Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 11

Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 Suöur-Afríka á krossgötum Tilkynningu flug- mannsins í flugi Suður- Afríku flugfélagsins frá Jóhannesarborg til Höfðaborgar var tekið með jafndjúpri þögn og ef hann hefði tilkynnt, að hann þyrfti að nauð- lenda. „Fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum kosn- inganna í Ródesíu,“ sagði hann, „þá tapaði bless- aður biskupinn og hlaut 3 sæti. Mugabe fékk hreinan meirihluta. Góða skemmtun í næsta leyfi í Ródesíu.“ Þrátt fyrir að menn huggi sig við, að „hann verði kannski eins og Kenyatta“, þá er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum hins mikla kosn- ingasigurs Róberts Mug- abe í Suður-Afríku. Bæði hernaðarlega og sálrænt er hann yfirþyrmandi ósigur fyrir hvíta minni- hlutann. Hins vegar lítur svarti meirihlutinn á úr- slitin sem mikinn sigur og stuðning í langri bar- áttu sinni fyrir pólitísk- um réttindum. Fyrstu viðbrögðin meðal hvítra voru bitrar ásakanir vegna þess að allir höfðu haft svo rangt fyrir sér. Hvernig höfðu þeir getað trúað því, að Abel Muzorewa biskup myndi bera sigur úr býtum í kosning- unum eða a.m.k. verða fær um að mynda and-marxískt banda- lag með Jósúa Nkomo og hvítum Ródesíumönnum? „Ríkisstjórnin fékk ekki aðeins rangar upplýs- ingar, hún rangtúlkaði einnig þær upplýsingar, sem hún hafði, og við hin gerðum nokkurn veginn það sama,“ sagði banka- stjóri einn, „þetta er greinilega óskhyggja." Viðbrögð svartra manna voru þveröfug. Dr. Nthato Motlana, sem er leiðtogi í borgarmálum í svertingjabænum Soweto og hef- ur haldið uppi stöðugri gagnrýni á ríkisstjórnina, sagði: „Ég leik á als oddi. Fyrst og fremst má draga þann lærdóm af úrslitun- um, að hver sá, sem nýtur velþóknunar hvítra manna, er búinn að vera.“ Þrátt fyrir friðsamleg um- mæli Mugabes í garð nágrann- anna í suðri, leikur enginn vafi á því, að ríkisstjórnin og herinn í Suður-Afríku líta á sigur hans sem alvarlegan hernaðarlegan ósigur. „Svarta Afríka nær nú að landamærunum við Limpopo," var yfirlýsing þjóðernissinnaðs dagblaðs. Limpopoá er nú í senn fyrsta og síðasta varnarlínan. Litið er á valdatöku nýju stjórnarinnar í Ródesíu sem stórt skref í átt til þess, sem Magnus Malan hershöfðingi kallar „marxiska innikróun" Suður-Afríku. Þótt Mugabe hafi heitið því, að koma ekki upp stöðvum fyrir suður-afríska skæruliða á ródesísku landi, þá segjast heimildarmenn í her Suður-Afríku telja, að hann geti ekki komið í veg fyrir, að þeir laumist inn í land þeirra. Versta staðan, sem Malan hershöfðingi hefur gert ráð fyrir, er sú, að Ródesía verði marxiskt ríki eins og Mozambik og Angóla, og þá komi aðeins Zambia og Botswana í veg fyrir að Suður-Afríka og Namibía verði algjörlega umkringd, og ekki sé hægt að gera ráð fyrir að þau standist ásókn kommúnista til lengdar. Namibía En í nánustu framtíð er senni- legt að úrslitin í Ródesíu auki það kapp sem Afríkuríkin leggja á að samið verði um Namibíu (Suðvestur-Afríku), þetta víðlenda, málmauðuga og strjál- býla land, sem Suður-Afríka stjórnar í trássi við Sameinuðu þjóðirnar. Það hefur í för með sér beinan þrýsting á Suður- Afríku, sem brátt mun tengjast kröfum um breytingar í stjórn- málum í ríkinu sjálfu. Urslitin í kosningunum í Ród- esíu voru birt sama dag og viðræður um tilraunir til sam- komulags hófust í Höfðaborg milli stjórnar Suður-Afríku og háttsettrar nefndar frá Samein- uðu þjóðunum. Viðræðunum var haldið áfram, þrátt fyrir að báðir aðilar viðurkenndu óopin- berlega, að vonlaust væri að búast við nokkrum árangri, fyrr en Suður-Afríkumönnum hefði gefist tími til að meta úrslitin og sjá hverjar raunverulegar afleið- ingar þeirra yrðu. Eins og við mátti búast, varð raunin sú, að andstaða Suður-Afríku gegn kosningum undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna harðnaði, þar sem niðurstaða þeirra kynni að verða sigur fyrir Þjóðarsamtök Suðvestur-Afríku (SWAPO), þjóðernishreyfinguna, sem