
á vistina á Alþingi.
Ég er sérstaklega ánægður
með hve mér var vel tekið af
hinum eldri og reyndari þing-
mönnum, hvort heldur það voru
flokksbræður mínir eða þing-
menn annarra flokka. Það er
mikil lífsreynsla að taka sæti á
þingi í fyrsta skipti, og það er
stór stund þegar gengið er til
þinghússins fyrsta sinni, ekki
hvað síst fyrir ungan mann, en
um leið og mér var þannig
innanbrjósts, þá var ég um leið
nokkuð kvíðinn, enda veit ég
ekki fyllilega að hverju ég var
að ganga. En ég hlakka til þess
að fá nú tækifæri til að starfa
innan veggja Alþingis."
— Nú hefur þú um nokkurra
ára skeið tekið virkan þátt í
stjórnmálum, og Alþingi er
helsti vettvangur íslenskra
stjórnmála. Kemur þingið þér
fyrir sjónir eins og þú áttir von
á?
„Já, ég get ekki sagt annað.
Stjórnmálin eru að mínum
dómi fyrst og fremst aðlaðandi
vegna þess hve þau taka yfir
víðtækt svið. Ekki þarf að
minnsta kosti að óttast að störf
stjórnmálamanna verði einhæf.
Ég get nefnt sem dæmi um
þessa fjölbreytni stjórmálanna,
að meðal þeirra mála sem voru
til umræðu á Alþingi í dag,
voru umræður um stofnun úti-
bús veiðimálastofnunar á Aust-
urlandi, bætta nýtingu í fisk-
veiðum og skyldusparnað ungs
fólks.“
— Hefur þú ákveðið hvaða
mál þú ætlar einkum að láta til
þín taka þann tíma sem þú
verður á þingi að þessu sinni?
„Ég læt vafalaust í mér
heyra við umræður um þau mál
er upp kunna að koma, en það
verður að koma í ljós þegar þar
að kemur. Og um efni jómfrú-
ræðu minnar hef ég ekki tekið
ákvörðun ennþá!"
— Alþingi hefur sætt nokk-
urri gagnrýni undanfarin ár, og
sumir telja að virðing þings og
þingmanna sé ekki mikil meðal
þjóðarinnar. Telur þú þessa
gagnrýni vera á rökum reista?
„Það er alveg rétt, að Alþingi
hefur oft heyrst gagnrýnt, og
ég minnist til dæmis orða úr
blaðaviðtali, þar sem sagði að
„Alþingi væri höll meðal-
mennskunnar." Ég hef sjálfur
ekki setið það lengi á þingi að
ég gæti kveðið hér uppúr, en tel
að minna megi á það sem
stundum hefur verið sagt, að
þjóðin eigi ekki skilið betri
ráðamenn en hún hefur valið
sér. Sé eitthvað bogið við störf
Alþingis, þá væri fólki ef til vill
hollt að líta í eigin barm og gá
hvort ekki sé víðar pottur
brotinn."
— Þú tekur sæti á þingi við
nokkuð sérstæðar kringum-
stæður innan Sjálfstæðis-
flokksins. Virðist þér ástandið
innan flokksins vera eitthvað
öðruvísi innan Alþingis en þú
áttir von á?
„Nei. Ég hef fylgst, náið með
störfum Sjálfstæðisflokksins,
og tel mig þekkja nokkuð vel til
innviða hans og mér hefur ekki
Einar K. Guðfinnsson.
komið neitt sérstaklega á óvart
í þessu sambandi hér í dag.
Ég sat í fyrsta skipti þing-
flokksfund sj álfstæðismanna í
dag, og meðal þeirra sem þar
sátu var einn ráðherrann í
ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsens, Friðjón Þórðarson. Ég
gat ekki merkt að það andaði
köldu í hans garð á fundinum.
Vona ég að það sé merki þess að
sjálfstæðismenn muni sættast
á ný eftir þann óheppilega og
að mínum dómi ónauðsynlega
ágreining sem upp hefur komið
í vetur."
Þar með varð samtalið ekki
lengra að sinni, enda voru
fundir að hefjast á ný í samein-
uðu Alþingi eftir kvöldverðar-
hlé í gærkvöldi. — AH
Eva Knardahl
leikur í Nor-
ræna húsinu
HINN þekkti norski píanóleikari
Eva Knardahl heldur tónleika í
Norræna húsinu miðvikudaginn
16. april n.k. kl. 20.30.
Eva fæddist árið 1920 og kom
þegar 11 ára fram opinberlega
þegar hún lék einleik með Filharm-
onisk Selskap. Eva Knardahl vann
sér fljótlega mikið álit sem tónlist-
armaður og að lokinni síðari
heimsstyrjöldinni dvaldist hún um
margra ára skeið í Bandaríkjunum
og var meðal annars árum saman
fastur einleikari með Minneapolis-
sinfóníuhljómsveitinni. Hún sneri
aftur til heimalands síns 1967 og
settist að í Ósló. Eva Knardahl
hefur farið í tónleikaferðir um
Evrópu, Sovétríkin og Bandaríkin.
