Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRlL 1980 Forsetaframbjóðendur spurðir Morgunblaðið hefur snúið sér til frambjóðenda við forsetakjör á sumri komanda og lagt fyrir þá nokkrar spurningar og óskað eftir svörum frambjóðenda við þeim. Spurningar Morgunblaösins eru svohljóðandi og fara svör frambjóðenda hér á eftir: Albert Guðmundsson Guðlaugur Þorvaldsson Pétur Thorsteinsson Rögnvaldur Pálsson Vigdís Finnbogadóttir IErt þú hlynnt/hlynntur breytingum á stjórnarskránni á þann veg, aö frambjóðandi til forseta veröi aö hljóta meirihluta greiddra atkvæöa til þess aö veröa löglega kjörinn? 2Hver er afstaða þín til þeirrar stefnu, sem fylgt hefur veriö í utanríkis- og öryggismálum frá 1949? Ert þú hlynnt/hlynntur aöild íslands að Atlantshafsbandalaginu? Ert þú fylgjandi varnarsamningi íslands viö Bandaríkin og dvöl varnarliösins hér á landi, eins og nú háttar? 3Hvernig telur þú, að forseti íslands eigi aö standa aö stjórnarmyndun? Ert þú fylgjandi þeirri venju síöustu ára, aö forseti feli formönnum stjórnmálaflokka umboö til stjórnarmynd- unar eftir ákveöinni röð eöa telur þú aö beita eigi öörum aðferðum? 4Hefur þú gegnt einhverjum trúnaðarstörfum á vegum stjórnmálaflokks, annaö hvort á vettvangi innra flokksstarfs eöa i ráöum og nefndum, sem kjörnar eru af Alþingi eða tilnefnt er í meö öðrum hætti á vegum stjórnmálaflokka? Ef svo er, á vegum hvaöa stjórnmálaflokka? c Hver eru viðhorf þín almennt til embættis forseta íslands? Albert Guömundsson 1. Að sjálfsögðu er æskilegt, að sá, sem kosinn er forseti íslands hafi að baki sér meirihluta kjós- enda. Þetta er þó engin óhjákvæmi- leg nauðsyn, enda sé ég fram á töluverða framkvæmdaörðug- leika við það að endurtaka kosn- ingu, og hætt er við að tilgangin- um með slíku fyrirkomulagi yrði ekki alltaf náð. 2. Ég er, eins og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, hlynntur varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Varnarlið í landinu hlýtur þó að teljast ill nauðsyn, en í utanríkis- og varnarmálum að- hyllist ég þá stefnu, sem fylgt hefur verið frá árinu 1949. 3. Forseti íslands verður að hafa þá pólitísku innsýn, að hann meti rétt hvernig standa beri að stjórnarmyndun hverju sinni. Að sjálfstöðu höfum við ákveðnar hefðir. að styðjast við í þeim efnum, en ég tel varhugavert að binda sig fyrirfram og skilyrðis- laust við þær. 4. Þeir, sem á annað borð þekkja til mín, vita, að ég fylgi stefnu Sjálfstæðisflokksins, og innan hans hefi ég gegnt marg- víslegum trúnaðarstöfum, um margra ára skeið. Nefndastörfum hefi ég gegnt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórn Reykja- víkur, og er nú formaður í byggingarnefnd fyrir aldraða, og á Alþingi er ég í utanríkismála- nefnd og fjárhags- og viðskipta- nefnd N.D. Þá á ég sæti í flugráði. En það er hinsvegar ekkert vafa- mál, hvoru ég fylgi, ef á reynir, sannfæringu minni eða flokks- sjónarmiðum. 5. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta íslands. Lít á það sem tákn um sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Forseti íslands er eini íslend- ingurinn, sem sækir vald sitt beint til þjóðarinnar. Oft er sagt, að embætti forseta íslands fylgi lítil völd, og satt er það, að ekki hefur mikið að því kveðið, að forseti beiti því valdi, sem honum er þó fengið í stjórnarskrá og öðrum landslögum, en ef þjóðar- heill krefst og sannfæring hans og samvizka býður, er honum rétt og skylt að bgita því. Guölaugur Þorvaldsson 1. Ég tel, að ennþá hafi ekki komið í ljós þörf fyrir slíka breytingu og best sé að komast hjá tvennum kosningum til þess að fá löglega kosinn forseta, enda þótt æskilegt sé að forsetinn hafi sem mest fylgi. Ég tel hins vegar eðlilegt, að sú nefnd, sem fjallar um endurskoðun stjórnarskrár- innar taki þetta mál til ýtarlegr- ar athugunar, einkum ef til umræðu væri að breyta á ein- hvern hátt valdsviði forsetaem- bættisins. 2. Stefnan í þessum málum hefur veirð mótuð á þingræðislegan hátt og það er ekki á valdi forseta að breyta henni, enda ekki æski- legt að hann hafi slíkt vald. Síðustu þrjá áratugina hafa allir helstu starfandi stjórnmálaflokk- ar hér á landi tekið þátt í ríkisstjórnum, sem í reynd hafa fylgt óbreyttri stefnu að mestu leyti. Til þess eru vafalaust gildar ástæður. Valdatafl stórveldanna stendur enn og ekki hefur dregið úr viðsjám í heiminum. Því miður fæ ég ekki séð, að við íslendingar getum breytt um stefnu í þessum málum nú og ég tel það ekki skynsamlegt við ríkjandi aðstæð- ur. Hitt er annað mál, að áratuga dvöl erlends herliðs í okkar fá- menna landi er ekki æskileg í sjálfu sér. Um það hygg ég að allir séu sammála. Þess vegna er það beinlínis eðlilegt að rökræn, gagnrýnin umræða fari jafnan fram um þessi mál og íslendingar haldi vöku sinni gagnvart erlend- um áhrifum á tungu sína og menningu. 