berst gegn suður-afrískum hermönn- um á landamærum Namibíu. Sannleikurinn er sá, að P.W. Botha, forsætisráðherra Suður- Afríku, hefur ekki mikið svig- rúm. Fyrstu viðbrögð hans við kosningaúrslitunum í Ródesíu voru að íbúar Ródesíu „yrðu sjálfir að meta þau og aðlaga sig þeim“. í rauninni útilokaði hann íhlutun, nema Mugabe leyfði, að árásir yrðu gerðar á Suður- Afríku frá Ródesíu. Þrátt fyrir skyndilegan bata í efnahagslífi Suður-Afríku vegna hækkunar gullverðs, hefur land- ið ekki ráð á að flækjast í víðtækan skæruhernað utan landamæra sinna. í næstu fjár- lögum er gert ráð fyrir mikilli aukningu til hermála, umfram þá 2 milljarða randa (1,1 millj- arð £) sem nú er veitt, einungis til að kosta baráttu gegn skæru- hernaði, sem öðru hverju blossar upp í Namibíu, á sama tíma og menntun og húsnæðismál svartra manna ættu að hafa forgang. Að auki mundi öll íhlutun í Ródesíu koma í veg fyrir að vesturveldin gætu beitt neitunarvaldi gegn alvarlegum efnahagslegum refsiaðgerðum af hálfu Sameinuðu þjóðanna, áður en Suður-Afríka er tilbúin að mæta þeim. En Botha forsætisráðherra er næstum eins aðþrengdur heima fyrir. Það var engin tilviljun að í kjölfar úrslitanna í Ródesíu fylgdu stóraukin innanflokks- átök í Þjóðarflokknum, sem fer með völdin í Suður-Afríku. Það — eftir Quentin Peel MUGABE: Kveðst vilja sættir. BOTHA: Hefur lítið svigrúm. hét svo, að átökin milli forsætis- ráðherrans og dr. Andries Treurnicht, sem er leiðtogi hins valdamikla Transvaal-hluta flokksins og andlegur foringi mestu íhaldsmannanna, stæðu um hvort kynblendingsskóla- drengir mættu leika fótbolta við hvíta drengi. En eins og stóð í dagblaði Þjóðarflokksins, Beeld, sem gefið er út í Jóhannesarborg og styður Botha eindregið: „Það liðu nákvæmlega 3 dagar frá því að kosningasigur Mugabes varð kunnur þar til ágreiningurinn í Þjóðarflokknum hafði nær leitt til klofnings. Úrslitin undirstrikuðu þann ágreining, sem var fyrir hendi milli verligtes (upplýstra) og verkramtes ' (afturhaldsamra). Hinir síðarnefndu bentu á að úrslitin sönnuðu það, sem þeir hafa haldið fram, þ.e. að öll undanlátssemi við kröfur um áhrif svartra manna, hve lítil sem hún væri, opnaði einungis gáttina fyrir róttækum öflum. Ef hinir fyrrnefndu, sem ekki voru lengur eins vissir í trú sinni á að hægt væri að styðja vin- veitta svarta leiðtoga eins og Mugabe, til að verjast öfga- mönnum, skírskotuðu samt til sigurs Mugabes í kröfum sínum um sættir, áður en svartir íbúar Suður-Afríku gengju öfgastefn- um á hönd. Kynþáttaráðstefna Hversu mikil óskhyggja sem í þessari skoðun kann að felast, og margt bendir til þess að ungir svertingjar séu hættir að ljá eyru öllu tali um sættir síðan í óeirðunum árið 1977, þá hefur Botha forsætisráðherra samt gert hana að sinni. í stefnu markandi ræðu, sem hann hélt þá um helgina réðst hann á dr. Treurnicht og stuðningsmenn hans (þó án þess að nefna nöfn) sem „stjórnmálamenn, sem halda að við getum leikið trúð- leiki á stjórnmálasviðinu, meðan drengirnir okkar falla á landa- mærunum". Hann hét því, að því er virðist í blóra við strangasta rétttrúnað á aðskilnaðarstefnuna, að svart- ir leiðtogar í borgum landsins yrðu kallaðir á ráðstefnu allra kynþátta, þar sem fjallað yrði um nýja stjórnarskrá. Og hann vísaði á bug sem ónauðsynlegum fyrir tilveru þjóðar Afríkana (Suður-Afríkumanna af hol- lenskum ættum) jafn bannhelg- um hugmyndum og lögunum um bann við hjónaböndum og kyn- sambandi fólks af ólíkum kyn- þáttum (þótt hann lofaði alls ekki að breyta þeim). I ræðu Bothas kom þó ekki skýrt fram, hvaða markmið hann hefur. Það er kaldhæðnis- legt, að þótt Botha tali sífellt um „heildarstefnu" sína, þá virðist hann ekki hafa ljósa hugmynd um hvert sú stefna leiði. Yfirlýst markmið hans eru í grundvallar- atriðum neikvæð eða varnar- kennd, þ.e. að verjast „ásókn marxista" og að tryggja tilveru þjóðar Afríkana. Samt sem áður felst í stefnu Bothas talsverð tilslökun í hinu flókna kerfi