Hún hefur áður leikið í Reykjavík
þegar hún lék einleik með Sin-
fóníuhljómsveit íslands. Á tónleik-
unum í Norræna húsinu leikur hún
norska og sænska tónlist, m.a.
Holbergssvítuna eftir Grieg og
píanósónötuna opus 7, mesta
píanóverk Griegs.
Þursaflokkur-
inn í Félags-
stofnun í kvöld
Félagsstofnun stúdenta í kvöld.
þriðjudagskvöld kl. 21.00.
Á efnisskrá verður rjóminn af
eldra efni sveitarinnar ásamt því
nýjasta. Aðgangur er öllum heim-
ill, meðan húsrum leyfir.
KONUR - HEIMAÞJÁLFUN - KARLAR
Byggjum upp stæltan, fituskertan líkama.
Æfingakerfið nær til allra líkamshluta.
Tveggja mánaða meðhöndlun
gerir sumarfríið ánægjulegra.
HEIMAÞJÁLFUN
INNIHELDUR
FLJÓTVIRKT?
Það tók Finn Karlsson aðeins 5 mánuði að léttast um 37 kg.
Á sama tíma jók hann afl sitt um 50%. Þann 15. september
s. 1. var Finnur 133,4 kg. Þann 19. febrúar s. 1. var hann
kominn niður í 96,2 kg.
í 2 mánuði höfum við æft undir handleiðslu Guðmundar
Sigurðssonar, létta vöðvaþjálfun, ásamt þvi að fara eftir
persónubundnum ráðleggingum í mataræði. Við fylgdum
kerfinu eins og það var sett fyrir okkur og höfum grennst
um mörg kíió og aukið afl okkar og þol um allt að 25%.
A. Myndskreytt æfingakerfi.
B. 2 stk. nylon-húðuð handióð.
C. 1 stk. sippiband.
D. 1 stk. aðstoðarstöng.
E. Persónulegar ráðleggingar í mataræði.
F. 1 mánaðar matseðill, vegna persónubundins matarkúrs.
G. Listi yir Caloríu-innihald í mat.
Verð fyrir konur aðeins kr. 31.900,-
Verð fyrir karia aðeins kr. 37.900,-
VILTU
MEGRAST?
Persónulegar ráðleggingar í mataræði.
1 mánaðar sérunninn matseðill sem er uppbyggður sam-
kvæmt matarvenjum viðkomandi.
Listi yfir Caloríu-innihald i mat.
Megrunarkúr þessi er byggður upp á niðurstöðum nýjustu
rannsókna.
Verð aðeins kr. 12.300,-
Megrunarkúr, sem byggður er á persónulegum ráðlegg-
ingum, þar sem tekið er mið af matarven jum hvers og eins.
Þeir sem notað hafa þennan kúr, hafa losnað við allt að 7 kg.
á mánuði, án sultartilf inningar.
HEIMAÞJÁLFUN
FYRIR KONUR:
Helgi Jónasson, fræðslustjóri í Reykjanesumdæmi.
Jón Aðalsteinn Jónsson, tækniskólanemi.
Óskar Sigurðsson, forstjóri, Reykjavík.
HEIMAÞJÁLFUN
P. O. Box 4212
Reykjavík
Símar 15924 og 36331
Heimaþjálfun ásamt megrunarkur
Heimaþjálfun án megrunarkúrs
Megrunarkúr HEIMAÞJÁLFUNAR
Cellulite-meðferð
Verð kr. 31.900,-
— 23.000,-
— 12.300,-
— 31.900,-
FYRIR KARLA:
Heimaþjálfun ásamt megrunarkúr
Heimaþjálfun án megrunarkurs
Megrunarkúr HEIMAÞJÁLFUNAR
Verð kr. 37.900,-
— 29.000,-
— 12.300,-
Hringið eða skrifið eftir upplýsingabæklingi sem sendur
verður um hæl.
CELLULITE, (konukeppir) koma á hina ýmsu staði kven-
líkamans. Ef þig langar til að losana við Cellulite á auð-
veldan hátt, þá hafðu samband við okkur, við getum hjálp-
að þér til þess.
Það er visindalega sannað, að rétt mataræði ásamt hæfi-
legri areynslu eru nauðsynleg til að öðlast hraustan og
fagran líkama. Til að ná því marki, býður HEIMAÞJÁLF-
UN handlóðatæki ásamt sérunnu mataræði fyrir þig.
20 ára reynsla Guðmundar Sigurðssonar lyftingamanns
var höfð til hliðsionar við samnineu kerfisins.