3. Ég tel ekki unnt að setja fastar reglur um það, hvernig forseti eigi að standa að myndun ríkisstjórna, frekar en hægt er að fylgja nákvæmum forskriftum um það, hvernig eigi að sætta ólík sjónarmið í kjaradeilum. Aðstæð- ur verður að meta hverju sinni, en hafa þó hliðsjón af eldri fordæmum. Höfuðáherslu verður að leggja á myndun sem traust- astrar þingræðislegrar meiri- hlutastjórnar í samræmi við úr- slit kosninga. Takist ekki að mynda meirihlutastjórn er eðli- legt að kannaðir séu raunhæfir möguleikar á myndun minni- hlutastjórnar innan hóflegs tíma. í þessu sambandi verður forset- inn að sýna umburðarlyndi svo að lýðræðið fái notið sín, því að lýðræði er tímafrek stjórnunar- aðferð. Forsetinn þarf einnig að sýna festu, svo að lýðræðið verði ekki fótum troðið af sundurlyndi manna. Myndun utanþingsstjórn- ar hlýtur að koma til álita, ef stjórnarmyndun dregst óhæfi- lega á langinn, og um heimild forseta til slíkrar stjórnarmynd- unar, ef nauðsyn krefur, mættu gjarna koma skýr ákvæði í stjórnarskrána. í heild tel ég, að staðið hafi verið að stjórnar- myndunum að undanförnu í anda þessara grundvallaratriða, þótt e.t.v. megi deila um einstaka framkvæmdaþætti. 4. Ég hef verið skipaður í margar nefndir af ráðherrum úr öllum flokkum, en þau störf hef ég aldrei sett í samband við stjórn- mál. Ég man hins vegar ekki til þess, að ég hafi verið kosinn í nefnd af Alþingi nema einu sinni, þ.e. í stjórn Vísindasjóðs fyrir allmörgum árum, þegar dr. Ár- mann Snævarr, fyrrverandi há- skólarektor, lét af störfum í stjórninni. Sú kosning fór fram án samráðs við mig, en ég taldi mér skylt að verða við kallinu vegna starfa minna við Háskól- ann. Ég hef aldrei starfað sem flokksbundinn félagi í neinum stjórnmálaflokki, en ég var félagi í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, og fulltrúi þess einn vetur í Stúdentaráði, er ég var við nám í Háskóla íslands. Störf mín í Hagstofu íslands, fjármálaráðuneyti og Háskóla Islands og nú síðast sem ríkis- sáttasemjari hafa verið þess eðl- is, að ég hef haldið mig utan við afskipti af stjórnmálum. Sömu viðhorf eru mér efst í huga, þegar ég nú býð mig fram við forseta kjör. I því sambandi Iegg ég áherslu á hlutleysi gagnvart stjórnmálastefnum og flokkum og mun, ef ég verð kosinn forseti, fylgja þeirri stefnu eftir því sem ég hef vit og lagni til. 5. Ég lít svo á, að vandasamasta verk forseta íslands sé myndun ríkisstjórna á óvissutímum í inn- anlandsmálum og utanríkismál- um. Réttsýni og festa við slíkar aðstæður er nauðsynleg, ef vel á að fara. Auk þess gegnir forset- inn margvíslegum öðrum verk- efnum samkvæmt stjórnar- skránni, en þau eru orðin svo fastmótuð, að þau reyna varla á forsetann í sama mæli. Síðast en ekki síst tel ég þó, að forsetahjónin hafi miklu hlut- verki að gegna í því að auka og efla gagnkvæm kynni og traust meðal þjóðarinnar innbyrðis og einnig milli íslendinga og ann- arra þjóða. Forsetahjónin þurfa því að ferðast mikið um landið og sækja einnig aðrar þjóðir heim, en þau þurfa ekki síður að halda uppi íslenskri gestrisni á Bessa- stöðum. Pétur Thorsteinsson 1. Ég tel að þjóðin geti sameinast um forseta sinn þó að hann hafi ekki fengið meirihluta greiddra atkvæða við forestakjörið. Hins- vegar ætti það að vera þáttur í þeirri endurskoðun á stjórnar- skránni sem nú fer fram, að athuga vandlega hvort breyta ætti núgildandi reglum um kjör forseta á þann veg, að hann hafi á bak við sig eitthvert lágmarks- hlutfall greiddra atkvæða. 2. Ég er einn þeirra sem vona að einhvertíma komi sú tíð, að hernaðarbandalög og herstöðvar hvar sem er í heiminum hverfi. — Það valdajafnvægi sem skapaðist í heiminum eftir síðari heims- styrjöldina hefir stuðlað að varð- veislu heimsfriðar, og ég tel að sú röskun á þessu jafnvægi sem leiða myndi af því, að ríki segi skilið við annaðhvort þeirra varnarbandalaga sem mestu ráða í heiminum í dag, myndi geta stofnað friðnum í hættu eins og alþjóðamálum er nú háttað. Ég tel því að ekki ætti að hrófla við aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu við núverandi að- stæður. — Það er ekki eftirsókn- arvert eða æskilegt fyrir neina þjóð að hafa erlent herlið í landi sínu, og vonandi kemur sá tími,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.