kynþáttaaðskilnað- ar. I fyrsta lagi er gerð tilraun til að vinna stuðning fleiri svartra manna til að verjast þessari ásókn, og því verður að milda verstu hliðar kynþáttam- isréttisins. í öðru lagi krefst stefnan þess, að efnahagskerfið verði öflugra til að mæta barátt- unni og því þarf að einfalda hið þunglamalega skrifræði aðskiln- aðarstefnunnar, einkum til að auka hreyfanleika vinnuaflsins. Botha hefur verið nógu djarf- ur til að setja fram slíkar hugmyndir, þótt hann hafi ekki árætt að bera fram frumvörp til laga, sem ná langt í þessa átt. Hann hefur reynt að forðast að ögra eigin samherjum með því að stuðla heldur að endurbótum með leyfum og undanþágum, sem stjórnvöld veita. Enn er mögulegt að gangur mála í Ródesíu fái fleiri hvíta menn til að trúa á nauðsyn samkomulags við svarta. Sáttfús afstaða Mugabes hefur vakið vissa bjartsýni, sem stingur í stúf við þann hroll sem hann fékk mönnum jafnvel nokkrum dögum áður. En afturhaldssamir hvítir menn munu án efa snúast öndverðir gegn þessum hug- myndum. I þetta sinn var breitt yfir ágreininginn, en þeir eru fáir, sem trúa því, að vopnahléið milli Bothas og dr. Treurnichts muni standa til frambúðar. Botha hefur ekki tekist að draga merkjanlega úr tortryggni svartra manna gagnvart tilgangi hans. Það eru ekki lögin gegn blönduðum hjónaböndum sem fara verst með svarta menn, heldur allt hið flókna kerfi flutningstakmarkana og svæða- skiptinga, sem stýrir því, hvar svertingjar mega búa og hvert þeir mega flytjast samkvæmt fyrirmælum skrifstofuveldis hinna hvítu. Flutningstakmark- anirnar eru grundvallarþáttur í framkvæmd aðskilnaðarstefn- unnar, en Botha hefur ekki dregið í efa ágæti hennar. Hann hefur jafnvel gert kerfið strang- ara með því að stórhækka sektir, sem beitt er gegn þeim, sem hafa svarta menn ólöglega í vinnu. Hinir verligte stuðningsmenn Bothas í blaðaheimi Afríkana vilja að stjórnin dragi þann lærdóm af sigri Mugabes að ræða beri nú við hina „raunveru- legu“ leiðtoga svartra manna. Ríkisstjórnin er hins vegar ný- búin að svipta Desmond Tutu, aðalritara kirkjuráðs Suður- Afríku vegabréfi sínu, en hann er einn af þeim síðustu meðal svartra leiðtoga, sem prédikar friðsamlegar breytingar og nýt- ur þó talsverðs stuðnings. Mandela Það er verulega erfitt fyrir Botha að finna einhverja áhrifa- mikla svarta leiðtoga til að eiga viðræður við. í nýlegri könnun meðal svartra manna kom fram að enginn einn maður nyti al- menns stuðnings, þótt flestir hefðu heyrt getið um Nelson Mandela, fyrrum forseta Afríska þjóðarráðsins, en hann afplánar nú lífstíðardóm í fangelsi. I könnuninni var einnig komist að þeirri niðurstöðu að almennt væru svartir borgarbúar nei- kvæðir, firrtir og forystulausir, þeir væru í andstöðu við kerfið án þess að hafa skýrar hug- myndir um hvað koma ætti í staðinn. Brýnasta vandamálið, sem Botha þarf að fást við, er að bægja frá alþjóðlegum þrýstingi vegna Namibíumálsins, þrátt fyrir að hann óttast í raun að SWAPO kunni að taka völdin í Namibíu. Þótt litið sé á vanda- mál hans með vissum skilningi á Vesturlöndum, einkum í Bret- landi og þótt Bandaríkjastjórn fari ekki að gera mikið úr málinu á kosningaári, þá er ekki víst, að þeim takist að standa gegn kröfum Afríkuríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til lengdar. Endanlega beinist áhugi manna á alþjóðavettvangi, með réttu eða röngu einkum að inn- anlandsmálum í Suður-Afríku. Ef Botha tekst að komast að samkomulagi við svarta menn í landinu, léttir á þrýstingnum. Hingað til hefur hann á opin- skáan og staðfastan hátt brýnt fyrir löndum sínum nauðsýn samkomulags og breytinga. Ekki hefur komið eins skýrt fram í hverju breytingarnar ættu að felast. Hann verður að þræða örmjótt einstigi milli aftur- haldssamra — viðbragða hvítra manna og uppreisnar svartra, milli alþjóðlegs þrýstings og möguleika sinna í stjórnmálum án þess að vita í raun hvert hann stefnir. (Financial Times)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.